SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Síða 10

SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Síða 10
10 17. júlí 2011 L oksins virðast Bretar ætla að þora að láta til skarar skríða gegn Rupert Murdoch, fjölmiðlakónginum sem hefur um allt of langa hríð verið Baugsveldi breskra fjöl- miðla. Murdoch var við það að sölsa undir sig Sky- sjónvarpsstöðina þegar upp komst um strákinn Tuma og hans hyski. Murdoch þurfti að hverfa frá yfirtökunni á BSkyB og fjöl- miðlar hans sæta nú rannsókn. Scotland Yard hefur þegar hand- tekið níu manns við lögreglurannsókn sína og feðgarnir Rupert Murdoch og James, sonur hans þurfa að mæta fyrir breska þing- nefnd í næstu viku. Almenningur er ævareiður og stjórnmálamenn í Bretlandi vita sem er, að nú er lag, að bregðast við ofurveldi Ástralans og draga tennurnar úr skrímslinu. Þetta er vonandi bara upphafið. Það er ljóst að breski fjölmiðlamark- aðurinn þarf á miklum hreinsunum að halda. Blaðamenn blaðs í eigu hans, hins 168 ára gamla News of the World, höfðu sem sé ástundað alls konar ólögmætt athæfi, eins og það að hlera með ólögmætum hætti far- síma, í von um að finna þar efni í fréttir, brjótast inn í tal- hólf fórnarlamba glæpamanna og jafnframt eru þeir grunaðir um að hafa mútað breskum lög- reglumönnum til þess að kom- ast yfir upplýsingar í saka- málum. Aðrir fjölmiðlar í eigu Murdochs eiga von á svipuðum rannsóknum, ekki bara í Bret- landi, heldur einnig vestanhafs, í sjálfum Bandaríkjunum. BBC greindi frá því í vikunni að bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Jay Rockfeller, for- maður viðskiptanefndar Bandaríkjaþings, hefði lýst því yfir að hann teldi nauðsynlegt að viðeigandi yfirvöld létu rannsaka hvort blaða- og fréttamenn News Corporation (fjölmiðlafyrirtæki Mur- dochs) í Bandaríkjunum hefðu gerst brotlegir með sama hætti og kollegar þeirra í Bretlandi. „Ég hvet viðeigandi yfirvöld til þess að ganga úr skugga um það að ekki hafi verið ráðist inn í einkalíf Bandaríkjamanna með ólögmætum hætti,“ sagði Rockefeller m.a. Óli Björn Kárason heldur úti vefmiðlinum T24. Í vikunni fjallaði hann á athyglisverðan hátt um málið í pistli undir fyrirsögninni „Hver er munurinn á því að stela tölvupóstum og hlera farsíma?“ Þar bar Óli Björn saman hvað væri að gerast í Bretlandi þessa dag- ana við það sem gerðist alls ekki hér á landi, þegar sambærileg lögbrot voru framin. Í pisli sínum sagði Óli Björn m.a.: „Ljóst er að almenningur í Bretlandi hefur fyllst reiði í garð fjölmiðla í eigu Ruperts Murdoch og þessi reiði hefur gefið stjórnmálamönnum, sem áður þorðu ekki að gagnrýna fjölmiðlaveldið, kjark til að stíga fram og segja hingað og ekki lengra. Völd og áhrif þessa manns eru orðin of mikil. Það hefur verið athyglisvert að fygljast með þróun mála í Bret- landi en um leið er ekki hægt annað en hugleiða hversu ólík við- brögðin voru hér á landi þegar fjölmiðlar komust yfir stolna per- sónulega tölvupósta Jónínu Benediktsdóttur. Þá reis engin reiðialda. Þá steig enginn stjórnmálamaður upp og sagði við fjöl- miðlaveldið 365; hingað og ekki lengra. Þá hafði enginn kjark til að halda því fram að siðlaust væri að fjölmiðlar nýttu sér per- sónulegar upplýsingar sem voru illa fengnar. Jafnvel Hæstarétti stóð á sama og taldi slíkt í góðu lagi. Því vaknar þessi spurning: Hver er munurinn á því að stela tölvupóstum frá einstaklingum og að hlera og brjótast inn í farsíma þeirra, í leit að frétt?“ Vitaskuld hefur Óli Björn á réttu að standa. Það er enginn eðl- ismunur á þessum lögbrotum, aðeins tæknilegur munur. Tölvu- hakkarar brjótast inn í tölvur og stela gögnum, en símahakkarar brjótast inn í síma og talhólf og stela gögnum. Söm er gjörðin og jafnólögleg og siðlaus. Hér var enginn sem hafði kjark til þess að að hjóla í 365 miðla, fjölmiðla Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Ekki stjórnvöld, ekki lögregla, ekki dómstólar. Í ræðu og riti var þeim sem stóðu fyrir lögbrotunum jafnvel hampað og þeir sem frömdu glæpinn hafa aldrei þurft að svara fyrir brot sín, hvað þá að sæta ábyrgð. Svo einfalt er það. Baugsveldi Bretlands Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Rupert Murdoch Jón Ásgeir Jóhannesson ’ Vitaskuld hefur Óli Björn á réttu að standa. Það er enginn eðl- ismunur á þessum lögbrotum, aðeins tæknilegur munur. 