Morgunblaðið - 27.05.2010, Qupperneq 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010
Lántakendur losni úr snörunni
Fjármögnunarfyrirtæki og félagsmálaráðherra vilja að allir sitji við sama borð
Um 112 milljarðar króna útistandandi í um 40 þúsund myntkörfulánum
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri fjármögn-
unarfyrirtækisins Lýsingar hf., segir að fyrirtækið
ætli að bíða átekta eftir frumvarpi félagsmálaráð-
herra um lækkun bílalána í erlendri mynt og að
lögin verði samþykkt. „Þá sitja allir við sama borð
og við förum eftir þeim lögum sem verða sett,“ seg-
ir hann.
Um 40 þúsund myntkörfulán
SP-Fjármögnun tilkynnti í fyrradag að fyr-
irtækið ætlaði frá og með gærdeginum að bjóða
upp á lækkun höfuðstóls erlendra bílalána. Fram
hefur komið að samtals séu um 120 milljarðar úti-
standandi í ríflega 53 þúsund bílalánum og þar af
séu um 112 milljarðar í um 40 þúsund myntkörful-
ánum.
Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjár-
mögnunarfyrirtækisins Avant hf., segir að Avant
hafi skoðað hvað hægt væri að gera í stöðunni, drög
að frumvarpi liggi fyrir og síðan falli stóri dómur
um lögmæti erlendra lána í Hæstarétti. Ekki sé
ráðlegt að grípa til einhverra aðgerða nú og þurfa
að snúa við í miðri á eftir nokkrar vikur eða þegar
niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir.
Því hefði Avant ákveðið að bíða átekta, staldra
við, skoða stóru myndina og taka síðan ákvarðanir í
framhaldi af því. Almennt geti fólk gert ráð fyrir
því að fjármögnunarfyrirtækin komi til móts við
viðskiptavini sína, þannig að þeir beri ekki skaða af
því að vera hjá einu fyrirtæki frekar en öðru, en
ótal spurningar brenni á öllum viðkomandi.
Fljótlega verða tekin fyrir í Hæstarétti tvö
mál um lögmæti erlendra lána. Árni Páll Árnason
félagsmálaráðherra segir að frumvarpið um lækk-
un bílalána í erlendri mynt sé ótengt þessum mál-
um. Feli niðurstaða dóms Hæstaréttar í sér frekari
rétt fyrir lántakendur njóti þeir hans og ef ekki
tryggi frumvarpið þeim ákveðinn rétt.
Eftir stendur sú
spurning hvort það
borgar sig að breyta
erlendum lánum í ís-
lenskar krónur.
„Mér finnst mjög mikilvægt að Björk
láti í sér heyra og allir þeir sem vilja
stemma stigu við því að ágóðinn af
auðlindunum fari til einkaaðila í út-
löndum og úr höndum íslensks al-
mennings sem á þessar auðlindir. Ég
er því glöð að fá áskorun frá henni og
vil áskorun frá sem flestum,“ segir
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráð-
herra, innt viðbragða við tölvupósti
Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistar-
konu til stjórnarþingmanna sem
greint var frá í blaðinu í gær.
Þarf að skoða ofan í kjöl
Í bréfi sínu stingur Björk upp á því
að stjórnarþingmenn rifti samningn-
um á sölu HS Orku til kanadíska fyr-
irtækisins Magma Energy. Í samtali
við Morgunblaðið segist Svandís
þeirrar skoðunar að leita eigi allra
leiða sem fyrst til þess að vinda ofan
af málinu og tekur hún fram að hún sé
búin að skoða nokkrar leiðir í þeim
efnum og nefnir lagasetningu í því
samhengi. „Mér finnst yfirbragðið á
öllum þessum gjörningum í tengslum
við Magma bera vott um að það þurfi
að skoða þau mál verulega ofan í kjöl-
inn,“ segir Svandís og telur ljóst að
reisa þurfi varnir í formi lagasetning-
ar.
„Ég er þeirrar skoðunar að þegar
löggjöfin var sett á sínum tíma þá hafi
hún ekki verið fullrædd í samfélaginu
og ég held að fólk sé núna að átta sig á
því hvert þessi löggjöf getur leitt
okkur. Því eins og
hún lítur út er
ekkert sem kem-
ur í veg fyrir að
við getum glutrað
auðlindunum út úr
höndunum á
okkur eins
og þær
leggja
sig.“
Fagnar ákalli Bjarkar
Umhverfisráðherra skoðar leiðir
til að vinda ofan af sölunni á HS Orku
Árni Páll Árna-
son félagsmála-
ráðherra mælir
fyrir frumvarpi
um lækkun bíla-
lána í næstu
viku, væntan-
lega 1. júní.
Hann segir að
ákvörðun SP-
Fjármögnunar
um að bjóða upp á lækkun höf-
uðstóls erlendra lána sýni að við-
bárur þess efnis að slíkt sé fjár-
mögnunarfyrirtækjunum um
megn og setji þau í þrot eigi ekki
við rök að styðjast. Ríkið eigi því
ekki að þurfa að óttast bótamál
frá þessum fyrirtækjum vegna
lagasetningarinnar.
