Morgunblaðið - 07.04.2010, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 07.04.2010, Qupperneq 27
Menning 27FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2010 Á MORGUN, fimmtudag, opn- ar Elsa Björg Magnúsdóttir sýningu í Skotinu í Ljós- myndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, sem hún kall- ar Trega. Í kynningu á sýning- unni segir að sýning sé þrjú heildstæð verk, tregablandin portrett sem tjái missi. „Í við- fangsefni sínu leitast Elsa við að tjá tregann sem hún upplifir í gegnum móður sína með því að varpa honum fram með myndum sem hún kall- ar Sorgarportrett.“ Elsa er heimspekingur að mennt og útskrifaðist með mastersgráðu í fagurfræði og siðfræði frá King’s College í London árið 2007. Myndlist Tregi Elsu Bjargar Magnúsdóttur Eitt verka Elsu Bjargar. SKÁLDSAGAN Gauragangur eftir Ólaf Hauk Símonarson um fjörkálfinn Orm Óðinsson hefur verið endurútgefin í kilju. Bókin kom fyrst út árið 1988 og naut þá strax mikillar hylli og hefur verið þýdd á þrjú tungumál. Í bókinni segir frá Ormi Óðinssyni sem er 16 ára og rétt að klára grunnskólann. Hann er snillingur að eigin mati og töffari en það þýðir ekki endilega að allt hans líf sé í góðum gír. Ólafur Haukur Símonarson hefur skrifað skáld- sögur, smásögur, ljóð og söngtexta og leikrit. Samnefnt leikrit Ólafs Hauks er nú sýnt í Borg- arleikhúsinu. Bókmenntir Gauragangur Ólafs Hauks í kilju Kápa kiljuútgáfu Gauragangs. ALICE Olivia Clarke er gestur í handverkskaffi aprílmánaðar í Gerðubergi og í kvöld opnar hún sýningu á mósaíkverkum í kaffihúsinu, segir frá lista- mannsferli sínum og sýnir myndbönd frá vinnslu stærri verka auk þess sem hún verður með sýnishorn af efni og verk- færum á staðnum. Sýninguna kallar Alice Brautir, en hún er opin á opnunartíma kaffihúss- ins, virka daga kl. 10-16 og um helgar kl. 13-16, og stendur til 1. september. Alice Olivia Clarke hefur búið og starfað á Íslandi frá árinu 1993. Hún rek- ur vinnustofu í Hafnarfirði þar sem hún vinnur að list sinni og heldur námskeið. Myndlist Mósaík í hand- verkskaffi Alice Olivia Clarke ..en þeir sterku eru ekkert endilega þeir sem eru stærstir eða grimmastir. 30 » Í GÆR hófst sýning í Galleríi Fold á verki eftir nýsjálenska listamann- inn Shannon Novak, en verkið er hluti af sýningunni Sound Frag- ments, eða hljóðbrot, sem hefst samtímis um allan heim. Fyrsti áfangi sýningarinnar hófst í Sanderson Contemporary Art galleríinu í Auckland 11. mars sl., annar áfanginn var settur upp á landsvísu í Nýja-Sjálandi 21. mars, en í þriðja og síðasta áfanga sýn- ingarinnar eru verk Novaks sett upp í galleríum víða um heim, m.a. í Belgíu, Nígeríu, Ítalíu, Bretlandi, Bandaríkjunum, Dubai, Ástralíu og Íslandi. Sýningunni lýkur í öllum galleríunum 2. maí og söluágóði listaverkanna rennur til góðgerða- mála í hverju landi. Í Sound Fragments kannar Shan- non Novak samhengið á milli lita, hljóðs og tilfinninga í strangflatar- abstraktmálverki. Frekari upplýs- ingar um verkefnið er að finna á vefsetri þess, sites.google.com/ site/soundfragments/. Abstrakt Verk Shannons Novaks sem sýnt verður í