SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Page 20

SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Page 20
20 18. september 2011 Þ egar ég geng út af heimili Sig- urgeirs Kjartanssonar að afloknu viðtali við hann finnst mér and- artak sem ég heyri daufan trega- hljóm bergmála í steinsteyptri stéttinni við fótatak mitt í síðsumarsblænum. Þegar ég kom hafði ég ekki séð Sigurgeir í tutt- ugu ár, eða frá því ég sem blaðamaður var viðstödd aðgerð sem hann gerði á Landa- kotsspítala. Þá var hann maður í blóma síns aldurs og hafði fyrstur lækna á Íslandi tekið gallblöðru með holsjártækni. Að- gerðin hafði gengið vel og Sigurgeir og hans fólk voru glaðbeitt vegna hinna miklu möguleika sem hin nýja tækni veitti. Nú er Sigurgeir á öðrum stað í líf- inu, situr í hjólastól með lamaða fætur eft- ir slys – en viðmót hans hefur ekki breyst. Enn á hann glettið bros og einlægt og hlýtt augnaráð til að gefa samferðafólkinu. Við skulum hverfa til upphafs heim- sóknar minnar til Sigurgeirs, þar sem við erum sest við borðstofuborð í vistlegu ein- býlishúsi hans Kópavogi, hundurinn á heimilinu farinn að leika sér með bein á gólfinu – og húsbóndinn segir mér undan og ofan af sínum fyrstu jarðvistarárum. „Ég er sveitastrákur,“ segir Sigurgeir. Hann er fæddur 7. mars 1938 og ólst upp í Þórisholti í Mýrdal. Hann kveðst ekki eiga til lækna að telja. „Raunar engra lang- skólagenginna að telja,“ bætir hann við. Foreldrar hans voru hjónin Þorgerður Einarsdóttir frá Reyni og Kjartan Ein- arsson frá Þórisholti. „Við vorum sjö systkinin og einn bróðir minn tók við bú- skap í Þórisholti. Þar standa nú fyrir búi synir hans tveir, sjötta kynslóð af okkar ættlegg,“ segir Sigurgeir. Ekki gaman fyrir sveitamann Eftir nám í Skógaskóla og einn vetur í Menntaskólanum í Reykjavík lá námsleið hans í Menntaskólann á Laugarvatni. „Það var ekki gaman fyrir sveitamann, alveg einan á báti, að koma inn í MR þá. Þar voru fyrir heilu árgangarnir úr t.d. Laug- arnesskóla, klíkur í jákvæðri merkingu sem ég átti ekki aðgang að þótt ég kann- aðist við úr barnæsku Brynju Benedikts- dóttur, það dugði ekki til. En námið og heimavistin á Laugarvatni hentaði mér vel og á sumrin gat ég unnið mér fyrir við- urværi. Ég kostaði mig sjálfur á Laug- arvatn með því að vinna í símavinnu víða um land. Ég var í flokki Kjartans Sveins- sonar; stórkostlegur flokkur og frábær tími.“ Eftir stúdentspróf 1958 lá leið Sigurgeirs í læknadeild Háskóla Íslands. „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég ætlaði að verða, en um haustið, daginn áður en um- sóknarfrestur í HÍ var að renna út, hnippti kærastan mín og skólasystir frá Laugar- vatni, Halla Sigurjóns, í mig og spurði hvað ég ætlaði að gera. „Best að fara í læknisfræði,“ svaraði ég, hafði heyrt að hægt væri að dúlla í læknadeild dálítinn tíma og fannst að svo mild tímamörk myndu henta mér vel. En um haustið var reglugerðinni breytt og hún gerð miklu strangari,“ segir Sigurgeir. Ekki voru komin námslán þegar þetta var. „Ég var í símamastravinnu í tvö sumur, svo fór ég á sjóinn á togara. Þannig gat ég klofið þetta,“ bætir hann við. „Það hjálpaði líka