Morgunblaðið - 27.05.2010, Side 16
Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta
(Tölur í milljónum króna) Ársreikningur Ársreikningur
2009 2008
Í milljónum króna -4.068,1 –9.620,4
Rekstrarniðurstaða A hluta -3.211,7 -8.216,0
Skuldir og skuldbindingar samtals 42.798,2* 37.442,0*
Eigið fé 10.443,2 10.091,2
Íbúafjöldi (Skv. Hagstofunni)
2009 2008
30.314 29.957
Erlend lán (hlutf. af heildarl.)
A-hluti A og B-hluti*
49% 41%
Skuldir á hvern íbúa (milljónir króna)
2009 2008
1,41 1,25
Að meðaltali skuldaði því
fjögurra manna fjölskylda
árið 2009:
5,64milljónirKÓPAVOGUR
*Lífeyrisskuldbindingar meðtaldar
FRÉTTASKÝRING
Önundur Páll Ragnarsson
onundur@mbl.is
Fjárhagur Kópavogs hefur farið illa í krepp-
unni, reksturinn er erfiður og útsvarsheimildin
þó fullnýtt. Enginn flokkur minnist á skatta-
lækkanir. Allir hafa flokkarnir ítarlegar
stefnuskrár en oddvitarnir voru spurðir út í
helstu áherslumálin.
Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti VG, segir
mikilvægast að verja grunnstoðir bæjarins,
tryggja að þjónustan sé bænum til sóma. „Við
viljum forgangsraða þeim fjármunum sem við
höfum í þjónustu við íbúa, einblína ekki á bygg-
ingar eða dýrar framkvæmdir, heldur nota
peningana sem við höfum til hluta sem íbúar
geta beinlínis nýtt frá degi til dags og þeir
þurfa á að halda.“ Af öðrum helstu áherslu-
málum nefnir hann að komið verði á sameig-
inlegri skipulagsnefnd fyrir höfuðborgarsvæð-
ið, gerð verði rannsókn á stjórnsýslu bæjarins
og að bærinn gangi í að klára hálfbyggð hús og
koma þeim í notkun.
Samfylkingin hefur svipaðar hugmyndir í
húsnæðis- og atvinnumálum og vill að bærinn
sjálfur gangi í verkið. Þá vill flokkurinn hag-
ræða í rekstri bæjarins, endurskipuleggja yf-
irstjórn hans og leita samstarfs við fólkið í
bænum í þeim efnum. Lengi hefur verið á
stefnuskrá Samfylkingarinnar að virkja íbúa-
lýðræðið. „Við viljum halda öllum gjaldskrár-
hækkunum í lágmarki og gæta þess að þær
bitni ekki á þeim sem síst skyldi,“ segir Guð-
ríður Arnardóttir oddviti.
Atvinnumál eru efst á baugi hjá Sjálfstæðis-
flokknum, en hann vill skapa umgjörðina fyrir
atvinnulífið, ekki grípa beint inn í eins og
vinstriflokkarnir vilja. Oddvitinn, Ármann Kr.
Ólafsson, vill tengja Kársnesið við Háskólann í
Reykjavík með göngubrú og skipuleggja stúd-
entaíbúðir þar, í sátt við íbúa. „Þá munum við
breyta skipulagi í nýjum hverfum þannig að
þar verði byggðar minni íbúðir og ódýrari.“
Þannig nái fjármögnun frá ÍLS utan um kaup á
slíkum íbúðum. Fullbyggðar íbúðir hafi verið
að seljast. Við hrunið hafi þær verið um 200 í
bænum, en nú séu þær um 60. Selja á lóðir sem
hefur verið skilað til að bæta skuldastöðuna.
Oddvitar flokka í bæjarstjórn telja að 14 millj-
arða krafa á bæinn frá landeiganda við Vatns-
enda sé út í bláinn og standist ekki skoðun.
Y-listi Kópavogsbúa vill siðbót í stjórnsýsl-
unni og tiltekt í fjármálum bæjarins. Hann set-
ur sér markmið en lofar engu upp í ermina á
sér, að sögn oddvitans Rannveigar H. Ásgeirs-
dóttur. Hún segir flokkinn vilja vinna beint
með samfélaginu. Sérstaklega gagnrýnir hún
að ekkert sé farið að undirbúa yfirtöku á mál-
efnum fatlaðra. „Það er byrjað að hugsa um
steinsteypu en það gleymist alveg að hugsa um
fólkið,“ segir Rannveig.
„Við leggjum mesta áherslu á að ekkert barn
verði útundan í Kópavogi,“ segir Ómar Stef-
ánsson, oddviti framsóknarmanna. Þar á hann
við frístundaiðkun og skólamáltíðir. Hann seg-
ir of mikið reynt að mála stöðuna svörtum lit. Í
dag sé frábært að vera Kópavogsbúi.
Þar að auki leggur Ómar áherslu á atvinnu-
mál ungs fólks. Hann vill einnig gefa afslátt af
byggingartengdum gjöldum, svo auðveldara
verði að koma þeim geira af stað. Hann tekur
undir með Ármanni um brú yfir Fossvoginn og
stúdentabyggð á Kársnesi.
