Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 19
Minningar 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2010 ✝ Ólafur Steinssonfæddist á Þing- eyri við Dýrafjörð 1. maí 1917. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 24. mars sl. Foreldrar hans voru hjónin Steinn G. Ólafsson bak- arameistari á Þing- eyri, f. 18. okt. 1876, d. 4. mars 1954 og Jó- hanna Guðmunds- dóttir húsmóðir, f. 28. nóv. 1886, d. 3. okt. 1963. Systkini Ólafs voru; 1) Kristín, f. 1900, d. 1943, samfeðra. 2) Gunnhildur, f. 1909, d. 1941. 3) Höskuldur, f. 1912, d. 1968. 4) Guðríður Andrésdóttir uppeld- issystir, f. 1924, d. 1989. Ólafur kvæntist Unni Þórðar- dóttur 10. apríl 1943. Hún fæddist á Bjarnastöðum í Ölfusi 15. apríl 1922 og lést 7. mars 2006. For- eldrar hennar voru hjónin Þórður J. Símonarson, f. 6. júlí 1891, d. 12. apríl 1980 og Ásta María Einars- dóttir, f. 11. júlí 1900, d. 28. maí 1981, á Bjarnastöðum í Ölfusi. Börn Unnar og Ólafs eru: 1) Gunnhildur tækniteiknari, f. 17. okt. 1945, gift E. Agnari Árnasyni iðnfræðingi, f. 30. apríl 1942. Börn þeirra eru: a) Ólafur, f. 21. nóv. 1965, maki; Jóhanna Hjaltalín, f. 4. apríl 1968 (skilin). Börn þeirra eru Alda Karen og Ólafur Þór. b) Ragnheiður Ósk, f. 2. okt. 1967, gift Sverri Heimissyni, f. 22. apríl 1969. Synir þeirra eru Agnar Darri, Jökull Þorri og Hrannar c) Örvar, f. 4. júlí 1973, sambýlis- kona Linda Lyngtu, f. 10. jan. 1980. Dætur; Tiril Ósk og Íris Ösp. Dætur frá fyrri sambúð; Brynhildur Sól og El- ínborg Dís. 2) Jóhanna hjúkrunar- fr., f. 4. des. 1947, gift Pétri Sig- urðssyni efnaverkfr., f. 9. mars 1950. Synir: a) Helgi, f. 30. sept. 1972, kvæntur Guðnýju U. Jök- ulsdóttur, f. 13. maí 1969. Börn: Ágúst Benóný og Atli Stefán. b) Tryggvi, f. 6. feb. 1975, kvæntur Kristínu H. Guðmundsdóttur, f. 12. feb. 1976. Börn: Katrín Inga og Ólafur Kári. c) Þorkell, f. 9. jan. 1982. 3) Steinn G. kennari, f. 27. okt. 1952, kvæntur Guðrúnu S. Ei- ríksdóttur kennara, f. 14. mars 1953, Synir: a) Eiríkur, f. 29. apríl 1977, sambýliskona Margrét Gunn- arsdóttir, f. 4. júlí 1973. Börn; Garð- ar Guðmundsson og María Björk Guðmundsdóttir. b) Ólafur Steins- son, f. 19. maí 1980, maki Alda Rose Cartwright (skilin). 4) Símon bygg- ingam., f. 27. okt. 1952, kvæntur Kristrúnu Sigurðardóttur kennara, f. 12. júní 1953. Börn: a) Unnur, f. 1. jan. 1979, gift Páli Sigurjónssyni, f. 5. okt. 1977. Börn; Markús og Pet- rún Anna. b) Gísli, f. 12. maí 1983, sambýliskona Íris Dögg Sigurðar- dóttir, f. 18. maí 1984. Ólafur ólst upp á Þingeyri við Dýrafjörð. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Núpi 1935-37. Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi 1941-43. Hann kynntist Unni konu sinni þar. Þau stofnuðu garðyrkjustöðina Bröttuhlíð 4 í Hveragerði 1945. Ólafur gegndi trúnaðarstörfum í Hveragerði. Hann sat í hrepps- nefnd í 12 ár, þar af oddviti í 8 ár, var í skólanefnd, sóknarnefnd og var ötull við byggingu Hveragerð- iskirkju. Ólafur var m.a. stofnandi að Skógræktarfélagi Hveragerðis og Sjálfstæðisfélaginu Ingólfi, var í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Árnessýslu. Hann sat í stjórn Sölu- félags garðyrkjumanna. Síðustu af- skipti hans af félagsmálum voru í stjórn Félags eldri borgara í Hvera- gerði. Ólafur var félagi í Odd- fellow-stúkunni Skúla fógeta. Útför Ólafs verður