Morgunblaðið - 07.04.2010, Side 1

Morgunblaðið - 07.04.2010, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 7. A P R Í L 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 79. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is DAGLEGT LÍF»10 OSTAVINAFÉLAGIÐ OG STOFNANDINN MENNING»28 METNAÐARFULLT LOKAVERKEFNI 6 Eftir Silju Björk Huldudóttur, Guðmund Sv. Hermannsson og Andra Karl KONA og karlmaður sem leitað var að frá því aðfaranótt þriðjudags fund- ust látin síðdegis og seint í gærkvöldi við Bláfjallakvísl. Fólkið var á ferð við þriðja mann, konu sem fannst á gangi um miðjan dag í gær. Líðan hennar var í gærkvöldi eftir atvikum góð. Talið er að fólkið hafi farið að gos- stöðvunum á Fimmvörðuhálsi snemma páskadagskvölds. Það hafi verið á heimleið, á Honda CRV-jeppl- ingi, þegar það villtist af leið. Um klukkan eitt eftir miðnætti aðfaranótt mánudags bað ökumaður jepplings- ins um aðstoð björgunarsveitar. Þá var bíllinn talinn vera kominn á aur- ana innan við Tröllagjá, sem er innan við Gilsá og á leiðinni að Einhyrningi. Lögregla og björgunarsveitir leit- uðu á svæðinu í um fimm klukku- stundir en árangurslaust. Á sama tíma var fólkið í stöðugu símasam- bandi við lögreglu. Um klukkan 6.30 á mánudagsmorgun afþakkaði fólkið svo aðstoð. Ökumaður jepplingsins kvaðst þá búinn að losa hann og vera kominn á slóða. Um klukkan tvö aðfaranótt þriðju- dags höfðu ættingjar fólksins sam- band við lögreglu. Þeir höfðu þá áhyggjur enda höfðu þeir ekkert frétt af ferðum fólksins. Hófst þá þegar um nóttina um- fangsmikil leit. Þegar mest lét voru um 270 björgunarsveitamenn frá Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu við leit auk þess sem þyrla Landhelg- isgæslunnar var notuð. Leitað var á bifreiðum og vélsleðum, göngufólk og skíðagöngufólk tók þátt í leitinni auk þess sem leitarhundar voru til aðstoð- ar. Um miðjan dag í gær fannst 33 ára kona á gangi við Emstruleið, ofan við Einhyrning. Hún var köld og hrakin en annars við góða heilsu. Síðdegis, í níu kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem konan fannst, við Bláfjallakvísl, fannst svo bíll fólks- ins, mannlaus og bensínlaus. Skammt frá honum var 43 ára kona. Hún var látin þegar að henni var komið. Leit að karlmanninum var haldið áfram í gærkvöldi og um klukkan 21.30 fannst lík hans. Það var í um 4-5 km fjarlægð suður af bifreiðinni. Maðurinn var 55 ára að aldri. Ekki er hægt að greina frá nöfnum hinna látnu að svo stöddu. Tvö fundust látin Umfangsmikil leit að fólkinu Tindfjallajökull Mýrdalsjökull Eyjafjallajökull M erkurjökull Einhyrningur ÞórólfsfellMúlakot F L J Ó T S H L Í Ð Markafljót (Hvolsvöllur) Hattafell Stórasúla Hv an ng il E M S T R U R Bláfjallakvísl Eldgosið á Fimmvörðuhálsi Gi lsá Þ Ó R S M Ö R K Básar í Goðalandi Langidalur (F210) Fja llabakslei ð syðri (F2 61) Em str ale ið (F21 0) 1 Fólkið er viðGilsá kl. 1 aðfaranóttmánudags. 2 Fólkið biður um hjálp kl.2 aðfaranótt mánudags.Þau telja sig vera í Fljótshlíð og sjá gosið.Leit hefst. 3 Kl.6.30 ámánudagsmorgun afþakka þauhjálpina og telja sig komin á slóða. 4 Leit hefst aftur aðfaranótt þriðjudags.Ekkert hefur spurst til fólksins. 5 Fyrri konanfinnst við Síki,norðan við Einhyrning,uppúr kl. 16 í gær. Hún er köld oghrakin. 6 Bíllinn finnstmannlaus rétt fyrir kl. 17 viðHvanngil.Hann er bensínlaus. 7 Seinni konanfinnst látin skammt frá bílnum,skömmueftir að hannfinnst. 8 Maðurinnfinnst 4-5 km suður frá bílnumum kl.21.30.  Kona og karlmaður sem leitað var frá því aðfaranótt þriðjudags fundust látin við Bláfjallakvísl  Kona sem var með þeim í för fannst á lífi um miðjan dag Konan sem fannst á gangi við Emstruleið, ofan við Einhyrn- ing, um miðjan gærdag var flutt með þyrlu Landhelgis- gæslu Íslands að Landspít- alanum í Fossvogi um kvöld- matarleytið. Að sögn læknis var líðan hennar við komuna eftir atvik- um góð. Þrátt fyrir mikla þrekraun, þ.e. langa göngu í miklum kulda, hafi hún verið nokkuð vel á sig komin. Sami læknir sagðist telja víst að konan yrði útskrifuð seint í gærkvöldi eða í dag. Löng ganga í miklum kulda Ljósmynd/Jóhann Kristjánsson GLITNIR hefur höfðað mál gegn þrotabúi Baugs vegna kaupa fé- lagsins 101 Chalet á skíðaskála í Frakklandi á árinu 2007. Krafa Glitnis nemur tveimur milljörðum króna. Glitnir fjármagnaði kaup fé- lagsins á skíðaskálanum, en engin veð voru lögð til grundvallar. Hins vegar gekkst Baugur í ábyrgð fyrir láninu, sem var aldrei greitt. 