Morgunblaðið - 07.04.2010, Side 21

Morgunblaðið - 07.04.2010, Side 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2010 jákvæð kona. Hún tók manni alltaf fagnandi og hafði svo gaman af því að setjast yfir kaffibolla og spjalla. Hún sagði margar skemmtilegar sögur úr Reykjavík frá því þegar hún var stelpa að alast upp í miðbænum og af fólki sem hún hafði kynnst í gegnum árin. Hún var mikil félagsvera og naut sín þegar fjölskyldan kom sam- an og í góðra vina hópi. Seinni árin veit ég að hún hafði óskaplega gaman af að spila bridge við nágranna sína á Lindargötunni. Henni leið alltaf vel innan um annað fólk. Ég var mikið hjá ömmu og afa á Ásvallagötunni þegar ég var yngri, enda áttum við fjölskyldan heima í húsinu þeirra, bæði í kjallaranum og svo á efri hæðinni, þar til ég varð sex ára. Í minningunni er æskan á Ás- vallagötunni sveipuð ljóma. Það var svo óskaplega gott að alast þar upp og forréttindi að fá vera í svona nánu sambandi við ömmu og afa. Við Gerða frænka drukkum gjarnan morgun- kaffi með þeim uppi í rúmi um helgar og byggðum okkur svo hús úr borð- stofustólunum. Þetta var notalegt og gott líf og okkur leið alltaf vel í návist ömmu. Hún var svo örlát, hlý og góð. Það var alltaf mikið líf í kringum ömmu. Hún vann við hlið afa og Pét- urs bróður hans í búðinni sem þeir ráku og hafði mjög gaman af sam- skiptunum við viðskiptavinina í hverf- inu. Það var alltaf hlýlegur andi í búð- inni og mér þótti gaman að sitja ofan á kókkistunni, sötra malt og fylgjast með spjallinu og því sem fram fór. Þegar ég lít til baka er ég ákaflega þakklátur fyrir það skjól sem ég átti hjá ömmu og afa. Eftir að ég flutti með foreldrum mínum til New York naut ég þess að fá að vera hjá þeim á sumrin og á háskólaárunum flutti ég svo í kjallaraíbúðina hjá afa og ömmu. Það má því með sanni segja að Ás- vallagatan hafi verið miðpunkturinn í tilverunni langt fram eftir aldri. Seinni árin, eftir að ég flutti aftur út með eigin fjölskyldu og langur tími leið milli heimsókna, var alltaf jafn notalegt og hlýlegt að koma aftur til ömmu. Það var alltaf eins og maður hefði séð hana síðast daginn áður. Hún hafði lag á að láta öðrum líða vel í návist sinni. Ég kveð ömmu með þakklæti – fyr- ir hlýjuna, örlætið og stuðninginn sem ég naut alla tíð. Jón Ingi Herbertsson. Það er erfitt að setjast niður og rita nokkur orð um konu sem mér finnst ég hafa kynnst fyrir svo stuttu. Það eru nú samt liðin 27 ár síðan hún nafna þín dró mig í heimsókn til ömmu og afa á Ásvallagötunni og kynnti mig fyrir ykkur. Til ykkar var alltaf gott að koma og tengsl ykkar og Gerðu dótturdóttur ykkar alveg ómetanleg. Það skjótast í gegnum huga minn ótal minningar sem erfitt er að koma á blað, minningar um duglega og dríf- andi konu sem var alltaf til í allt, skreppa í bíltúr, í kaffi og jafnvel ut- an. Þessi fáu skipti sem Gerða yngri skildi mig eftir heima með börnin og fór utan varst þú alltaf boðin og búin að bjóða okkur út í mat eða kaffihús svo okkur leiddist ekki. Síðan má ekki gleyma öllum myndunum sem þú málaðir og við höfum uppi á vegg hjá okkur, manni þykir alveg ótrúlega vænt um þessar myndir og nú vekja þær skemmtilegar minningar um konuna sem oftast af lítillæti sínu fannst þær bara ágætar en fjölskyld- unni finnst þær frábærar. Krakkarnir sakna þín sárt en vita að þú hefur það gott hjá afa Halla, Örnu Rán þykir óskaplega vænt um að hafa heimsótt þig kvöldið áður en þú kvaddir og Jón Gunnar á eftir að sakna þess að fá ekki að vera herra- maðurinn þinn og fylgja þér upp í íbúð eftir bíltúrana okkar. Þeim þótti svo vænt um þig. Amma Gerða, við kveðjum þig með söknuð í hjarta en vitum að þú hefur öðlast frið, friðinn sem þú hafðir talað um eftir að heilsunni fór að hraka. Þú knúsar afa Halla frá okkur öllum, Guð geymi þig. Guðmundur Arnar, Arna Rán og Jón Gunnar.  Fleiri minningargreinar um Gerðu Herbertsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, AGNAR URBAN, Heiðarvegi 4, Selfossi, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 31. mars. Útför hans fer fram frá Hveragerðiskirkju föstu- daginn 9. apríl kl. 13.00. Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir, Agnar Þór Agnarsson, Karolína Ómarsdóttir, Guðlaugur Stefánsson, Auður Inga Ólafsdóttir, Hrönn Þorsteins, Magnús Haukur Hannesson, Friðrika J. Sigurgeirsdóttir, Þorvaldur Guðmundsson og barnabörn. ✝ Okkar ástkæri JÓN TRAUSTI HARALDSSON frá Vestmannaeyjum, varð bráðkvaddur á heimili sínu miðvikudaginn 31. mars. Útförin verður auglýst síðar. Guðmundur Heinrich Jónsson, Sindri Jónsson, Haraldur Trausti Jónsson, Valborg Júlíusdóttir, Þóranna Haraldsdóttir, Hermann Haraldsson, Haraldur Haraldsson, Edda Tegeder. ✝ Hjartkær bróðir okkar og mágur, ARNGRÍMUR INDRIÐI ERLENDSSON, Klettahrauni 17, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkju Hafnarfjarðar í dag, miðvikudaginn 7. apríl kl. 15.00. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Landssamtökin Þroskahjálp. Sigurfljóð Erlendsdóttir, Anna G. Erlendsdóttir, Kristján J. Ásgeirsson, Davíð V. Erlendsson, Vignir Erlendsson, Inga A. Guðjónsdóttir, Steinar R. Erlendsson, Dagrún E. Ólafsdóttir, Erla M. Erlendsdóttir, Ólafur Ö. Gunnarsson. ✝ Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HERBERT DALMANN KRISTJÁNSSON, Hörgatúni 19, Garðabæ, andaðist á heimili sínu mánudaginn 29. mars. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn 9. apríl kl. 13.00. Dagný Austan Vernharðsdóttir, Kolbrún Herbertsdóttir, Brynjar Þ. Emilsson, Sveinn Haukur Herbertsson, Anna María De Jesus, Egill Grétar Björnsson, Chairat Chaiyo, Karen Tara Steinþórsdóttir, Hinrik Sveinsson, Ívan Herbert Sveinsson og Kolbrún Camell Brekmann. ✝ Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, JÓRUNN EYJÓLFSDÓTTIR, dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, andaðist sunnudaginn 4. apríl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta Barnaspítala Hringsins njóta þess. Eyjólfur Jónsson, Arndís Jónsdóttir, Gunnar Jónsson, Erla Sigtryggsdóttir og fjölskyldur. ✝ Elskulegur sonur minn, HAFSTEINN MAGNÚSSON, áður til heimilis að Sólheimum, Grímsnesi, lést á hjúkrunarheimilinu Sundabúð Vopnafirði miðvikudaginn 24. mars. Jarðsungið var frá Raufarhafnarkirkju þriðjudaginn 30. mars. Færi starfsfólki Sundabúðar sérstakar þakkir fyrir góða umönnun og hlýju. Ása Ottesen. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, SVEINN FILIPPUSSON, Lindargötu 20b, Siglufirði, lést á heimili sínu aðfaranótt föstudagsins 2. apríl. Jarðarför verður auglýst síðar. Steinunn Erla Marinósdóttir, Sigurrós Sveinsdóttir, Sverrir Gíslason, Kolbrún Sveinsdóttir, afabörn, langafabörn og systkini hins látna. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, YNGVI ÞORSTEINSSON frá Drangshlíðardal, áður til heimilis á Hellu, síðast Hvassaleiti 6, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 2. apríl. Guðlaug Sæmundsdóttir, Guðlaug Yngvadóttir, Steinar Gíslason, Þorbjörg Yngvadóttir, Davíð Sigurðsson, Elín Yngvadóttir, Guðrún S. Helgadóttir og afastrákar. ✝ Móðir okkar, INGIBJÖRG S. HJÖRLEIFSDÓTTIR frá Sólvöllum, Önundarfirði, lést á öldrunardeild Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði að morgni annars í páskum. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd sona hinnar látnu, Steinþór Tryggvason. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BIRNA R. ÞORBJÖRNSDÓTTIR frá Sporði, Hvammstangabraut 20, Hvammstanga, verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju föstudaginn 9. apríl kl. 15.00. Ágúst Jóhannsson, Þorbjörn Ágústsson, Oddný Jósefsdóttir, Jóhanna Sigurða Ágústsdóttir, Guðmundur Vilhelmsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR frá Auðunarstöðum, sem lést á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga laugardaginn 27. mars, verður jarðsungin frá Víðidalstungukirkju mánudaginn 12. apríl kl. 14.00. Kristín Jóhannesdóttir, Margrét Jóhannesdóttir, Guðmundur Gíslason, Guðmundur Jóhannesson, Kristín Björk Guðmundsdóttir, Ólöf Jóhannesdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.