Morgunblaðið - 26.04.2010, Síða 9
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2010
UMHVERFISVOTTUÐ
PRENTSMIÐJA
Ómar Stefánsson kokkur
50 ilmandi matseðlar.
Oddi fyrir þig,
þegar hentar,
eins og þér
hentar.
Prentun
frá A til Ö.
Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is
Opið virka daga kl. 9-18 og lau. kl. 10-16
Laugavegi 20 - Sími 552 4320 - www.brynja.is - brynja@brynja.is
Póstkassar
margar gerðir
Bréfalúgur, dyrahamrar
og húsnúmer
www.birkiaska.is
Birkilauf- Betulic
Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi
líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra.
Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum,
dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).
Eftir Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
KERFISBUNDIN skekkja varð á
dómgreind stjórnenda bankanna,
almennings og stjórnmálamanna
við þær aðstæður sem ríktu á Ís-
landi fyrir árið 2008 . „Ég færi
rök fyrir því hvernig allir í sam-
félaginu, allt frá bankamönnum til
grunnskólakennara, vildu að ís-
lenskt efnahagslíf héldi áfram að
blómstra,“ segir Hulda Þóris-
dóttir, lektor í stjórnmálafræði, en
hún flytur í erindi í fundaröðinni
Uppgjör, ábyrgð og endurmat:
lærdómar af skýrslu rannsóknar-
nefndar Alþingis, sem haldin er á
vegum Háskóla Íslands og hleypt
verður af stokkunum í hádeginu í
dag.
Hjarðhegðunin
vandamál
Það var þessi vilji sem skerti
dómgreind fólks fyrir bankahrunið
að mati Huldu. Hjarðhegðun sé þó
einnig vandamál sem huga þurfi
að í fortíð og framtíð. „Það er sér-
stök stemning í
samfélaginu í
dag, sem er
skiljanlegt. Hún
er þó líka vara-
söm. Fólk má
ekki hafa aðra
skoðun en þá
ríkjandi, annars
er það úthrópað
fyrir það. Þann-
ig andrúmsloft er litlu og einsleitu
samfélagi eins og Íslandi hættu-
legt.“
Erindi Huldu ber yfirskriftina
„Efnahagshrunið sem afsprengi
aðstæðna og fjötraðrar skynsemi“
og byggist á viðauka sem hún
skrifaði við siðferðishluta skýrslu
rannsóknarnefndarinnar. Fjallar
hann um aðdraganda og orsakir
hrunsins frá sjónarhóli kenninga
og rannsókna í félagslegri sál-
fræði.
Fyrirlestrar verða haldnir á
hverjum degi í þessari viku í stofu
132 í Öskju og eru þeir opnir öll-
um. Þá verða þeir teknir upp og
birtir á vef skólans. kjartan@mbl.is
Aðstæður skertu
dómgreind fólks
Lærdómar rannsóknarskýrslunnar
Hulda Þórisdóttir
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
UM 90 kílómetrar af hjólastígum
verða lagðir í Reykjavík næstu tíu
árin til viðbótar við þá tíu kílómetra
sem fyrir eru, samkvæmt nýrri hjól-
reiðaáætlun sem samþykkt hefur
verið í borgarstjórn. Þá tekur áætl-
unin einnig til þess hvernig hægt er
að stuðla að auknum hjólreiðum í
borginni með fræðslu og kynningu.
Að sögn Pálma Freys Randvers-
sonar, sérfræðings í samgöngu-
málum á umhverfis- og samgöngu-
sviði borgarinnar, gengur áætlunin
út á að útbúa alvöruhjólastígakerfi í
borginni en ýmsar útfærslur verða á
því hvers konar stígar verða lagðir.
Horfa m.a. til Danmerkur
„Við höfum gert alls kyns til-
raunir í stígagerð undanfarin ár, s.s.
að leggja stígabúta meðfram umferð
á Laugaveginum og í Lönguhlíðinni.
Sums staðar höfum við sett upp svo-
kallaða hjólavísa sem vekja athygli
bílstjóra á því hvar líklegt er að hjól-
andi vegfarendur séu á ferðinni á
götunum, og víða er pláss til að mála
hjólreiðarönd meðfram umferðar-
götunum.
Við ætlum líka að vinna áfram
með þá stíga sem fyrir eru og að-
skilja þar umferð gangandi og hjól-
andi vegfarenda með því að leggja
sérstaka stíga við hliðina á þeim
sem fyrir eru.
Svo verður líka farið út í lausnir á
borð við þær sem eru nýttar í Dan-
mörku þar sem alvöruhjólastígar
eru lagðir meðfram götunum. Það
fer einfaldlega eftir aðstæðum
hvaða leið verður valin hverju
sinni.“
Pálmi segir áætlunina, sem gildir
til ársins 2020, kosta töluvert. „Það
á að leggja tíu kílómetra á ári og
peningunum verður þá forgangs-
raðað í það en kostnaðurinn verður
svolítið breytilegur eftir því hvaða
lausn verður notuð hvar.“
Og tíminn til að ráðast í slíka
áætlun er núna, segir Pálmi. „Við
finnum fyrir mjög auknum áhuga og
heyrum reglulega í hjólreiða-
samtökum. Eins erum við með taln-
ingar sem sýna að hjólreiðafólki er
greinilega að fjölga í borginni, enda
hvetur allt til þess að fólk fari út að
hjóla, s.s. hækkandi bensínverð og
umhverfislegur sparnaður, fyrir ut-
an hvað þetta er góð líkamsrækt.“
Hjólastígakerfið í borginni
tífaldað næsta áratuginn
Í HNOTSKURN
»Gert er ráð fyrir hraðbrautfyrir hjól milli Laugardals
og miðborgar og brú yfir
Elliðaárósa fyrir gangandi og
hjólandi vegfarendur.
