SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Qupperneq 41
18. september 2011 41
LÁRÉTT
1. Mynta fær heyskap frá smiðju. (10)
4. Ást og unn bæta við sig fimm hundruð út af iðkun.
(8)
8. Gera haf hvítara með fiski (10)
10. Framkoma æði áfram hjá fugli. (6)
11. 1 e.Kr. hjá ertu. (6)
12. Silfur og legur virði fyrir smánarlegan. (12)
13. Við nudd stalla fimmtíu finna ættartölu. (8)
14. Nem hund með kænsku. (6)
16. Ruglaður norpaði þegar þú laukst upp. (7)
17. Enn aðra slöngu má sjá. (5)
19. Illvild maka getur búið til þann sem hefur áhrifa-
vald. (11)
22. Festir einhvern veginn lauslega eina sem er tryllt.
(7)
25. Fullir á árstíð eru þeir sem þú fannst til með. (10)
27. Hik í stafsetningu. (4)
28. Hálfþokkaleg hönd nær að versla. (6)
29. Samlanda stúlkan er líka á mörkunum á landinu.
(10)
31. Frú iðar með gæs og hálfþokkaleg hermennska
birtist. (11)
32. Skjalagerð sem endar í geymslu. (5)
33. E.S. Par egnir. (5)
34. Vér leikin þeytumst um tölvu. (9)
LÓÐRÉTT
1. Haf fyrir iðjulítinn er slétt. (8)
2. Með tár akir til Langaness til að finna líkamshluta.
(11)
3. Ill vitjun getur endað sem hending. (9)
5. Húrrahróp í Tryggingastofnun hjá örfáum. (5)
6. Æ úr atlætinu kemur að utanverðu. (7)
7. Dægurlagasöngvari og þarmar birtast á hliðunum.
(8)
8. Láti loft leika um vinning í spilum í vondu veðri. (9)
9. Orðrómar hjá þeim sem eiga ekkert inni hjá hvor hjá
öðrum. (7)
15. Ja, OK að flækjast í rúmi. (4)
17. Enn ein í fleirtölu verður frumeind eða nevtróna.
(8)
18. Steinn forlagatrúar. (4)
20. Að fimm entist einn úr kristnum söfnuði. (10)
21. Slapp við jólin í flækju út af plöntu. (10)
23. Flatamælingin tapar Finna með slæman framburð.
(8)
24. Ullarflóka sýna að sögn í staðinn fyrir verkað vín-
ber. (6)
25. AFV raði upp á nýtt þegar reikaði. (7)
26. Jara fór úr sjúkraklefa til að uppgötva sælin-
dýrategund. (7)
28. Byrjaði skepna að tilheyra ættbálki spendýra. (6)
30. Kort handfjatlast. (5)
Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn
krossgátunnar. Senda skal þátt-
tökuseðilinn í umslagi merktu:
Krossgáta Morgunblaðsins, Há-
degismóum 2, 110 Reykjavík.
Frestur til að skila úrlausn kross-
gátu 18. september rennur út á
hádegi 23. september. Nafn vinn-
ingshafans birtist í blaðinu 25. september. Heppinn
þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi kross-
gátunnar 11. september er Magnús Pétursson,
Lækjargötu 32, Hafnarfirði. Hann hlýtur í verðlaun
bókina Ævintýri góða dátans Svejks í heimsstyrjöld-
inni eftir Jaroslav Hašek. Forlagið gefur út.
Krossgátuverðlaun
Þegar það spurðist út að Friðrik
Ólafsson hygðist taka þátt í
Norðurlandamóti öldunga urðu
skipuleggjendur varir við stór-
aukinn áhuga á mótinu. Friðrik
hefur ekki teflt á opinberu móti
hér á landi síðan á minning-
armótinu um Jóhann Þór Jóns-
son sem fram fór haustið 2001 og
síðast tefldi hann á Skákþingi
Norðurlanda fyrir 40 árum, sem
fram fór í Norræna húsinu. Þar
vann hann öruggan sigur. Fyrir
marga keppendur mótsins hefur
það áreiðanlega verið gamall
draumur að tefla við Friðrik.
