Morgunblaðið - 07.04.2010, Síða 20

Morgunblaðið - 07.04.2010, Síða 20
20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2010 ✝ Gerða Herberts-dóttir fæddist í Reykjavík 11. maí 1919. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 26. mars 2010. Foreldrar henn- ar voru Herbert Mac- kenzie Sigmundsson prentsmiðjustjóri, f. 20. júní 1883, d. 14. apríl 1931, og Ólafía Guðlaug Árnadóttir, húsmóðir, f. 24. mars 1890, d. 25. október 1981. Eftirlifandi systir Gerðu er Hebba Herbertsdóttir, f. 14. júlí 1931; maki hennar er Gunnar Zoëga, f. 7. mars 1923. Látin eru: 1) Haukur Herbertsson, f. 28. febrúar 1912, d. 13. apríl 1977; maki hans var Ása Ársælsdóttir, f. 22. janúar 1926, d. 9. maí 2008. 2) Hrefna Her- bertsdóttir, f. 2. júní 1913, d. 21. júlí 1999; maki hennar var Árni Mathie- sen Jónsson, f. 9. október 1909, d. 25. desember 1990. 3) Héðinn Her- bertsson, f. 25. ágúst 1914, d. 4. jan- úar 1917. 4) Hákon Herbertsson, f. 14. október 1915, d. 6. apríl 1954. 5) Geir Herbertsson, f. 5. mars 1917, d. 17. janúar 1988; maki hans var Mál- fríður Guðmundsdóttir, f. 21. mars 1923, d. 28. febrúar 1986. Gerða giftist 8. júní 1940 Haraldi Kristjánssyni kaupmanni, f. 23. jan- úar 1912, d. 16. ágúst 2004. For- eldrar hans voru Kristján Hansson trésmiður, f. 4. október 1876, d. 6. desember 1961, og Sigríður Frið- rikka Thomsen hús- móðir, f. 7. október 1878, d. 14. janúar 1965. Börn Gerðu og Haraldar eru: 1) Her- bert, f. 24. ágúst 1942; maki hans er Hallfríður Ragnheiðardóttir, f. 18. október 1942. Sonur þeirra er Jón Ingi, f. 29. ágúst 1963; maki hans er Laufey Elísabet Löve, f. 11. janúar 1965. Synir þeirra eru Þorri Jakob, f. 31. ágúst 2002, og Haraldur Karl, f. 13. desember 2004. 2) Sigríður, f. 10. apríl 1947; maki hennar er Gunnar Þór Ólafsson, f. 19. ágúst 1938. Börn þeirra eru: a) Gerða, f. 29. janúar 1968; maki henn- ar er Guðmundur Arnar Jónsson, f. 13. júlí 1966; börn þeirra eru Arna Rán, f. 5. janúar 1993, og Jón Gunn- ar, f. 5. apríl 1995. b) Lára Guðrún, f. 23. apríl 1980. Sonur Gunnars Þórs er Birgir Þór, f. 18. febrúar 1956; maki hans er Ásta Karen Rafnsdótt- ir, f. 3. janúar 1956. Börn þeirra eru: a) Gunnar Þór, f. 1. september 1975; maki hans er Anna Ósk Ómarsdóttir. Sonur þeirra er Birgir Alex, f. 12. september 2007. b) Íris Ósk, f. 6. júlí 1980. c) Tara Sif, f. 8. apríl 1992. Útför Gerðu verður gerð frá Dóm- kirkjunni í dag, 7. apríl 2010, og hefst athöfnin kl. 15. Mig langaði með örfáum orðum að minnast elsku ömmu minnar og um leið þakka fyrir allar samverustundir okkar. Þegar ég lít til baka þá eru margar góðar minningar sem koma upp í hugann. Ég eyddi mörgum stundum á Ásvallagötunni og fannst alltaf jafn skemmtilegt að heyra þeg- ar þú baðst mig að fara með eitthvað inn á „kontor“ eða út á „altan“. Ég á líka góðar minningar frá því þegar við sátum við píanóið hjá afa og sungum lög Sigfúsar Halldórssonar. Þú varst alla tíð lagin við að mála og eigum við fjölskyldan margar myndir eftir þig. Þær eru hver annarri fallegri og ómetanlegar minningar fyrir okkur. Mér þykir sérstaklega vænt um eina mynd, sem