SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Qupperneq 12

SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Qupperneq 12
12 17. júlí 2011 Mánudagur Örn Úlfar Sævarsson Hefur ferðaþjón- ustan skotist fram úr Líú í keppninni um frekustu atvinnu- greinina? Elma Lísa Gunn- arsdóttir Flatey á morgun, hlakka til! Gunnar Hersveinn Speki dagsins: Brjóttu regluna reglulega, annars ertu reglulega óspennandi. /gh Þriðjudagur Andrés Jónsson Er að búa til lista yfir fjármálafyrirtæki. Vefsíður þeirra eru allar eins með mynd- um úr íslenskri nátt- úru. #andlausfjarmalafyrirtaeki Gerður Kristný Í anda orðanna ,,borðstofuborð“ og ,,pönnukökupanna“ baka ég nú ,,múffu- formamúffur“. Eng- ar bollakökur hér! Fésbók vikunnar flett Einu sinni sem oftar er Steve Jobs mærði iPad notaði hann tækifærið til að fara niðrandi orðum um keppi- nauta Apple, þar á meðal Samsung og sjötommu spjaldtölvu þess, Galaxy Tab; gott ef Jobs sagði ekki að allir þeir sem héldu að 7" spjaldtölva væri málið væru í tómu rugli. Það má svosem taka undir það að notagildi spjaldtölvu með 7" skjá sé minna en vélar m,eð 10" skjá og gef- ur reyndar augaleið. Að því sögðu þá er hægt að gera margt það sem menn fást við á iPad á 7" Galaxy Tab og það meira að segja sársaukalítið eða -laust. Á móti kemur svo að spjald- tölva með minni skjá fer betur í vasa og í hendi, þ.e. oft er þægilegra að hafa minni vél við höndina. Víða er hægt að kaupa Samsung Galaxy Tab með 7" skjá hér á landi og víðar og Samsung er ekki að heykjast á því að selja slík tól, því ný gerð hennar er væntanleg í haust og reynd- ar spjaldtölva með 10,1" skjá líka. Tab-inn er dálítið þungur í vasa, en fær annars bestu meðmæli. Samsung Galaxy Tab Skjástærðin skiptir ekki öllu máli Já, þetta er prentari, ekki Blu-Ray- spilari eða fjarskiptamiðstöð. Envy- prentarinn er nokkuð þungur, tæp átta kíló, rúmir 40 cm á breidd, 10 cm á hæð og 33 cm á dýpt. Hönnunin er vissulega glæsileg og þeir HP-menn státa sig einnig af því að í prent- aranum er ekki vottur af PVC-efni.. Þegar heimilið er að fyllast af lausum tækjum, fartölvum, far- símum, spjaldtölvum og svo framvegis, er vesen að þurfa að senda allt inn á „prentaratölv- una“ til að prenta út. Það er því óneitanlega kostur, og svín- virkar, að hægt er að prenta út yfir netið; prentarinn birtist á þráðlausu neti heimilisins, eða fyrirtækisins, og hægt er að senda myndir eða önnur skjöl á hann. Svo má líka senda hon- um tölvupóst og láta skjalið fylgja með sem fylgju. Sem heimilisprentari dugar hann vel, afbragðsvel reyndar, en trúað gæti ég að einhverjum þætti hann fullseinvirkur fyrir fyrirtækjanotkun. Hann er nefnilega ekki nema miðlungi hraðvirkur, en ekkert slor þó. Sem ljósmyndaprentari skil- ar hann ágætis myndum, toppar ekki framköllunarþjónustu, en dugir vel fyrir myndir í fjölskyldualbúmið. Það þarf væntanlega ekki að taka fram að prentarinn er blek- sprautuprentari. Hann notar eitt svart blekhylki og eitt með þremur litum, gulum, rauðum og bláum. Það ku vera ódýrari leið en að vera með mörg litahylki eins og í heimilisprent- urunum tveim, sem báðir eru frá HP, og víst er það mun einfald- ara en að sullast með hina litina. Svo getur maður víst fyllt á sjálfur með smá lagni. Allt í einum pakka Sú var tíðin að prentarar voru bara prentarar, en svo tók allt að renna saman og endaði í græjum eins og til að mynda HP Envy 100 – prentari, skanni og ljósritunarvél sem nota má yfir þráðlaust net. Græjur Árni Matthíasson arnim@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.