Nokkrir íslensku skákmannanna
mættu honum margsinnis hér á
árum áður, t.a.m. Magnús Sól-
mundarson og Gunnar Gunn-
arsson og í þeirra hópi er einn
sem náði að leggja hann að velli í
kappskák, Jóhann Örn Sig-
urjónsson vann það afrek á
Skákþingi Reykjavíkur veturinn
1975 og þóttu mikil tíðindi. Hvað
varðar erlendu gestina þurfum
við gamlir aðdáendur Friðriks
ekki annað en að slá upp í bók-
inni Við skákborðið í aldarfjórð-
ung – 50 valdar sóknarskákir til
að sjá að þeir skákmenn sem
taldir eru ganga Friðrik næstir að
styrkleika, Finnarnir Westerinen
og Rantanen, riðu ekki feitum
hesti frá viðureignum sínum við
Friðrik um miðjan áttunda ára-
tug síðustu aldar.
Friðrik hefur farið fremur ró-
lega af stað en er engu að síður í
námunda við efstu menn þegar
fimm umferðir hafa verið tefldar.
Staðan er þessi:
1.- 4. Bragi Halldórsson, Yrjo
Rantanen, Jörn Sloth og Bent
Sörensen 4v. 5. – 7. Friðrik
Ólafsson, Heikki Esterinen og
Gunnar Kr. Gunnarsson 3 ½ v.
Bragi Halldórsson getur rifjað
upp Norðurlandamótið 1971 í
Norræna húsinu með nokkru
stolti því ef greinarhöfund mis-
minnir ekki varð hann þar hrað-
skákmeistari Norðurlanda. Hann
hefur teflt af mikilli hörku á öld-
ungamótinu enda vel undirbúinn
eftir þátttöku í afmælismóti
Hellis á dögunum. Hann vann
þrjár fyrstu skákirnar, lenti síðan
í þekktri byrjanagildru gegn Jörn
Sloth og tapaði. Fékk síðan að
beita uppáhaldsbyrjun sinni,
Caro-Kann vörninni, í fimmtu
umferð:
NM öldunga 2011:
Jóhann Örn Sigurjónsson –
Bragi Halldórsson
Caro-Kann vörn
1. e4 c6 2. Re2 d5 3. e5 c5
Hér ber að varast að leika 3. …
Bf5 vegna 4. Rd4! eins og Bent
Larsen sýndi fram endur fyrir
löngu.
4. d4 Rc6 5. c3 Bg4 6. f3 Bf5 7.
a3 e6 8. Be3 c4 9. b4 f6
Gott var einnig 9. … cxb3 19.
Dxb3 Dd7 en Bragi kýs að halda
stöðunni lokaðri.
10. exf6 gxf6 11. Rf4 Dd7 12.
Kf2 Bd6 13. Ha2 Dc7 14. g3 O-
O-O 15. Bh3 Bxh3 16. Rxh3 Rge7
Svartur hefur komið mönnum
sínum á framfæri á þann hátt
sem best verður á kosið. Það
sama verður hinsvegar ekki sagt
um liðsafla hvíts.
17. He2 Rf5 18. f4?
Reynir að sporna við framrás
e-peðsins en veikir um of hvítu
reitina.
18. … h5! 19. Bd2 e5 20. b5 Rce7
21. fxe5 fxe5 22. dxe5 Bxe5 23.
Bf4 Bxf4 24. Rxf4 h4 25. Re6
Db6+ 26. Kf3 Hd6 27. Hhe1 hxg3
28. hxg3
(STÖÐUMYND)
28. … Hh3!
(Eftir þennan leik fær hvítur
ekki neitt við ráðið. Lok þessara
skákar teflir Bragi af miklum
krafti.)
29. Rd4 Hxg3+ 30. Kf2 Hd3 31.
Hd2 Rxd4 32. Hxd3 Hf6+ 33. Kg2
cxd3
og hvítur gafst upp. Fram-
haldið gæti orðið 34. cxd4 Dxd4!
35. Hxe7 Df2+ 36. Kh3 Hh6+ 37.
Kg4 Hh4+ og mátar.
Norðurlandamótinu lýkur um
helgina.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Bragi og Friðrik í fararbroddi á NM öldunga
Skák
Nafn
Heimilisfang
Póstfang
Krossgáta