gerð frá Graf- arvogskirkju 7. apríl nk. kl. 13. Sjaldan eða aldrei hef ég hitt jafn mikinn öðling og Ólaf Steinsson. Fyrstu kynni okkar voru fyrir um tæpum 40 árum, þegar ég hafði kynnst yngri dóttur hans. Alla tíð hefur ríkt gagnkvæmt traust á milli okkar. Við höfum þó ekki alltaf verið sammála. Ólafur var sannur sjálf- stæðismaður eins og þeir gerast best- ir. Sem sveitarstjórnarmaður og síð- ar oddviti bar hann hagsmuni Hveragerðis alltaf fyrir brjósti. Oft á kostnað garðyrkjustöðvarinnar sem hann rak á þessum tíma ásamt eig- inkonu sinni Unni Þórðardóttur. Ólafur og Unnur hlutu margar við- urkenningar fyrir fallegan garð og umönnun hans. Árið 2003 fengu þau viðurkenningu fyrir tré ársins. Ef allir sjálfstæðismenn hefðu haft sömu trú og traust á sjálfstæðisstefn- unni og Ólafur hafði þá væri betur komið fyrir landinu og þjóðinni en nú er. Ólafur fékk m.a. viðurkenningu frá sjálfstæðisfélögunum á Suður- landi fyrir vel unnin störf. Ólafur var Vestfirðingur fram í fingurgóma og var hreykinn af því. Við ræddum oft um forna tíma og þær breytingar sem orðið hafa á mannlífi og lífsgildum. Eftir því sem ég kom oftar í Bröttuhlíðina því meira lærðum við hvor á annan. Hann garðyrkjubóndi fram í fingur- góma en ég nýlega útskrifaður efna- fræðingur úr Háskóla Íslands. Ólafur var ungur látinn fara að vinna. Á Þingeyri var fátt annað að gera en að fara á sjóinn. En Ólafur varð sjóveikur og gafst upp á sjó- mennskunni. Faðir hans var í sókn- arnefnd Þingeyrarkirkju og lét hann Ólaf hugsa um blómin í kirkjugarð- inum. Þar fékk Ólafur áhugann á blómum og ræktun. Ólafur ætlaði síð- an í garðyrkjuskóla í Svíþjóð en seinni heimsstyrjöldin kom í veg fyrir það. Ólafur fór þá í Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi, annað árið sem þar var kennt, til að læra garðyrkju. Þar lágu saman leiðir hans og Unnar sem vann við garðyrkjuskólann. Ólafur var einn af brautryðjendum í ræktun rósa og fleiri blóma t.d. „strilitsíu“ hér á landi. Síðan fylgdu margir í fótspor hans en þá kom hann oft með enn nýjar tegundir. Eitt það sem mér er hvað minn- isstæðast er hversu barngóður Ólaf- ur var sem og Unnur, kona hans. Allt- af voru þau tilbúin að hlaupa undir bagga með barnapössun, óháð hversu mikið var að gera í garðyrkjunni og pólitíkinni. Margt fleira gott er unnt að segja um öðlinginn hann Ólaf en hér læt ég staðar numið og þakka honum inni- lega fyrir samfylgdina. Að lokum vil ég þakka öllu hinu góða starfsfólki á Eir hjúkrunar- heimili fyrir mjög góða umönnun. Pétur Sigurðsson. Öðlingurinn hann tengdapabbi er látinn. Hann var mjög ljúfur og skap- góður. Aldrei varð ég vör við að hann skipti skapi eða tæki sér ljót orð í munn um nokkurn mann. Hann var mjög duglegur og reyndi alveg fram á síðustu stundu að láta sem minnst hafa fyrir sér. Þegar við hittumst var margt rætt eins og gengur m. a. um æskuárin á Þingeyri en þangað hafði hann sterkar taugar. Þegar námi lauk hóf hann búskap í Hveragerði og fór að vinna við sitt fag. Það var gaman og þægilegt að vinna með honum í gróðurhúsunum og lóð- inni stóru, sem alltaf var eins og skrúð- garður. Aldrei voru barnabörnin fyrir hon- um þótt þau væru lítil og ekki farin að geta rétt hjálparhönd þegar unnið var t.d. í gróðurhúsunum. Það kom vel í ljós hvað hann gat unnið vel með ungu fólki þegar hann stýrði hópi unglinga