Stuðningur
við frumvarpið
Árni Páll Árnason
Sú ákvörðun SP-Fjármögnunar að
bjóða höfuðstólslækkun á bílalánum
mun hafa jákvæð áhrif á bílasölu í
landinu að mati Özurar Lárussonar,
framkvæmdastóra Bílgreina-
sambandsins. Hann fagnar frum-
kvæði fjármögnunarfyrirtækisins og
segir að söluaukning muni bæta úr
brýnni þörf fyrir notaðar bifreiðar í
landinu.
Özur segir bílasölu hafa aukist áð-
ur en SP tilkynnti ákvörunina. „Það
var 17,5% aukning í síðustu viku frá
sömu viku í fyrra. Það hefur verið 8-
10% aukning á mánuði frá áramót-
um frá fyrra ári. Þetta eru jákvæð
teikn en ég legg áherslu á að ég er
aðeins að tala um fólksbíla.“
Bílasala tekin
að glæðast
Slökkviliðið í Borgarbyggð náði um klukkan 21 í gærkvöldi að slökkva
sinu- og kjarreld sem kviknaði síðdegis við Jarðlangsstaði við Langá á
Mýrum. Fjöldi manna tók þátt í slökkvistarfinu, bæði slökkviliðsmenn
víða að úr Borgarfirði, bændur á svæðinu sem margir komu með haug-
sugur og fleiri. Verulegar gróðurskemmdir urðu á nokkurra hektara
svæði. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá púströri á fjórhjóli sem
þarna var verið að nota við að draga út vatnslögn til sumarhúsalóða í
grenndinni.
Sinu- og kjarreldar við Jarðlangsstaði
Morgunblaðið/Theodór
Ásgeir Margeirsson, forstjóri
Magma á Íslandi, segir rang-
færslur í viðtalinu við Björk.
Bendir hann m.a. á að HS
Orka eigi ekki auðlindirnar við
orkuverin í Svartsengi og á
Reykjanesi og því ekki hægt
að segja að verið sé að selja
þær. Jafnframt bendir hann á
að löggjöf frá 2008 heimili að
orkufyrirtæki í einkaeigu leigi
auðlindir af t.d. opinberum
aðilum og samkvæmt
henni er hámarks-
leigutíminn 65 ár. „Að
hálfnuðum þeim tíma
er unnt að framlengja
leigutímann, þannig
að allt tal um 130
ára leigutíma á
sér ekki stoð í
lögunum.“
Ekki rétt
FORSTJÓRI MAGMA
Filippus Hannesson,
bóndi á Núpsstað,
andaðist á hjúkrunar-
heimilinu Klaustur-
hólum á hvítasunnu-
dag, 23. maí, á 101.
aldursári.
Filippus fæddist á
Núpsstað 2. desember
1909 og voru foreldrar
hans Hannes Jónsson,
landpóstur og bóndi,
og Þóranna Þórarins-
dóttir húsfreyja.
Filippus var sá
fjórði í röð tíu syst-
kina. Margrét er elst,
fædd 1904, þá Dagbjört, fædd 1905,
Eyjólfur, fæddur 1907, Filippus,
fæddur 1909, Margrét, fædd 1910,
Jón, fæddur 1913, Málfríður, fædd
1914, Sigrún, fædd 1920, Jóna Að-
alheiður, fædd 1924, og Ágústa Þor-
björg, fædd 1930.
Filippus var ókvæntur
og barnlaus. Hann var
fjárbóndi lengst af æv-
innar og ólst upp við það
að fé væri beitt á vetrum
en minna gefið hey á
húsum. Kindurnar hans
voru vanar útigangi og
voru að hluta gamall
kvíastofn, svolítið gróf-
byggðar, sem hentaði vel
í fjalllendi, og harðgerar.
Filippus hætti fjárbú-
skap árið sem hann varð
níræður, það er 1999.
Systkinin Margrét (f.
1904), Jón, Jóna Aðal-
heiður og Ágústa Þorbjörg, lifa bróð-
ur sinn.
Þau Margrét og Filippus voru
elstu lifandi systkini landsins og ald-
ur þeirra samanlagt kominn yfir 205
ár sem mun vera Íslandsmet sam-
kvæmt vefnum langlifi.net
Andlát
Filippus Hannesson
bóndi á Núpsstað
Svandís
Svavarsdóttir
Mannanafnanefnd hefur heimilað að
karlmannsnöfnin Brími og Móri og
kvenmannsnöfnin Eres, Róska og
Sylva verði skráð á mannanafna-
skrá. Hins vegar hefur nefndin hafn-
að nöfnunum Ericu og Werner og
millinafninu Zitu en samþykkt milli-
nafnið Magg.
Í umfjöllun um karlmannsnafnið
Werner segir m.a. að þrír íslenskir
karlar séu skráðir með þetta nafn, sá
elsti nærri áttræður. Þá er 31 karl
skráður í þjóðskrá með eiginnafnið
Werner, þar af tveir með íslenskt
ríkisfang frá fæðingu en hafa ekki
átt búsetu hér. Hinir eru allir er-
lendir ríkisborgarar sem búa eða
hafa búið hér á landi. Í manntali
1920 bar enginn þetta nafn og því
telst ekki hefð vera fyrir því.
Móri í lagi en
Werner hafnað
Ásgeir
Margeirsson