SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Blaðsíða 19
18. september 2011 19
miðla, segir að vandamálið sé ekki aðeins skortur á
reglum varðandi fjölmiðla í Bandaríkjunum heldur
einnig hvernig farið hafi verið í kringum þær á und-
anförnum árum og enn fremur að aðhald með fjöl-
miðlum og starfsemi þeirra minnki stöðugt. Hann geng-
ur svo langt að segja að verndun fyrstu greinar
bandarísku stjórnarskrárinnar snúist meðal annars um
að vernda hagsmuni ríkjandi valdhafa miklu fremur en
að vernda og styrkja frelsi og lýðræðið. Vísar hann til
dóma Hæstaréttar Bandaríkjanna sem hafa ítrekað út-
víkkað skilning fyrstu greinarinnar stórfyrirtækjum í
hag.
Noam Chomsky hefur haft mikil áhrif á McChesney
sem fræðimann og í bókinni The Political Economy of
Media lýsir McChesney því hvernig Chomsky hafi mótað
skoðanir sínar á lýðræðishugmyndinni, að lýðræðið sé
hornsteinn samfélagsins án undantekninga. Það sé ekk-
ert til sem heitir frjáls markaður og orðræða um slíkt sé
ekkert annað en tálsýn. McChesney segir að því sé
þannig farið að þegar á hólminn sé komið séu það stór-
fyrirtæki sem ráða ferðinni í ríkjum þar sem frjáls-
hyggjan er við völd. Hann segir að staðan sé hin sama á
fjölmiðlamarkaði og í öðrum greinum atvinnulífsins.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa, að mati McChes-
neys, brugðist því hlutverki sínu að fylgjast með fjöl-
miðlum og veita þeim aðhald. Stóru fjölmiðlasamsteyp-
urnar leiki lausum hala og komist upp með allt í krafti
stærðar sinnar.
Í grein sem Edward S. Herman, hagfræðingur og fjöl-
miðlarýnir, ritaði árið 2003 kemur fram að áhrif eigenda
og auglýsenda hafi aukist enn frekar á fjölmiðlamarkaði
í takt við breytingar á markaðnum sjálfum þar sem sam-
steypur og alþjóðavæðing ræður ríkjum.
Fleiri fræðimenn taka í svipaðan streng og segir Bag-
dikian að fjölmiðlafyrirtækin birti aðeins það sem kemur
sér vel fyrir þau og umbjóðendur þeirra. Annað fái ekki
náð fyrir þeirra augum, hversu satt eða nauðsynlegt sem
það kunni að vera fyrir almenning að fá vitneskjuna.
Meira máli skipti að birta fréttir sem eigendur fjöl-
miðlanna vilji sjá og heyra og um leið auglýsendur.
Hann veltir fyrir sér þeim vanda sem fjölmiðlar standi
frammi fyrir ef fjalla eigi um fyrirtæki, sem er í eigu
sömu aðila og eiga viðkomandi fjölmiðil. Birtir fjölmið-
illinn neikvæðar fréttir af fyrirtæki sem er í eigu þess
sem á og stýrir fjölmiðlinum? Það séu eigendurnir sem
ráði því hverjir séu við stjórnvölinn á ritstjórnum og
ólíktlegt sé að þeir velji stjórnendur sem eru með ólíka
sýn og fréttamat og þeir.
Kaupsýslumenn hafa tekið við sem hin ráðandi stétt
Svissneski fræðimaðurinn Werner A. Meier telur að
minna eftirlit með fjölmiðlum og eigendum sé óvið-
unandi og að nauðsynlegt sé að brjóta upp það nána
samband sem margar fjölmiðlasamsteypur virðast eiga
við ríkjandi valdhafa bæði í Evrópu og Bandaríkjunum.
Á tímum alþjóðavæðingar er vald fjölmiðla gríðarlegt,
segir Meier. Sjónvarp og aðrir miðlar hafi þá tilhneig-
ingu að drepa niður möguleika almennings til að koma
sinni skoðun á framfæri. Vöxtur stórra fjölmiðla-
samsteypa valdi því að kaupsýslumenn, sem ekki hafa
verið kjörnir til þess að fara með völd, hafa tekið við sem
hin ráðandi stétt.
Lykilhugtökin: Hagnaður og samkeppni
Louis A. Day, sem er sérfræðingur í fjölmiðlarétti, held-
ur því fram að við rekstur fyrirtækja í hinum vestræna
heimi sé einkum horft til tveggja þátta, hagnaðar og
samkeppni. Fjölmiðlafyrirtæki séu þar ekki undanskilin,
enda eru þessir þættir í samræmi við hugmyndir frjáls-
hyggjunnar sem ræður för í allflestum vestrænum ríkj-
um. Hann telur enn fremur að samfélagsleg ábyrgð fjöl-
miðla, og það hlutverk þeirra að upplýsa og fræða
almenning, hafi gleymst, eða að minnsta kosti orðið
undir í samkeppninni þegar kemur að afkomu fjölmið-
ilsins.
Á Íslandi er erfitt að sjá að það sé hagnaðarvon sem
ræður för hjá þeim sem vilja eiga fjölmiðla þar sem flest-
ir fjölmiðlar á Íslandi hafa átt í rekstrarerfiðleikum und-
anfarin ár. Þeir Ari Edwald, Davíð Oddsson, Karl Ax-
elsson, Sigurður G. Guðjónsson og Styrmir Gunnarsson
eru hins vegar sammála um að eignarhaldi á fjölmiðlum
fylgi mikil völd og að þeir geti haft áhrif á almennings-
álitið. Það má hins vegar velta fyrir sér þeirri spurningu
hvort hægt sé að reka fjölmiðil án þess að skoðanir eig-
enda komi fram í fjölmiðlinum, hvort sem það er í frétt-
um eða öðru efni. Hins vegar er mikilvægt að það
gleymist aldrei að hlutverk fjölmiðla er að gæta hags-
muna almennings og vera varðhundar samfélagsins.
Rit eftir Ben Bagdikian, Louis A. Day, Edward S. Herman,
Robert W. McChesney, Werner A. Meier og Paschal Preston
Morgunblaðið/ÞorkellMorgunblaðið/Þorkell
Tæplega 32 þúsund manns skrif-
uðu undir undirskriftarlista þar
sem Ólafur Ragnar Grímsson, for-
seti Íslands, var beðinn um að
synja lögunum samþykki.
Fjölmennt var á úti-
fundi við Alþingishúsið
þar sem frumvarpi til
laga um fjölmiðla var
mótmælt vorið 2004.
Fjölmiðlalögin voru samþykkt með naumum meirihluta á Alþingi í maí 2004. Hins vegar voru mun fleiri fylgjandi lagasetn-
ingu um fjölmiðla á þingi vorið 2011. Ekkert er kveðið á um eignarhald á fjölmiðlum í nýju lögunum.
Morgunblaðið/Sverrir
Morgunblaðiði/Árni Sæberg