mikið að ég flutti heim til kærustunnar, þar fór ljómandi vel um okkur í einu her- bergi í nær 3 ár. Þrjátíu og sex hófu nám við læknadeild- ina haustið 1958 en sex komust upp um vorið 1959 – og ég var einn af þeim. Við Halla giftum okkur þetta vor. Hún hóf tannlæknanám í HÍ um leið og ég fór í læknisfræðina. Hún varð síðar sérfræð- ingur í tannlækningum og kenndi við tannlæknadeild HÍ jafnframt því að vera með eigin stofu þar til hún lést 31. mars 2002. Það var mikill missir og breytti öllu. Börn okkar Höllu eru tvö, Aðalsteinn skógfræðingur og Elín tannlæknir. Barna- börnin eru sex,“ segir Sigurgeir. Hann rennir augunum að þremur stórum römmum á veggnum um leið og hann seg- ir þetta. Í römmunum eru myndir frá ýmsum viðburðum í lífi fjölskyldunnar um áratuga skeið. Eftir að þau Halla og Sigurgeir luku námi við HÍ fóru þau til frekara náms í Worchester. „Ég lauk læknanáminu hér á sex og hálfu ári, tók kandidatsárið hér heima og stundaði svo mitt sérfræðinám, almennar skurðlækningar í Massachu- setts, ég vildi fara til Bandaríkjanna til að upplifa eitthvað nýtt. Halla var við sitt sérnám við sama spítala. Síðan vorum við ár í Boston þar sem ég var í sérfræðinámi í æðaskurðlækningum. Heim fluttum við 1972. Áður en ég fór frá Boston rakst ég á bók um umfangsmiklar aðgerðir í kviðarholi og æðakerfi. Ég reiknaði með henni til uppflettingar, þar voru m.a. til umfjöll- unar aðgerðir á vélinda, maga, lifur, brisi, ristli og ósæð. Ég bjóst ekki við að þurfa að grípa til þessara aðgerða. Og fyrsta daginn á Landakotsspítala var mér falið að taka sýni úr húðbletti. Þó fór það svo að þegar litið er til baka voru þær aðgerðir teljandi á fingrum annarrar handar sem lýst var í bókinni og ég hafði ekki gert,“ segir Sig- urgeir. „Ég hafði alltaf áhuga á handverki,“ svarar hann að bragði þegar ég spyr hvað hafi ráðið vali hans á sérgrein. „Dóm- greind og handverk eru mikilvægir eig- inleikar í skurðlækningum.“ Þú hefur aldrei verið hræddur við blóð? „Ónei, ég var vanur því að sjá blóð þeg- ar skepnum var slátrað,“ svarar Sigurgeir með hægð. En skyldu menn og skepnur vera líkar að innan? „Já, en fráleitt eins,“ svarar hann og brosir. „Ég var í Indianapolis um tíma við tilraunaskurðlækningar. Tekin var ósæð úr hundi og splæst inn í gerviæðabút sem hafði verið meðhöndlaður sérstaklega með þekjufrumum. Verið var að rannsaka storknun blóðs í smáum æðum. Ósæðin liggur nánast frí í hundum en þarf næstum að grafa hana fram í mannskepnunni.“ Ég gýt augunum til heimilishundsins sem enn leikur sér glaðlega á gólfinu. „Auð- veldara er sem sé að gera hjartaaðgerðir á hundum?“ segi ég svo. „Já, miklu auð- veldara,“ svarar Sigurgeir. Gott að vinna á Landakoti Þegar heim kom úr sérfræðináminu beið Sigurgeirs staða við Landakotsspítala. „Það vildi mér til að skurðlæknir sem þar hafði verið ráðinn fór skyndilega til starfa í Ameríku. Á Landakoti var gott að vinna. Ég sinnti þar almennum skurðlækningum og æðaskurðlækningum. Ör þróun var í síðarnefnda geiranum og ég var þar í „fyrstu kynslóð“, ef svo má segja. Æðaskurðlækningar hófust fyrir alvöru i í Kóreustyrjöldinni. Þar notuðu læknar