SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Page 15

SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Page 15
17. júlí 2011 15 S agt hefur verið að lög um málefni fatlaðs fólks frá árinu 1992 séu þau lög sem eru kannski oftast brotin á Íslandi fyrir utan um- ferðarlögin. Það var lengi vel eitthvað til í því,“ segir Páll Matthíasson, geðlæknir og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala. „Samkvæmt lögum eiga fatlaðir rétt á bú- setu við hæfi, enginn á að þurfa að búa á stofnun. 17 manns bíða nú eftir búsetuúr- ræðum á Kleppi. Það er rúmur helmingur af sólarhringsplássum sem við höfum þar til endurhæfingar, en endurhæfingu sem við getum sinnt á viðkomandi stofnun er í tilfelli þessara einstaklinga lokið, aðrir komast ekki í plássin og biðin gerir illt verra. Fyrir ári lagði ég inn konu sem var búin að ná sér mjög vel af geðrænum veikindum á Kleppi, til örstuttrar dvalar, uns viðunandi húsnæði fengist, þar sem við blasti að annars færi hún á Konukot en ég óttaðist að hún myndi ekki þola það og veikjast aftur. Biðin hefur verið erfið og nú er hún að veikjast á ný þar sem hún er föst inni á Kleppi.“ Klepp segir Páll vera hugsaðan sem rólegri stað til endurhæf- ingar og undirbúnings fyrir útskrift í erf- iðari tilfellum. Geðdeildin við Hringbraut og Hvítabandið við Skólavörðustíg sinni hins vegar bráðamálum og lyndisrösk- unum í meiri mæli. Plássum fyrir sjúklinga með geðrask- anir á stofnunum hefur fækkað mikið frá því um 1970 þegar þau voru á milli 300 og 400 en þau eru nú innan við 140. „Hlut- fallslega eru þessi pláss mun færri en hjá nágrannaþjóðum okkar, hér eru um 3,5 pláss á hverja 10 þús. íbúa á meðan Norð- menn eru með tólf pláss og Svíar sex á hverja 10 þús. íbúa.“ Páll segir muninn vera jákvæðan að stærstu leyti. „Stofn- anavæðing gekk aldrei mjög langt hér á landi. Víða voru hæli mun fjölmennari og algerlega aðskilin frá annarri heilbrigð- isþjónustu. Síðustu árin höfum við stigið markviss skref í átt frá stofnunum þar munar mest um Straumhvarfa-verkefnið. Þar sem fólk sem átti rétt á studdri búsetu fékk hana. Það sem hefur brugðist nú er í fyrsta lagi að byggja nýtt húsnæði til bú- setu, en hinsvegar hefur ekki tekist að stíga skrefið lengra. Fólk getur oft stigið næsta skref, úr studdri búsetu yfir í sjálf- stæða búsetu með minni stuðningi. Það hefur ekki gengið eftir og flöskuháls hefur myndast þar. Þar sem við höfum svo fá legurými á geðdeildum, samanborið við það sem við þurfum og samanborið við önnur lönd verður ekki stigið lengra í því að loka geðdeildum. Fé til frekari búsetu- úrræða verður að koma annars staðar frá úr velferðarkerfinu.“ Vantar samfélagsgeðþjónustu „Að mínu viti stöndum við vel á ýmsum sviðum. Í fyrsta lagi í tengslum við af- stofnanavæðinguna; hér býr ekki fullt af fólki inni á stofnunum við slæmar að- stæður. Við reynum að koma fólki fyrir í sjálfstæðri búsetu. Annað sem við gerum vel er að halda nauðungarvistun í lág- marki. 20-35% af öllum innlögnum eru nauðungarinnlagnir á Norðurlöndunum. Hjá okkur er sú tala undir 4% sem er mikill munur. Á Norðurlöndunum er fólk enn ólað niður en það gerum við ekki. Á hinn bóginn vantar okkur betri sam- félagsgeðþjónustu eins og er skýrt tekið fram í Helsinki-sáttmálanum frá 2005 að eigi að bæta úr. Á mínum tveimur árum hér hef ég lagt áherslu á það. Árangurinn af slíku starfi er með ólíkindum. Fyrir rúmu ári settum við upp samfélagsteymi til að styðja tæplega 100 manns sem lögð- ust mjög oft inn á geðdeildir. Samanlagt voru innlagnardagar þess fólks um 1.400 dagar á ári áður en vinnan hófst en okkur tókst að fækka þeim niður í rúmlega 300. Þetta er lækkun upp á 70% sem er nátt- úrlega gríðarlega mikið.