Morgunblaðið - 26.04.2010, Page 10

Morgunblaðið - 26.04.2010, Page 10
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2010 10 Daglegt líf Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband líðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja mælum • skiptum um • traust og fagleg þjónusta • 30 ára reynsla MEÐ TUDOR fæst í Sólningu Kópavogi, Njarðvík og Selfossi og Barðanum Skútuvogi Morgunblaðið/Kristín Ágústs Skapandi krakkar Það var 10. bekkur sem sigraði í Úlfur úlfur! Hér fínpússa þeir atriðið ásamt Evu Halldóru. Eftir Kristínu Ágústsdóttir kristin@na.is Nemendur í elstu bekkjumNesskóla eru skapandiog hugmyndaríkirkrakkar segir Katrín Halldóra Sigurðardóttir sem hefur boðið þeim til þátttöku í tilrauna- verkefni í leiklist. Verkefnið nefnist Úlfur úlfur! og er nokkurs konar hæfileikakeppni í skapandi sviðs- listum fyrir nemendur 7.-10.bekkjar á Norðfirði. Verkefnið mótaði Katrín Halldóra og bauð svo nemendum Nesskóla til samvinnu. „Með rausn- arlegum styrkjum frá góðum fyrir- tækum varð þetta mögulegt, en án styrkjanna hefði þetta aldrei orðið að veruleika“. Skapandi hópastarf gegn einelti Markmiðið er að vekja áhuga ungs fólks á skapandi verkefnavinnu og frumlegri hugsun, vinna gegn einelti og styrkja sjálfsmynd einstaklinga með öflugu hópastarfi og stuðla að listsköpun og menningarviðburðum í samfélaginu. Sviðslistir af öllu tagi Alls tóku um 90 nemendur þátt í verkefninu sem fólst í margvíslegri verkefna- og hugmyndavinnu tengdri sviðslistum hvers konar undir leið- sögn Katrínar Halldóru, Evu Hall- dóru Guðmundsdóttur og Odds Júl- íussonar í svokölluðum smiðjum sem haldnar voru í tvígang. Frumleg og skapandi leiklist, sviðslýsing, dans, ljósavinna, hljóðvinna, hárgreiðsla og förðun, tónlist og hvaðeina sem við- kemur sviðslist var viðfangsefni nem- endanna. Á milli þess sem nemendur fengu leiðsögn unnu þau sjálf að eigin sköpun. Mikið fjör var í þessum smiðjum og greinilegt að nemendur og leiðbeinendur náðu vel saman. 10. bekkur sigraði Verkefninu lauk sl.þriðjudagskvöld með Kveldúlfshátíðinni þar sem Skapandi og hug- myndaríkir krakkar Nemendum í 7.-10. bekk á Norðfirði bauðst að taka þátt í verkefninu Úlfur úlfur! sem er nokkurs konar hæfileikakeppni í skapandi sviðslistum. Níutíu nemendur tóku þátt og lauk verkefninu á Kveldúlfshátíðinni þangað sem öllum bæjarbúum var boðið og bekkirnir kepptu sín á milli um besta atriði. Leikfélagið Hugleikur sýnir nú nýtt ís- lenskt leikrit, sem nefnist Rokk, í hús- næði Hugleiks að Eyjarslóð 9. Rokk fjallar um tvær hljómsveitir sem deila með sér æfingahúsnæði. Eins og gefur að skilja koma upp ýmsir árekstrar og flækjur, og það setur óneitanlega strik í reikninginn að í annarri sveitinni eru eingöngu strákar, en hin er aðeins skipuð stelpum. Þar að auki koma við sögu eigandi húsnæðisins og dular- fullur fylgisveinn hennar. Tónlist leikur stórt hlutverk í sýningunni. Leikstjóri verksins er Þorgeir Tryggvason og höfundar eru: Ásta Gísladóttir, Júlía