101 Chalet var meðal félaga í eigu BG Danmark, dótturfélags Baugs. Í október 2008 var BG Dan- mark selt frá Baugi til Gaums, fjár- festingafélags í eigu sömu aðila og áttu Baug. Skiptastjórn Baugs hef- ur höfðað riftunarmál vegna við- skiptanna, og krefst sex milljarða frá Gaumi. Ekkert reiðufé kom við sögu í viðskiptunum, heldur skulda- jafnaði Gaumur við Baug, sem hafði fengið lánað veð í Glitnisbréfum og notað til fjármögnunar á árinu 2008. | 14 Vill tvo milljarða vegna skíðaskála  101 Chalet fékk stórt lán hjá Glitni RÍKISENDURSKOÐUN ætlar að senda forseta Alþingis bréf vegna þeirrar ákvörðunar Álfheiðar Inga- dóttur heilbrigðisráðherra að áminna Steingrím Ara Arason, for- stjóra Sjúkratryggingastofnunar. Steingrímur Ari leitaði til Ríkisend- urskoðunar fyrir nokkrum dögum um hvernig ætti að túlka og fram- fylgja reglugerð sem ráðherra gaf út 5. mars um tannréttingar vegna al- varlegra afleiðinga fæðingargalla, sjúkdóma eða slysa. Heilbrigðisráðherra taldi að Steingrímur Ari hefði brotið starfs- reglur með því að fara framhjá ráðu- neytinu og leita beint til Ríkisendur- skoðunar. Í framhaldi af því sendi ráðherra Steingrími bréf þar sem honum var gert ljóst að til stæði að áminna hann. Í bréfi ríkisendur- skoðanda til forseta Alþingis kemur fram afstaða hans til þessa áminn- ingarbréfs. Reglugerðin sem um er deilt var gefin út tveimur mánuðum eftir að ráðherra gaf út reglugerð sama efn- is, en ráðherra telur að hún hafi ver- ið of flókin og að ekki hafi tekist að koma endurgreiðslum til sjúklinga á grunni hennar. | 12 Morgunblaðið/Jim Smart Reglur um tannréttingar rót deilna. Sendir forseta Alþingis bréf  Ríkisendurskoðun tekur afstöðu til um- deilds áminningarbréfs heilbrigðisráðherra  Ákveðið hefur verið að ráðast í sautján hafnarframkvæmdir á árinu og sex sjóvarnarverkefni á vegum Siglingastofnunar, samtals fyrir tæpar 830 milljónir króna. Stærsta sjóvarnarverkefnið er í Vík í Mýrdal fyrir 211 milljónir króna. Á árunum 2011 og 2012 er áætlað að ráðast í framkvæmdir á hafnar- mannvirkjum fyrir 1.200 milljónir. Athygli vekur að meðal þeirra framkvæmda er endurbygging þils á löndunarbryggju á Suðureyri en þar á að nota efni sem keypt var fyrir tveimur árum. »9 Siglingastofnun fram- kvæmir fyrir 830 milljónir  Nektardans- bann sem sett hefur verið á Ís- landi breytir þeirri staðal- ímynd að Íslend- ingar séu frjáls- lyndir í kynferð- ismálum. Þetta segir breski fem- ínistinn Julie Bin- del sem skrifaði nýverið grein um bannið í breska dagblaðið Guardian. Hún segist hafa fengið gríðarleg við- brögð við greininni úr öllum heims- hornum, og að Ísland verði notað sem dæmi í baráttunni. »8 Nektardansbann hefur áhrif á staðalímynd Íslands Julie Bindel  Íslenskir neytendur eru með þeim duglegustu í Evrópu að kvarta til yfirvalda neytendamála. Samkvæmt nýrri skýrslu fram- kvæmdastjórnar ESB, svonefndu skorkorti, voru kvartanir hér alls 26 á hverja þúsund íbúa. Aðeins í Þýskalandi og Bretlandi voru kvartanir hlutfallslega fleiri. Al- mennt hefur staða neytenda í Evr- ópu versnað en hún er sögð betri hér á landi en víðast annars staðar. Íslensk fyrirtæki eru dugleg að kvarta yfir auglýsingum keppinaut- anna. »16 Kvartanir neytenda óvíða fleiri en hér á landi Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Erfitt yfirferðar Leitarsvæðið er þakið hrauni og var mjög erfitt yfirferðar. Emstrur og Bláfjallakvísl má sjá hægra megin á myndinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.