Galleríi Fold. Hljóðbrot um heim allan Verk eftir nýsjálensk- an listamann í Fold Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is MAGNÚS Sig- urðarson opnar einkasyningu sem hann kýs að kalla The Fall of The Pedestial Senti- ence – Last stand of the Fabulous, Terrific and Su- per í Dorsch- galleríinu í Miami næstkomandi föstudag. Undanfarin fimm ár hefur Magnús verið búsettur þar í borg, en þó komið reglulega hingað til lands og tekið þátt í sýningum eða sýnt einn, en verkið sem hann hyggst sýna í Miami er einmitt byggt á áþekku verki sem hann sýndi í Nýlistasafninu fyrir fimm árum. Magnús segir að Miami sé sér- kennileg borg og þá meðal annars fyrir það að hún sé landslagslaus staður, eins og hann orðar það. „Landslagið er þó í veðrinu, það er mikill karakter í því, annars vegar blár himinn og hins vegar regntím- inn. Íslendingurinn í mér finnur huggun í veðrinu, sérstaklega þegar hann blæs hressilega.“ Undanfarin ár hefur Magnús búið vestanhafs að miklu leyti, lærði í New Jersey og þjó þar í þrjú ár og síðan önnur þrjú í New York, áður en hann fluttist til Íslands um stund, en svo aftur út. „Það má segja að nú standi önnur tilraun mín til að verða Amríkani, en það mistekst alltaf, það er svo sterkt í manni Íslendingsgenið að það er von- laust að breyta því, þetta er verkefni sem mun alltaf mistakast og snýst í raun meira um leiðina en áfangastað- inn.“ Eins og Magnús lýsir því þá er mikil gróska í myndlist í Miami, mikil grasrót; þangað liggi straumur ungra myndlistarmanna frá Suður-Ameríku og ástríðulist þeirra rekist síðan á norðurhjarakonsept þegar til Miami er komið. „Ég stend svo akkúrat í miðjunni, er áhorfandi að þessu og ekki mikill þátttakandi. Þetta er einmanaleg staða, en sú sem ég finn mig best í,“ segir Magnús og bætir við að sér hafi verið vel tekið í Miami og þannig hafi birst mikil grein um hann og verk hans í Artpulse, helsta listatímariti borgarinnar, fyrir stuttu. Magnús Sigurðarson sýnir á Miami Landslag Í takt við spjallið við Magnús um landslag og veður birtist hér mynd af innsetningunni Contained Archipelago, eða Stormar í stöplum. Í HNOTSKURN » Magnús Sigurðarson nammyndlist í Myndlista- og handíðaskólanum, í Flórens og New Jersey. » Hann hefur tekið þátt ísamsýningum og haldið einkasýningar hér á landi og erlendis; í Bandaríkjunum, Kosta Ríka, Kína og Noregi. » Hann átti verk á samsýn-ingunni Lífróður í Hafn- arborg sl. haust. Stend akkúrat í miðjunni Magnús Sigurðarson FINNSKU tónlistarmennirnir Matti Kallio og Roope Aarnio eru nú staddir hér á landi að kynna breið- skífuna Kjós sem hljóðrituð var í Reynivallakirkju í Kjós í ágúst á síð- asta ári. Á plötunni, sem kynnt verð- ur á tónleikum í Norræna húsinu á morgun, fimmtudag, eru lög eftir þá félaga að því er Matti Kallio segir, en hann kallar hana þó þjóðlagatónlist. „Það má segja að það sé tvenns konar þjóðlagatónlist við lýði í Finn- landi, annars vegar tónlist sem bygg- ir á kanteleleik og mjög gamalli sagnakvæðahefð, en hinsvegar það sem kalla má skandinavíska þjóð- lagatónlist þar sem leikið er á harm- onikkur og fiðlur í