Morgunblaðið - 27.05.2010, Qupperneq 24
Garðabær hluti af
eldfjallagarði
Reykjanesskaginn er með marg-
ar og fjölbreyttar gerðir eldfjalla,
gíga og jarðminjar. Mikill áhugi er
hjá átta sveitarfélögum að bindast
samtökum um stofnun eld-
fjallagarðs á landsvæði frá Þingvöll-
um út að Reykjanestá. Hugmyndin
er að eldfjallagarðurinn byggist á
fjórum hringleiðum á núverandi ak-
vegum og á hverri hringleið væru
15-20 stöðvar þar sem gestir skoða
og fræðast um eldvirkni og jarð-
skorpuhreyfingar. Síðan geta sveitarfélögin
hvert fyrir sig tekið áhugaverð svæði innan
sinna sveitarfélagamarka og gert að sérstöðu í
sinni sveit.
Þar eigum við Garðbæingar eitt besta svæð-
ið sem hefur gríðarlegt fræðslu- og kynning-
argildi vegna nálægðar við byggðina; þetta er
Búrfellið, Búrfellsgjáin, Selgjáin og hraun-
rennslið til sjávar. Hraunrennslið í þéttbýli
Garðabæjar er alveg einstakt þar sem það ligg-
ur nánast órofið frá upptökum til sjávar.
Hraunin í Garðabæ bera nokkur nöfn eftir
því hvar þau eru, þ.e Vífilsstaðahraun, Flata-
hraun, Garðahraun og Gálgahraun. Hvert
þessara hrauna á sitt sérkenni og
sína sérstöðu. Öll þurfa hraunin
verndun fyrir komandi kynslóðir að
njóta.
Á Urriðaholti er verið að byggja
Náttúrufræðistofu Íslands en vart
er til glæsilegri staðsetning fyrir
Náttúrufræðistofu en Urriðaholtið
með útsýni yfir hraunstíflað Urr-
iðakotsvatnið og Vífilsstaðahraunið.
Ímynd Garðabæjar, „Bær í
blóma“, hefur þroskast um leið og
byggðin hefur stækkað. Nú þurfum
við að færa okkur á næsta stig og
taka hraunin og gígana inn sem einkenni og
ímynd Garðabæjar. Við þurfum að vernda Búr-
fell, Búrfellsgjá, Selgjá og hraunin sem fólk-
vang og tengja þetta allt saman í huga fólksins
sem „jarðminjabæinn Garðabæ“. Festa þarf
svæðið í sessi sem einstakt jarðminjasvæði inn-
an eldfjallagarðsins. Þarna eru mörg tækifæri í
ferðamennsku. Nefna má upplifun gesta sem
ganga eftir hrauni frá gíg til stranda. Þannig
upplifir fólk stórbrotin náttúrufyrirbæri upp-
tök og endi á þriggja til fjögurra klukkustunda
göngu innan bæjarmarka.
Eftir Auði Hallgrímsdóttur
Auður
Hallgrímsdóttir
Höfundur er í 5. sæti á lista fyrir Fólkið í bænum.
24 UmræðanKOSNINGAR 2010
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010
Þeir eru margir áratugirnir síðan
við Helgi Sæmundsson vorum í
stjórn Alþýðuflokksfélags Reykja-
víkur. Hann var ritstjóri Alþýðu-
blaðsins og frábær ræðumaður sem
heillaði fólk með orðsnilld og glað-
legum húmor. Í ræðuflutningi
studdist hann ekki við blöð eða fyr-
irfram skrifað efni. Helgi var mað-
ur sem lét ekki flokkseigendurna
ráðskast með sig. Hann var maður
fólksins og stóð og féll með sann-
færingu sinni. Við vorum góðir kunningjar og
studdi ég hann til formanns, enda langbesti
kosturinn þá. En honum var hafnað bæði sem
formanni og stjórnarmanni. Útkoma kosning-
anna var undanfari niðurlægingar Alþýðu-
flokksins og dauða. Nokkrum árum seinna, yf-
ir kaffibollum á heimili hans, gerði hann mér
ljóst að engu sæi hann meira eftir en árunum
sem hann sóaði í pólitík.
