SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Qupperneq 17

SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Qupperneq 17
18. september 2011 17 einnig setið í nefnd sem menntamálaráðherra skipaði árið 2003 til þess að skoða eignarhald á íslenskum fjöl- miðlum. Að sögn Karls skilaði sú nefnd af sér áliti í byrj- un apríl 2004 og síðar í þeim mánuði lagði Davíð Odds- son, þáverandi forsætisráðherra, fram frumvarpið sem deilt var um í íslensku samfélagi árið 2004. Bar merki samþjöppunar Að sögn Karls var nefndin skipuð árið 2003 vegna mik- illar umræðu um samþjöppun á fjölmiðlamarkaði á þeim tíma. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu að íslenski markaðurinn hefði ýmis einkenni samþjöppunar sem talin væru óæskileg út frá markmiðinu um fjölbreytni í fjölmiðlun. Þar var gengið út frá því að fjölmiðlar gegndu lykilhlutverki í lýðræðislegu þjóðfélagi sem vettvangur fyrir ólík viðhorf til stjórnmála og menningar í víðum skilningi, og sem vettvangur fyrir öflun upplýsinga og miðlun þeirra. Taldi nefndin æskilegt að löggjafarvaldið brygðist við þessu með lagasetningu, einkum þannig að settar yrðu reglur sem miðuðu að því að hamla gegn óæskilegum áhrifum samþjöppunar sem þegar væri til staðar á fjölmiðlamarkaði og einnig til að hamla frekari samþjöppun á þessum markaði í framtíðinni. Margir töldu ástæðuna á bak við ákvörðun Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, að leggja fram frumvarp til laga um eignarhald á fjölmiðlum í apríl 2004 vera hversu illan bifur hann hefði á Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og fleirum honum tengdum sem áttu bæði ljósvakamiðla og blaðaútgáfu á þessum tíma. Davíð Oddsson, sem nú er ritstjóri Morgunblaðsins, segir það alrangt að hann hafi tortryggt þessar persónur sem slíkar. „Ég hef aldrei haft meiri áhuga á þeim um- fram aðra. Það var hins vegar þannig að menn sem höfðu markaðsráðandi stöðu í mikilvægum málaflokki í land- inu, matvörumarkaði, töldu sig jafnframt þurfa að ná markaðsráðandi stöðu í fjölmiðlunum. Það var komin upp staða sem var mjög alvarleg. Það hefur ekkert með það að gera hverjir það eru sem ná slíkri stöðu. Á þessum tíma var áróðurinn hins vegar þessi: Að þetta snérist um persónulega óvild mína á viðkomandi einstaklingum,“ segir Davíð. Könnun sem Gallup gerði í júní 2004 sýnir að meiri- hluti íslensku þjóðarinnar studdi ákvörðun forsetans um að synja lögunum staðfestingar því 61% aðspurðra taldi að forsetinn hefði tekið rétta ákvörðun með því að synja að skrifa undir lögin. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður var forstjóri Norð- urljósa árið 2004 er frumvarpið var lagt fram. Hann telur að ef drögin að fjölmiðlafrumvarpinu hefðu ekki verið svona gölluð og málið allt slæmt frá upphafi til enda hefði verið hægt að setja lög um fjölmiðla á þessum tíma. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir að ef það ætti að brjóta 365 upp líkt og kveðið var á um í frumvarpinu árið 2004 yrði rekstur 365 ekki lengur hagkvæmur því sam- nýting væri það sem hefði komið fyrirtækinu yfir versta hjallann í kjölfar hrunsins. „Tekjurnar minnkuðu um hálfan milljarð milli 2008 og 2009 en samt jókst rekstr- arhagnaður 365 þrátt fyrir mikla verðbólgu. „Það gerist bara með því að kreista þessa sítrónu mjög fast.“ Stjórnendur fjölmiðla geta haft skoðana- myndandi áhrif Sigurður G. Guðjónsson telur að reka þurfi fjölmiðla eins og hver önnur fyrirtæki og fjölmiðlar þurfi að skila hagnaði til eigenda sinna en það hafi sjaldnast gerst á Ís- landi því yfirleitt hafi lítið farið fyrir hagnaði í rekstri þeirra. „Fjölmiðlar eru hins vegar ólíkir öðrum fyr- irtækjum því þeir sem stjórna fjölmiðlum geta haft mjög skoðanamyndandi áhrif. Þess vegna getur það skipt máli hvernig eignarhaldi er háttað, sérstaklega ef það eru stór fjölmiðlafyrirtæki sem eiga hlut að máli. Það verður hins vegar að hafa það hugfast að það er heimilt og menn eiga að hafa frelsi til þess að stunda þá atvinnu sem þeir vilja á Íslandi. Ég var á móti því árið 2004 að sett væru sérstök lög um fjölmiðla og um leið hvernig eignarhaldi þeirra skyldi háttað. Samkeppnislög eiga að nægja til að halda aftur af því að einn fjölmiðill verði með markaðsráðandi stöðu á Íslandi. Dugi samkeppnislögin ekki verður að bæta þau. Hvað ætla menn að gera ef einhver hluthafi er búinn að fá nóg og vill selja sinn hlut í tilteknum fjölmiðli, þar sem arðurinn af fjárfestingunni er ekki nægjanlegur að mati hluthafans? Má stóreigandi hluta í viðkomandi fjöl- miðli þá ekki kaupa? Jafnvel þó að hann væri sá eini sem væri tilbúinn að kaupa. Ef enginn má kaupa á þá bara að loka viðkomandi miðli? Ef fjölmiðill þarf á auknu hlutafé að halda og einn hluthafanna vill leggja til nýtt hlutafé, á þá að meina honum það, ef aðrir hluthafar telja fé sínu betur varið með öðrum hætti og kjósa að taka ekki þátt í aukningunni? Lögbindingu takmarkana á eignarhaldi að fjölmiðlum verður ávallt að skoða í því ljósi að stjórn- arskráin stendur vörð um, tjáningarfrelsi, atvinnufrelsi og einstaklingseignarrétt,“ segir Sigurður og spyr hvort almenningshagsmunir kalli á að eignarhald að fjöl- miðlum sé takmarkað með lögum? Tvær leiðir skoðaðar Að sögn Karls Axelssonar lagði menntamálaráðherra í tvígang fram frumvarp til laga sem byggðist á áliti nefndarinnar sem skilaði af sér árið 2005 en hvorugt þeirra náði fram að ganga. Hins vegar er margt af því sem nefndin lagði til að finna í lögum sem Alþingi sam- Morgunblaðið/ÞÖK

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.