upphaflega æðar úr líkum sem sérstaklega höfðu verið meðhöndlaðar með geislum og saumaðar svo inn í stað ósæða. Þetta var ekki gert hér á landi. Einnig fóru menn að þreifa sig áfram með gerviæðar og þær urðu ofan á þegar um var að ræða stórar æðar. Gerviæðar reyndust ekki vel neðan við nára. Þess í stað voru notaðar yfir- borðsbláæðar. Þær voru skrældar út og snúið við svo blöðkurnar sem eru í bláæð- um og tryggja einstefnustreymi blóðsins myndu ekki stífla æðina. Mikil handa- vinna var að losa æðar upp og sauma þær inn í fótinn – tekin var þá bláæð og lögð í fótinn í stað stíflaðrar slagæðar.“ Gerir þetta ekkert til? spyr ég. „Nei, þetta eru bara yfirborðsbláæðar sem mega missa sig. Í rauninni væri hægt að frysta slíkar æðar og nota síðar, ég var alltaf hik- andi við að farga þessum æðum. Þegar ég var að taka æðahnúta reyndi ég að taka ekki bláæðina ofan við hné, það gat komið sér vel að eiga hana í fætinum ef t.d. krans- æðastífla kæmi upp síðar. Þær breytingar hafa orðið á æðahnútaaðgerðum að núna eru teknar yfirborðsbláæðar ofan hnés en neðri hluti æðarinnar látinn vera.“ Eins og Sigurgeir lýsir þessu hljómar það áhugavert – en blóðugt. Vissulega þurfti að fylgjast vel með nýjungum á þessu sviði og það gerði okkar maður. „Ég fór árlega á American Collage of Surgeons. Þar komu upp þær nýjungar sem maður gat búist við,“ segir Sigurgeir. En hver var næsta stóra nýjungin í að- gerðartækni sem hann kynntist? „Holsjár- aðgerðirnar,“ svarar hann hiklaust. „Ég gerði fyrstu slíka aðgerð hér á landi – það verður ekki hrakið,“ svarar hann nokkuð fastmæltur en hlær þó við. „Ég vissi þegar ég tók þessa nýjung í gagnið að ég gæti alltaf snúið slíkri aðgerð upp í opna aðgerð, ég var því nokkuð rólegur við þetta frum- kvöðulsstarf. Fyrsta aðgerðin var gerð á sjálfboðaliða, manni af útlendum ættum sem var raunar ekki heppilegur, stór og feitur – en hann var tilbúinn að leggja sig í að láta taka úr sér gallblöðruna á þennan hátt og ég þáði tilboð hans – þurfti þá ekki að vera dekstra einn eða neinn. Það tók mig 5 klukkustundir að gera þessa fyrstu að- gerð, einkum tók tíma að kljást við tækin. En aðstoðarfólk mitt var afar áhugasamt og lagði sig mjög fram. Við vorum þrír læknar, auk mín þeir Þorvaldur Ingvarsson og Tom Macgill, sá síðarnefndi var læknir á Kefla- víkurflugvelli. Þorvaldur hafði sinnt til- svarandi aðgerðum í bæklunarlækningum í Svíþjóð. Þetta var spennandi stund. Þessi grein skurðlækninga var ekki til þegar ég var að læra í Bandaríkjunum. Ég sá þetta fyrst boðað um 1990 í American Col- lege í San Francisco. Mér fannst nánast Sumir eiga honum líf sitt að launa, öðrum hefur hann gefið betri heilsu með starfi sínu. Sigurgeir Kjartansson skurðlæknir var einn úr „fyrstu kynslóðinni“ á sviði æðaskurðlækninga á Íslandi, eins og hann orðar það, og fyrstur lækna hér til að nýta holsjártækni. Margt hefur á daga Sig- urgeirs drifið síðan sú aðgerð fór fram og ekki allt léttbært. Undanfarin ár hefur hann gengið í gegnum mikla lífsreynslu af völdum slyss, veik- inda og missis. Guðrún Guðlaugsdóttir Allt tók þetta á

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.