Hannam, Sigurður H. Pálsson og Þórarinn Stefánsson. Verkið var frumsýnt á föstudaginn og aðeins eru fimm sýningar á því svo það er um að gera að tryggja sér miða sem fyrst. Næsta sýning er á fimmtu- daginn og tvær eftir hann. Miða- pöntun fer fram á vef Hugleiks, www.hugleikur.is. Endilega.... Reuters Rokk Trujillo í Metalica er rokkari. ...reddaðu þér miða á Rokk REGLAN um 72 er mikilvæg, ofur- einföld þumalputtaregla til þess að reikna út hvernig peningar vinna og það tekur einungis um tvær mínútur að ná tökum á henni. Segja má að sá sem lánar pen- inga sé að leigja þá út. Vextir eru því nokkurs konar leigugjald sem lántakandi greiðir lánveitanda fyrir afnot af peningunum hans sem hann myndi að öðrum kosti nota í eitthvað annað. Þegar þú leigir út íbúð í þinni eigu færðu leigugjald; þegar þú lánar peninga (til dæmis með því að leggja þá inn á banka- reikning) færðu leigugjald fyrir í formi vaxta. „...Svo færðu vexti og vaxtavexti og vexti líka á þá,“ eins og segir í gamalli bankaauglýsingu. Albert Einstein ku hafa sagt að vaxtavextir væru „mikilvægasta stærðfræðiuppfinning allra tíma.“ Enda er undramáttur vaxtavaxta mikill. 10% vextir af 1.000 kr. eru 100 krónur á fyrsta tímabili útreikn- ings, eða samtals 1.100 kr. Næst eru reiknaðir 10% vextir af 1.100 kr. sem eru 110 kr. og þeir lagðir við höfuðstólinn, og svo koll af kolli. Upphæð sem ber 10% vexti er þannig rúm 7 ár að tvöfaldast. Reglan í hnotskurn: Til að reikna árafjöldann sem tek- ur upphæð að tvöfaldast skaltu deila 72 með vaxtaprósentunni: 72/vextir =árafjöldi til tvöföld- unar Dæmi: Yfirdráttarlán bera um 15% vexti: 72/15=4,8. Upphæð yf- irdráttarláns tvöfaldast á tæpum 5 árum sé hún ekki greidd niður. Líttu nú á hvað gerist í hvert sinn sem upphæð tvöfaldast: 1 kr. ... 2 kr. ... 4 kr. ... 8 kr. ... 16 kr. ... 32 kr. ... 64 kr. ... 128 kr. ... 256 kr. Þess vegna er svo mikilvægt að peningar sem þú átt tvöfaldist sem oftast og skuldir þína geri það sem sjaldnast. En hversu oft mun upp- hæð tvöfaldast á tilteknum tíma? Til að komast að því skaltu deila út- komunni í dæminu að ofan með ára- fjöldanum. Dæmi: Hversu oft tvöfaldast yf- irdráttarlán á 20 ára tímabili? 20/4,8=4,2 Yfirdráttarlán tvöfaldast rúmlega 4 sinnum á 20 ára tímabili sé það ekki greitt niður. 100.000 kr. yfirdráttarlán verður því rúmar 1.600.000 kr. Núna hefurðu lært undirstöðu- atriði reglunnar um 72. Nýttu þér hana til að láta fjárfestingu tvöfald- ast aðeins oftar yfir langan tíma og eftirlaunasjóðurinn gæti orðið marg- falt stærri. Hugsaðu líka um hversu hratt skuldir sem bera háa vexti vaxa. Það getur skipt sköpum við lántökur og fjárfestingu að gera sér grein fyrir tvöföldunartíma fjár. Breki Karlsson er forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi og vinnur að eflingu fjármálalæsis Íslendinga. Fjármálalæsi Hvernig vinna peningar? Gott er að nýtta sér regluna um 72 til að láta fjárfestingu tvöfaldast sem oftast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.