SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Page 43

SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Page 43
17. júlí 2011 43 klassíska tónlistarmenn, en ekki vegna einhverra menningartengsla Íslands og Kína. „Þeir vildu ekkert endilega að við spiluðum íslenska tónlist og jafnvel síður, þeir vildu fá góðan flutning á vestrænni tónlist og þá ekki síst til að hjálpa til við að ala áheyrendur upp,“ segir Selma. „Við fengum líka mjög góða aðsókn á tónleik- unum okkar, fengum frá 300 til 700 manns á tónleika, það var mjög vel staðið að öllu og starfsmaður umboðsskrifstof- unnar fylgdi okkur á alla tónleika sem hún skipulagði og sá um að allt væri í lagi.“ Á efnisskrá þeirra í Kínaförinni voru verk eftir Paganini, Kreizler, Maria The- rese von Paradis, Schubert, Sarasate og Brahms, en einnig þrjú nútímatónskáld, sem Sigrún segir að Selma hafi laumað inn; Atla Heimi Sveinsson, Anton Webern og Klaus Ager. Svo spiluðu þær líka eitt verk eftir kínverskt tónskáld, Sólarupp- rás í skýjum Tasjikuergan eftir Tsjen Gang. „Þeir vildu hafa þetta svona,“ segir Sigrún, „þeir vildu fá glaðværa tónlist, en það er líka gaman að spila hana.“ „Svo vildu þeir fá eitt kínverskt verk,“ heldur Selma áfram, „mjög þekkt verk. Við feng- um það sent í tölvupósti til að æfa það áð- ur en við fórum út, en svo komumst við að því að það var mjög þekkt í Kína, hefur verið notað í einhverri bíómynd.“ „Það er æðislegt verk,“ segir Sigrún, „æðislega flott. Miðausturlenskur blær á því og sí- gaunalegt í lokin, minnir mig á Tzigane eftir Ravel. Við spiluðum það í Borgarfirði áður en við fórum út og það sló þvílíkt í gegn og menn heyrðu í því alls konar hluti sem eru ekki kínverskir,“ segir Sigrún og bendir áhugasömum á að þeir fái að heyra verkið þegar þær Selma halda tónleika í Salnum í september næstkomandi. Kínverjar opnir, afslappaðir og hjálplegir Af ferðalaginu sjálfu segja þær að það hafi allt gengið bráðvel fyrir sig, umboðs- skrifstofan hafi sinnt þeim einkar vel og Kínverjar hafi allir verið opnir, afslapp- aðir og hjálplegir, „minntu mig helst á Ítali“, segir Sigrún. Að því sögðu var þetta mikil vinna, ekki síst í ljósi þess að þarna úti var sumar og oft ansi heitt. „Tíminn leið náttúrlega eins og skot,“ segir Sigrún, „en það lyfti ferðinni heilmikið upp að fá að gista hjá henni Kristínu sendiherra í Beijing og það gerði ferðina ógleym- anlega. Hún er svo mikill höfðingi og reyndist okkur svo vel, tók okkur undir sinn verndarvæng, og ég held að við hefð- um verið dálítið umkomulausar ef ekki hefði verið fyrir hana. Það er álag að vera á svona ferð, ekki síst þegar það er svona heitt í veðri og svo líka það að menn tala yfirleitt enga ensku, ekki einu sinni á hót- elum í stórborgum. Svo eru menn líka mjög viðkvæmir á blæbrigði í kínversku og okkur tókst oft ekki að láta fólk skilja okkur þegar við vorum að segja Taxi í leit að leigubíl. Annað sem við rákum okkur á við að taka leigubíla var að stundum var leigubílstjórinn ekki læs, ekki dugði þó að við værum með áfangastaðinn skrifaðan á miða.“ Aðspurðar hvenær næsta Kínaferð sé á dagskrá segjast þær gjarnan vilja fara sem fyrst aftur og lýsa sérstökum áhuga á að spila þá líka í Sjanghæ, borg sem þeir segja að sé einstaklega skemmtileg að sjá. Næsta utanlandsferð þeirra er til Danmerkur og Þýskalands í október, þá með heldur þyngra prógramm, en Sólarupprás í skýjum Tasjikuergan eftir Tsjen Gang segja þær að muni fylgja þeim um sinn: „Við spilum það í Berlín,“ segir Selma og lítur á Sigrúnu sem er fljót að samsinna því, „Jahá, ekki spurning!“ Þó dagskráin hafi verið ströng gafst smá frítími til skoðunarferða í lokin. Hér eru þær stöllur Sigrún Eðvaldsdóttir og Selma Guðmundsdóttir á Múrnum mikla. Frá tónleikum Sigrúnar og Selmu í „Egginu“, glæsilegum tónleikasal í Beijing. Það var ekki bara mannfólk að skoða Kínamúrinn. Selma og Sigrún árita tónleikaprógrömm og diska eftir tónleika í Tianjin.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.