Morgunblaðið - 07.04.2010, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 07.04.2010, Qupperneq 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2010 FRÉTTASKÝRING Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is KOSTNAÐUR björgunarsveita vegna gæslu við eldgosið á Fimm- vörðuhálsi um helgina nemur hundr- uðum þúsunda króna að sögn Krist- ins Ólafssonar, framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Almannavarnadeild Ríkislög- reglustjóra er nú að fara yfir þann kostnað sem lagt hefur verið út fyrir síðan gosið hófst en til stendur að ríkið komi til móts við björgunar- sveitirnar vegna útgjaldanna. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu má ætla að vinnuframlag björgunarsveitarmanna um páskana vegna gossins hafi verið 200 til 250 vinnustundir að jafnaði á sólarhring. Þótt björgunarsveitarmenn vinni í sjálfboðastarfi fylgir störfum þeirra mikill kostnaður, m.a. vegna elds- neytisnotkunar og tækjabúnaðar. Sérstakur samningur gildir milli Landsbjargar og dóms- og kirkju- málaráðuneytisins um þjónustu og samstarf á sviði leitar- og björg- unarmála og er þar kveðið á um skyldur björgunarsveitanna og stuðning ríkisins. „Þegar svona at- burðir verða tökum við ekki greiðslu á meðan almannavarnaástand ríkir þar sem björgunarsveitirnar hafa ákveðnum hlutverkum að gegna. En þegar því lýkur og við förum að sinna öðrum verkefnum eins og verðmætabjörgun, langtímaupp- byggingu eða gæslustörfum eins og í þessu tilfelli þá er samið sérstaklega um þá þætti,“ segir Kristinn. Eldgosið hefur nú staðið í rúmar tvær vikur en það gæti allt eins stað- ið mánuðum saman og ljóst er að björgunarsveitir geta ekki staðið vaktina endalaust með sama hætti. Lögreglan á Hvolsvelli mun ann- ast daglega gæslu til að byrja með og vera með viðbúnað næstu helgar að sögn Sveins K. Rúnarssonar yf- irlögregluþjóns. Þúsundir manna hafa farið að gosinu og að almennum öryggisráðstöfunum undanskildum þarf nú einnig að huga að landvernd á svæðinu sem er viðkvæmt fyrir svo miklum ágangi þegar fer að vora. Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli, mun í dag funda með Al- mannavörnum til að fara yfir málin og ákveða næstu skref. „Við vissum að það yrði mikill straumur þarna um páskana og tókum þess vegna ákvörðun um að hafa mikla gæslu en það er náttúrlega alveg ljóst að við getum ekki haldið úti svona gæslu til lengdar, það er útilokað,“ segir Kjartan sem gerir jafnframt ráð fyr- ir því að ferðamannastraumurinn minnki. „Álagið verður ekki það sama til lengdar. Þótt það sé gott að koma í Rangárþing eystra þá eru því líka einhver takmörk sett.“ Gæslan er kostnaðarsöm  Verið er að taka saman kostnað almannavarnakerfisins vegna eldgossins  Útgjöld björgunarsveitanna eru mikil  Minni gæsla verður á svæðinu héðan af Á gosslóðum Sennilega hefur aldrei áður verið jafnmikil umferð um Fimmvörðuhálsinn á þessum árstíma og þar hafa björgunarsveitirnar staðið vaktina. Gosið gæti á Fimmvörðuhálsi vik- um og mánuðum saman en ljóst er að ekki er raunhæft að halda úti stöðugri gæslu til lengdar. Minnir þörf er á gæslu á svæðinu eftir því sem umferðin hægist. Morgunblaðið/RAX ÓLÍK sýn kom fram á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gær á tillögu frá meirihlutanum um að gripið verði til aðgerða til að draga úr umferðarhraða í hverfum borgarinnar. Tillagan var þó á endanum samþykkt með at- kvæðum allra borgarfulltrúanna 15. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri mælti fyrir tillögunni og borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokks sögðu að tillagan væri af hinu góða, einkum ákvæði í henni um að forritun gönguljósa verði breytt þannig að græni kallinn á gangbrautarljósum kvikni strax og gangandi vegfarendur ýta á hnapp- inn á ljósunum í stað þess að bíða þurfi eftir samstillingu bíla- umferðar. Sóley Tómasdóttir, borgarfull- trúi VG, sagði hins vegar að til- lagan væri aðeins sýndarmennska og bætti litlu sem engu við það sem þegar hefði verið samþykkt. Græni kallinn kvikni strax á umferðarljósum Er ennþá gæsla við gosið? Lögreglan á Hvolsvelli mun sinna daglegri gæslu næstu daga en hún verður ekki jafnmikil og var yfir páska- helgina enda er talið að mesti álags- tíminn sé liðinn hjá. Er óhætt að aflétta