SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Síða 40
40 18. september 2011
Kaffidrykkir af ýms-
um toga eru góðir
nú þegar farið er að
kólna dálítið í
veðri. Það er jú
alltaf hægt að búa
sér til klassískt
Sviss mokka
með heitu súkku-
laði og kaffi.
Skreyta síðan
með rjóma á
toppinn og
súkkulaði og
bera fram í
smart glasi.
Sumir vilja líka
setja smá hjarta-
styrkjandi út í
kaffidrykkinn og
það er allt í
fínu lagi í hófi
eins og flest
annað.
Yljandi og góðir drykkir
Þegar kemur að mat er ég nokkuð nýjungagjörn en
sumar samsetningar vil ég þó hafa eins, ætíð.
Vanafast er best
É
g finn hvernig ég byrja að svitna
þar sem ég stend fyrir framan hill-
una og stari á merkinguna. Jú, í
þessari hillu á vissulega að vera
Nóakropp en það er ekkert eftir nema þetta
með dökka súkkulaðinu. En þar sem ég er
vanaföst og borða alltaf bara hitt get ég ekki
hugsað mér að kaupa það. Nú er illt í efni því
ég er á leið í Nóaklúbbinn. Hann saman-
stendur af okkur tveimur vinkonunum (eig-
inmaður hennar fær stundum tvö vínber ef
hann er heppinn) sem hittumst reglulega og
fáum okkur te og með því. Tedrykkjuna má
rekja til þess að við bjuggum um tíma í Eng-
landi og þar kom Nóakroppið stundum
við sögu. Einhver góður að heiman
hafði nefnilega stundum sent poka og
þá var það heilög stund að hittast, hella
upp á te og hella kroppinu í skál.
Eftir heimkomu okkar fyrir nokkrum
árum tók að þróast sú hefð að hittast yfir
góðu tei og veitingum. Þannig bættist við
ostur, sulta og kex og vínber. Síðast vorum
við reyndar nýjungagjarnar og fengum okk-
ur líka breskt smjörkex með. Svo fær stund-
um eitthvað nýtt að slæðast með. En kropp-
ið má ekki vanta. Svo þar sem ég stend á
miðju gólfi stórmarkaðarins og bíð eftir því
að vinsamlegi afgreiðslumaðurinn komi
vonandi með síðasta pokann í búðinni
handa mér er ég örugglega mjög ámátleg og
ráðvillt að sjá. Enda hvað gerir maður ef eitt
mikilvægasta hráefnið vantar? Kaupir líf-
rænt súkkulaði eða kex? Nei, ekki í dag, ekki
fyrir Nóaklúbbinn. Þar má ekkert klikka og
ég anda léttar þegar afgreiðslumaðurinn
birtist sigri hrósandi með um fimm poka í
hvorri hendi. „Ég væri alveg til í að taka þá
alla en í dag ætla ég bara að fá einn,“ segi ég
og brosi fyrir allan peninginn. Á leiðinni upp
stigann til vinkonu minnar líður mér svolít-
ið eins og ég hafi fengið fixið mitt. Hjart-
slátturinn róast og ég veit að bráðum fæ ég
góðan tesopa úr dömulegum bolla og heila
skál af kroppi … Svona þarf nú ekki mikið
meira til að gleðja mann eftir hversdags-
legan vinnudag!
En eftir þetta fór ég að hugsa hvað maður
er ótrúlega vanafastur þegar kemur að ýms-
um matarsamsetningum. Kókómjólk með
kæfubrauði, mjólk með mjólkurkexi, trópí
með morgunkorninu og gos með pitsunni.
Það mætti stundum halda að maður væri
orðinn níræður en ekki rétt tæplega þrítug
(nýjungagjörn) kona. En sumt vill maður
bara alltaf hafa eins og þannig er nú það.
Lífið og
tilveran
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is’
Einhver góður að
heiman hafði nefnilega
stundum sent poka og
þá var það heilög stund að
hittast, hella upp á te og hella
kroppinu í skál.
Lífsstíll
Kerti
Gleymum ekki
að njóta
skammdegisins
sem færist nú
yfir okkur smám
saman. Það er
svo kósí að
kveikja á kertum og um að gera
að nota þau sem mest. Þegar þú
kemur heim úr ræktinni og ferð í
heita og góða sturtu er t.d. til-
valið að spila notalega tónlist og
kveikja á ilmkerti. Þá ertu næst-
um því komin/n í þína eigin
heilsulind heima fyrir.
Jákvæðni
Stundum er
sagt að já-
kvæðni sé allt
sem þarf og er
vissulega mikið
til í því. Við
verðum að
muna eftir að brosa. Suma daga
er það erfiðara en annars en ef
okkur tekst það þá líður okkur
svo miklu betur.
Hrökkbrauð
Hrökkbrauð er
fíneríis-fæða í
dagsins önn. Til
eru ýmiskonar
tegundir og um
að gera að
prófa sig áfram.
Með osti, smur-
osti, túnfisksal-
ati eða bara til að narta í. Það er
meira að segja hægt að finna
hrökkbrauð með chilíkrydduðu
súkkulaði utan um! Vertu ætíð
með hrökkbrauð í seiling-
arfjarlægð. Hrökkbrauðspakkinn
á skrifborðinu eða í bílnum mun
ekki bregðast þér á ögurstundu!
Kistan
Ilmreyr og reyrgresi
Sá er heppinn sem lært hefur að þekkja reyrgresi og
veit um stað þar sem það vex og þá oft í stórum breið-
um. Þrátt fyrir nafnið ilmar reyrgresið sterkar en hinn
eiginlegi ilmreyr. Lyktin kemur fyrst fram við þurrkun.
Besta ráðið til að þekkja grösin er að merkja hvar þau
finnast, taka myndir eða teikna og skrifa í vasabókina
sína. Síðan er hægt að fara ár eftir ár, safna í visk og
leggja í uppáhaldsskúffuna sína og taka svo fram ilm-
andi föt allan veturinn eins og langömmur okkar
gerðu.
Natturan.is, 48 góð ráð fyrir þig og umhverfið. Hildur
Hákonardóttir og Hörður Kristinsson.
Ilmandi góð föt
Lavandermús setur góða lykt í skúffuna eða skápinn.