við gerð útivistarsvæðisins við Reykja- foss í Hveragerði, þá kominn fast að sjötugu. Eftir að Ólafur flutti í Gullsmárann gafst oft betri tími til að sitja og ræða málin og þá talaði hann oft um árin sem hann var í sveitarstjórnarmálun- um í Hveragerði. Hveragerðiskirkja var honum einnig mjög kær, enda vann hann að uppbyggingu hennar. Fyrst í byggingarnefndinni og síðar í sóknarnefnd í mörg ár. Alltaf var tengdapabbi snyrtilega klæddur og flottur. Eitt sinn er hann og tengdamamma komu í heimsókn til okkar hjónanna í gamla húsið í Kiðja- bergi í Grímsnesi var hann í spariföt- um, enda sunnudagur og langt liðið á dag. Það var mjög gott veður þennan dag svo ég bauð honum að fá lánaðar vöðlur og veiðistöng svo hann gæti kannað hvort ekki biti á hjá honum í ánni. Þegar ég fór síðan að athuga með hann svolítið seinna var hann búinn að draga þennan fína lax á land. Það var mjög skemmtilegt að sjá hann þarna við ána í skyrtu og með bindi að ljúka við að blóðga fiskinn. Síðustu árin sín dvaldi hann á hjúkr- unarheimilinu Eir, þar sem honum leið mjög vel. Þá fannst honum oft mikil til- breyting í því að koma öðru hvoru með okkur í sumarbústaðinn í Kiðjabergi. Hann hafði mjög gaman af því að fylgj- ast með fólkinu á golfvellinum og alltaf þegar hann vaknaði á morgnana þá fór hann beint út að glugga til þess að at- huga hvort það væru ekki einhverjir að leika golf á 9. brautinni sem blasir við úr stofuglugganum. Hann hafði gaman af því að skreppa á púttvöllinn í Kiðjabergi og notuðum við oft tæki- færið og fórum í púttkeppni þegar fækkaði á vellinum á kvöldin. Það var eflaust skondin sjón að sjá til okkar þá, ég með hækju og hann með göngu- grind til þess að komast um flötina. En gleðin og keppnisskapið var til staðar hjá okkur báðum. Tengdapabbi var vanur að gefa smáfuglunum þegar hann bjó í Hveragerði. Hann átti erfitt með að hætti því eftir að hann flutti suður og var að stelast til þess öðru hvoru þeg- ar enginn sá til. Eftir bankahrunið ræddum við oft stjórnmálin, en hann tók það mjög nærri sér hvernig hans gamli flokkur hafði átt þátt í vandræðunum sem við erum í. En hann var staðfastur sem fyrr og sveik ekki sína menn á kjör- degi. Ég þakka þau yndislegu ár sem við áttum saman. Guðrún Sigríður Eiríksdóttir. Í dag kveðjum við afa í Hveragerði. Þennan hugljúfa, prúða og góðhjart- aða mann. Síðustu árin áttum við margar ljúfar stundir við eldhúsborð- ið í Geitlandinu þar sem afi sagði okk- ur frá skemmtilegum atvikum í lífi sínu. Þegar hann var strákur á Þing- eyri og þakið fauk af húsinu eða þegar hann var ungur maður að hefja sinn garðyrkjubóndaferil í Hveragerði. Ein sagan er okkur sérstaklega minnisstæð. Þegar hann og amma voru nýgift leigðu þau í húsi sem kall- að var Skrattabæli. Þegar von var á frumburðinum sagðist hann ekki hafa getað hugsað sér að barnið myndi fæðast í húsi sem kallað væri Skratta- bæli. Þau fóru því að litast um í þorp- inu og fundu lítið hús sem þeim þótti henta vel. Húsið kostaði sjötíu og fimm krónur en þau áttu bara fimm- tíu krónur. Nú voru góð ráð dýr, ekki voru nein húsnæðislán né bankalán auðfengin í þá daga. Afi skrifaði því sendibréf til móður sinnar á Þingeyri og sagði henni frá hugleiðingum sín- um. Ekki voru símar á hverju strái né tölvupóstur og því var bara að bíða og sjá til. Viti menn, með næsta