Morgunblaðið - 07.04.2010, Page 15

Morgunblaðið - 07.04.2010, Page 15
Fréttir 15ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2010 ÞÝSKI reiðhjólahönnuðurinn Didi Senft sýnir hér reiðhjól, sem hann smíðaði til heiðurs Mich- ael heitnum Jackson, í þorpi nálægt Storkow, um 50 km sunnan við þýsku höfuðborgina Berl- ín. Senft er mikill hjólreiðaáhugamaður og þekktastur í hlutverki „El Diablo“ í hjólreiða- keppninni Tour de France, en hann hefur fylgst með keppninni klæddur djöflabúningi frá árinu 1993. Hann hóf í gær þrettán daga ferð á reið- hjólinu milli evrópskra höfuðborga til að minn- ast Michaels Jacksons sem lést í júní síðast- liðnum. Reuters HJÓLAÐ TIL MINNINGAR UM MICHAEL JACKSON STJÓRN Bar- acks Obama, for- seta Bandaríkj- anna, kynnti í gær nýja varnar- áætlun þar sem dregið er úr vægi kjarnorkuherafla landsins. Stjórnin sagði að sam- kvæmt nýju áætluninni myndu Bandaríkin aðeins beita kjarnavopnum í ýtrustu neyð. Bandaríkin myndu ekki svara með kjarnorkuvopnum ef ráðist yrði á þau með efna-, sýklavopnum eða hefðbundnum vopnum. Kjarnavopn- um yrði ekki heldur beitt gegn ríkj- um sem eiga ekki kjarnorkuvopn, eða ríkjum sem virða sáttmálann um takmörkun á útbreiðslu kjarnorku- vopna. Obama kvaðst ætla að gera ákveðnar undantekningar, t.d. hvað varðar ríki sem brjóta sáttmálann, og nefndi Íran og Norður-Kóreu sem dæmi. Dregið úr vægi kjarn- orkuvopna Stjórn Obama kynnir nýja varnaráætlun Barack Obama FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ÚTLIT er fyrir að þingkosning- arnar í Bretlandi 6. maí verði þær tvísýnustu frá árinu 1992 þegar Íhaldsflokkurinn, undir forystu Johns Majors, bar sigurorð af Verkamannaflokknum. Skoðana- kannanir höfðu þá gefið til kynna að ólíklegt væri að einhver einn flokk- ur fengi meirihluta á þingi og flest þótti benda til þess að Neil Kin- nock, leiðtogi Verkamannaflokksins, yrði næsti forsætisráðherra Bret- lands. Svo fór þó að íhaldsmenn sigruðu og það var ekki fyrr en árið 1997 sem Verkamannaflokknum, undir forystu Tony Blairs, tókst að ná meirihluta á þinginu. Íhalds- menn höfðu þá verið við völd sam- fleytt í 18 ár. Verkamannaflokkurinn vonast nú til þess að halda völdunum fjórða kjörtímabilið í röð en kannanir benda til þess að íhaldsmenn eigi nú í fyrsta skipti frá 1992 raunhæfan möguleika á að komast til valda. Þarf mikla fylgissveiflu Til að fá meirihluta á þinginu þarf Íhaldsflokkurinn að bæta við sig a.m.k. 116 sætum og takist honum það yrði það mesta fylgisaukning bresks stjórnmálaflokks í þingkosn- ingum frá síðari heimsstyrjöldinni, að sögn fréttavefjar The Times. Til að fá meirihluta á þinginu þarf flokkur að fá að minnsta kosti 326 sæti en skipting kjördæmanna er þannig að mun erfiðara er fyrir Íhaldsflokkinn en Verkamanna- flokkinn að ná því markmiði. Meginástæðan er sú að íbúum borga og þéttbýlla svæða hefur fækkað eða ekki fjölgað eins mikið og íbúum úthverfa og strjálbýlli svæða þar sem fylgi íhaldsmanna er mest. Kjósendunum fjölgar því meira í einmenningskjördæmum þar sem íhaldsmenn eru með mest fylgi en í kjördæmum Verkamanna- flokksins. Fleiri atkvæði eru því á bak við hvert þingsæti