SunnudagsMogginn - 17.07.2011, Side 47
17. júlí 2011 47
D
jasspíanistinn Sunna Gunnlaugsdóttir er
fædd og uppalin á Seltjarnarnesi. Eftir mikla
hvatningu frá móður sinni fór hún að æfa sig
á píanó á unga aldri og er í dag mjög hátt
skrifaður píanisti í djassheiminum. Árið 1993 fluttist
Sunna til Bandaríkjanna og hóf nám við tónlistardeild
William Patterson-háskólans. Í skólanum kynntist hún
framtíðareiginmanni sínum og trommaranum Scott
McLemore, en þau mynda, ásamt Þorgrími Jónssyni
kontrabassaleikara, Tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur. Árið
1996 fluttist hún ásamt Scott til Booklyn í New York og
gaf út sína fyrstu plötu, Far Far Away. Síðan þá hefur
Sunna gefið út 5 plötur og hafa þær allar hlotið mikla at-
hygli og góðar viðtökur, en hennar hefur verið getið í
tímaritum á borð við JazzTimes, Downbeat, Jazz-
podium, Conserto Sterio, Jazzman, Village Voice, Time
Out New York, Swing Journal All about Jazz og The
Wasington Post. Að sögn Sunnu hefur hún gaman af
tónleikaferðalögum, en hún hefur spilað mikið á meg-
inlandi Evrópu, í Norður-Ameríku og í Asíu. Í fyrra gaf
Sunna út plötuna The Dream sem hefur fengið mjög
góðar viðtökur erlendis; var um tíma í öðru sæti kan-
adíska djasslistans og í 20. sæti þess bandaríska.
Ný plata í vinnslu
The Dream er sjötta plata Sunnu, en sú sjöunda var að
koma úr hljóðritun.
„Við vorum að hljóðrita nýjan tríódisk og því má segja
að platan sé bara í vöfflujárninu. Fyrsti diskurinn, sem
ég gaf út árið 1997, var tríódiskur og ég hef ekki gert
annan tríódisk síðan þannig að það var kominn tími á
þetta,“ segir Sunna. „Við erum bara rétt að byrja að
vinna hann og við fyrstu hlustun erum við nokkuð
ánægð, en við stefnum að því að platan komi út í
haust.“
Á plötunni eru tvö ,,cover“-lög, annað eftir Rufus
Wainwright og hitt eftir Ben Harper, en annað efni á
plötunni er eftir meðlimi tríósins. „Allir meðlimir
tríósins eiga lag á plötunni. Við spilum djasstónlist, en
þetta er ekki endilega hefðbundinn, gamaldags djass,
þetta er meira í líkingu við það sem ECM-plötuútgáfan
hefur gefið út. Lögin eftir Wainwright og Harper liggja
bara mjög vel að okkar stíl og það er
gaman að taka svona efni inn og láta
það falla að hinu,“ segir Sunna.
Tónlist Sunnu hefur vakið mikila
athygli erlendis, en hún og Scott
McLemore, eiginmaður hennar,
hafa spilað mikið á meginlandi Evr-
ópu og í Norður-Ameríku. „Við bjuggum í Brooklyn,
eftir að við kláruðum námið, og spiluðum mikið þar.
Þrjú síðustu árin okkar þar fórum við mikið til Evrópu í
tónleikaferðalög og spiluðum einnig um þvert og endi-
langt Kanada og vorum mjög virk enda barnlaus á þeim
tíma. Svo fluttum við heim árið 2005 og eignuðumst
okkar fyrsta barn og þá róaðist þetta svolítið hjá okkur.
Með útgáfu disksins The Dream í fyrra vorum við að
reyna að komast á fulla ferð aftur og erum búin að vera
að vinna mikið í því undanfarið að bóka tónleika í Evr-
ópu. Við erum til dæmis að fara með kvartett til Aust-
urríkis og Þýskalands í lok september. Þessir tónleikar
eru liður í að kynna diskinn The Dream,“ segir Sunna.
Kvartettinn skipa meðlimir fyrrnefnds tríós, ásamt Ósk
Guðjónsdóttur.
Tónleikar í júlí
Á næstunni kemur tríóið fram á tveimur tónleikum hér-
lendis og fara þeir fram í Ketilshúsi á Akureyri hinn 21.
júlí og í Sólheimakirkju á Sólheimum 23. júlí. „Við erum
búin að bóka tvenna tónleika hérna heima sem haldnir
verða á Akureyri og á Sólheimum. Þar tökum við ein-
hverja góða blöndu: nýtt efni í bland við gamalt. Ég
hugsa að við spilum eitthvert efni
af plötunni Songs from Iceland sem
ég gaf út fyrir tveimur árum í bland
við eldri tónsmíði, og svo spilum
við eitthvert efni af nýja disknum
sem kemur út í haust. Platan Songs
from Iceland inniheldur klassísk
íslensk lög, lög eins og Það búa litlir dvergar og Úti í
tunglsljósi, sem við höfum útfært,“ segir Sunna.
Sunna starfar sem tónlistarmaður, en að auki kennir
hún á píanó við Listaskóla Mosfellsbæjar og í tónlistar-
skóla Reykjanesbæjar. Á heimasíðu Sunnu, sunnag-
unnlaugs.com, er hægt að fræðast meira um hana: skoða
dóma og lesa umfjöllun um hana og tónlist hennar sem
birst hefur í erlendum blöðum og tímaritum. Þá er hægt
að fara inn á síðuna sunnagunnlaugs.bandcamp.com til
að hlusta á alla diskana hennar og kaupa niðurhal á
þeim.
Tríó Djasspíanistans Sunnu Gunnlaugsdóttur spilar á Akureyri 21.júlí og á Sólheimum 23.júlí nk.
Djassdrottningin
Sunna Gunnlaugsdóttir
Sunna Gunnlaugsdóttir hefur farið mikinn í djassheiminum síðastliðin 15 ár.
Frá árinu 1996 hafa komið 6 plötur frá henni sem hlotið hafa mikla athygli
erlendis, en sú sjöunda kemur út í haust. Sunna myndar ásamt Scott McLe-
more og Þorgrími Jónssyni Tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur sem koma mun fram
á tvennum tónleikum hérlendis í júlí.
Róbert B. Róbertsson robert@mbl.is
Við vorum að hljóðrita
nýjan tríódisk og því má
segja að platan sé bara í
vöfflujárninu.