»Rætt er um brú yfir Breið-holtsbraut sem myndi
tengja Norðlingaholt við Árbæ.
»Ef 10% ökuferða færðustyfir á hjól spöruðust 50 þús-
und eknir km á götum borgar-
innar dag hvern.
»Átakið Hjólað í vinnunahefst 5. maí næstkomandi, í
áttunda sinn.
Breyting Hugmynd að því hvernig hjólastígar í Borgartúninu gætu litið út.
Hjólreiðaáætlun til ársins 2020 samþykkt í borgarstjórn
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
ALLS var 151 mál tilkynnt og skráð
hjá Rannsóknarnefnd sjóslysa á síð-
asta ári. Tvö banaslys urðu 2009, en
ekkert banaslys átti sér stað árið á
undan og segir Jón Arelíus Ingólfs-
son, forstöðumaður Rannsóknar-
nefndar sjóslysa, það líklega í fyrsta
skipti frá því að Íslendingar fóru að
hafa atvinnu af sjómennsku.
57 slys urðu þá á fólki á sjó í fyrra
og er það um 11% fækkun frá árinu á
undan og 28% undir meðaltali áranna
2000-2008. „Við hjá Rannsóknar-
nefnd sjóslysa höfum gert ýmsar til-
lögur í öryggisátt sem sendar hafa
verið Siglingastofnun til meðferðar,“
segir Jón Arelíus. Það sé þó ekki hvað
síst að þakka starfi Slysavarnaskóla
sjómanna að slysunum fari fækkandi
. „Síðan eru sjómenn í dag líka mun
meðvitaðri um slysahættuna en áð-
ur.“ Þá hafi minni starfsmannavelta á
fiskiskipum sitt að segja, enda skipti
miklu að hafa vant fólk um borð.
Mikill fjöldi þeirra sem skoða sjó-
slysaskýrslur og slysatilkynningar
sem birtar eru á vef Rannsóknar-
nefndar sjóslysa er til vitnis um að
sjómenn sýna þessum málefnum mik-
inn áhuga, en algengt er að 5.000-
6.000 heimsóknir mælist við eina
skýrslu. „Menn fylgjast með því hvað
er að gerast og draga lærdóm af ,“
segir Jón Arelíus. Áherslan sem
nefndin leggur á að hraða rannsókn
mála hefur líka sitt að segja.
Ekki tilkynnt um öll slys
Nefndinni er þó ekki tilkynnt um
öll slys og segir Jón Arelíus það mið-
ur. „Ef málið er sent Tryggingastofn-
un þá á að senda okkur það líka, jafn-
vel þó það sé ekki stórt.“
Rannsóknarnefndin vinni markvisst
að því að byggja upp tölfræði og þar
skipti litlu hlutirnir líka máli. „Þannig
getur til að mynda vaknað spurning
um það hvort við séum sátt við að
sama smáslysið eigi sér kannski
ítrekað stað, atvik sem annars hefði
kannski ekki verið vakin athygli á.“
Meira vakandi
fyrir slysahættu
Slysum á fólki á sjó fer fækkandi
Yfirlit um mál til RNS frá 2000 til 2009
Eðli mála 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 Meðaltal
2000-2008
Skip sekkur 10 6 4 7 16 7 4 6 8 8 8
Skip strandar 14 10 11 7 16 16 21 21 16 11 15
Árekstur 6 11 7 4 3 9 12 4 13 5 8
Eldur um borð 8 15 5 3 5 10 5 7 7 8 7
Leki að skipi 3 1 5 8 10 7 7 3 4 3 5
Slys á fólki 64 63 103 85 89 88 83 49 64 55 76
Banaslys 2 7 2 2 3 3 4 5 0 1 3
Banaslys við köfun 1 1
Önnur köfunaratvik 4 1 1 1
Skip dregin til hafnar 2 9 9 15 57 40 49 22
Annað 4 8 11 17 0 19 21 21 20 10 13
Skráð mál 116 121 149 136 151 168 172 171 172 151 157
FYRSTU kríurn-
ar sáust á laugar-
dag við Ósland
við Höfn á
Hornafirði. Að
sögn Brynjúlfs
Brynjólfssonar
fuglaáhugamanns
er ekki vitað hve
margir fuglar eru
komnir en mest
hafa um tíu sést saman á flugi. Að-
spurður segir hann flug farfuglanna
ekki truflast vegna öskunnar úr gos-
inu í Eyjafjallajökli sem hefur lamað
flugsamgöngur í Evrópu undanfarið.
„Þetta truflar nú fuglana lítið. Þeir
fljúga langt fyrir neðan öskuna.“
kjartan@mbl.is
Krían kom-
in á Höfn
Krían er mætt.