SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Page 8

SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Page 8
8 17. júlí 2011 „Þessu er hagað þannig að við notum smáforritin sem kennslutæki, m.a. við að búa til nýja tónlist. Krakkarnir fá líka að skoða og læra um hljóðfærin sem eru not- uð á tónleikum,“ segir Dibben um Bíófílíu- námsbúðirnar. „Ég veit ekki alveg hvernig þessum námsbúðum verður hagað í öðrum lönd- um. Tónleikaraðirnar í kringum Bíófílíu í hverju og einu landi verða byggðar upp svipað og þessar búðir en það verða einhver til- brigði við stef og fer þá væntanlega eftir lönd- unum. Það verður sem sagt unnið með það hvað hentar á hverjum stað fyrir sig. Í Manchester vor- um við t.d. að vinna með blandaðan hóp barna, sum höfðu enga reynslu af tónlistarmenntun á meðan önnur voru lengra komin.“ – En hvað finnst þér persónulega um þetta verkefni Bjarkar og þá sérstaklega hvað þennan námsþátt varðar? „Það er dálítið fyndið að sem tónlistarfræðingur þá gæti ég tekið upp á því að vera móðguð. Bíó- fílían er að hluta tilkomin sökum óánægju Bjarkar með eigin tónlistarkennslu, henni fannst fárán- legt að læra bara um gömul, þýsk tón- skáld og fannst kennslan þurr og leið- inleg. „Bjarkarnámið“ gengur þá út á að fólk læri um tónlist á myndrænan hátt, án mikilla flækja eða málalenginga – sem starf mitt gengur hins vegar dálítið út á (hlær). En að þessu sögðu þá er ég á hennar línu með þetta allt saman. Ég er af sömu kynslóð og hún og ég upplifði sannarlega hve þurrt þetta var í mínu tón- listarnámi. Þar voru engar tengingar í gangi, nám- ið kom lítið við það sem ég var að hugsa eða pæla í á þeim aldri. Björk er hins vegar að takast að opna augu fólks fyrir hlutum sem er ill- mögulegt með hefðbundinni kennslu og nýtir nýj- ustu tækni og vísindi í þaula til þess.“ Tónlistarheimurinn opnaður upp á gátt Nikki Dibben Í dag lýkur fyrstu Bíófílíu- tónleikaröð Bjarkar, en tónleik- arnir/verkefnið hafa nú verið keyrði í gegnum sjö tónleika á Manchester International Festi- val, þar sem Björk og hennar fólki hefur gefist færi á að snikka hluti til og laga. Tónleik- arnir, eins og verkið allt, er síst meitlað í stein en segja má að eigindi þess sé að breytast og vaxa. Gagnverkandi þáttur þess felst m.a. í námsbúðum þar sem ungir skólakrakkar eru upp- fræddir um tónlist í gegnum smáforrit eða öpp sem fylgja lögunum sem mynda Bíófílíu. Dr. Nicola Dibben, Nikki Dib- reynir að leiða hlustandann inn í byggingu laganna og hvernig þau virka. Það var þessi náms- vinkill Bíófílíunnar sem kallaði á tónlistarfræðing mætti segja.“ – Þetta er mjög athyglisvert í ljósi þess að poppurum/ rokkurum er jafnan umhugað um að útskýra lagasmíðar sínar sem minnst en hér er hins vegar enginn leyndardómur á ferð. Eða hvað? „Rétt. Upp að vissu marki setur hún allt upp á borð en á sama tíma var hún nokkuð ná- kvæm með það hvaða hluti lag- anna ætti að setja undir smá- sjána. Hún upplifir lagauppbyggingu á mjög per- sónulegan hátt eins og allir. Eins og með „Crystalline“ (fyrsta smáskífan) þar sem í smáforrit- inu er farið niður mjó göng sem opnast svo inn í stórt rými. Hún sér lagið svona, en það er ekki víst að allir geri það. En þetta er hennar leið til að sýna fólki fram á lagauppbyggingu og jafnvel aðstoða fólk sem býr ekki yfir tónlistarmenntun við að dýpka skilning sinn á því hvernig lagasmíðar ganga fyrir sig.