Sem betur fer eru ennþá til alvöru grínistar
eins og Helgi. Menn sem þora að láta reyna á
hvort frambjóðendur þurfi að vera alvörugefin
peð fjórflokkanna til að þjóðin telji óhætt að
kjósa þá. Jón Gnarr er þannig maður. Hann
hefur reynt að útskýra fyrir pólitískum
hræsnurum, að lygi sé ekki trúverðug. Hugs-
anlega meinar hann að hægt sé að
lágmarka ósannindi. Til dæmis með
því að segjast ekki ljúga nema öðru
verði ekki við komið. Auðvelt og
einfalt.
Sannleikur er stundum lygi lík-
astur, enda afstæður. Frambjóð-
endur lofa oft meiru en búskap-
urinn þolir. Þá er spurning hvort
verið sé að misnota sannleikann.
Mér er kunnugt að núverandi
borgarstjóri ætlar að skerða hlut
fatlaðra og aldraðra nái hún kosn-
ingu. Þar á meðal verður Ferða-
þjónusta fatlaðra. Þeim sem ánetjast flokkum,
hættir til að kjósa gegn sannfæringu sinni.
Kjósum ekki fólk sem hugsar fyrst og fremst
um eigin frama. Kjósum þá sem vilja vinna
borgarbúum vel. Stjórnmálamenn fjórflokk-
anna eru allir við sama heygarðshornið. Þeir
fara að vilja auðvalds og eigenda. Þeir ætla að
setja á þjóðina áratuga drápsklyfjar skulda og
koma henni undir erlent yfirvald. Það er engin
áhætta að breyta til.
Fjórflokkarnir eru baggar á þjóðinni. Jón
Gnarr er óskrifað blað í stjórnmálum. Kjósum
hann og snúum baki við eiginhagsmunaklík-
um. Látum ekki arðræna okkur framar.
Kjósum Jón Gnarr
Eftir Albert Jensen
Albert Jensen
Höfundur er trésmíðameistari.
Innan íþróttafélaga í Mosfellsbæ
er unnið frábært og óeigingjarnt
starf sjálfboðaliða, foreldra, þjálf-
ara, stjórnenda og starfsmanna.
Starf félaganna er að mestu í mikl-
um blóma og ætlum við framsókn-
armenn að tryggja að svo verði
áfram. Á krepputímum þarf að
leggja megináherslu á að innra
starf félaganna haldist blómlegt og
vilja framsóknarmenn samráð við
félög um rekstur og uppbyggingu
íþrótta- og tómstundastarfs.
Skuldir á íbúa Mosfellsbæjar hafa tvöfaldast
á síðustu tveimur árum og nema um 800 þús. á
íbúa, veltufjárhlutfall var 0,7% 2009 en þarf að
vera 8% ef vel á að vera. Fara verður mjög
varlega í nýframkvæmdir því búið er að skuld-
binda bæjarsjóð fyrir ýmsum framkvæmdum
og fyrirhugaðar framkvæmdir gera það að
verkum að skuldir stefna í ríflega 1 milljón á
íbúa. Þessar áætlanir sníða rekstri íþrótta-
mannvirkja og uppbyggingarstarfi mjög
þröngan stakk.
Á kvöldvöku Aftureldingar nýverið fór Har-
aldur Sverrisson bæjarstjóri undan í flæmingi
þegar hann var inntur eftir því hvað liði bygg-
ingu anddyris, þjónustu- og félagsað-
stöðubyggingar að Varmá, sem núverandi
bæjarstjórnarmeirihluti „gaf “ Aft-
ureldingu á 100 ára afmælinu. Und-
irritaður sagðist ekki ætla að gefa
út innistæðulaus loforð í þessu efni
en ef tækist að gera raunhæfa
kostnaðar- og fjármögnunaráætlun
ætti að ljúka þessu á næsta kjör-
tímabili. Huga þarf að gerð fim-
leikagryfju, bæta lýsingu í íþrótta-
sölum að Varmá fyrir blak og
badminton og lagfæra frjáls-
íþróttaaðstöðu við Varmárvöll. Efla
þarf starfsemi MotoMos á Tungu-
melum til að bæta aðstöðu og
stemma stigu við utanvegaakstri.
Fjölga ber reiðstígum og bæta lýsingu þeirra, í
samstarfi við Hestamannafélagið Hörð, til að
auka umferðaröryggi.
Við viljum vinna með forsvarsmönnum Golf-
klúbbsins Kjalar að byggingu félagsheimilis,
ef sameiginlega tekst að standa skynsamlega
að þeirri framkvæmd hvað kostnað og fjár-
mögnun áhrærir.
