Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 7
200.000.000 +2.100.000.000 Ekki gleyma að vera með, fáðu þér miða fyrir klukkan fjögur í dag á næsta sölustað eða á lotto.is Fyrsti vinningur stefnir í 200 milljónir og Ofurpotturinn stefnir í 2.100 milljónir. ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM! MIÐINN GILDIR 7. APRÍL 2010 A. 12 14 17 21 41 48 B. 05 16 23 36 37 38 C. 07 09 13 22 34 38 D. 03 06 19 24 25 31 E. 11 19 21 25 38 42 F. 01 25 35 36 39 46 G. 18 19 20 23 28 46 H. 22 27 29 39 40 42 Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2010 Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is ÞVERPÓLITÍSKUR samráðs- hópur ræddi í gær um töku veggjalda í stað eldsneytisgjalda til að fjármagna vegaframkvæmdir. Kristján Möller samgönguráðherra segir hugmyndina vera á frumstigi og engar ákvarðanir teknar. Sérstaklega hefur verið rætt um fjármögnun framkvæmda við Vest- urlandsveg, Suðurlandsveg og Reykjanesbraut í samstarfi við líf- eyrissjóðina. Hafa fulltrúum sjóð- anna verið kynntar hugmyndir um að veggjöld standi straum af endur- greiðslum til þeirra. Vilja flýta fyrir framkvæmdum „Við erum að leita leiða til að flýta fyrir framkvæmdum,“ segir Krist- ján og bendir á að áðurnefndar framkvæmdir séu bæði atvinnu- skapandi og auki umferðaröryggi. Víða í Evrópu er rætt um að fjár- magna vegaframkvæmdir með not- endagjöldum í stað eldsneytisgjalda. Kubb er þá komið er fyrir í bílum sem skráir með hjálp gervihnattar upplýsingar um akstur. „Þetta er talið vera framtíðarmúsíkin í Evr- ópu og þarf líka að skoða hér, að teknu tilliti til persónuverndarsjón- armiða,“ segir Kristján. Hann segir notendagjöld bæði skynsamlega og sanngjarna leið til að fjármagna vegaframkvæmdir. „Hvaða sanngirni er t.d. í því að þeir sem eiga bíla sem ganga fyrir bens- íni eða olíu greiða olíu- og bens- íngjöld til ríkissjóðs og þar með talið vegasjóðs, en þeir sem keyra t.d. rafmagnsbíla eða metanbíla borga ekkert? Við ætlum okkur að fjölga umhverfisvænum bílnum, og þá þarf auðvitað að vera fyrir hendi kerfi sem tryggir að allir greiði sinn hlut til rekstrar vegakerfisins, án tillits til orkugjafa.“ Hægt að stýra akstri betur „Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti því að það verði innheimt veggjöld, en tel að það verði að skoða tekju- öflun í samgöngumálum heildstætt,“ segir Árni Þór Sigurðsson, þingmað- ur Vinstri-grænna, sem situr í sam- ráðshópnum. Verði sú leið farin að lífeyrissjóð- irnir fjármagni áðurnefndar fram- kvæmdir hefst endurgreiðsla ekki fyrr en árið 2014 eða 2015. Því er heppilegast, segir Árni Þór, að bíða með innheimtu veggjalda þar til búið er að koma á fót kerfi sem innheimti slík gjöld af öllum ökumönnum, en ekki bara þeim sem aka um Vest- urlandsveg, Suðurlandsveg eða Reykjanesbraut. Með veggjöldum er hægt að stýra akstri með ýmsum hætti, bendir Árni Þór á. Til dæmis er bygging og viðhald vega misdýrt, og væri hægt að rukka hærra gjald fyrir akstur um dýrari vegi. Einnig væri hægt að dreifa umferð betur með því að taka hærra gjald á háannatímum. Guðmundur Steingrímsson, þing- maður Framsóknar, tekur undir að skynsamlegt geti verið að innheimta veggjöld með hjálp kubbs sem er tengdur við gervihnött. „En það þarf þá að huga vel að persónuvernd- arsjónarmiðum.“ Guðmundur, sem einnig situr í áðurnefndum samráðs- hópi, segir að ræða þurfi málið vand- lega, og ítrekar að veggjöld ættu að koma í stað gjaldheimtu í núverandi formi, en ekki bætast við hana. Veggjöld það sem koma skal?  Notendagjöld bæði skynsamlegri og sanngjarnari en bensín- og olíugjöld, segir samgönguráðherra  Heppileg leið til að stýra akstri og stuðla að betri nýtingu vega, segir þingmaður Vinstri-grænna Pólitískur vilji er fyrir því að taka upp veggjöld til að fjármagna vegaframkvæmdir. Meðal annars er rætt um framkvæmdir í sam- starfi við lífeyrissjóðina. Morgunblaðið/Kristinn Háannatími Með veggjöldum mætti dreifa umferð, segir þingmaður VG, með því að taka hærri gjöld á annatímum. Hollendingar hafa tekið ákvörð- un um að frá og með árinu 2017 verði vegaframkvæmdir alfarið fjármagnaðar með veggjöldum í stað skatta á eldsneyti. Hug- myndin er að kubbur, sem talið er að verði hluti af staðalbúnaði nýrra bíla, verði í beinu sam- bandi við gervihnött, og upplýs- ingum um akstur bílsins verði þannig safnað saman á einn stað. Slíkt kerfi þekkist víða nú þegar, sér í lagi í bifreiðum sem notaðar eru í atvinnuskyni. Hollendingar fyrstir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.