SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Qupperneq 26

SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Qupperneq 26
26 18. september 2011 H oracio Castellanos Moya er einn umtalaðasti rithöfundur rómönsku Ameríku um þess- ar mundir. Hann fæddist í Hondúras, ólst upp í El Salvador og hefur dvalið í Gvatemala, Mexíkó, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Bók hans Fásinna er ný- komin út hjá Bjarti í þýðingu Hermanns Stefánssonar. Þar segir af prófarkalesara, sem kominn er til ónefnds lands til að fara í gegnum 1100 blaðsíðna skýrslu katólsku kirkjunnar um voðaverk hersins gegn indíánum. Prófarkalesarinn er sögumaður bókarinnar og lýsir hún glímu hans við óhugnaðinn í skýrslunni og óttanum við öflin, sem efni hennar kann að leysa úr læðingi. Hvað eftir annað fellur hann fyrir setningum úr vitnisburði indíána, sem lentu í hryllingnum og komust undan. „Ég er ekki andlega heill“ Bókin hefst reyndar á einni slíkri: „Ég er ekki andlega heill.“ „Þessi setning gæti al- veg eins átt við sögumanninn sjálfan,“ segir Moya, sem var gestur á Bók- menntahátíðinni í Reykjavík fyrr í þessum mánuði. „Hann er ekki andlega heill vegna þess að hann hefur orðið fyrir áhrifum mjög ágengra hugrenninga. Þess vegna fær maður á tilfinninguna að hann passi ekki inn í raunveruleikann. Það ger- ist ekki margt í bókinni, hún á sér stað í huga hans og þess vegna er þessi fyrsta setning svona mikilvæg því að hún stillir upp samhengi hennar.“ Sögumaðurinn rambar á barmi ofsókn- arkenndar og lesandinn veit ekki alltaf hvað er raunverulegt og hvað ímyndun. „Raunveruleikinn er til staðar,“ segir Moya. „Drápin eiga sér stað. Hann passar ekki inn í veruleikann vegna þess að hann tekur ekki ábyrgð á þeim raunveruleika heldur afneitar honum vegna þess að hann er svo svakalegur. Hann reynir að vera með hugann annars staðar, en í lokin fyllist hann ofsóknarkennd og heldur að setið sé um sig. Lesandinn veit ekki hvort það er rétt, en það gæti verið og raun- veruleikinn er til staðar. Um leið og hann svo horfist í augu við veruleikann leggur hann á flótta. Hann getur ekki horfst í augu við veruleikann og sagt: Þetta er að gerast, en ég ætla að vera um kyrrt, berj- ast gegn því og klára mitt verkefni þótt þetta séu hræðilegir menn og morð- ingjar.“ Styðst við raunverulega atburði Moya nefnir aldrei landið, sem er sögusvið bókarinnar, en augljóst er af vísbend- ingum í textanum að það er Gvatemala, meðal annars nefnir hann tvo fyrrverandi forseta landsins. Einnig styðst hann við raunverulega atburði. Tvær skýrslur voru gerðar um glæpi stjórnvalda gegn indíán- um í Gvatemala. Aðra gerði katólska kirkjan og Sameinuðu þjóðirnar hina. Tveimur dögum eftir skýrsla katólsku kirkjunnar, sem hét Gvatemala: Aldrei aftur og sýndi fram á að 150 þúsund manns hefðu verið myrtar í borgarstríð- inu í landinu, kom út 1997 var Juan Jose Gerardi Conedera biskup, sem fór fyrir mannréttindanefnd kirkjunnar, myrtur með hrottalegum hætti. Moya var þá blaðamaður í Gvatemala og þekkir málið því vel. Setningarnar, sem gagntaka sögu- manninn, eru teknar úr skýrslunni. Morðingjarnir enn til staðar Bók Moya fjallar um tilraun til að gera upp fortíðina í samfélagi þar sem öfl fortíð- arinnar hafa enn ítök í samtímanum. Ólíkt Íslandi þar sem öfl fortíðarinnar eru að reyna að halda ítökum sínum þrátt fyr- ir hrun vofir hótunin um ofbeldi og morð yfir í Mið-Ameríku. „Fortíðin getur drepið þig,“ segir Moya, „þeir, sem frömdu morðin, eru enn til staðar og öllum er sama. Þeir komast upp með það. Þetta er annar veruleiki.“ Ein af setningunum úr skýrslunni, sem sögumaður bókarinnar skrifar niður, er svohljóðandi: „Eftir því sem þeir drápu meira, komust þeir hærra.“ Síðan lýsir sögumaðurinn samfélagi sínu með þeim orðum að þar séu „glæpir skilvirkasta að- ferðin við að klífa metorðastigann, þar af leiddi að eftir því sem þeir drápu meira komust þeir hærra“. „Í dag, 11. september, eru kosningar í Gvatemala,“ segir Moya. „Frambjóðand- inn, sem mun sigra, er hershöfðingi, sem var yfirmaður leyniþjónustunnar og stjórnaði hernum. Hann hefur verið sagð- ur einn af forsprökkum mikilla fjölda- morða á innfæddum. Nú er hann að verða forseti lýðveldisins. Þarf frekari dæmi til að skilja að dráp borga sig ríkulega?“ Hershöfðinginn heitir Otto Perez Mol- ina. Hann náði reyndar ekki hreinum meirihluta í kosningunum, en fékk flest atkvæði og mun því þurfa að kljást við frambjóðandann í öðru sæti, kaupsýslu- manninn Manuel Baldizon, í seinni um- ferð kosninganna, sem fram fer 6. nóv- ember. Þar verður Molina að teljast sigurstranglegur því að hann hlaut 36% atkvæða á sunnudag, en Baldizon 23%. Moya segir að ódæðisverk hersins hafi verið til umræðu í kosningabaráttunni, en einnig hafi komið fram raddir um að kannski væri þetta ekki satt, síðan hefði Molina digra kosningasjóði og að síðustu stæði fólki einfaldlega á sama. „Og maður fer að velta fyrir sér: hvers konar samfélag er þetta?“ segir hann og reynir að svara spurningunni. „ Lýðræði breytir engu fyrir almenning Þetta er samfélag þar sem allt er öfugsnúið og öllum gildum hefur verið ýtt til hliðar. Annað dæmi er Rios Montt, sem er nefnd- ur í bókinni. Hann var forseti, forseti þingsins, framarlega innan kirkjunnar, hershöfðingi og morðingi. Hann á að heita trúaður og hann er morðingi og eftir því sem hann drepur fleiri verður hann trú- aðri og fær meiri völd. Með ákveðnum hætti er allt grundvallað á blóði.“ Fortíðin getur drepið Í skáldsögunni Fásinnu fjallar rithöfundurinn Horacio Castellanos Moya um raunir prófarka- lesara, sem þarf að fara í gegnum handrit skýrslu um óumræðilega glæpi. Moya ræddi við blaðamann um verk sín og tilveruna í samfélagi þar sem dráp og ofbeldi eru leiðin til metorða. Karl Blöndal kbl@mbl.is ’ Árið 2009 var ég í neðanjarðarlestinni íTókýó og sá tvær eða þrjár ungar stúlk- ur, sex eða sjö ára gamlar, einar saman í lestinni og hugsaði með að þetta væri ótrúlegt. Enginn myndi ræna þeim, nauðga þeim, eða reyna að skaða þær. Og þá fer ég að velta fyrir mér hvað ég hljóti að koma frá hryllilegum stað fyrst mér finnst þetta undrum sæta.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.