Morgunblaðið - 27.05.2010, Side 30

Morgunblaðið - 27.05.2010, Side 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010 Hve stundin er hröð og heimslífið skammt, himinninn mikill – og lítil storðin! (E. Ben.) Þegar maður í blóma lífsins er kvaddur hinstu kveðju, brestur mann skilning litla stund á tilgangi lífsins og allt virðist svart í sorgarranni. Þorsteinn Sigurfinnsson var ljós í lífi margra og gat sér gott orð sem vinur og félagi í fjölskyldu sinni og stórum vinahópi. Við eignuðumst hann sem velgjörðarmann og góðan félaga. Hann kom alltaf til dyranna eins og hann var klæddur, hlýr og brosandi og vildi hvers manns vanda leysa. Við áttum margar gleðistundir með Steina, Vigdísi og börnunum þeirra þeim Hlyni og Sólveigu meðan hjónaband þeirra varði, stundir sem aldrei gleymast. Steini var meistarinn, allt lék í höndum hans, fagmaður til verka. Við í fjölskyldunni minnumst þess hversu hjálplegur og góður hann var sínum tengdaforeldrum, þeim Hauki og Sig- urbjörgu á Stóru-Reykjum. Alltaf tilbúinn að laga og verða að liði ef eitthvert verkefni var á döfinni. Steini var mikið náttúrubarn, ógleymanlegt var fyrir okkur að fara með honum um landið, sitja við straumþunga á eða dorga fisk í vatni. Þar var hann sá sem allt kunni og miðlaði af reynslu og þekkingu. Eftir góðan dag var enginn betri við grillið, matseld lék í höndum hans og sann- arlega kunni hann að kitla bragðlauk- ana. Margar ferðir fór Steini með vin- um sínum þar sem hann sótti björg í bú, fugl eða fisk. Hann elskaði landið sitt og sagði okkur veiðisögur og æv- intýri úr slíkum ferðum. Þorsteinn Örn Sigurfinnsson ✝ Þorsteinn ÖrnSigurfinnsson fæddist á Fæðingar- heimili Reykjavíkur 5. júlí 1964. Hann lést á Landspítalanum föstudaginn 14. maí síðastliðinn. Útför Þorsteins fór fram frá Guðríðar- kirkju í Grafarholti 26. maí 2010. Samstarf okkar varð mjög náið um tíma. Hann var bílstjóri okk- ar þegar ég varð land- búnaðarráðherra. Nærvera hans var góð, hann bjó yfir mikilli til- litssemi, trúnaði, snyrtimennsku og var- færni sem bílstjóri. Metnaðurinn var að hafa bílinn óaðfinnan- legan og þann flottasta í flotanum. Hann fylgdist vel með frétt- um og fræddi ráðherra sinn og lagði gott til þegar vanda bar að höndum. Hvert sem við fórum og hvar sem við vorum var hann kominn í gott samband við heimamenn. Í ráðuneyt- inu var hann vinsæll og greiðvikinn sem og í hópi bílstjóranna. Við fórum oft í frí og ferðalög með Steina, Vig- dísi og börnum þeirra til útlanda. Steini naut sín vel á slíkum stundum enda heimsmaður, hafði dvalist með foreldrum sínum í Frakklandi og víð- ar. Steina þótti gaman að bregða fyr- ir sig fallegri frönsku á góðum degi. Börnum sínum var hann einstakur faðir og bera þau vitni góðum foreldr- um. Steini var listrænn, hann söng með Fóstbræðrum síðustu misseri og naut þess af lífi og sál. Við kveðjum góðan mann sem margir munu sakna. Í sorg okkar liggur gleði okkar, það er minning um mann sem var vinur í raun og sá alltaf ljósið og lífið fram- undan. Við sendum börnum hans foreldr- um og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúðarkveðjur. Þegar öllu er á botninn hvolft eru það góðir menn sem skipta öllu máli í lífinu. Far í friði, vinur, og friður guðs fylgi þér um alla eilífð. Margrét og Guðni Ágústsson. Þegar ég var að veiða með Þor- steini Sigurfinnssyni (Steina) uppi í á hjá mér fyrir norðan hvarflaði ekki að mér að níu mánuðum seinna sæti ég í þeim þungu sporum að semja minn- ingargrein um besta vin minn og góð- an dreng. Ég fór með Steina á hverju sumri síðastliðin ár að veiða ásamt fleiri vin- um og var þetta mjög góður og sam- heldinn hópur. Á veturna hittumst við stundum og elduðum við félagarn- ir saman villibráð sem við sjálfir veiddum og voru þetta frábærar stundir. Steini var frábær kokkur og eldaði hinar bestu krásir við þessi tækifæri. Einnig var Steini með mér í Lions- klúbbnum Fjörgyn í Grafarvogi síð- astliðin sjö ár. Þar var hann virkur fé- lagi og tók hann að sér hin ýmsu verk og vann hann þau öll af natni og ósér- hlífni og ávallt skilaði hann góðri vinnu fyrir klúbbinn. Fyrir það eru félagarnir ævinlega þakklátir. Kæri vinur, þakka þér fyrir góð kynni og trausta vináttu og megir þú hvíla í friði. Vil ég votta börnum hans, Hlyni og Sólveigu, og foreldrum hans mína dýpstu samúð. Helgi Sigurbjartsson. Síðastliðið haust gengu nokkrir ný- ir félagar til liðs við okkur Fóstbræð- ur. Þetta er árviss atburður að ný andlit birtist í Fóstbræðraheimilinu og alltaf er svolítil spenna að sjá hverjir hafa áhuga á því að syngja og starfa með kórnum. Kórinn er nefni- lega bæði skipaður söngmönnum sem hafa söng sem áhugamál en hann er ekki síður menningarstofnun sem starfar eftir gömlum og góðum gild- um sem eiga upptök sín í kristilegu starfi allt frá stofnun. Þorsteinn var einn þessara nýju manna sem mættu á sína fyrstu æf- ingu með Fóstbræðrum á liðnu hausti. Okkur birtist hann sem bros- hýr, örlítið feiminn en hlýr í viðmóti. Þorsteinn söng með Fóstbræðrum allt til jóla en þá hafði meinið gamla tekið sig upp og nú varð ekki við ráð- ið. Við áttum saman alllangt samtal skömmu eftir áramót er hann gat ekki mætt til æfinga og sá ég þá til hans innri manns og tel mig vita mun betur hvern mann hafði að geyma. Því get ég sagt með sanni að þar fór góður drengur alltof snemma. