Morgunblaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 12
12 Viðskipti MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2010 Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is ÓJAFNVÆGI í alþjóðaviðskiptum og mikil skuldabyrði fullvalda ríkja voru meginstef vorfundar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Eins og fram kom á fundi Dominique Strauss- Khan, framkvæmdastjóra sjóðsins, um helgina hefur alþjóðahagkerfið rétt úr kútnum að undanförnu en hinsvegar eru efnahagshorfur ein- stakra ríkja mjög ólíkar. Umtals- verður slagkraftur er í hagkerfum nýmarkaðsríkja á borð við Kína, Brasilíu og Indland á meðan horf- urnar eru dekkri í þróuðustu hag- kerfum heims beggja vegna Atlants- ála. Skuldsetning hins opinbera í þróuðu hagkerfum er verulegt vandamál að mati sérfræðinga sjóðsins. Því er spáð að öllu óbreyttu að skuldir hins opinbera í þróuðu hagkerfunum verði að með- altali um 100% af landsframleiðslu árið 2014 og hafa slík hlutföll ekki sést síðan í seinni heimstyrjöldinni. Þetta skuldahlutfall var um 60% áð- ur en fjármálakreppan brast á og til þess að ná því aftur niður á næstu áratugum þurfa stjórnvöld að með- altali að skera niður útgjöld um 8% af landsframleiðslu fyrir árið 2020 og halda svo útgjöldunum óbreytt- um eftir það að mati sérfræðinga sjóðsins. Þrátt fyrir að ekki sé rætt um það í formlegum yfirlýsingum AGS blas- ir við að slíkur niðurskurður yrði sársaukafullur, ekki síst í þeim ríkj- um þar sem skuldavandi er yfir meðallagi og þar með nauðsynlegt að ganga enn lengra í aðhalds- aðgerðum. Gjaldeyrismál ekki rædd Hin hliðin á skuldavanda þróuðu ríkjanna er skipan mála á gjaldeyr- ismörkuðum. Sem kunnugt er hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum lagt hart að kínverskum stjórnvöldum að leyfa gengi júansins að styrkjast gegn Bandaríkjadal og öðrum helstu gjaldmiðlum. Væri slík gengisstyrk- ing liður í að auka eftirspurn Kín- verja eftir útflutningsvörum Vestur- landa og myndi það þar af leiðandi draga úr halla á milliríkjaviðskiptum þeirra síðarnefndu við Kína. Gjaldeyrismálin voru ekki rædd á fundi fjármálaráðherra sem sitja í fjárhagsnefnd AGS um helgina þrátt fyrir að mikilvægi þeirra um þessar mundir sé nánast óumdeilt. Eftir fundinn sagði Alistair Darling, fjár- málaráðherra Bretlands, við blaða- mann Financial Times að nafn kín- verska gjaldmiðilsins hefði ekki einu sinni verið nefnt á fundinum. Enn- fremur var haft eftir ráðherranum að þrátt fyrir að allir vissu að ójafn- vægið í viðskiptum þróaðra hag- kerfa og nýmarkaðshagkerfa væri brýnasta úrlausnarefnið í alþjóða- hagkerfinu hefði ekki verið rætt um hvernig breyting á gengi gjaldmiðla gæti stuðlað að auknu ójafnvægi. Misjafnar efnahagshorfur  Ójafnvægi og skuldavandi þjóða efst á baugi á vorfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington  Sársaukafullur niðurskurður óhjákvæmilegur hjá skuldsettum ríkjum um víða veröld REUTERS Á vakt Lögreglumenn á hjólum fyrir utan höfuðstöðvar Alþjóðabankans í Washington DC, þar sem vorfundur AGS fer fram. ÁLAG á skuldatryggingar Grikkja náði 610 stigum á föstudaginn, en ávöxtunarkrafa á grísk ríkisskulda- bréf náði nýjum hæðum og gengi þeirra þar með nýjum lægðum á fimmtudaginn. Krafa á 10 ára bréf fór þá í 8,33% og hefur ekki verið hærri síðan Grikkir gengu í myntbandalagið árið 2001. Þetta kom í kjölfar þess að Eurostat, hagstofa Evrópusambands- ins, tilkynnti að fjárlagahalli Grikkja á árinu 2009 hefði numið 13,6% af vergri landsframleiðslu, en ekki 12,9% eins og áður hafði verið gert ráð fyrir. George Papandreou Grikklands- forseti bað á föstudaginn um að 30 milljarða evra lánalínu Evrópusam- bandsins yrði sem fyrst kastað til Grikkja. Búist er við því að Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn leggi að auki til lánsfé upp á 10-15 milljarða evra, en nú standa yfir samningaviðræður Grikkja við nefnd frá Evrópuráðinu, Evrópubankanum og AGS um vaxta- kjör á lánum og lánalínum. Ýmsir fréttaskýrendur eru á þeirri skoðun að björgunarpakkinn komi til með að duga tiltölulega skammt, enda séu skuldir Grikkja yfir 400 milljarðar evra og þar af komi 50 milljarðar til greiðslu í ár. Þá sýna skoðanakannanir að tveir- þriðju þýsku þjóðarinnar eru á móti því að Grikkjum sé bjargað. ivarpall@mbl.is Grikkir nálgast bjargbrúnina  Skuldatryggingaálag aldrei hærra Reuters Grikkir Hið opinbera skuldar yfir 400 milljarða evra. BANDARÍSKI tölvurisinn Apple hyggst opna nýja verslun í Mið- London á næst- unni, en nú búa starfsmenn fyrir- tækisins sig und- ir að hefja sölu á iPad-spjaldtölv- unni í Bretlandi. Að því er fram kemur í frétt Daily Telegraph er fyrirtækið nú að ráða starfsfólk í verslunina, sem verður í hjarta Covent Garden - nánar til- tekið þar sem næturklúbburinn Rock Garden var áður. Hún verður opnuð innan örfárra mánaða. Búist er við því að nýja Apple- búðin muni velgja Apple-búðinni á Regent-stræti undir uggum í keppninni um arðsömustu verslun breska konungsveldisins, mælt á fermetra. Sú síðarnefnda halar inn 60 milljónir punda á ári, eða 2.000 pund á ferfet. Það er tvöfalt meira en tekjur Harrods á sama mæli- kvarða. Bretar búa sig undir iPad Apple Ný búð.–– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Þann 14.maí gefur Morgunblaðið út sérblað Ferðasumar 2010 ferðablað innanlands. Ferðablaðið mun veita upplýsingar um hvern landshluta fyrir sig. Ferðablaðið höfðar til allrar fjölskyldunnar, þannig að allir ættu að finna sér stað eða skemmtun við hæfi. MEÐAL EFNIS: Fjölskylduvænar uppákomur um land allt. Hátíðir í öllum landshlutum Gistimöguleikar. Ferðaþjónusta. Útivist og náttúra. Uppákomur. Skemmtun fyrir börnin. Sýningar. Gönguleiðir. Tjaldsvæði. Skemmtilegir atburðir. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, föstudaginn 7. maí. Ferðasumar 2010 ferðablað innanlands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.