Morgunblaðið - 26.04.2010, Page 28

Morgunblaðið - 26.04.2010, Page 28
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2010 Svalasta mynd ársins er komin! HHHHH „Fáránlega skemmtileg, fullkomlega uppbyggð og hrikaleg rússíbana- reið sem sparkar í staði sem aðrar myndir eiga erfitt með að teygja sig í“ - Empire – Chris Hewitt HHHHH “Þeir sem missa af þessari fremja glæp gegn sjálfum sér.” – Fbl.-Þ.Þ HHHHH – H.G. – Poppland Rás 2 Bráðske mmtileg gaman mynd í anda A merican Pie. SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKA / ÁLFABAKKA SHE'S OUT OF MY LEAGUE kl. 5.40-8-10:20 16 3D-DIGITAL AÐTEMJADREKANNSINN m. ísl. tali kl. 5:503D L OFURSTRÁKURINN kl. 5:50 VIP-LÚXUS AÐTEMJADREKANNSINN m. ísl. tali kl. 5:50 L KICK-ASS kl. 5:40-8 -10:30 14 3D-DIGITAL HOTTUBMACHINE kl. 8 - 10:30 12 KICK-ASS kl. 8-10:30 VIP-LÚXUS THE BLIND SIDE kl. 8 10 CLASH OF THE TITANS kl. 8-10:30 12 MENWHOSTAREATGOATS kl. 10:30 12 CLASH OF THE TITANS kl. 5:40 VIP-LÚXUS KICK-ASS kl. 5:50-8:10D -10:40D 14 OFURSTRÁKURINN m. ísl. tali kl. 6 L CLASH OF THE TITANS - 3D kl. 8:103D -10:303D 12 HOT TUB TIME MACHINE kl. 8:10-10:30 12 HOW TO TRAIN YOUR DRAGON - 3D m. ensku tali kl. 63D L / KRINGLUNNI Þegar tjaldið hefur veriðdregið frá sitja leikararniruppsviðs, gegnt okkur, íeins stólum og við sem sitjum í áhorfendasal Þjóðleikhúss- ins. Við horfum á þá og þeir á okk- ur; þjóðleikhúsið horfir á þjóð sína, þjóðin horfir á leikhúsið. Munum að leikhús er ekki hús heldur fólk. Og á sama hátt og leikhús er ekki hús heldur fólk þá er Íslands- klukkan ekki dramatík heldur epík, ekki leikrit heldur saga. Þetta veit Benedikt Erlingsson leikstjóri og því byrjar hann á því að fjarlægjast viðfangsefni sitt; fjarlægir okkur áhorfendur frá leikhúsi og leikara sína sömuleiðis frá hugmyndinni um algert leikhús. Þar sem leikararnir stara á okkur og við á leikarana yfir autt pláss, auða síðu, óskrifað blað, skynjar maður að þar á galdurinn að gerast. Þar á að skrifa leikrit upp úr bók. Þar á að leika sögu. Leikararnir stíga fram, gera sig klára fyrir allra augum – en af því að þetta er allt vel gert dofnar sag- an sem saga en leikritið vex og blekking leiklistarinnar tekur yfir. Ég fæ ekki annað séð en að leik- gerð Benedikts, sem leggur af stað úr því hlaði sem að framan er lýst, gangi fullkomlega upp. Mér finnst hún í raun frábær – minni að því sögðu á verulega tortryggni mína í garð slíks föndurs við skáldskap. Auðvitað má alltaf röfla yfir því að þetta eða hitt vanti, en hér verður það ekki gert – leikdómur fjallar um það sem er. Ekki hitt. Samsvörun Umgjörð alls þessa er skemmtileg; áður er getið leikhússætanna sem leikararnir sitja á í upphafi. Þeir stólar eru á ferli sýninguna í gegn eins og til að minna okkur á að hér sé verið að fást við eitthvað annað, í grunninn, en leikrit. Eitthvað sem leikararnir eru allt eins miklir áhorfendur að og við hin. Og af því að verkið hefur svo stórkostlega skírskotun til alls þess sem hefur verið og er að gerast í okkar sam- félagi þá fá þessir leikhúsbekkir í leikmyndinni enn meira vægi því þeir sýna okkur samsvörunina á milli samfélags Íslandsklukkunnar og samfélagsins okkar hér og nú: Þátttakendurnir í sýningunni, per- sónurnar í leikgerðinni, leikhúsið horfir á þessa samsvörun í sömu forundran og við hin. Úr samskonar sætum. Annar áberandi þáttur í umgjörð leiksins er ramminn. Sviðsramminn er tjaldaður rauðum dúk til að gefa okkur mynd af mynd; þjóðlífsmynd. Þegar leikurinn berst til Þingvalla birtist okkur klassískt Þingvalla- málverk í gylltum ramma uppsviðs, það hangir þar um stund. Annað svipað fær svo fjölbreyttara hlut- verk síðar. Kannski er verið að segja okkur að þessi þjóð þurfi stíf- ari ramma? Ég er ekki frá því. Enn annað sem setur svip á leik- mynd eru færanlegar hurðir í körm- um sem opna má hér og þar eftir þörfum. Þeir sem