SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Síða 4
Úr vor- og sumarlínu
aðallínu Marc Ja-
cobs, sem sýnd
var á tískuvik-
unni í New York á
fimmtudag.
John Galliano, fyrrverandi listrænn stjórnandi Christian Dior, var
rekinn fyrir andgyðingleg ummæli sem hann lét falla á bar í
Marais-hverfinu í París. Nú hefur hann verið dæmdur sekur fyrir
brot á frönskum lögum. Hámarksrefsing var sex mánaða fang-
elsisvist en hönnuðurinn var fyrr í mánuðinum dæmdur til að
greiða um milljón krónur í sekt. Dómarinn tók til greina við
mildun refsingar að hann sæi eftir öllu saman og hefði leitað sér
hjálpar. Galliano hefur ennfremur beðið manneskjurnar þrjár, sem
hann braut gegn á barnum, fyrirgefningar.
Hönnuðurinn var fyrir þetta einhver allra stærsta stjarnan í hönn-
unarheiminum. Hann á sér ennþá marga vini og í vikunni lýsti
Franca Sozzani, ritstjóri ítalska Vogue, því yfir að hún vildi að Dior
tæki aftur við Galliano. „Ég skil að þeir geti ekki sagt: „Vondur
strákur! Við fyrirgefum þér! Komdu aftur!“ En það er algjör synd,“
sagði hún í samtali við Newsweek. „Hann var drukkinn og einn á
bar. Þegar fólk verður brjálað verður það brjálað. Þetta er bara mann-
legt. Ekki pólitískt eða trúarlegt. Það er ekki eins og hann hafi myrt
mann!“
L
íklegt þykir að banda-
ríski hönnuðurinn Marc
Jacobs taki við sem list-
rænn stjórnandi franska
tískuhússins Christian Dior.
Framtíð þessa þekktasta tísku-
húss Frakklands (ef mögulega
Chanel er undanskilið) hefur ver-
ið í lausu lofti síðasta hálfa árið,
eða allt frá því að aðalhönnuður
hússins, John Galliano, var rekinn
fyrir að hafa látið út úr sér óvið-
eigandi og hatursfull ummæli um
gyðinga er hann var drukkinn á bar.
Jacobs er einhver þekktasti og áhrifamesti
hönnuður heims í dag. Hann hannar tvær mjög
vinsælar fatalínur undir eigin nafni, Marc Ja-
cobs og Marc by Marc Jacobs. Til við-
bótar er hann listrænn stjórnandi
hins fornfræga tískuhúss Louis Vuit-
ton, sem er ekki síst þekkt fyrir
töskur sínar prýddar lógói húss-
ins en líka fáguð frönsk föt. Dior
og Louis Vuitton eru í eigu sama
fyrirtækisins, LVMH, sem er risi í
hágæðatískuiðnaðinum. Women’s
Wear Daily greindi fyrst frá þessu.
Þetta þýddi að LVMH þyrfti
að finna staðgengil Jacobs
hjá Louis Vuitton og
kemur Phoebe Philo
sterklega til greina.
Philo hefur að und-
anförnu gegnt starfi
listræns stjórnanda Celine við
mikla velgengni en henni hafði
áður tekist að gera tískuhúsið
Chloé smart á ný eftir nið-
ursveiflu.
„Þetta er öruggasta leiðin fyr-
ir LVMH. Allir elska Marc. Hann
er ótrúlega skapandi. Hann veit
hvernig á að setja saman
og stjórna frábæru
liði. Og hann er
mjög nútímalegur,“
sagði Dana Thom-
as, tískublaðamaður og höf-
undur bókarinnar Deluxe:
How Luxury Lost Its Luster, í
samtali við fréttastofu AP.
Jacobs virðist líka vera
öruggur kostur í heimi þar
sem andlegt jafnvægi
hönnuða er orðið at-
riði en Bretinn Al-
exander McQueen
framdi sjálfsmorð í
fyrra, svo ekki sé
minnst á vandræðin
í kringum Galliano.
Þó að Jacobs teljist
líklegastur til að
verða fyrir
valinu eru
aðrir hugs-
anlegir arf-
takar
Alber Elbaz hjá Lanvin, Sarah Burton hjá
McQueen, Riccardo Tisci hjá Givenchy
og Haider Ackermann.
„Þau hafa unnið svo lengi með Marc
[hjá Louis Vuitton] að LVMH veit alveg
hvað fyrirtækið fengi hjá Dior. Ekkert
óvænt og ekkert drama,“ sagði Thomas
ennfremur við AP.
Jacobs hefur sjálfur ekki neitað orð-
róminum. „Það væri heiður. Ég á
við að það er engin spuring um
að tvö stærstu hátískuhúsin í
París eru Chanel og Dior. Það
væri mjög erfitt að hafna slíku
tilboði,“ sagði Jacobs í samtali
við CNN.
Miklar launakröfur
Samkvæmt nýrri frétt WWD
hafa þó launakröfur hönnuðar-
ins sett strik í reikninginn.
Kröfur Jacobs og viðskipta-
félaga hans til langs tíma, Ro-
berts Duffy, hljóða upp á átta
stafa tölu (í bandaríkjadöl-
um) fyrir hvorn. Líklegt
má telja að samningar
náist enda Jacobs
ósamanburðarhæfur
við aðra hönnuði og
vel hægt að sjá
fyrir sér að hann
bjargi Dior út úr þeirri
krísu sem tískuhúsið er í.
Eftirlæti
tísku-
heimsins
Líklegt að Marc
Jacobs taki við
starfi Johns
Galliano hjá Dior
Svipmynd frá tískusýningu á línunni Marc by Marc Jacobs á tískuvikunni í New York í vikunni.
ReutersVikuspegill
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Marc Jacobs.
4 18. september 2011
Ódýrari lína Marc Ja-
cobs heitir Marc by
Marc Jacobs og hefur
notið mikilla vinsælda.
Meðfylgjandi mynd er
úr vor- og sumarlínunni
2012, sem sýnd var á
tískuvikunni í New
York í vikunni.
Galliano dæmdur sekur
Marc Jacobs er
fæddur og uppal-
inn í New York.
Hann er 48 ára
gamall og vegna
vinnu sinnar býr
hann núorðið bæði
í París og gömlu
heimaborginni.
Hann lærði við
Manhattan High
School of Art and
Design og fór það-
an beint í nám við
Parsons The New
School for Design
og var þar útnefnd-
ur nemandi ársins,
sem hafði sann-
arlega forspárgildi
um velgengni
hans.
Ferill
Jacobs