SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Page 45
17. júlí 2011 45
Lesbók
Þ
ar sem ég umstaflaði í
bókaskápunum í
kjallaranum í þús-
undasta sinn í veikri
von um að ná að brjóta lögmál
eðlisfræðinnar og búa til meira
pláss rakst ég á gamalt og velkt
eintak af The Sot-Weed Factor
eftir John Barth. Sú ágæta bók
kom fyrst út 1960, en útgáfan
sem hér um ræðir er kilja í
stóru broti frá Grosset & Dun-
lap og kom út 1964. Sigurður
Jóhannsson vinur minn gaf
mér bókina 1974 og ég las hana
þá og aftur síðar.
The Sot-Weed Factor segir
frá ævintýrum Ebenezer Cooke
í nýja heiminum á sautjándu
öld, en kveikjan að bókinni var
samnefnt ljóð eftir raunveru-
legan Ebenezer Cooke frá 1708
og Barth prjónaði úr skelmska
þroskasögu, heilmikið verk –
ríflega 800 blaðsíður. Eintakið
sem ég rakst á er velkt og slit-
ið, reyndar svo slitið að blöð í
því eru öll orðin laus en hangir
saman í örkum.. Ég hef merkt
mér bókina með fullu nafni,
sem ég gerði sjaldan á þeim
tíma (og aldrei í dag), en und-
irstrikar hvað ég hélt upp á
bókina. Kápan er líka rækilega
viðgerð með gulnuðu límbandi
og kjölurinn helst saman með
sama límbandi. Hún er svo
slitin að varla er hægt að lesa
káputextann.
Af hverju að halda upp á
þvílíkt dót? Er ekki fínt að
henda ónýtum bókum til að
rýma fyrir nýjum? Víst er það
skynsamlegra og rökréttara,
en það er nú bara svo að hver
lesin bók er ekki bara safn af
blaðsíðum, heldur er hún iðu-
lega líka saga tímaskeiðs og
hugarástands lesandans, svip-
mynd af liðnum tíma og er
maður þá ekki að henda minn-
ingunni með bókinni? Er ekki
bara fínt að það lendi á börn-
unum að henda bókinni þegar
þau eru að rusla út úr dán-
arbúinu? The Sot-Weed Factor
fór í það minnsta aftur upp í
hillu og situr þar.
Minn-
ingar
í ruslið
’
Hver lesin bók
er ekki bara
safn af blaðsíð-
um, heldur er hún
iðulega líka saga
tímaskeiðs og hugar-
ástands lesandans.
Orðanna
hljóðan
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Bækurnar á náttborðinu eru tvær. Ég er ný-
byrjaður að lesa fyrsta bindi ævisögu Stein-
gríms Hermannssonar eftir Dag B. Eggerts-
son. Ég hef lengi ætlað mér að lesa þessa
ævisögu, sem á sínum tíma var þó nokkuð
umtöluð og þótti forvitnileg aflestrar, sér-
staklega fyrir þá sem áhuga hafa á pólitík. Ég
er ennþá að lesa um bernskuárin og því lítið
um pólitík nema hvað varðar Hermann föð-
ur Steingríms og fyrstu ár hans sem for-
sætisráðherra. Það er ljóst að Steingrímur
hefur verið ofvirkur sem krakki og uppá-
tækjasamur í meira lagi. Frásögnin er lífleg
og skemmtileg og á mörgum stöðum heyrir
maður Steingrím í gegnum textann. Dag-
bækur Steingríms sem hann hélt alla tíð frá
unglingsárum koma að góðum notum við
ritun sögunnar og eru ómetanleg heimild.