ég er með uppi á vegg í Boston. Haustið 2006 flutti ég til Boston í framhaldsnám og síðastliðin fjögur ár hefur alltaf verið jafn gott að koma heim og heimsækja ömmu. Það var alltaf gaman þegar mamma eða Gerða hringdu í mig af spítalanum til að við gætum spjallað saman. Það var alltaf gott í þér hljóð- ið, sama hvað bjátaði á. Það er oft erf- itt að vera svona langt í burtu, sér- staklega á tímum eins og þessum. Það er tómlegt að koma heim án þess að koma í heimsókn til þín. Elsku amma, við fjölskyldan eigum eftir að sakna þín sárt. Síðustu mán- uðir hafa verið mjög erfiðir vegna veikinda og því erum við þakklát fyrir að þú hafir loksins fengið langþráða hvíld. Núna ertu komin til afa eftir tæpan sex ára aðskilnað. Hann á eftir að taka vel á móti þér og kysstu hann frá okkur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hvíl í friði, elsku amma. Lára Guðrún. Elsku amma mín, mikið sakna ég þín. Ég veit að þér líður vel núna, búin að finna friðinn og hitta hann afa minn. Það mun verða mikið tómarúm núna þegar þú ert farin frá okkur. Ég ólst upp á Ásvallagötu í kjallaranum hjá þér og afa og hafði því þau forrétt- indi að vera alltaf nálægt ykkur og vita af ykkur uppi. Það þurfti ekki nema eitt blístur niður, þá var ég komin upp, forvitin hvað væri nú að borða hjá ömmu. Svo ekki sé nú talað um að geta hlaupið á milli hæða og valið sér eitthvert góðgæti, t.d. grá- fíkjuköku hjá Hebba frænda á efri hæðinni. Ég og Nonni frændi lékum okkur oft við að byggja virki úr borð- stofuhúsgögnunum, fórum í lát- bragðsleiki, afi var rosa góður í þeim. Þrátt fyrir að hafa flutt þegar ég var 10 ára sótti ég alltaf til þín og vildi gista og vera hjá ykkur, ég var svo mikil ömmustelpa. Mér fannst alltaf gaman að vera með ykkur í búðinni og fá bita af síríussúkkulaði. Ég man vel eftir því að fara með þér niður í tóbak, eins og það var kallað, taka strætó niður í ÁTVR, ná í pakkann og taka leigubíl heim. Þetta var alltaf spenn- andi, ég man ennþá eftir lyktinni þar inni. Ég átti margar góðar stundir í búð- inni með þér og afa. Held að ég hafi fengið smá af genum ykkar varðandi búðarafgreiðslu. Við áttum margar góðar og frá- bærar stundir og vorum mjög nánar og góðar vinkonur. Við fórum nokkr- um sinnum saman til útlanda, þetta voru góðar ferðir og dýrmætar minn- ingar. Elsku amma, þú varst alltaf svo kát og hress og alltaf til í allt, fara á kaffi- hús, Kringluna, koma í heimsókn heim til okkar fjölskyldunnar eða jafnvel upp í Álafoss. Amma mín, ég vil þakka þér fyrir allt sem við áttum saman í gegnum árin. Ég mun geyma minningu þína djúpt í hjarta mínu. Megi góður guð varðveita þig og minningu þína. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson) Þín Gerða. Það er ljúfsárt að kveðja að loknu lífshlaupi sem var bæði langt og vel lifað. Amma var einstaklega glaðlynd og Gerða Herbertsdóttir Til minningar um hefur Rauða krossi Íslands verið færð gjöf. Með innilegri samúð Sendið samúðarkveðju í minningu um kærkominn vin og/eða ættingja. Hringið í síma 5704000 eða farið á raudikrossinn.is MINNINGARKORT RAUÐA KROSS ÍSLANDS ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN HARALDUR ÓLAFS snikkari, Melteig 19, Garði, áður Aðalgötu 34, Suðureyri, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigurður Jóhann Ólafs, Kristinn Karl Ólafs, Sigurjóna Sigurbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Hvammstanga, lést á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn 1. apríl. Útför hennar fer fram frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 13. apríl kl. 13.00. Kolbrún Ingólfsdóttir, Guðmundur Ingólfsson og aðrir aðstandendur. ✝ Okkar ástkæri ADOLPH BERGSSON, Jörundarholti 196, Akranesi, andaðist á heimili sínu laugardaginn 3. apríl. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 13. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á reikning til styrktar börnum hans, kt. 250270-4379, banki 0552-14-401100. Helga Björg Helgadóttir, Rakel Adolphsdóttir, Andri Egilsson, Andri Adolphsson, Auður María Adolphsdóttir, Alexandra Líf Adolphsdóttir, Hildigunnur Gestsdóttir, Bergur Adolphsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Helgi Björgvinsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN BJARNASON, Miðtúni 16, Tálknafirði, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 1. apríl. Útför verður frá Tálknafjarðarkirkju laugardaginn 10. apríl kl. 14.00. Þeir sem vilja minnast hans láti líknarstofnanir njóta þess. Ása Jónsdóttir, Viðar Jónsson, Kristrún Jónsdóttir, Gunnlaugur Björn Jónsson, Ólafur Jónsson, Jón Ingi Jónsson, Gerður Rán Freysdóttir, Bjarni Jónsson, Bjarnveig Guðbrandsdóttir, Hugi Jónsson, Ýr Árnadóttir Poulsen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÁRNI THEÓDÓRSSON, Brennistöðum, Flókadal, lést á Sjúkrahúsi Akraness á páskadagsmorgun. Útförin fer fram frá Reykholtskirkju föstudaginn 9. apríl kl. 14.00. Vigdís Sigvaldadóttir, Steindór R. Theódórsson, Brynja Bjarnadóttir, Bjarni Árnason, Emelía Sigurðardóttir, Sigvaldi Árnason, Steinunn Árnadóttir, Þóra Árnadóttir, Hafsteinn Örn Þórisson, Kristín Birgisdóttir, Heiðar Sigurðsson, Sigurbjörn Birgisson, Helga Sigurðardóttir, Guðgeir Eyjólfsson, Kristín I. Geirsdóttir, Kjartan Örn Einarsson, afa- og langafabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, systir, stjúpmóðir, tengda- móðir, amma, langamma og langalangamma, VALGERÐUR JÓHANNESDÓTTIR, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut laugardaginn 3. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Helgi G. Vilhjálmsson, Halldóra Hermannsdóttir, Friðrik Ágúst Helgason, Margrét Guðmundsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Okkar ástkæri GUNNAR BENEDIKT WEISSHAPPEL, Humlebo 8, Vallensbæk Strand, Danmörku, lést af slysförum fimmtudaginn 18. mars. Útförin fer fram í dag, miðvikudaginn 7. apríl, í Danmörku að ósk hins látna. Helga Friðriksdóttir, Líney Weisshappel, Guðmundur Arnljótsson, Soffía H. Weisshappel, Jón Ingi Ingimundarson, Eysteinn Hreinsson, Freyja Þorgeirsdóttir, Jón Högni Hreinsson, Elísabet Weisshappel, Örn Baldursson, Friðrik Örn Weisshappel, Ragnhildur Stefánsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.