Framsóknarmenn vilja hækka frístundaáv-
ísanir ef nokkur kostur er til að jafna aðstöðu
þeirra sem stunda íþróttir og tómstundir í
Mosfellsbæ.
Framsókn og kraftur í
íþróttamálum Mosfellinga
Eftir Snorra Hreggviðsson
Snorri
Hreggviðsson
Höfundur er verkfræðingur, býður sig fram í 3.
sæti B-listans í Mosfellsbæ.
Frambjóðendur Sjálfstæð-
isflokksins í Garðabæ hafa nú í
aðdraganda kosninga gengið í öll
hús í bænum, að venju, og dreift
vandaðri stefnuskrá sinni. Við
frambjóðendur erum afar þakklát
fyrir þær góðu og uppörvandi
viðtökur sem við höfum fengið
hjá bæjarbúum. Garðbæingar
kunna greinilega vel að meta þá
góðu og traustu stjórnsýslu sem
viðhöfð hefur verið hér í Garða-
bæ undir traustri forystu Sjálfstæð-
isflokksins. Auk framboðslista Sjálfstæð-
isflokksins bjóða fram þrír aðrir listar fyrir
komandi sveitarstjórnarkosningar. Sam-
fylking býður fram í fyrsta sinn í Garðabæ,
Framsóknarflokkur lætur aftur reyna á
fylgi sitt og býður fram sinn eigin lista eft-
ir nokkurt hlé og nokkrir einstaklingar
standa að sérframboði sem er að því er
best verður séð samansafn óánægðra úr
öllum flokkum. Á laugardaginn standa
Garðbæingar frammi fyrir því að velja
bænum sínum framtíð næstu fjögur árin.
Valið stendur í raun og veru á
milli þess að veita Sjálfstæð-
isflokknum endurnýjað umboð til
að stýra Garðabæ og þar með að
tryggja áframhaldandi stöð-
ugleika og uppbyggingu eða
kjósa breytingar sem geta leitt
af sér óvissu og óstöðugleika í
rekstri bæjarfélagsins. Við lifum
á umbrotatímum. Flest sveit-
arfélög eru í miklum fjárhagsörð-
ugleikum og það takmarkar mjög
þeirra möguleika á að halda uppi
þeirri þjónustu sem íbúarnir
þarfnast. Þessu er sem betur fer ekki
þannig varið hér í Garðabæ. Staða bæj-
arsjóðs er sterk og fjárhagur traustur sem
er forsenda þess blómlega samfélags sem
er hér í Garðabæ. Við frambjóðendur Sjálf-
stæðisflokksins sækjumst eftir umboði
þínu, kjósandi góður, til að halda áfram á
sömu braut. Stöndum vörð um framtíð
Garðabæjar og kjósum X-D á laugardaginn
kemur.
Garðbæingar, stöndum
vörð um bæinn okkar
Eftir Erling Ásgeirsson
Erling Ásgeirsson
Höfundur er oddviti framboðslista Sjálfstæð-
isflokksins í Garðabæ og skipar 5. sæti listans.
Næstkomandi laugardag munu
íbúar kjósa um hvernig framtíð
þeir vilja hafa á Akranesi. Stefnu-
skrá Sjálfstæðisflokksins sker sig
úr að því leyti að í henni eru skýr
verkefni sett fram en ekki loðin lof-
orð um allt og ekki neitt.
Það er ekki að ástæðulausu sem
stefnuskráin er sett fram með þeim
hætti. Kjósendur eiga það skilið. Á
fjögurra ára fresti er ákveðið upp-
gjör. Mín sannfæring er sú að kjós-
endur hafi lengra minni en fjögur
ár og geti því með auðveldum hætti borið sam-
an þetta kjörtímabil 2006- 2010 við kjör-
tímabilið 2002- 2006.
Stöðnun eða framfarir
Eftir mín fyrstu fjögur ár í bæjarstjórn er
ég stolt að tilheyra hópi sjálfstæðismanna sem
geta komið kinnroðalaust til kjósenda við lok
kjörtímabilsins, hópi sem hefur uppfyllt kosn-
ingaloforðin sem voru sett fram sem skýr og
afmörkuð verkefni. Stolt okkar er ekki síður
það að skila svona góði búi með ábyrgri fjár-
málstjórnun við einstaklega erfiðar aðstæður.