fjörugum takti, tónlist til að dansa við,“ segir hann og bætir við að það megi líka greina írsk áhrif í tónlist þeirra ef vel sé að gáð. Matti segir að þeir félagar hafi val- ið Reynivallakirkju eftir að hann sat þar messu fyrir nokkrum árum. „Tengdafaðir minn býr í Kjósinni og ég fór með honum í messu í kirkjunni fyrir nokkru og féll fyrir henni og einstöku andrúmloftinu. Mig hafði lengi langað til að gera plötu með Roope, vini mínum og spilafélaga, og þá lá beint við að taka hana upp þar og þó kirkjan sé lítil þá passar hún vel fyrir okkur tvo,“ segir hann en þeir félagar halda einmitt tónleika í kirkjunni næstkomandi föstudag. Tónleikarnir í Norræna húsinu á morgun og í Kjósinni á föstudag eru þó ekki einu tónleikarnir sem þeir fé- lagar halda að þessu sinni, því þegar Matti er tekinn tali er hann staddur í Lindaskóla í Kópavogi ásamt félaga sínum að halda tónleika fyrir skóla- börn, en alls halda þeir tíu tónleika fyrir skólabörn í Kópavogi, sýna þeim hljóðfæri og kenna þeim nokk- ur orð í finnsku. Finnsk þjóðlagatónlist í Norræna húsinu og víðar Skandinavísk þjóðlaga- tónlist í fjörugum takti Morgunblaðið/Ernir Fjör Finnsku tónlistarmennirnir Matti Kallio og Roope Aarnio fara víða til að kynna nýja breiðskífu og spila meðal annars í Reynivallakirkju. Réttum þrem árum eftirfrumflutning hennar 2007var Hallgrímspassía Sig-urðar Sævarssonar end- urflutt á föstudaginn langa af sama hljómlistarfólki, ef frá eru talin hlut- verk Jesú, Júdasar og Kaífasar. Þótt aðsóknin væri nú sýnu minni en þá, var túlkunin sízt lakari ef treysta má minni – þó það dugi tæplega til að staðfesta hugsanlegar breytingar af völdum endurskoðunar. Ekkert fékkst reyndar upp gefið um það í tónleikaskrá, enda í sanngirni sagt einkamál höfundar þangað til fræði- menn taka að gera feril hans upp, jafnvel þótt þykja mætti forvitnilegt viðfangsefni út af fyrir sig í virkri og lifandi menningarrannsóknarblaða- mennsku – væri hún á hinn bóginn til. Allt um það var sem sagt sízt að heyra að verkið hefði dofnað að ráði við endurheyrn, hversu mikið megi annars þakka aukinni reynslu túlk- enda. Þótt e.t.v. hefði mátt auka fjöl- breytni með hraðari andstæðum, viðameiri sönghlutverkum aukaper- sóna og ögn hreyfanlegri laglínum í yfirgnæfandi hlutverki Hallgríms passíuskálds, þá stóð verkið enn merkilega vel fyrir sínu sem líklega aðgengilegasta, innlifaðasta og tær- asta framlag a.m.k. þriggja tónhöf- unda til sama texta. Stóð jafnframt óhögguð eftir fyrri reynsla af heillandi dirfsku einfaldleikans og lát- lausum ferskleika. Aðgengilegt, inn- lifað og tært Kórtónleikar bbbbn Morgunblaðið/Einar Falur Dirfska Aðstandendur passíunnar. Hallgrímskirkja Sigurður Sævarsson: Hallgrímspassía. Jóhann Smári Sævarsson B (Hall- grímur), Benedikt Ingólfsson Bar. (Píl- atus), Hafsteinn Þórólfsson Bar. (Jé- sús), Guðrún Edda Gunnarsdóttir A, Guðmundur Vignir Karlsson T (Júdas) og Örn Arnarson T (Kaífas) ásamt Schola Cantorum og Caput hópnum. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Föstu- daginn 2. apríl kl. 17. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.