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Fyrir hönd okkar Fóstbræðra þakka ég fyrir kynnin af Þorsteini, þau voru góð. Öllum ástvinum hans sendum við samúðarkveðjur. Gunnlaugur V. Snævarr, formaður. Hann kom inn í hópinn eins og stormsveipur og okkur fannst eins og við hefðum þekkt hann í mörg ár. Ljóshærður, kraftmikill, brosandi út undir eyru og alltaf til í stuð. Þor- steinn Sigurfinnsson sem við kveðj- um nú í dag var stór hluti af skóla- göngu okkar í FB. Við eyddum miklum tíma saman bæði í skólanum og í félagslífi og alltaf kom Steini sterkur inn. Fyrir honum voru hindr- anir til að takast á við þær og við- horfið var alltaf: Við reddum ‘essu krakkar. Við fráfall hans koma upp í hugann margar dýrmætar minningar um tímann okkar saman. Steini var mikill ljúflingur og mikil félagsvera. Hann naut sín innan um fólk og þekkti ótrú- lega marga, það var eins og hann væri alls staðar á heimavelli. Alltaf var stutt í brosið hjá honum og hlát- urinn. Nærvera hans var ljúf og það var skemmtilegt að umgangast hann. Steini var alltaf eins. Þó ár liðu á milli endurfunda, þá var það alltaf eins og maður hefði hitt hann síðast í gær. Steini hefur nú yfirgefið sviðið allt- of fljótt, en í minningunni lifir góður drengur sem með glaðværð sinni og jákvæðni naut þess sem lífið bauð uppá. Börnunum hans, sem hann var svo stoltur af, foreldrum og systkin- um sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. F.h. Jamaicahópsins, Fjóla Hauksdóttir. Jónas Sigurgeirsson. ✝ Ástkær bróðir okkar, ÁSGRÍMUR EINARSSON, Grundargötu 9, Siglufirði, sem lést á Heilbrigðisstofnuninni Siglufirði miðvikudaginn 19. maí, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju föstudaginn 28. maí kl. 14.00. Stella Minný Einarsdóttir, Sólveig Einarsdóttir, Ásta Einarsdóttir, Eysteinn Óskar Einarsson, Jón Einarsson og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ARNHEIÐUR HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR, Vallholti 16, Selfossi, áður Sólbergi, Stokkseyri, lést mánudaginn 24. maí. Anna Jósefsdóttir, Ingibergur Magnússon, Guðmundur Jósefsson, Arndís Lárusdóttir, Sigmundur Sigurjónsson, Ólafur Jósefsson, Rósa Kristín Þorvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SKARPHÉÐINN JÓNSSON frá Kringlu, Dalabyggð, lést að dvalarheimilinu Seljahlíð, Reykjavík, þriðjudaginn 25. maí. Guðrún Skarphéðinsdóttir, Kjartan Sigurðsson, Sigríður Skarphéðinsdóttir, Jóel Þorbjarnarson, Jón Skarphéðinsson, Margrét Skarphéðinsdóttir, Thor Eggertsson, Svanhildur Skarphéðinsdóttir, Magnús Sigurðsson, Jónas Rútsson, Kristín Viðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR frá Patreksfirði, síðast til heimilis Arnarhrauni 4, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum mánudaginn 24. maí. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 3. júní kl. 13.00. Pétur Ólafsson, Arnbjörg Pétursdóttir, Haraldur Ólafsson, Óliver Pétursson, Svandís Þorvaldsdóttir, Kristín Petrína Pétursdóttir, Sigþór Jóhannes Guðmundsson, Haraldur Pétursson og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir mín, SIGRÍÐUR MARGRÉT GÍSLADÓTTIR, Sísí, frá Skálholti, Vestmannaeyjum, síðast að dvalarheimilinu Sólvöllum, Eyrarbakka, lést þann 20. þessa mánaðar. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki dvalar- heimilisins að Sólvöllum fyrir einstaklega góða umönnun og nærveru. Fyrir hönd aðstandenda, Gísli Sigurðsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÁSGERÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, áður til heimilis í Gnoðavogi 42, Reykjavík, lést á dvalarheimilinu Skógarbæ að kvöldi mánu- dagsins 24. maí. Útförin fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn 31. maí kl. 11:00. Kristinn Sigmundsson, Ásgerður Þórisdóttir, Þórður Sigmundsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og dóttir, GUÐRÚN ÞÓRSDÓTTIR, skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur, lést á heimili sínu þann 25. maí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 3. júní kl. 13.00. Ólafur Stefánsson, Þór Ólafsson, Stefán Ólafsson, Stefanía Björgvinsdóttir, Anna Hulda Ólafsdóttir, Gunnar Hilmarsson, Friðrik Boði Ólafsson, Anna Hulda Sveinsdóttir og barnabarn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.