eiga erindi eru alltaf að koma að lokuðum dyrum – slíkir vorum við og erum, Íslend- ingar. Aðrar lausnir í leikmynd eru skemmtilegar og oft hlaðnar kímni; smáatriði s.s. segl sem afgreiða, snaggaralega, rápið á milli landa. Á öðrum stöðum má sjá raunsæisleg- ar myndir íburðar, t.d. þegar Gull- inkló fer á kostum undir lok leiks. Niðurstaða: frábær leikmynd hjá Finni Arnari Arnarssyni. Drungi og gleði Búningar Helgu Björnsson eru ágætir. Í þeim er nokkurt misræmi hvað varðar tíma og þannig verður heildarmyndin á stundum „skrítin“ en til þess er auðvitað leikurinn gerður. Með því að fara ekki inn í fullkomna períódu-búninga fær þessi hlið uppsetningarinnar sömu þungu skírskotunina til samtímans og annað í þessari sýningu. Helga fær stóran plús. Lýsingin er Halldórs Arnar Ósk- arssonar og Lárusar Björnssonar. Sýningin er mjög vel lýst – drungi og gleði, Þingvallabirtan jafnt sem götuljósin við Eyrarsund. Allt skilar þetta sér, svo og fínleg blæbrigði sem léku með textanum, t.d. í fyrstu senu Magnúsar í Bræðratungu og Snæfríðar eftir fyrra hlé. Ég er ekki fyllilega sáttur við tónlistina í sýningunni en þeir Ei- ríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson eru skrifaðir fyrir henni. Hún fer vel af stað en verður of yfirþyrmandi og beinlínis þreyt- andi þegar á líður; hún er of pláss- frek. Hún er t.d. of hátt leikin undir tali og nær of langt inn í senurnar þegar hún hefur verið notuð til að hefja þær. Leikstjóri hefði mátt tempra þetta allt til muna. Söngur Þórunnar Lárusdóttur er þó yndis- legur. Sönn mynd Ekki verður annað séð en að leik- stjórn Benedikts Erlingssonar gangi upp að langmestu leyti. Hann hefur auðvitað kafað djúpt í verkið, hafandi samið leikgerðina sjálfur. Þetta veldur því að hann færir okk- ur mjög heilsteypta og sanna mynd af framvindu þessarar sögu – best finnst mér honum takast upp í því að gera þessa sögu að línulegu æv- intýri aðgengilegu á leiksviði hverj- um þeim sem lifir við þá skömm að hafa ekki lesið Íslandsklukkuna. Þá styrkir leikstjórn Benedikts sú gáfa hans að greina samtíma sinn í gegn- um skáldskap – það þarf ekki að vera öllum gefið þó þeir stússi við bókmenntir alla sína tíð. Bók- menntalegur misskilningur og fá- viska er stórt lýti á leikhúsi sem fæst við bókmenntatexta – Bene- dikt verður seint sakaður um slíkt. Mikið rosalega held ég að Ingvari E. Sigurðssyni finnist gaman að leika Jón Hreggviðsson. Ingvar geislar af leikgleði þess sem skilur, líður og gleðst með í botn; þeim sem hann gengur með og gefur til fulln- ustu anda sinn og líkamlegt þrek; Jóni Hreggviðssyni. Ingvar er hættur að koma á óvart – en gerir það samt. Dýpt Snæfríður er mikið hlutverk og vandasamt. Lilja Nótt Þórarins- dóttir átti ögn erfitt uppdráttar í byrjun en sótti í sig veðrið og var góð heilt yfir. Samt saknaði ég meiri dýptar og ég get ekki sagt með góðri samvisku að hún hafi heillað mig með leik sínum. En Lilja Nótt er mikið efni og á bjarta framtíð. Björn Hlynur Haraldsson leikur Arnas Arnæus – Björn náði ágæt- lega að túlka ástríðufulla hand- ritasafnarann, veiklyndi hans og bresti. Þó fannst mér á stundum vanta meira skap í hann – t.d. þegar Kaupinhafn brennur í lokin. Dómkirkjupresturinn er í góðum höndum Jóns Páls Eyjólfssonar sem greinilega hefur unnið heima- vinnuna sína. Smávægilegt nostur við ytri takta sem skiluðu sér inn í skapgerð og innri mann klerksins gerðu það að verkum að dóm- kirkjuprestur Jóns Páls verður í minnum hafður. Sjaldan hefur alkóhólisma verið jafn vel lýst í heimsbókmenntunum og í gegnum Magnús í Bræðra- túngu. Þvílík eymd og þvílíkt fall. Tragikómískar hörmungar Magn- úsar lifna og deyja í snilldar- meðförum Björns Thors. Björn gerði meira en að fá salinn til að hlæja með hreint stórkostlegum leik og líkamsburðum – hann hefur kafað dýpra í persónusköpun sinni og hann var ekkert