sendi- bréfi frá Þingeyri kom falleg kveðja frá móður hans og tuttugu og fimm krónur í umslaginu. Það var auðséð, þegar afi sagði okkur þessa sögu, að mjög kært var á milli hans og móður hans, enda mun hún hafa verið sér- staklega ljúf kona. Þarna var lagður grunnur að heimili afa og ömmu til næstu sextíu ára. Þar áttu þau gott líf. Afi var mikill handverks- og lista- maður í sér og það lék allt í höndunum á honum, hvort sem það voru blóma- skreytingar, kökuskreytingar eða önnur listaverk. Hann kenndi okkur krökkunum að skrifa nafnið okkar með stæl, brjóta egg svo vel færi og ýmislegt fleira skemmtilegt, alltaf með sömu hógværðinni og gleðinni. Þessa eiginleika hans má glöggt sjá í niðjum hans og er því ljóst að hann Óli afi lifir í okkur áfram. Ragnheiður Ósk, Sverrir og synir. Ólafur Steinsson  Fleiri minningargreinar um Ólaf Steinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, EVA SNÆBJARNARDÓTTIR fyrrv. skólastjóri Tónlistarskólans á Sauðárkróki, lést mánudaginn 5. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Óli Björn Kárason, Margrét Sveinsdóttir, Andri Kárason, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Eva Björk Óladóttir, Kári Björn Ólason, Ása Dröfn Óladóttir, Daníel Guðjón Andrason. ✝ Elskulegur tengdasonur minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR ÁRNI BJARNASON, Smárahvammi 2, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 31. mars. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 9. apríl kl. 11.00. Guðríður Guðbrandsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Björg Sigurðardóttir, Júlíana Ósk Guðmundsdóttir, Ólafur Björn Heimisson, Guðmunda Gyða Guðmundsdóttir, Gylfi Bergmann Heimisson og barnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JAKOB SVAVAR BJARNASON, Miðtúni, Hvammstanga, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Hvamms- tanga, þriðjudaginn 30. mars. Ingvar Helgi Jakobsson, Kristín Einarsdóttir, Ingibjörg Halldóra Jakobsdóttir, Oddur C. G. Hjaltason, Ólafur Jakobsson, Geirlaug G. Björnsdóttir, Bjarni Viðar Jakobsson, Bergþóra Arnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SOFFÍA SIGURLAUG LÁRUSDÓTTIR, Hólabraut 25, Skagaströnd, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi miðviku- daginn 31. mars. Útför hennar fer fram frá Hólaneskirkju á Skaga- strönd fimmtudaginn 8. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjúkrasjóð Höfðakaupstaðar, s. 895 2690 / 862 3876. Guðmundur Jóhannesson, Lárus Ægir Guðmundsson, Helga J. Guðmundsdóttir, Eðvarð Hallgrímsson, Guðmundur Guðmundsson, Sigurlaug Magnúsdóttir, Ingibergur Guðmundsson, Signý Ósk Richter, Karl Guðmundsson, Lára Guðmundsdóttir, Gunnar Svanlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVERRIR LÁRUSSON, Gröf 2, Grundarfirði, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Fellaskjóli, Grundarfirði mánudaginn 5. apríl. Útförin fer fram frá Grundarfjarðarkirkju laugar- daginn 10. apríl kl. 14.00. Gerður Guðbjörnsdóttir, Jón Sverrisson, Sjöfn Sverrisdóttir, Sigurður Ólafur Þorvarðarson, Lárus Sverrisson, Kristín Halla Haraldsdóttir, Halldóra Sverrisdóttir, Eyleifur Jóhannesson, Gerður Guðmundsdóttir, Þorsteinn Bjarnason, Guðrún Hlíðkvist Bjarnadóttir, Þorgeir Már Reynisson, Hjördís Hlíðkvist Bjarnadóttir, Ingi Þór Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.