SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Side 11

SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Side 11
18. september 2011 11 Ofurfyrirsætan og sjónvarpsþáttastjórnandinn Heidi Klum er hættulegasta stjarnan á netinu, að sögn netöryggisfyrirtækisins McAfee. Ef leitað er að nið- urhlaði og skjámyndum tengdum Klum eru líkurnar einn á móti tíu á því að lenda á vondri vefsíðu með njósnahugbúnaði og fleiri vírusum. Netglæpamenn nota oft nöfn fræga fólksins til að lokka fólk inn á vafasamar vefsíður. „Það er aðeins öruggara en í fyrra að leita að helstu stjörnunum en gefur ennþá hættulegar niðurstöður,“ sagði Paula Greve yfirmað- ur netöryggismála hjá McAfee við Reuters. Came- ron Diaz var í fyrsta sæti í fyrra en skipar nú annað sætið. Þar á eftir koma Piers Morgan (sem er eini karlmaðurinn á topp fimm), Jessica Biel og Kather- ine Heigl. Seal getur öruggur kysst konu sína þó hún sé hættulegasta konan á netinu. Reuters Heidi hættulegust Tískuvikan í New York fór fram í síðustu viku og var þar mikið um dýrðir. Sýningarnar fara ekki að- eins fram á sýningarpöllunum heldur verða strætin líka vígvöll- ur tískunnar þar sem hart er bar- ist um hver sé mest töff og nái að láta taka af sér mynd. Ljós- myndarar Reuters tóku meðfylgj- andi myndir fyrir utan höf- uðstöðvar tískuvikunnar í Lincoln Center og léku gleraugu af ýmsu tagi stóran þátt í útliti þessa fólks. ingarun@mbl.is Götutískan í New York Reuters arionbanki.is — 444 7000 Til hamingju Arion banki þakkar öllum þeim sem tóku þátt í unglingamótaröð bankans fyrir sumarið og óskar vinningshöfum til hamingju með árangurinn. Arion banka mótaröðin í golfi Arion banki er stoltur bakhjarl unglingamótaraðar Golfsambands Íslands.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.