SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Side 38
38 18. september 2011
Stacy Keibler var að
sjálfsögðu prúðbúin í
styrktarveislu Alnæm-
isstofnunar Eltons John,
sem haldin var í tengslum
við Óskarsverðlaunin í
febrúarlok.
Þ
að er alltaf saga til næsta bæjar þegar hjarta-
knúsarinn George Clooney er að slá sér
upp. Hann er nú kominn með nýja konu í
líf sitt, Stacy Keibler, en leikarinn og ítalska
fyrirsætan Elisabetta Canalis hættu saman í sumar eftir
að hafa verið í sambandi í tvö ár.
Keibler er fædd 14. október 1979 í Baltimore í Maryland í
Bandaríkjunum þar sem hún ólst upp og er því 31 árs. Nokk-
ur aldursmunur er því á parinu en Clooney er fimmtugur.
Hann er hins vegar í fínu formi og ferill hans er í rífandi gangi,
bæði leikaraferill hans auk þess sem hann hefur notið velgengni í
leikstjórastólnum.
Neitaði að sitja fyrir nakin í Playboy
Hún er leikkona, sem hefur leikið lítil hlutverk í þáttum á borð við
George Lopez, Psych, How I Met Your Mother og What About Brian. Hún er
líka fyrirsæta af undirfatagerðinni og hefur setið fyrir bæði í myndaþáttum í
blöðunum Maxim og Stuff. Henni er hinsvegar eitthvað heilagt en hún hefur
tvisvar neitað tilboðum um að sitja fyrir nakin í Playboy. Hún hefur enn-
fremur vakið athygli fyrir óvenju langa leggi sína.
Keibler tók þátt í hinum vinsæla bandaríska skemmtiþætti Dancing With
the Stars og lenti hún í þriðja sæti. Hún hefur líka bakgrunninn í það en
hún byrjaði í dansi þegar hún var aðeins þriggja ára gömul. Hún lagði stund
á nám í ballett, djassdansi og steppi.
Þáttakandi í glímusýningum
Hún er ekki síst fræg fyrir annars konar spor en hún var þáttakandi í
bandarískri glímu á árunum 1999 til 2006. Þarna er ekki verið að tala um
neina ólympíska glímu heldur þessa sviðsglímu þar sem þátttakendur eru
yfirleitt fáklæddir og taka vel æfð spor og þónokkra skelli en útkoman er
jafnan ákveðin fyrirfram og er skemmtanagildið í hávegum haft. Keibler tók
þátt í sýningunni við miklar vinsældir og var hluti af danshópum í vinsælum
glímuþáttum í bandarísku sjónvarpi.
Segist vera strákastelpa
Parið hefur ekki sést mikið opinberlega en mætti þó saman á viðburði á
Kvikmyndahátíðinni í Toronto nýverið. Blaðið Daily Mail hefur heimildar-
Leikkonan og fyrirsætan Stacy Keibler
er hin nýja kærasta hjartaknúsarans
George Clooney. Hún dansaði sig til
frægðar í sjónvarpi og naut velgengni í
bandarískri glímu.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Reuters
Leggjalöng
og lokkaprúð
V
arðskipið Týr tók stímið frá Reykjavíkurhöfn og út á
Sundin 13. apríl 1984. Slíkt hefði varla verið frásagnarvert
nema sakir þess að þetta var síðasta sjóferð Guðmundar
Kjærnested skipherra. Hann var þjóðkunnur maður sakir
baráttuþreks og staðfestu sem skipherra í þorskastríðunum; þegar
Íslendingar börðust fyrir útfærslu landhelgi sinnar í fimmtíu mílur
1972 til 1973 og síðar 200 mílur vorið 1976. Að framgangi þess var
unnið í krafti alþjóðlegra hafréttarsáttmála, þó sjómenn þeirra þjóða
sem sóttu einkum og helst á miðin hér við land viðurkenndu ekki
rétt Íslendinga. Vestur-Þjóðverjar gáfu sig fljótlega en Bretar voru
tregari til. Og þegar íslenskir varðskipsmenn fóru að stjaka við tog-
urum frá bresku hafnarborgunum við Humber-fljótið, það er Hull og
Grimsby, sendu Bretar sjóher sinn og orustuþotur á miðin hér við
land og af því spratt hið fræga þorskastríð, þar sem Íslendingar höfðu
þrátt fyrir að vera fáir og smáir í fullu tré við heimsveldið. Munaði
þar um að íslenskir varðskipsmenn voru útsjónarsamir og á sterk-
byggðum skipum.Guðmundur Kjærnested var á varðskipum í fjörutíu ár og nafntogaður skipherra í þorskastríðum.
Morgunblaðið/Júlíus
Myndasafnið 14. apríl 1984
Kapteinninn
Kjærnested
Frægð og furður