Morgunblaðið - 07.04.2010, Page 2

Morgunblaðið - 07.04.2010, Page 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2010 DETTUR ÞÚ Í LUKKUPOTTINN Útivistarleikur Homeblest & Maryland Ef þú kaupir Homeblest eða Maryland kexpakka gætir þú unnið glæsilegan vinning. 3 x 50.000 kr. úttektir 48 x 15.000 kr. úttektir frá Útilífi, Intersport eða Markinu. Leynist vinningur í pakkanum þínum! E N N E M M / S IA / N M 40 48 1 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „ÉG á ekki von á því að kvikan komi þarna upp úr en þegar þetta stór skjálfti kemur er full ástæða til að fylgjast vel með næstu daga,“ segir Steinunn S. Jakobsdóttir, jarðeðlisfræðingur og verkefnis- stjóri jarðváreftirlits hjá Veður- stofu Íslands. Hún var spurð að því hvort stór jarðskjálfti sem varð undir Eyjafjallajökli í gær gæti bent til goss undir jökli. Jarðskjálftinn varð klukkan rúm- lega hálffjögur í gær, 3,7 stig að stærð. Hann mældist grunnt undir austanverðum Eyjafjallajökli, á þeim stað sem flestir jarðskjálft- arnir hafa orðið undanfarna mán- uði. Þetta er þó stærsti skjálftinn í þessari hrinu. Talið er að kvikurás eldgossins á Fimmvörðuhálsi beygi þar til austurs. Jarðskjálftinn fannst í byggð. Umferð um jökulinn bönnuð Ekki hefur orðið vart við breyt- ingar á eldgosinu enda hefur verið dimmt yfir og erfitt að sjá til goss- ins. Fylgst er með ám sem eiga upptök sín á gossvæðinu og í gær- kvöldi voru engar vísbendingar um breytingar á þeim. Almannavarnir ítrekuðu í gær, af þessu tilefni, að öll umferð er bönn- uð um Eyjafjallajökul. Þá er lokað eins kílómetra svæði í kringum gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi. | 13 Vísindamenn á tánum  Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu varð grunnt undir Eyjafjallajökli um miðjan dag í gær Jarðskjálftar Eldgosið á Fimmvörðuhálsi Upptök skjálftanna EYJAFJALLAJÖKULL ÞÓRSMÖRK MEIRA hefur snjóað á Vestfjörðum undanfarinn sólarhring en áður á þessum vetri. Þannig bætt- ist um metri við snjóinn á skíðasvæðum Ísfirð- inga. Myndin var hins vegar tekin í Hafnarstræti þegar Vilberg Vilbergsson, tónlistarmaðurinn Villi Valli, arkaði þar um í gær. Vegurinn um Ós- hlíð og Súðavíkurhlíð var lokaður í gær vegna snjóflóðahættu. Veðurstofan spáir hlýnandi veðri næstu daga og rigningu um mestallt land undir lok vikunnar. Þar sem snjó hefur fest má því búast við asa- hláku og vatnavöxtum. FYRSTU ALVÖRUSKAFLARNIR Í HAFNARSTRÆTI Morgunblaðið/ Halldór Sveinbjörnsson Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is VIÐBÓTARFRESTUR sem einstakl- ingar fengu til að skila skattframtal- inu rennur út á miðnætti í kvöld. Um miðjan dag í gær höfðu um 134 þúsund manns skilað framtali sínu. Alls voru um 260 þúsund framtöl send út. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskatt- stjóri segir skilin almennt hafa verið góð og í samræmi við áætlun. Allt bendi til að álagningin verði á réttum tíma í sumar. Erfitt sé að bera þetta saman við síðasta ár þar sem nú hafi verið opnað fyrir aðgang að netframtölum tíu dögum síð- ar en í fyrra. Álag á skattstofurnar hefur verið mikið síð- ustu daga, þannig biðu um 40 manns um tíma eftir símtali við þjónustufulltrúa ríkisskattstjóra í gærmorgun og mest fór biðlistinn í 80 manns einn daginn fyrir páska. Svonefndir atvinnumenn, þ.e. endurskoðendur, bók- arar og lögmenn, hafa frest fram til 25. maí nk. til að skila skattframtölum fyrir einstaklinga, en í fyrra skiluðu