fyndinn sárs- aukinn sem Björn kom líka til skila; stundum með einu saman augnaráði hins bugaða manns. Björn leikur hér allan skalann – frábærlega. Arnar Jónsson er Eydalín lög- maður. Arnar er góður í þessu hlut- verki. Hann er styrkur þegar hann hvílir í valdi sínu og festu – slíkan mann höfum við oft séð Arnar túlka. En hann reis hæst þegar hann birtist sem sá sem ekki þekkir sinn vitjunartíma – þá mátti kann- ast við margt úr skýrslum samtím- ans – þá var umkomuleysið algjört og haldreipið trosnað stolt. Þá var Arnar bestur. Trúðslegt fasið Ilmur Kristjánsdóttir er ein besta leikkona vorra tíma. Hún fer létt með að leika sérvitringinn og skríti- mennið Jón Grindvicensis, hún hleður hann allskonar kækjum og kenjum svo salnum er skemmt. En á bak við trúðslegt fasið hefur Ilm- ur fundið einhverja taug í þessum karli sem henni þykir greinilega vænt um og það skilaði sér svo sannarlega. Stefán Hallur Stefánsson ætlar sér svipaða leið með Jón Marteins- son, fas hans er að sönnu skemmti- legt og fyndinn er hann í ósvífni sinni. En sá galli var á hjá Stefáni Halli að framsögn hans fór of mikið úr skorðum við að ljá þessum drykkfellda dóna sérkennilegan tal- anda. Þetta þarf Stefán strax að laga. Erlingur Gíslason sveik ekki – og ekki við því að búast – með endur- komu sinni á fjalir Þjóðleikhússins. Dásamlega flutti Erlingur prologus við byrjun sýningar og svo brá hann sér í tvö hlutverk; sem gamall mað- ur í Bláskógaheiði var hann sannur og hlýr og færði okkur speki. Þá var Erlingur kostulegur sem Jón Jónsson varðmaður á Þingvöllum. Þar mátti þjóðin á bekkjunum kannast við ýmislegt. Þá var ekki amalegt að sjá Herdísi Þorvalds- dóttur í hlutverki móður Jóns Hreggviðssonar – Herdís skilaði þessu hlutverki af alkunnri natni og með afdráttarlausa virðingu fyrir hlutverkinu skráða í hverja hreyf- ingu og hvert orð. Anna Kristín Arngrímsdóttir var Staðarkona í Skálholti, smátt hlut- verk en vel unnið – drýgindaleg „ég veit nú ýmislegt“-týpa, meðvituð um stöðu sína og styrk. Anna Krist- ín er alltaf góð. Ólafur Darri var fínn sem Sigurður Snorrason böðull en enn betri sem Gullinkló. Guðrún Gísladóttir dró upp skemmtilega mynd af konu Arnæusar og gerði afbrýðisemi hennar og ýmsum ágöllum ágæt skil. Kjartan Guð- jónsson var góður Von Úffelen, sena hans og Arnæusar við samn- ingaborðið var kostuleg. Leik- ararnir skiptu svo með sér öðrum smærri rullum og hljóðfæraslætti og söng með þeim Eiríki og Hjör- leifi – sem áður er getið. Hrun? Mikið hefur verið talað um hrun- bókmenntir og hrunleikrit og hrun þetta eða hitt á undanförnum mán- uðum. Margt af því er sjálfsagt ágætt en annað er drasl. Merkileg- ast er að hrunsaga þjóðarinnar, ris hennar, fall, brestir og brengluð sjálfsmynd hefur öll verið skjalfest áður. Það gerði Halldór Laxness í Íslandsklukku sinni. Þá bók hafa nú hantérað fyrir leiksvið Benedikt Erlingsson og allt hans fólk. Það er allt gert af smekkvísi og með prýði. Stundum spyrja menn um erindi eldri skáldskapar við samtíðina – hverja allir telja merkilegasta á sinni tíð – erindi þessarar leiksýn- ingar við okkur öll er ærið. Látum hana ekki koma að lokuðum dyrum leikmyndarinnar sem við búum í frá degi til dags. Enn og aftur okkar Íslands klukka Þjóðleikhúsið Íslandsklukkan, Halldór Laxness bbbbm Frumsýning 22. apríl 2010 á Stóra sviði Þjóðleikhússins Leikgerð: Benedikt Erlingsson Leikstjórn: Benedikt Erlingsson Leikmynd: Finnur Arnar Andrésson Búningar: Helga Björnsson Lýsing: Halldór Örn Óskarsson og Lárus Björnsson Tónlist: Eiríkur Stephensen og Hjörleif- ur Hjartarson GUÐMUNDUR S BRYNJÓLFSSON LEIKLIST Rosalegt „Mikið rosalega held ég að Ingvari E. Sigurðssyni finnist gaman að leika Jón Hreggviðsson,“ segir Guðmundur m.a. í ítarlegum dómi sínum um nýjustu uppsetninguna á Íslandsklukkunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.