SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Side 33
Í
sælureit fjölskyldunnar á Norðurlandi er mikið og fjöl-
breytt fuglalíf. Áhugaverðast finnst mér þó að fylgjast
með eftirlætisfuglunum mínum; kríunni, lóunni og
rjúpunni. Þær eru búnar að klekja út eggjunum sínum og
keppast nú við að finna handa þeim æti og hjálpa þeim að
bjarga sér af eigin rammleika.
Krían er svo fallega straumlínuhönnuð og létt. Hún er af-
reksmóðir sem flýgur frá suðurheimskautinu til að verpa á
norðurhjara. Vegna þess hve metnaðarfullri flugáætlun hún
fylgir ferðast hún létt. Hún verpir
tveimur eggjum en venjulega
kemst ekki meira en einn ungi á
legg.
Fleiri munna getur hún ekki
mett, jafnvel þó maki hennar
sinni fæðugjöfinni af sama ákafa.
Krían er fræg fyrir að verja varpið
sitt grimmilega. Aleiga hennar liggur í einum unga svo skilj-
anlega sættir hún sig ekki við klunnalega risa sem þramma um
og sjá ekki bústna hnoðrana sem ungarnir hennar eru. Svolítið
stressuð týpa sem þarf að hafa mikið fyrir því að leita ætis,
getur ekki geymt mikinn forða í gogginum fyrir ungann sinn
sem hún ver grimmilega.
Rjúpan svo bústin og búsældarleg með 10 unga hóp vapp-
andi um móann. Heimakær fugl sem Íslendingar eiga í sér-
stöku sambandi við. Ár eftir ár verpir hún á svipuðum slóðum
og á eftir henni fylgir óvenju myndarlegur ungahópur. Þessir
ungar þurfa ekki að fljúga langar vegalengdir þegar kólna tek-
ur og eru því líklega öruggari undir verndarvæng múttu sinn-
ar. Það sem rjúpan heimakæra hefur fram yfir aðra fugla er
fallegur fataskápur. Hún er pjattrófa og móðurleg fram í „fið-
urgóma“.
Sú sem syngur fugla fegurst er lóan snoppufríða. Lóan er al-
vöru díva sem kemst alltaf í fréttirnar þegar hún kemur til
landsins. Þessi langfleygi fugl flögrar um móa og mela í ís-
lensku sumri og gleður okkur hin ósegjanlega með söng sín-
um. Lóan eignast 4 unga á sumri sem henni tekst að gera
fleyga og fullmótaða til langferðar að hausti. Hún er klók
blessunin og nálgist einhver hreiðrið hennar villir hún fyrir
honum með því að þykjast vængbrotin, rétt eins og hún segi
„sjáðu hvað ég er auðveld bráð“ en flýgur svo í burtu þegar
búið er að draga kjánann á asnaeyrunum. Hún er nútímamóðir
sem tekst bæði að sinna ungunum sínum óaðfinnanlega ásamt
því að vera veraldarvön prímadonna.
Furðufuglinn freknótti liggur í móanum og hlustar á fuglana
syngja, kvaka, hneggja, ropa og garga.
Andar að sér ilminum af gróðrinum í blóma og horfir á ung-
ana sína vappa um í kringum sig í ímyndunarleik þar sem
hraunkambar eru kastalar og virki sem í leynast drekar og
riddarar. Hér erum við gestir fuglanna. Hér erum það við sem
erum hættulegir furðufuglar.
Lóan er alvöru díva sem kemst alltaf í fréttirnar þegar hún kemur.
Morgunblaðið/Ómar
Fuglalíf er
móðurlíf
Móðurhlutverkið
Agnes Ósk Sigmundardóttir
’
Furðufugl-
inn frekn-
ótti liggur
í móanum ...
2003 en gaf síðar út plötur undir
hljómsveitarnafninu Roachford
en Word of Mouth kom út 2006.
Roachford hefur verið í hljóð-
veri að undanförnu og kemur
platan Addictive út í september.
Syngur með Mike
+ The Mechanics
Hann er virkur í tónleikahaldi
og spilar þá helst í Evrópu og
Ástralíu. Af myndböndum á
YouTube að dæma hefur Roach-
ford breyst merkilega lítið og er
kraftmikill á sviði og röddin
hljómfögur.
Roachford gerir það líka gott
með hinni góðkunnu hljómsveit
Mike + The Mechanics. Hann
syngur á nýjustu plötu sveit-
arinnar, The Road, sem kom út í
apríl á þessu ári. Roachford er
núna á tónleikaferðalagi með
hljómsveitinni og gefast þó-
nokkur tækifæri til að sjá sveit-
ina á sviði.
Næst spilar Roachford með
sinni eigin sveit í Bonn þann 26.
ágúst þar sem hann hitar upp
fyrir Texas.
Síðan fer hann í langt tón-
leikaferðalag um Bretland,
Þýskaland og Austurríki þegar
Addictive kemur út í haust.
ingarun@mbl.is
Plötuumslag lagsins sem gerði Roachford frægan.
17. júlí 2011 33
Svarthvítt og seiðandi.
Skannaðu kóðann
til að horfa á lagið
Cuddly Toy (Feel
For Me).