“ ánægð með að hún hafi leitað til þín? „Að sjálfsögðu. Ég var upp með mér! Ég reyndi nefnilega mikið að ná til hennar þegar ég var að skrifa bókina en það gekk aldrei upp. Svo hafði Derek Bir- kett (yf- irmaður One Little Indi- an, útgáfufyrirtæki Bjarkar í Bretlandi) samband við mig og spurði mig hvort ég væri til í að hitta Björk vegna þessa verk- efnis. Ég trúði varla eigin eyr- um.“ – En hvaða hlutverk var þér svo ætlað nákvæmlega? Áttir þú að sundurgreina lögin eða? „Björk vildi að ég skrifaði stutta texta um tengsl sjálfrar tónlistarinnar við umfjöllunar- efnið. Lögin tengjast nátt- úrulegum fyrirbærum og hún vildi að ég greindi hvernig lögin eru upp byggð með tilliti til þess. Hvert og eitt smáforrit eða lögin smáforritum („app“) var þá komin fram og hana langaði til að starfa með tónlist- arfræðingi þar sem lögin yrðu að ein- hverjum hluta tengd uppfræðslu eða kennslu. Hún talaði um að Bíó- fílían yrði nokkurs konar tón- listarskóli. Á þessum tíma var ég við það að eignast barn og ég fór í fæðingarorlof stuttu síðar. Þannig að ég hófst ekki handa fyrr en fyrir ári. Ég hafði skrifað bók um Björk og hún var ástæðan fyrir því að leitað var til mín, Björk var víst ánægð með það hvernig ég fer með hana þar! [umrædd bók kom út 2009 en þar tekur Dibben tónlist Bjarkar akademískum tökum. Dibben kennir við tónlistardeild Sheffield-háskóla en sérsvið hennar eru sálfræði tónlistar, samtíma dægurtónlist og kennslufræði]“. – Þú hefur væntanlega verið ben, sá um að skrifa texta við smáforritin auk þess sem hún kom að skipulagi námsbúðanna sem voru settar upp að degi til í Campfield Market Hall, sama stað og hýsti tónleika Bjarkar að kvöldlagi. Blaðamaður hitti á Dibben í Manchester en kláraði svo skrafið kvöld eitt í vikunni með tilstuðlan undraforritsins Skype. Gott ef tebollinn var ekki innan seilingar. – Hvernig kom það til að Björk hafði samband við þig? „Hún hafði samband við mig fyrir meira en tveimur árum og þá var hún að semja lögin. Hug- myndin um að tengja plötuna Tónlistar- skólinn Bíófílía Rætt við dr. Ni- colu Dibben sem starfar með Björk að Bíófílíu Björk á sviði í Manchester ásamt Graduale Nobili-kórnum. Tónleikar og námsbúðir voru í Campfield Market Hall. Vikuspegill Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ’ Ég hafði skrifað bók um Björk og hún var ástæðan fyrir því að leitað var til mín, Björk var víst ánægð með það hvernig ég fer með hana þar! Skannaðu kóðann til að sjá fréttaskeið sem var tekið upp í Manchester, er Björk flutti efni af Bíófílíu. Rætt er við samstarfsmenn, innlenda sem erlenda. ENN MEIRI m.mbl.is - V I L T U V I T A M E I R A ? Fleiri efnisflokkar, vefsjónvarp mbl, Smartland og margt fleira er meðal nýjunga sem þú getur nálgast í símanum þínum. Fáðu fréttirnar þegar þú vilt. www.m.mbl.is m.mbl.is var valinn farsímavefur ársins fyrir árið 2010. NÚ ÆTLUM VIÐ AÐ GERA ENN BETUR 2011.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.