Morgunblaðið - 27.05.2010, Síða 1

Morgunblaðið - 27.05.2010, Síða 1
–– Meira fyrir lesendur fylgir með Morgu nblað inu í d ag ÁSTIN BLÓMSTRAR Í KREPPUNNI OFVAXNIR SPARISJÓÐIR SILVÍA NÓTT VAR OFURSKREYTT OG FLOTT VIÐSKIPTABLAÐ 6 KLÆÐIN FÍN Í EVRÓVISJÓN 41EYJÓLFUR GULLSMIÐUR 10 Hlynur Orri Stefánsson hlynurorri@mbl.is Flestir Reykvíkingar vilja Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins, sem næsta borgarstjóra, samkvæmt nýrri könnun sem unnin var fyrir Morgunblaðið. Sögðust 41,4% vilja að hún yrði áfram borgarstjóri. Jón Gnarr nýtur næstmests stuðnings í borgarstjórastólinn, eða 27,3% þeirra sem afstöðu tóku. Eins og áður virðist nokkurt misræmi vera á milli þess hvaða flokk Reykvíkingar ætla að kjósa í borgarstjórnarkosningunum á laugardag og þess hvaða oddvita þeir vilja helst sjá sem borgar- stjóra. Samkvæmt könnun Morgunblaðsins er flokkur Jóns Gnarr, Besti flokkurinn, með talsvert forskot á aðra flokka, eins og sagt var frá í gær. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar, sagðist 21% vilja að yrði næsti borgarstjóri Reykjavíkur. 0,9% sögðust vilja að Einar Skúla- son, oddviti Framsóknar, settist í borgarstjóra- stólinn en 0,6% sögðust styðja oddvita Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, Sóleyju Tómasdóttur. Enginn aðspurðra nefndi neinn af hinum odd- vitunum, en 8,8% sögðu að þau vildu að einhver, sem ekki væri oddviti þeirra flokka sem væru í framboði, yrði næsti borgarstjóri. Þá sögðust 36,2% aðspurðra vera óákveðin. Áberandi munur er á afstöðu kynjanna til næsta borgarstjóra Reykjavíkur, en sami munur birtist í könnun á fylgi flokkanna sem sagt var frá í gær. 38,4% karla sögðust vilja að Jón Gnarr yrði borg- arstjóri, en 14,3% kvenna. Allir hinir oddvitarnir, sem einhver nefndi sem næsta borgarstjóra, njóta samkvæmt könnun- inni meira fylgis hjá konum en körlum. Þannig sögðust t.d. 27,2% kvenna vilja að Dagur yrði næsti borgarstjóri en 15,7% karla. Munurinn var þó ekki jafn mikill hjá öðrum oddvitum, en 43,5% kvenna sögðust styðja Hönnu Birnu og 39,5% karla. Þátttakendur í könnuninni voru 517 og voru valdir með slembiúrtaki. Miðlun gerði könn- unina fyrir Morgunblaðið 20. til 24. maí. Flestir vilja Hönnu Birnu  Misræmi er á milli þess hvaða flokk Reykvíkingar ætla að kjósa og þess hvaða oddvita þeir vilja sem borgarstjóra  Áberandi munur er á afstöðu kynjanna Hvern viltu sem næsta borgarstjóra? Hanna Birna Kristjánsdóttir Jón Gnarr Kristinsson Dagur B. Eggertsson Einhvern annan Einar Skúlason Sóley Tómasdóttir Baldvin Jónsson Helga Þórðardóttir Ólafur F. Magnússon 41,4% 27,3% 21,0% 8,8% 0,9% 0,6% 0,0% 0,0% 0,0% Enn skortir óyggjandi merki um að eldgosinu í Eyjafjallajökli sé lokið. Víðir Reyn- isson, deildar- stjóri almanna- varnadeildar Ríkislögreglu- stjóra, sagði að menn vildu bíða aðeins áður en kveð- ið yrði upp úr um goslok. Vísindamenn könnuðu yfirborð jökulsins og uppgötvuðu að það er mjög óstöðugt og getur skriðið fram hvenær sem er. Stefnt er að því að opna fyrir um- ferð í Þórsmörk eins fljótt og auðið er af öryggisástæðum og ástandi náttúrunnar. Talið er líklegt að Fimmvörðuháls verði hafður utan lokunarsvæðisins á jöklinum. »4 Lýsa ekki yfir goslok- um að sinni „Við einbeitum okkur að því nú hvernig við get- um haldið Lands- mót hestamanna árið 2010. Það er ekkert annað uppi á borðinu,“ sagði Haraldur Þórarinsson, for- maður Landssambands hesta- mannafélaga. Uggur er í mörgum vegna hesta- pestarinnar sem herjað hefur á hross víða undanfarið. Á morgun munu formenn hesta- mannafélaga hittast og bera saman bækur sínar. Á mánudaginn kemur munu þeir sem eiga hagsmuna að gæta og sérfræðingar funda um framhaldið og meta stöðuna. »2 Einbeita sér að mótshaldi Fréttaskýring eftir Örn Arnarson  Stofnað 1913  121. tölublað  98. árgangur  F I M M T U D A G U R 2 7. M A Í 2 0 1 0 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar, segir „ótrúlega langsótt“ að Samfylkingin gangi til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn að loknum kosningum í borginni. „Lokasprett- urinn snýst um það hvort Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn fær sterkari stöðu.“ Samkvæmt skoðanakönnun á fylgi flokk- anna, sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, þýðir afstaða Dags að Samfylking mun ekki geta myndað meirihluta í borg- inni nema með Besta flokknum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, odd- viti Sjálfstæðisflokks, segist tilbúin að vinna með hvaða flokki sem er. Í sama streng tekur Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, sem er tilbúinn að vinna með öllum sem vilja leggja hönd á plóg í borginni. »12 Útilokar samstarf DAGUR VILL EKKI SJÁLFSTÆÐISFLOKK Hagar verða skráðir í næsta mánuði, ef marka má orð forsvarsmanna Kauphallar Íslands og stjórnenda Haga. Arion banki hafði tilkynnt um að skráningin myndi eiga sér stað í júní í febrúar síðastliðnum, en eftir að fréttir þess efnis að lífeyrissjóð- um og öðrum fjársterkum aðilum hefði verið boðið á sérstakar kynn- ingar á fyrirtækinu heyrðust efa- semdaraddir um að af skráningunni yrði. Samkvæmt forstjóra Haga er áreiðanleikakönnun á fyrirtækinu lokið og unnið að skráningarlýsingu. Þegar fyrirtæki eru skráð á mark- að þarf að gefa upp alla samninga fyrirtækisins við ráðgjafa og færa til bókar öll þau hlunnindi sem einstak- lingar kunna að njóta á kostnað fyr- irtækisins. Heimildir Morgunblaðsins herma að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi fengið greiðslur fyrir ráðgjöf á sviði smásölu til langs tíma frá Högum en þeim samningi hafi nú verið slitið. Segja Haga munu verða skráða í júní MViðskiptablað MAuglýsingakostnaður »2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.