Íhaldsflokks- ins. Kjördæmaskiptingunni hefur ver- ið breytt til að vega upp á móti breytingum á íbúafjölda kjördæm- anna og breytingarnar á kjördæm- unum þýða að erfiðara verður fyrir Verkamannaflokkinn að fá meiri- hluta en í síðustu kosningum. Ef kosið hefði verið samkvæmt nýju kjördæmaskiptingunni í síðustu kosningum hefði Verkamanna- flokkurinn líklega fengið 48 sæta meirihluta í stað 66 sæta meirihlut- ans sem hann fékk árið 2005, að sögn The Independent. Byggjast á úreltum tölum Þrátt fyrir breytingarnar á kjör- dæmaskiptingunni er ennþá auð- veldara fyrir Verkamannaflokkinn en íhaldsmenn að fá meirihluta, einkum vegna þess að breyting- arnar byggjast á a.m.k. tíu ára gömlum tölum sem eru þegar orðn- ar úreltar. Áætlað er að um 4.000 fleiri kjósendur séu á hvert sæti íhaldsmanna en á sæti Verka- mannaflokksins, auk þess sem dreifing atkvæða Íhaldsflokksins er honum óhagstæð, að sögn The In- dependent. Til að fá 326 þingsæti þarf Verka- mannaflokkurinn aðeins að fá sama kjörfylgi og Íhaldsflokkurinn. Íhaldsmenn þurfa hins vegar að fá nær 11 prósentustig umfram Verka- mannaflokkinn til að fá hreinan meirihluta þingsæta. Til að fá fleiri þingsæti en Verkamannaflokkurinn þurfa íhaldsmenn að fá fimm pró- sentustigum meira fylgi. Stefnir í tvísýnustu kosningar í 18 ár  Kjördæmaskiptingin í Bretlandi er íhaldsmönnum óhagstæð og auðveldara er fyrir Verkamannaflokkinn að fá meirihluta Reuters 6. maí Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, til- kynnti eftir ríkisstjórnarfund í gær að kosið yrði 6. maí. Þrátt fyrir breytingar sem gerðar hafa verið á skiptingu kjördæma er líklegt að mun fleiri atkvæði verði á bak við hvert þingsæti íhaldsmanna. Reuters Baráttan hafin David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokks- ins, hóf kosningabaráttuna nálægt þinghúsinu í London. Norður-Írland Glasgow Stór-Lundúnir Stór-Manchester, Merseyside, Suður- og Vestur-Yorkshire Vestur-Miðlönd Jafnaðar- ogVerka- mannaflokkurinn DUP, flokkurmótmælenda UUP, sambandssinnar Sinn Fein Íhaldsflokkurinn Verkamannaflokkurinn Frjálslyndir demókratar Skoskir þjóðernissinnar Plaid Cymru Óháðir Norður-Írland Heimild: Parliament.uk Kjörfylgi 2005 Úrslit 2005 Gordon Brown Verkamannaflokkurinn David Cameron Íhaldsflokkurinn Nick Clegg Frjálslyndir demókratar Sæti 646 Verkamannafl. 355 Sæti í kosningunum 2005 Íhaldsflokkurinn Frjálslyndir demókratar Aðrir 62 30 Meirihluti Verkamannaflokksins 2005: 64 198 Sæti nú Meirihluti Verkamannaflokksins nú: 56 345 193 63 Aðrir 45 Íhaldsflokkurinn Frjálslyndir demókratarVerkamannafl. ÞINGKOSNINGAR Í BRETLANDI Sæti 646 Verkamannafl. Frjálslyndir demókratar Aðrir 10,3%35,3% Íhaldsflokkurinn 32,3% 22,1% 41 39 29 17 37 33 21 31 18 Íhaldsflokkurinn Verkamannafl. Frjálslyndir dem. Könnun % 5. apríl, YouGov/Sun 3. apríl, Opinium/Express 3. apríl ICM/Guardian Þingsætum fjölgað í 650 í komandi kosningum Niðurstöður nýjustu kannana á fylgi stjórnmálaflokkanna í Bretlandi eru mjög misvísandi og útlit er fyrir mjög spennandi þingkosningar sem fram fara 6. maí næstkomandi Leiðtogar flokkanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.