Helgi Helgason, oddviti Frjálslyndra, vill
ganga úr Strætó bs. og reka eigin ókeypis
strætó í bænum. Á þessu ári þurfi bærinn að
borga hátt í 400 milljónir með Strætó, sem sé
of mikið. Þá vil hann notendastýrða þjónustu
við fatlaða. Einnig vilja Frjálslyndir setja nið-
ur skýra áætlun um það hvernig skuldir bæj-
arins verði greiddar niður. Byrja verði efst og
fara svo niður, í stað þess að byrja neðst.
Ekki tími fyrir stóru loforðin
Samfylking og Vinstri græn vilja að bærinn kaupi og klári hálfbyggð hús í bænum, til að koma í leigu
Sjálfstæðismenn vilja skapa rétta umgjörð með betra skipulagi en ekki grípa beint inn í markaðinn
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010
Næstbesti
flokkurinn
vill nýjan
sparisjóð fyrir Kópa-
vogsbúa. Fólk hafi ótal
hugmyndir um sjálf-
stæðan atvinnurekstur,
en öll mál strandi í bönk-
unum. „Við viljum vinna í
anda frumbyggjanna hér
í Kópavogi og afneitum
hugmyndum um fé án
hirðis í sparisjóðunum.
Þetta á að vera liður í að
blása lífi í atvinnulífið,“
segir Hjálmar.
Listi Kópa-
vogsbúa vill
stórauka sam-
ráð bæjaryfirvalda við
íbúa. Ekki með íbúa-
kosningum, heldur með
hverfaráðum. „Það er
stórskrýtið að íbúa-
samtök verði aðeins til
vegna óánægju og til að
stöðva stórslys,“ segir
Rannveig. Framboðið
gangi út á að vinna með
fólkinu í bænum og tala
við það áður en fram-
kvæmt er.
Sjálfstæð-
isflokkurinn
vill að mikið
verði lagt í að-
gengi að Þríhnúkagíg,
helsta náttúruundri í
landi Kópavogs. „Þetta
mun skapa mikla at-
vinnu. Þegar það verður
búið verður þetta horn-
steinn í markaðssetningu
á íslenskri ferðaþjón-
ustu,“ segir Ármann,
sem vill skipuleggja or-
lofshúsalóðir fyrir ferða-
menn í Vatnsendalandi.
Frjálslyndi
flokkurinn vill
setja skýra
reglu um íbúa-
lýðræði í Kópavogi, þess
efnis að 25% atkvæð-
isbærra manna geti
framkallað slíka kosn-
ingu. „Við erum eini
flokkurinn sem hefur
sett fram skýra leið til
þess að hafa samráð við
íbúa. Aðrir flokkar hafa
bara talað um íbúa-
lýðræði,“ segir Helgi
Helgason.
Samfylkingin
vill að bærinn
ljúki byggingu
hálfkláraðs
húsnæðis í bænum og
komi því í langtímaleigu.
„Þetta fjölgar störfum,
skilar bænum tekjum í
útsvari og fasteigna-
gjöldum og fjölgar af-
leiddum störfum í versl-
un og þjónustu,“ segir
Guðríður Arnardóttir.
Tekjurnar standi undir
verkefninu og hafi ekki
áhrif á rekstur bæjarins.
Vinstri grænir
vilja efla sam-
ráð við íbúana
í bænum, ým-
ist í gegnum hverfaráð
eða íbúakosningar um
einstök mál. „Við höfum
lagt til að stofnað verði
starf íbúatengiliðs, sem
hafi það verkefni að
styðja og jafnvel koma á
fót hverfasamtökum,
sem bærinn hjálpi svo að
koma sínum málum á
framfæri,“ segir Ólafur
Þór Gunnarsson.
Framsóknar-
flokkurinn vill
spara í stjórn-
sýslu bæjarins,
um a.m.k. 25 milljónir
króna á ári. Meðal ann-
ars vilja þeir lækka
laun bæjarfulltrúa og
nefndarfólks um 10%.
Þannig að það liggi fyr-
ir þegar menn fara inn
í kosningarnar,“ segir
Ómar Stefánsson. Þá
vill hann einnig skoða
sameiningu og samstarf
sviða.
Næstbesti flokkurinn var stofnaður vegna
mikillar óánægju meðal íbúa, með fram-
göngu flokkanna. „Við erum þreytt á grín-
inu í stefnu hinna flokkanna,“ segir Hjálm-
ar Hjálmarsson oddviti.
Þrátt fyrir að flokkurinn beiti húm-
ornum fyrir sig í baráttunni segir Hjálmar
flokkinn ekkert grín. Yfirvöld hafi farið illa
að ráði sínu í mörgum málum og upplýsi
íbúa illa. Því verði að breyta með samvinnu
við íbúana.
Rannveig H. Ásgeirsdóttir, oddviti
Y-lista Kópavogsbúa, segir fólkið á list-
anum hafa mikla reynslu af vinnu við sam-
félagsmál. „Við vitum alveg hvernig kerfið
virkar. Við höfum séð bakhliðina á því og
okkur líkar hún ekki.“
Framboðið þurfi ekki að skýla sér á bak
við grín. Flokkarnir í bæjarstjórn hafi boð-
ið íbúum upp á tragikómedíu á kjör-
tímabilinu.
Þreytt á gríninu
ÓÁNÆGJAN KRAUMAR Í BÆNUM
www.mats.is
Sveitarstjórnarkosningar 29. maí