7.00 Vaknaði við What a wonderful world í útsetningu trompetleikarans Joe Wilder. Ég er að gera tilraunir með lög sem gott er að vakna við og held að ég sé með kandidat. 7.10 Vakna við sama lag. Ýti aftur á snús. 7.20 Hjónin fara á fætur. Vekja börnin þrjú. Sú yngsta (2) vaknar syngjandi glöð. Yngri strákurinn (6) vaknar stuttu seinna. Sá elsti (11) er vakinn af hinum tveimur. Heimilisfólkið klæðir sig. 7.40 Seríos og mjólk fyrir börnin. Kaffi og mjólk fyrir konuna. Ég stelst í smá seríos. 8.30 Linda, það er konan, keyrir þá yngstu í leikskólann og eldri bræður hennar í sund. Ég set á mig hjálminn, kveiki á RunKeeper-forritinu sem mælir hvert ég fer og hve hratt, og hjóla af stað í vinnuna. Forritið spilar lög af lagalista iPhone- símans. Flautukonsert Vivaldis í C-dúr er ljúfur en maður hjólar heldur hægt við hann. Sódóma Theme með Ham hvetur hjól- reiðamanninn betur. Ég er á milli 10 og 20 mínútur að hjóla í vinnuna – vindurinn ræður mestu um það. Leiðin liggur í gegnum Vogahverfið niður að Sæbraut. Þrátt fyrir minna skjól er miklu þægilegra að hjóla eftir tilbúnum hjólastíg en upp og niður gangstétt- arbrúnir. Eins eru færri gatna- mót á þeirri leið og því fer mað- ur hraðar yfir. 8.40 Stoppa til að taka Esju- mynd (alltaf á sama stað). Það er komið allgott safn af Esjumynd- um sem verða að einhverju stærra á árinu … eða næsta (flickr.com/thorlakur). 8.42 Ég stöðva Runkeeper (12 mínútur og 10 sekúndur, 4,75 km) og held á hjólinu upp á skrifstofuna á annarri hæð. Hef vinnudaginn á stóru vatnsglasi og bolla af engifertei. Kaupi miða á Harry Potter í kvöld fyrir mig og eldri strákinn minn og held áfram með verkefni gær- dagsins, sem ég ætla að klára áður en ég fer í frí á morgun. 12.10 Hádegismaturinn er tekinn með vinnufélögunum. Við ætlum að prófa einhvern nýjan stað og röltum upp Laugaveginn. Lesum matseðla en verð fælir mig og kolvetni annan. Endum á Sólon, eins og oft áður. Dýrara en ég hefði kos- ið en fiskurinn er góður þar. 15.55 Hjóla aftur heim eftir vel heppnaðan vinnudag. Þar sem vindurinn er lítill tek ég Sæbrautina alla leið (14 mínútur og 27 sekúndur, 5,87 km). Skil hjólið eftir í Spilavinum á Lang- holtsvegi, Linda er önnur eig- endanna, og skipti yfir í bílinn. 16.20 Sæki dótturina á leik- skólann og yngri strákinn til ömmu sinnar. Skutla honum beint til vinkonu hans (sem spurði eftir honum gegnum tölvupóst – magnað). 17.00 Sest í sófann heima með dótturinni að horfa á Dóru landkönnuð og Línu langsokk. Stelst til að vinna í fartölvunni á meðan. 18.20 Í kvöld er spilakvöld hjá Spilavinum (Linda að kenna á spil) og ég á leiðinni í bíó, þá sækjum við grillaðan kjúkling í matinn og bökum franskar með honum. Mamma passar yngri börnin tvö á meðan. 19.40 Egilshöll. Harry Potter bíður okkar. 22.40 Sáttir feðgar komnir heim. Pistill skrifaður fyrir Moggann. 23.30 Elsti sonurinn sendur í háttinn. 23.50 Elsti sonurinn fer í háttinn. 0.30 Linda kemur heim. Spilakvöldið gekk vel. Við horf- um á einn White Collar fyrir svefninn. 1.20 Fer of seint að sofa, eins og venjulega. Dagur í lífi Þorláks Lúðvíkssonar grafísks hönnuðar Morgunblaðið/Eggert Sæbrautin á 14.27 Sumarið hefur lagst á íbúa Sófíu, höfuðborgar Búlgaríu, af fullum þunga og á föstudaginn fór hita- stigið upp í 34 gráður á Celcius. Þótti ýmsum nóg um. Til að mynda kveinkaði nashyrning- urinn Chico sér undan hitanum og brá starfsmaður í dýragarði borgarinnar fyrir vikið á það ráð að sprauta vatni á kappann. Ekki verður annað séð en sá fer- fætti hafi kunnað dembunni vel. Veröldin Chico kældur

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.