Trúverðugleiki skiptir miklu máli. Stefnuskrá
okkar nú er lögð fram af hógværð. Í
megindráttum byggist stefnuskrá-
in á því að taka til baka í áföngum
þær aðhaldsaðgerðir sem farið hef-
ur verið í, bæta í velferðina og
leggja áfram mikinn þunga í við-
haldsverkefni á vegum bæjarins og
stuðningsverkefni við atvinnulífið.
Þetta er hægt af því að fjárhags-
staða bæjarins er góð en engu að
síður þarf að halda áfram að endur-
skoða fjárhagsáætlun ársfjórð-
ungslega og halda vel utan um
reksturinn. En með markmið-
abundinni áætlun er vel kleift að
fylgja loforðunum eftir. Með þá sýn að atvinna
sé undirstaða velferðar, þar sem ekki er lagst
gegn neinum atvinnugreinum, er hægt að efla
velferðina. Að standa gegn uppbyggingu at-
vinnulífs en ætla sér samt að bæta í velferðina
er innihaldslaus froða. Velferðin verður best
varin með nægri atvinnu og hag fjölskyldna að
leiðarljósi. Umfram allt er mikilvægt að finna
lausnir til eflingar Akranesi, með þeim hætti
vil ég áfram vinna, nú sem endranær, fái Sjálf-
stæðisflokkurinn umboð þitt, kjósandi góður.
Skýr stefna eða loðin loforð
Eftir Eydísi Aðalbjörnsdóttur
Eydís
Aðalbjörnsdóttir
Höfundur er bæjarfulltrúi á Akranesi og skipar
4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins.
Kópavogur hefur eins og mörg
önnur sveitarfélög þurft að spila
varnarleik í kjölfar hruns efna-
hagslífsins. Hagrætt hefur verið í
rekstri bæjarfélagsins og rekstur
bæjarfélagsins er traustur.
Skuldir bæjarins jukust í kjölfar
hrunsins vegna hækkunar er-
lendra lána en að mestu vegna
lóðaskila. Það var engum ljúft að
skila inn lóð framtíðarheimilis
fjölskyldunnar í Kópavogi en
þegar fólk tapaði peningum og
jafnvel missti vinnu, þá voru mörgum ekki
aðrar leiðir færar. Bærinn hefur staðið við
skuldbindingar sínar gagnvart þessum fjöl-
skyldum og við vitum að þegar efnahags-
ástandið verður eðlilegra munu þær vilja
reisa sitt framtíðarheimili í Kópavogi þar
sem allir innviðir eru þegar til staðar. Þá
mun bærinn greiða hratt niður skuldir sín-
ar en þær hafa lækkað um milljarð frá ára-
mótum.
Kosningarnar snúast um
atvinnumál
Sjálfstæðisfólk í Kópavogi hefur lagt
fram fjölbreyttar tillögur sem miða að því
að örva atvinnulífið. Með breyttu skipulagi
í Þingum, Rjúpnahæð og Kársnesi er hægt
að mæta eftirspurn sem er að myndast eft-
ir minni íbúðum fyrir ungt fólk
sem er að kaupa sína fyrstu
íbúð. Stærstu árgangar Íslands-
sögunnar eru að koma inn á
húsnæðismarkaðinn og þeir
þurfa hentugt húsnæði. Allir
innviðir eru til staðar í bænum
til að taka á móti þessu unga
fólki.
Með tímabundnu afnámi
gatnagerðargjalda vegna stækk-
unar á eldra húsnæði myndast
hvati fyrir fólk til að ráðast í
framkvæmdir sem veita munu iðn-
aðarmönnum vinnu og hafa jákvæð
áhrif á afleiddar atvinnugreinar.
Ennfremur viljum við leggja sérstaka
áherslu á ferðamennsku, nýta höfnina í
ferðatengda starfsemi, bjóða ferðamenn
velkomna í landnámsbæ á Kópavogstúni og
opna aðgengi að Þríhnúkagíg. Þessi verk-
efni munu skapa vinnu við framkvæmdir til
skemmri tíma og þjónustu til lengri tíma
auk þess að gera bæinn okkar skemmti-
legri.
Kosningarnar á laugardag snúast um at-
vinnumál enda eru þau undirstaða velferð-
arinnar. Tryggjum að þau verði sett í önd-
vegi með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í
Kópavogi.
Snúum vörn í
sókn í Kópavogi
Eftir Ármann Kr. Ólafsson
Ármann Kr.
Ólafsson
Höfundur skipar 1. sæti á lista Sjálfstæð-
isflokksins í Kópavogi.