“ Örorka vegna geðfötlunar hefur aukist mikið á síðustu árum þrátt fyrir aukin úr- ræði, lyf og þjónustu. Þróunin er í takt við það sem hefur verið að gerast á Vest- urlöndum. Páll segir þetta áhyggjuefni en hefur fáar skýringar aðrar en að við búum í flóknari heimi. „Kröfur um getu eru miklar, minna má vera að þar til að fólk hætti að fá vinnu. Oft þyrfti að koma fólki Geðheilbrigðisþjónustan á líka að vera úti í samfélaginu Páll Matthíasson vill auka þjónustuna úti í samfélaginu. Morgunblaðið/Sigurgeir S. ’ Það er annað mál að ekki gengur að líta bara til líffræðilegra skýringa. Félagslegar og sálrænar skýringar eru oft mikilvægar. Staðreyndin er sú að mjög virtir vís- indamenn hafi byrjað mjög líffræðilega þenkjandi en svo mildast. Hlutfall örorku af völdum geðraskana Heimild: Heilbrigðisráðurneytið 0,45 0,40 0,35 0,30 0,25 0,20 0,15 0,10 0,50 0,00 19 92 19 9 5 19 9 9 20 0 2 20 0 5 20 0 9 H lu tf al l fyrir heimili hefur oft hvorki tíma né fé til að stunda viðtalsmeðferð. Fráleitt er að skella sökinni um vöxt vandamálsins á fólk sem vinnur af miklum heilindum í þágu geðheil- brigðis. Við lifum í flóknum heimi þar sem kröfur til fólks fara sívaxandi. Miklu fremur þarf að skoða þá menn- ingu sem hefur skapast í kring um geð- heilbrigði og ekki síður eigin viðhorf til geðraskana og hvernig þau hafa mótast. Hvernig breytinga er þörf Lengi hefur verið á stefnuskrá heil- brigðisyfirvalda að stefnt skuli að skyn- samlegri notkun geðlyfja og ýmislegt er verið að gera til að örva þá þróun. Það breytir ekki þeirri stöðu sem við erum í. Kjarninn í málflutningi þeirra sem rætt er við í blaðinu í dag er sá að nauðsyn- legt sé að færa þjónustu og umræðu um geðheilsu frekar inn í meginstrauminn. Miðað við umfang vandans og þróun síðustu áratuga virðist sem svo að það sé leiðin áfram. Breytinga er þörf á mis- munandi stigum til að þjónustan og úr- ræðin miðist ekki að svo miklu marki við að kæfa elda með geðlyfjum. Segja má að lyf og í þessu tilfelli geð- lyf (við notum mest af öllum Norð- urlandaþjóðunum af þunglyndis- og of- virknilyfjum) séu tákngervingur fyrir ákveðið hugarfar sem ríki í samfélag- inu. Of oft virka þau sem skyndilausn í stað þess að takast á við rót vandamáls- ins. Það er erfitt að takast á við vandamál með því að ræða við allt tengslanet þess sem á í vanda með geð sitt. Það er erfitt að gera róttækar breytingar á lífs- mynstri einstaklings, hvað þá heillar þjóðar. Það er erfiðara að stöðva einelti en að sinna bara þolandanum. Það er erfitt að fá heila þjóð til að breyta við- horfi sínu gagnvart geðheilsu. Það er því verðugt verkefni fyrir höndum þar sem margt bendir til að ástandið fari versnandi. ’ Kjarninn í málflutn- ingi þeirra sem rætt er við í blaðinu í dag er sá að nauðsynlegt sé að færa þjónustu og umræðu um geðheilsu frekar inn í meginstrauminn. Morgunblaðið/Ómar Mikið traust hefur verið lagt á notkun geð- lyfja í okkar samfélagi. Eins og sést á þess- um tölum hafa dagskammtar á hverja þús- und íbúa rokið upp á síðastliðnum áratugum. Þrátt fyrir það hefur örorka vegna geðfatlana aukist sem hlýtur að vera efni til umhugsunar. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna Hallgrímur Björgvinsson segir t.a.m. frá því í myndinni Maður eins og ég að á tímabili hafi hann verið á 7 mismun- andi lyfjategundum í einu til að takast á við geðklofa. Margir einstaklingar taka því inn margar lyfjategundir samtímis. Notkun Tauga- og geðlyfja hefur margfaldast Fjöldi dagskammta af tauga- og geðlyfjum á hverja þúsund íbúa 1989-2009 Heimild: Hagstofa Íslands Notkun DDD á 1000 íbúa á dag 20 09 20 08 20 07 20 06 20 05 20 04 20 03 20 02 20 01 20 00 19 99 19 98 19 97 19 96 19 95 19 94 19 93 19 92 19 91 19 90 19 89 31 9, 3 31 3, 8 31 1, 3 29 8, 0 29 8, 0 28 4, 3 27 2, 7 26 3, 0 24 9, 2 23 8, 4 22 0, 2 20 6, 7 19 1, 7 17 6, 5 16 3, 7 14 7, 4 13 8, 6 13 8, 0 12 6, 1 12 5, 4 12 8, 5

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.