Hin bókin á náttborðinu er Afleggjarinn
eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Ég hef ekki enn
hafið lestur bókarinnar en ætla að lesa hana
samhliða ævisögu Steingríms. Afleggjarinn
kom fyrst út árið 2007 en þá fór þessi skáld-
saga algjörlega fram hjá mér og eflaust fleir-
um. Það var ekki fyrr en ég rakst á hana í
franskri þýðingu í bókabúð í París fyrir al-
gjöra tilviljun í desember í fyrra, að áhugi
minn vaknaði. Henni var þar stillt upp á
borði þar sem sölumestu bókunum var rað-
að upp. Ég komst í framhaldi að því að hún
hafði fengið frábæra dóma hjá frönskum
gagnrýnendum og það er sérstaklega
ánægjulegt í ljósi þess að íslenskir rithöf-
undar hafa ekki hingað til átt greiðan að-
gang að Frökkum. Auður var auk þess alveg
nýlega að fá verðlaun í Quebec í Kanada og
sló þar við ekki ómerkari höfundum en Mic-
hel Houellebecq og Sofi Oksanen. Það er
ekki í fyrsta sinn sem upphefðin kemur að
utan og ég hlakka til að kynnast þessum
efnilega höfundi.
Lesarinn Stefán Már Halldórsson deildarstjóri
Steingrímur og Auður Ava
á náttborðinu
Bækur Auðar Övu Ólafsdóttur hafa notið mik-
illar hylli í Frakklandi og Kanada.
Morgunblaðið/Kristinn
Verið
velkomin
LISTASAFN ÍSLANDS
Söfn • Setur • Sýningar
KONA / FEMME, LOUISE BOURGEOIS 27.5. -11.9. 2011
SUNNUDAGSLEIÐSÖGN 17. júlí kl. 14 í fylgd
Þorvaldar Þorsteinssonar myndlistarmanns og rithöfundar.
KJARVAL, Úr fórum Jóns Þorsteinssonar og
Eyrúnar Guðmundsdóttur 27.5. -11.9. 2011
SAFNBÚÐ
Listaverkabækur, kort, plaköt, íslenskir listmunir og gjafavara.
SÚPUBARINN, 2. hæð
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600
OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga
Allir velkomnir! www.listasafn.is
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
Þúsund ár - fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands
frá 19. öld til nútímans. Fyrsti áfangi nýrrar grunnsýningar
um þróun íslenskrar myndlistar.
„Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“
Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar,
undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar.
Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri.
Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna.
Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík
Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is
Listasafn Reykjanesbæjar
Eitthvað í þá áttina,
sýning um kortagerð, skrásetningu
og staðsetningu.
14. maí - 14. ágúst
Byggðasafn Reykjanesbæjar:
Bátasafn Gríms Karlssonar:
Opið virka daga 12.00-17.00
helgar 13.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
HLUTIRNAR OKKAR
– úr safneign safnsins
(9.6. – 16.10. 2011)
Opið alla daga nema mánudaga
kl. 12-17. KRAUM og kaffi.
Garðatorgi 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Húsasafn Þjóðminjasafnsins:
Keldur á Rangárvöllum. Opið alla daga 9:00-17:00
Víðimýrarkirkja í Skagafirði. Opið alla daga 9:00-18:00
Fjölbreyttar sýningar:
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
Pétur Thomsen: Ásfjall
Kurt Dejmo: Ljósmyndir úr Íslandsheimsókn 1955
Farandsýningin: Ekki snerta jörðina! Leikir 10 ára barna
Guðvelkomnir, góðir vinir! Útskorin íslensk horn
Stoppað í fat – Útskornir kistlar
Glæsileg safnbúð og Kaffitár
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga kl. 10-17
Myndin af Þingvöllum
Sýningarstjóri:
Einar Garibaldi Eiríksson
Fjölbreytt verk frá 1782-2011,
yfir 50 höfundar
Kaffistofa – Leskró – Barnakró
OPIÐ: alla daga. kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
www.listasafnarnesinga.is
HveragerðiHugvit
Einar Þorsteinn Ásgeirsson
stendur til 14. ágúst
Verk úr safneign
stendur til 25. september
Opið 12-17, fimmtudaga 12-21,
lokað þriðjudaga
www.hafnarborg.is
sími 585 5790
- Aðgangur ókeypis
15. maí – 15. sept.
Sumarsýningin
Fundað í Fjölni
Fjölbreyttar sýningar í báðum
söfnum
Opið alla daga kl. 11-18
www.husid.com
Sími 483 1504