SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Side 12
12 18. september 2011
Þriðjudagur
Andri Snær Magnason
Dreymdi að mér
fóru að vaxa fleiri
tær, eins og
sprotar út frá
gömlu tánum, var
kominn með 7
tær á hvorum fæti síðast þegar
ég taldi. Ekki skrítið þótt mér
fyndust skórnir þröngir hugsaði
ég í draumnum. Þetta hlýtur að
vera fyrir einhverju stórmerkilegu
eða undarlegu.
Miðvikudagur
Elín Arnar
hef sjaldan
mætt jafn miklum
fordómum og nú
þegar ég ætlaði
að leigja gröfu
Föstudagur
Kári Sturluson
Ég tók ljósmynd
á Íslandi í gær og
sendi bandarísk-
um aðila í tölvu-
pósti og hann er
víst búinn að sýna
hana nokkrum. Mikil og góð
landkynning.
Fésbók
vikunnar flett
Þegar hægt er að skipta út linsum
opnast allskonar möguleikar; hægt er
að fá sér öfluga zoom-linsu, til að
mynda 47-175 mm linsu (Lumix G X
Vario PZ 47-175), eða enn öflugri:
100-300 mm (Lumix G Vario 100-
300).
Makrólinsur á vélina er einnig hægt
að fá frá Leica, Leica DG Macro-
Elmarit 45 mm, eða fiskauga (Lumix
FG Fisheye 8 mm), nú eða linsu sem
er F1.4 til að ná sem skýrustum og
bestum myndum.
Svo er hægt að stíga skref inn í
framtíðina og fá sér þrívíddarlinsu,
LUMIX G 12,5 mm linsu.
Eins og sjá má á myndinni hér fyrir
ofan eru tvö ljósop á þeirri linsu og
teknar myndir fyrir hægra og vinstra
auga samtímis og vistaðar þannig á
minniskortinu. Myndirnar eru síðan
skoðaðar í þrívídd í viðeigandi tæki,
til að mynda þrívíddarsjónvarpi frá Pa-
nasonic, en hægt er að tengja vélina
beint við þrívíddarsjónvarp með
HDMI-tenginu.
Vélin fer vel í hendi,
dálítið þung þó, og
hönnunin er fyrir aug-
að, mjög nett og
skemmtileg. Stillingar
á baki eru ekki á nógu
góðum stað, en þvæl-
ast þó ekki fyrir að
ráði. Hægt er að sýsla
með allar stillingar og
meðal annars skipta
algerlega yfir í hand-
stillingar.
Myndflagan í vélinni
er 12,1 milljóna díla
og úrvinnslan á mynd-
unum góð. Hún tekur
líka fyrirtaks HD
myndskeið (1080).
Linsan sem fylgir er
14 mm, mjög fín linsa
með ljósopi 1:2,5. Á
bakinu er 3" snert-
iskjár, bjartur og
skemmtilegur –
snertiskjárinn gerir einkar auðvelt að
stýra vélinni og stilla. Upplausnin á
skjánum er góð.
Fókusinn á vél-
inni er sjálf-
virkur og búið að
herða heldur
betur á honum;
vélin greinir fók-
usinn 120 sinn-
um á sekúndu
og svörun í
henni er gríð-
argóð fyrir vikið.
Hægt er að velja
fókusinn með
því að smella á
skjáinn á þann
stað sem á að
vera í fókus,
sem er fárán-
lega þægilegt.
Vélin getur tekið 3,8 ramma á sekúndu og er þrælsnögg að vista
myndirnar á JPG-sniði með mestu gæðum. Það er líka hægt að taka
myndirnar RAW fyrir þá sem vilja vinna þær sjálfir eftir á, en þá nær
hún ekki að taka myndir svo hratt. Ljósnæmi á vélinni, ISO, er 160-
6400.
Litli hlunkurinn
Niðurstaðan er yfirleitt málamiðlun – annaðhvort er keypt myndavél í vasa
eða hlunkur til að hafa um hálsinn. Smám saman nálgast þó litlu vélarnar
þær stóru, eins og til að mynda með að hægt sé að skipta um linsur.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Græjur
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Lumix-linsur í úrvali
Má bjóða þér þrí-
víddarlinsu?