Morgunblaðið - 26.04.2010, Qupperneq 32
MÁNUDAGUR 26. APRÍL 116. DAGUR ÁRSINS 2010
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200
1. Einn kom með veghefil
2. 17 slösuðust þegar flugvél féll
3. Geimverur geta verið ...
4. Mikilfenglegar jökulbrýr
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Leikritið Íslandsklukkan fær
mjög góða dóma hjá rýni Morgun-
blaðsins, Guðmundi S. Brynjólfs-
syni. Segir hann m.a.: „Ekki verður
annað séð en að leikstjórn Bene-
dikts Erlingssonar gangi upp að
langmestu leyti. Hann hefur auð-
vitað kafað djúpt í verkið, hafandi
samið leikgerðina sjálfur. Þetta
veldur því að hann færir okkur
mjög heilsteypta og sanna mynd af
framvindu þessarar sögu – best
finnst mér honum takast upp í því
að gera þessa sögu að línulegu
ævintýri, aðgengilegu á leiksviði
hverjum þeim sem lifir við þá
skömm að hafa ekki lesið Íslands-
klukkuna.“ Dóminn, sem er bæði
ítarlegur og listavel skrifaður, má
lesa á síðu 28.
Íslandsklukkan fær
lofsamlega dóma
Dægurmenn-
ingarritið Paste
Magazine birti
kersknislega
grein fyrr í vik-
unni. Segir þar að
fúllyndir Evrópu-
búar ættu ekki að
gera Íslendinga
að sökudólgum
vegna eldfjallsins góða. Í kjölfarið
fylgir svo spilunarlisti með lögum ís-
lenskra listamanna til að sefa reiði
þeirra sem liggja á flugvöllum víðs-
vegar um Evrópu og reyna að fá sér
lúr. Meðal annars er þar að finna lög
með Jónsa, Lay Low, Hjaltalín, Mug-
ison, Retro Stefson og Seabear.
Lækning við
Eyjafjallablús
Á þriðjudag Austan 3-8 m/s og víða bjartviðri, en hvassara, skýjað og lítils háttar úr-
koma við suðurströndina. Bætir í vind og úrkomu um kvöldið. Hiti 2 til 9 stig.
Á miðvikudag Austan- og norðaustanátt, víða á bilinu 8-15 m/s. Þurrt vestanlands, ann-
ars rigning, en slydda NA-til. Hiti 1 til 11 stig, hlýjast á Vesturlandi.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægur vindur, svolítil væta á Suður- og Vesturlandi en annars
þurrt. Hiti 0 til 8 stig yfir daginn, hlýjast suðvestantil.
VEÐUR
Úrslitin á Íslandsmótinu í
körfuknattleik karla gætu
ráðist í kvöld í Stykkis-
hólmi. Heimamenn í liði
Snæfells geta með sigri
tryggt félaginu Íslands-
meistaratitilinn í fyrsta sinn
í sögunni. Keflavík er undir í
einvíginu, 2:1, en það lið
sem fyrr vinnur þrjá leiki
verður meistari. Snæfell
lagði Keflavík í þriðja
leiknum á útivelli á
laugardag. »3
Snæfell skrefi frá
meistaratitlinum
Brenton Birmingham, íslenski lands-
liðsmaðurinn í körfuknattleik, hefur
ákveðið að
leggja keppn-
isskóna á
hilluna.
Brenton,
sem leikið
hefur með
Grindavík
undanfarin
ár, er á 38.
aldursári en
hann hefur
leikið á Ís-
landi frá
árinu 1998
og þrívegis
fagnað Ís-
lands-
meist-
aratitlinum
á þeim
tíma. » 1
Brenton Birmingham
leggur skóna á hilluna
Chelsea herti tökin á efsta sætinu
með 7:0-sigri gegn Stoke í ensku úr-
valsdeildinni. Chelsea er með eitt
stig í forskot á Manchester United
þegar tvær umferðir eru eftir. Liver-
pool á enn möguleika á að ná fjórða
sætinu eftir 4:0-sigur gegn Burnley
sem féll með formlegum hætti úr
efstu deild eftir eins árs veru á meðal
þeirra bestu. »7
Gríðarleg spenna í
meistarabaráttunni
ÍÞRÓTTIR
Eftir Stefán Stefánsson og Ívar Benediktsson
sport@mbl.is
„ÞAÐ eru tuttugu og sjö ár síðan mamma vann
þennan bikar og nú verð ég að fara að unga út
svo hægt sé að vinna hann fljótlega aftur.
Mamma var mjög ánægð með sigurinn og skilur
sigurgleði mína alveg ótrúlega vel. Hún hefur oft
lýst fyrir mér hvernig það var að taka við bik-
arnum,“ sagði Katrín Andrésdóttir, leikmaður
Vals í handknattleik, sem fetaði í gær í fótspor
móður sinnar, Magneu Friðriksdóttur, þegar
Valur fagnaði Íslandsmeistaratitli með sigri á
Fram í fjórðu viðureign liðanna, 26:23, í æsi-
spennandi og framlengdum leik á heimavelli
Fram.
Magnea, móðir Katrínar, var í liði Vals þegar
lið félagsins vann Íslandsmeistaratitilinn í hand-
knattleik kvenna síðast, fyrir 27 árum. Leikurinn
í gær var sennilega síðasti kappleikur Katrínar
en vegna þrálátra meiðsla í baki reiknar hún með
að leggja keppnisskóna á hilluna nú.
Sigurgleði Valskvenna var fölskvalaus á fjölum
íþróttahúss Fram í gær þegar Íslandsmeistara-
bikarinn var kominn í hendur þeirra „Ég er með
frábært lið sem hefur lagt á sig mikla vinnu til
þess að hampa þessum titli,“ sagði Stefán Arn-
arson, þjálfari Vals, eftir að hann hafði lyft Ís-
landsmeistarabikarnum.
Sigur Vals er ennþá sætari í ljósi þess að liðið
tapaði fyrir Fram í úrslitum bikarkeppninnar
fyrr á keppnistímabilinu þannig að í gær var að
nokkru leyti hefnt fyrir það tap.
Valur fagnaði Íslandsmeistaratitli í handknattleik kvenna eftir 27 ára bið
Morgunblaðið/Eggert
Sætur sigur Gleði Valsliða yfir að hljóta Íslandsmeistaratitilinn var fölskvalaus. Katrín Andrésdóttir er þriðja frá vinstri á myndinni.
Katrín náði að feta í fótspor móður sinnar