SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Side 22

SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Side 22
22 18. september 2011 F ormerkin hafa breytt um merkingu og upp snýr niður og út suður. Á þingfundi er þingmaður átalinn af þingforseta fyrir að hafa orð á því að menntamálaráð- herrann hafi „slátrað“ skóla einum sem verið hefur í umræðunni. Það orð er þó löngu venju- helgað í þingumræðu enda hefur mörgu verið „slátrað“ í þingsal eða í fjárlagatillögum um dag- ana. Fáum dögum eftir sláturumræðuna kallar þingmaður úr sama flokki forseta Íslands „ræfil“ úr ræðustól, og hvorki þingforseta né þingmönn- um brá við og engar athugasemdir voru gerðar. Það hefði einhvern tímann þótt efni í langar um- ræður. Ef þig ber af leið: Náðu áttum En það eru ekki einvörðungu slík smáræði sem vita öfug við núna. Fólkið horfir í forundran á ríkisstjórn landsins róa án afláts á móti bæði vindi og straumi. Stundum þykir slíkt vissulega merki um þrautseigju og móð og jafnvel vera hetjudáð, þegar svo ber undir. Frægt ljóð skorar á lesanda sinn að lasta ekki laxinn, sem leitar á móti straumi. En laxinum er ekki sjálfrátt. Hann á ekki annan kost. Það er mikið í húfi fyrir hann. Sjálft viðhald lífsins eins og hann þekkir það. Svo sann- arlega er nauðsynlegra nú en oft áður að rösklega sé róið, ræðararnir séu samtaka og láti ekki sitt eftir liggja. Og því fastara sé tekið á ef blæs á móti og ef straumurinn er þungur sem yfirvinna þarf. En það á ekki við um þá úr ríkisstjórninni sem róa á móti straumnum þessi misserin. Í fyrsta lagi dugar enginn róður ef illa er stýrt. Og það er ekki þakkarefni þótt fast sé róið á móti straumnum ef straumurinn er þjóðarviljinn, vonir hennar og markmið. Það má vel vera að ríkisstjórninni sé ekki sjálfrátt fremur en laxinum en munurinn er sá að hann veit hvert hann er að fara og hann verður að halda sínu striki gegn straumi, upp fossa og flúðir. Dyntir og meinlokur eru ekki í genunum. Ríkisstjórnin er á leið sem enginn fær skilið. Þjóðin veit ekki hvert ferðinni er heitið en hún veit með vissu að þangað á hún ekkert erindi. Vitlaus verkefni: Sóun á tíma og fé Stærsti hluti orku hins smáa íslenska stjórnkerfis fer nú í að sinna aðlögunarkröfum skriffinna frá Brussel. Í nafni íslensku þjóðarinnar hefur verið bankað þar og beðið um inngöngu í brennandi hús. Og þeir sem ekki eru í þeim verkefnum fengu önnur. Því það fundu einhverjir það út „eftir hrun“ án þess að færa fyrir því nokkur bitastæð rök að íslenskir bankar hefðu farið yf- irum vegna þess að íslenska stjórnarskráin væri ekki nægilega full af froðu. Óheyrilegum fjár- munum var fleygt til að koma á allsherjarkosn- ingu um hóp sem hefði verið áberandi í fjöl- miðlum síðustu misserin og væru því upplagðastir allra til að semja nýja stjórnarskrá fyrir þjóðina, svo ekki yrði nýtt bankahrun! Þjóð- in hreifst ekki með. Þótt hún væri illa upplögð eftir áföll og látið teyma yfir sig óhæfustu rík- isstjórn sem völ var á, þá lét hún ekki hafa sig með í þessa endaleysu. Þátttaka í þjóðarkosning- unni varð slæleg og raunar miklu minni en í þjóð- aratkvæðagreiðslum sem forsetinn stofnaði til að kröfu almennings og ríkisstjórnin og Rík- isútvarpið gerðu allt til að fæla fólk frá þátttöku í. Ekki batnaði það þegar á daginn kom að fram- kvæmdin á kosningum til stjórnlagaþings var í skötulíki svo Hæstiréttur, sem er seinþreyttur til vandræða, komst ekki hjá því að ógilda kosn- inguna. Hinir miklu leiðtogar þjóðarinnar töldu að einmitt þá væri rétti tíminn til að gefa Hæsta- rétti landsins langt nef. Því var svokallað stjórn- lagaráð sett saman af minnihluta Alþingis og samanstóð af því fólki sem hafði það umfram aðra Íslendinga að vera nafngreint sem fólk sem ekki hefði fengið kjör til slíks verkefnis. Það fólk sendi svo frá sér nýja stjórnarskrá nokkrum vikum síð- ar. Bréfritari er í hópi þeirra 98 % Íslendinga sem ekki hafa talið ástæðu til að kynna sér afrakstur hins umboðslausa ráðs að gagni, hvað þá út í hörgul, ef marka má kannanir. Fundu nýjan pytt: Duttu Og það er eins og þessi tvö stóru dæmi mættu ekki duga til sem vitnisburður um hvernig þeir sem síst skyldu eyða þessa dagana tíma og fjár- munum þjóðarinnar. Eins og hún þarf þó á þessu tvennu að halda um þessar mundir. Nú síðustu vikurnar er þjóðinni haldið upp á snakki um laga- forskrift skipulags Stjórnarráðsins. Jóhanna Sig- urðardóttir hefur hvað eftir annað haldið því fram að framlagðar breytingar á slíkum reglum verði að fást í gegn, því rannsóknarnefnd Alþingis um Rannsóknarnefnd Alþingis hafi krafist þess að slíkt yrði gert. En nú hefur Atli Gíslason formaður fyrrtöldu nefndarinnar bent á að engin slík krafa hafi verið gerð af sinni nefnd. En það sem Atli Gíslason hefur ekki áttað sig á til fulls er að Jó- hanna Sigurðardóttir tekur mest mark á þeim Reykjavíkurbréf 16.09.11 Kemur uppskeran á óvart?

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.