um 70 þúsund framtöl sér með þeim hætti. Mun meiri upp- lýsingar hafa verið færðar inn í framtölin en áður og að sögn Skúla Eggerts er búið að skila um 30 þúsund ein- földum framtölum, þ.e. framtölum sem viðkomandi þurfa aðeins að renna yfir og kvitta fyrir. Reiknað er með að um 100 þúsund slík framtöl skili sér. Oftast spurt vegna hrunsins Meðal þess sem fært hefur verið inn eru upplýsingar um bankainnistæður fólks. Dæmi eru um að framtelj- endur finni þar óvænta inneign. Skúli Eggert segir að- spurður að nokkuð hafi borið á þessu í fyrra, þegar inni- stæður voru færðar inn fyrirfram í fyrsta skipti. Hins vegar leiki enginn vafi á að óvæntar inneignir komi sér betur nú fyrir fólk en fyrir ári síðan. „Yfirleitt höfum við orðið vör við ánægju fólks með aukin þægindi við fram- talsgerðina. Flestar fyrirspurnir hafa verið tengdar hruninu, eins og varðandi hlutabréfaeign í bönkum sem færð var inn á framtölin þó að hún hafi í mörgum tilvikum verið engin í raun,“ segir Skúli Eggert en til greina kom að færa þá eign niður í núll. Síðustu forvöð að skila skattframtalinu í kvöld  Margir hafa fundið óvænta inneign á bankareikningum Skúli Eggert Þórðarson FJÖLMARGAR tillögur hafa verið gerðar um nafn á nýrri eldstöð við Fimmvörðuháls. Starfshópur þriggja stofnana mun fara yfir til- lögurnar, kynna sér þekkt örnefni á svæðinu og ákveða heitið. Menntamálaráðherra hefur stað- fest að starfshópur á vegum þeirra þriggja stofnana sem véla um ör- nefni í landinu ákveði nafn á nýrri eldstöð á Fimmvörðuhálsi, við Eyja- fjallajökul. Landmælingar Íslands, nafnfræðisvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og örnefnanefnd eiga fulltrúa í hópn- um sem hefur þetta hlutverk. Nefnd um heiti eldstöðvar Gígur Landslagið breytist stöðugt. STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir engar ákvarð- anir hafa verið teknar um fundahöld í Icesave-málinu með Bretum og Hollendingum. Ekkert hafi breyst í þeirri stöðu frá því fyrir páska. Steingrímur vill þó ekki slá því föstu að kyrrstaða verði í málinu fram yfir þingkosningarnar í Bret- landi 6. maí næstkomandi, þar sem enn er mánuður í þær. Hins vegar sé það viðtekið í breska stjórnkerfinu að viðræður um mikilvæg mál fái að bíða fram yf- ir kosningar, ef mál eru enn óleyst þegar stutt er í þær. Enn geti þó ver- ið einhverra daga eða vikna gluggi opinn. Alþjóðlega greiningarfyrirtækið Moody’s tilkynnti í gærmorgun að það hefði breytt horfum fyrir láns- hæfiseinkunn ríkisins, Landsvirkj- unar og OR úr stöðugum í neikvæð- ar, aðallega vegna óvissunnar um Icesave-málið. onundur@mbl.is Ekkert ákveð- ið um fundi í Icesave-deilu OLÍS og Skeljungur hafa hækkað verð á bensínlítranum um fjórar krónur og lítrann af dísilolíu um þrjár krónur. Algengt lítraverð á bensíni hjá þessum félögum er nú 212,90 krónur í sjálfsafgreiðslu. N1 og Orkan höfðu ekki breytt verði þegar síðast fréttist í gær- kvöldi. Lítrinn kostaði rétt innan við 204 kr. hjá ódýrustu merkj- unum. Hækkun á heimsmarkaðsverði yfir páskana er ástæðan fyrir hækkun útsöluverðs á bensíni og olíu, að sögn Más Erlingssonar, framkvæmdastjóra innkaupa og birgða hjá Skeljungi. Hann segir að verðið sé mjög hátt um þessar mundir en erfitt sé að spá um þró- unina framundan. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Golli Bensín Verð á bensíni er orðið hærra en áður hefur þekkst. Bensínlítr- inn í 212,9 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.