gæslunni? Sýslumaðurinn á Hvolsvelli segir að það sé aðeins mikill minnihluti ferða- fólks sem hafi sýnt dómgreindarskort og björgunarsveitir því þurft að stöðva það. Langflestir ferðalangar sýni skynsemi og séu vel búnir m.v. aðstæður. Stöðug gæsla ætti því ekki að vera nauðsyn til langframa. Heldur eldgosið áfram? Krafturinn í gosinu hefur verið með svipuðum hætti samkvæmt mæli- tækjum Veðurstofunnar. Hins vegar varð jarðskjálfti sem mældist 3,7 stig í Eyjafjallajökli síðdegis í gær, en erfitt er að segja til um hvort hann sé vís- bending um meira. S&S Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is „ÉG sé ekki að þyrluflugmennirnir hafi nokkra ástæðu til að álykta að bílstjórinn sé óvinur,“ segir Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri alþjóða- sviðs Rauða krossins, um myndband sem Wikileaks hefur birt af árás Bandaríkjahers á hóp fólks í Bagdad í Írak árið 2007. Illa særður og óvopnaður maður sést þar reyna að skríða í var, bíll kemur upp að og bíl- stjórinn reynir að hjálpa honum. Þá fella þyrluflugmenn þá báða og skjóta á bílinn, sem í er fleira fólk, þar á meðal börn. „Það er ekki hægt að sjá annað en að þetta sé mjög augljóst brot á Genfarsamning- unum,“ segir Þórir. Genfarsamningar eru skýrir Samningarnir fjórir eru mjög skýrir um svona aðstæður. Þriðja grein þeirra allra er samhljóða. Þar segir að ávallt og hvarvetna sé bann- að að beita þá ofbeldi sem ekki taka beinan þátt í hernaðaraðgerðum, eða hafa lagt niður vopn, né heldur þá sem eru óvígfærir. Þeir skuli í hvívetna hljóta mannúðlega með- ferð, án nokkurs konar mismununar. Einnig er sérstaklega tekið fram að særðum mönnum og sjúkum skuli safna saman og veita umönnun. Starfsreglur hersins sem Wiki- leaks hefur einnig birt eru áþekkar Genfarsamningunum. „Herforingi, eða sá sem tekur ákvarðanir á staðnum, þarf að vega hernaðarlega nauðsyn þess að skjóta gagnvart meðalhófsreglunni og gera grein- armun á óvinahermönnum og al- mennum borgurum. Af þessum óvinahermönnum þarf, með ein- hverjum undantekningum reyndar, að stafa ógn til þess að leyfilegt sé að skjóta þá,“ segir Þórir. Ekki nægir að talið sé líklegt að óvinir séu á ferðinni. „Það sem kemur upp í hugann þegar maður horfir á þetta mynd- band er hvort þarna hafi verið brýn hernaðarleg nauðsyn að skjóta á fólk, sem þyrluflugmenn áttu erfitt með að ákvarða að væru óvinir,“ segir Þórir. „Þetta vekur spurningar um það hvernig hægt er að heyja stríð úr fjarlægð með eins konar fjarstýringum,“ bætir hann við. Augljós brot á Genfarsamningunum  Hermenn meti hernaðarlega nauðsyn, gæti meðalhófs og greini skotmörk sín Á myndbandi Bandaríkjahers virðast sjást augljós brot á Genf- arsamningunum, þegar skotið er á særðan mann og þá sem að- stoða hann, að mati sviðsstjóra alþjóðasviðs Rauða krossins. Myndbandið var birt á flestum stærri vefmiðlum vestanhafs í fyrradag. Vakti það víðast hörð viðbrögð og skrifuðu hundruð og sums staðar nokkur þúsund manns athugasemdir við frétt- irnar. Flestir netverjar sögðust hneykslaðir og reiðir, en inni á milli bentu aðrir á að ekki væri hægt að dæma atburðinn út frá myndbandinu einu saman. Mest var reiðin vegna hugarfars bandarísku hermannanna, sem í myndbandinu hreykja sér af dráp- unum, kalla fórnarlömbin illum nöfnum og lýsa því hve mjög þá langi til að skjóta þau. Wikileaks undirbjó birtinguna á Íslandi. Að sögn Urðar Gunnarsdóttur hjá ut- anríkisráðuneytinu höfðu erlend stjórnvöld engar athugasemdir gert við ráðuneytið í gær. Myndbandið vakti reiði og hneykslan Úr lofti Út frá svona myndefni var ákveðið að skjóta á fólkið. FARFUGLAHEIMILIN í Laugardal og á Vesturgötu hafa fengið vottun norræna umhverfismerkisins Svansins. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afhenti í gær Sigríði Ólafsdóttur rekstrarstjóra skjal til staðfestingar vottuninni við athöfn í sal Farfuglaheimilisins í Laugardal. „Farfuglaheimilin hafa lengi ver- ið í fararbroddi í umhverfismálum hér á landi og er vottun í dag stað- festing þess árangurs sem hefur náðst,“ sagði umhverfisráðherra. Sjö íslensk fyrirtæki hafa Svans- merkið og tólf til viðbótar hafa sótt um vottun. Svanurinn er kom- inn á farfuglaheim- ilin í Reykjavík Umhverfi Svanurinn afhentur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.