Morgunblaðið - 27.05.2010, Side 34

Morgunblaðið - 27.05.2010, Side 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010 Í þessari síðustu kveðju gæti ég rætt um veikindi pabba, spurninguna um af hverju sérfræðingar virtust ekki gera sér grein fyrir að meinið gæti farið yf- ir í lifur eða ráðgátuna um mismun- andi túlkun á myndum og upplýsing- um um hver staðan væri fyrir aðeins fjórum vikum. Slíkar vangaveltur eru óþarfar. Pabbi hefur fengið hinstu hvíld eftir erfið veikindi sem höfðu varað í langan tíma en lauk með stutt- um og snörpum endaspretti. Þess í stað vil ég minnast pabba með því sem hann kenndi mér. Pabbi lagði áherslu á að maður stæði sig vel í skóla og vinnu. Hann vildi að maður stefndi hátt og hvikaði hvergi frá markmiðum sínum. Enda fannst hon- um það ekki koma til greina að við bræður breyttum áætlunum okkar og flyttumst heim frá útlöndum þegar hann varð veikur. Og þegar við rædd- um saman undanfarið hafði hann fyrst og fremst áhuga á að heyra hvað ég væri að sýsla en takmarkaðan á að ræða veikindin. Pabbi stóð vel með sínum. Hann var einn besti vinur Eg- ils litla bróður og samstaða pabba og mömmu í gegnum súrt og sætt er mér leiðarljós í eigin hjónabandi. Á þessari stundu hrannast upp minningarnar í huganum, af kollegí- inu í Köben, af óborganlegum hlát- ursköstum pabba, af æsispennandi úrslitaleikjum í handboltanum og svo mætti lengi telja, en meginstefið er minningin um traustan, tryggan og duglegan mann. Pabba var umhugað um að vel yrði búið um mömmu og Egil að sér gengnum. Þegar ég lít til þess hve margir hafa sýnt okkur sam- stöðu og lagt lið að undanförnu, sé ég þessa eiginleika pabba birtast í fjöl- skyldu okkar og vinum þeirra mömmu. Það auðveldaði pabba kveðj- una að vita að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur, hvorki af eigin sjúkdómi framar né heldur af mömmu eða okk- ur bræðrum. Hvíl í friði, elsku pabbi. Gunnar. Ég man hvað ég var stressuð þegar ég átti að hitta tengdafjölskylduna í fyrsta sinn. Það var matarboð á Heiðvanginum með fjarskyldum ætt- ingjum Systu frá Brasilíu og ég mætti með hjartað í buxunum. Tóti og Systa tóku á móti mér með hlýju og um- hyggju en ég fann samt að eitthvað við Tóta ætti eftir að koma mér á óvart. Ég áttaði mig fljótt á því hvað það var, kallinn var bara að meta hversu hart hann gæti skotið á mig. Og viti menn, hann gat skotið að vild. Við smellpössuðum saman og ég vissi að hérna inni gæti ég alltaf látið allt flakka. Að setjast niður við þessi skrif kemur ýmsum minningum af stað. Ég mun til dæmis aldrei gleyma því þegar Svenni útskrifaðist sem hús- gagnasmiður. Veislan var að klárast og gestirnir þreyttir eftir húllumhæ- ið. Við Svenni og tengdaforeldrar mínir vorum hinsvegar ekki á þeim buxunum að hætta skemmtuninni og skelltum okkur á Fjörukrána. Heppnin var með okkur því þetta kvöld hélt færeysk eðalhljómsveit uppi stuðinu. Kvöldið náði hápunkti sínum þegar við stóðum fjögur saman eins og grúppíur í heimsklassa og görguðum: „Ekstra nummer – ekstra nummer“ eins hátt og lungun leyfðu. Fjölskyldumáltíðirnar á Heið- vanginum hafa verið margar í gegn- um tíðina og skemmtilegri stundir er varla hægt að hugsa sér. Það er setið lengi að snæðingi, kjaftað og mikið hlegið. Frá fyrsta degi hefur mér liðið eins og hluta af fjölskyldunni án þess að ég þyrfti að sanna mig á einn eða Þórarinn Sigurðsson ✝ Þórarinn Sigurðs-son fæddist í Reykjavík 26. apríl 1950. Hann lést á Krabbameinslækn- ingadeild Landspít- alans 17. maí 2010. Útför Þórarins fór fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 26. maí 2010. annan hátt. Við Tóta hef ég alltaf getað talað beint frá hjartanu og aldrei þurft að setja mig í neinar stellingar. Það var líka alltaf ákveðin upplifun að fylgjast með Tóta og Systu að störfum í eld- húsinu. Þau voru eins og vísar á klukku, unnu óaðfinnanlega saman, fylgdust að en þvæld- ust aldrei fyrir hvert öðru. Þessi samvinna var sérstaklega áber- andi þegar þau komu í heimsókn til okkar Sveins í Ósló. Í þriggja fer- metra eldhúsi gátu þau útbúið dýr- indis morgunverð og gengið frá eftir hann án þess svo mikið sem rekast ut- an í hvort annað. Það er alltaf erfitt að kveðja og að kveðja tengdapabba minn nístir inn að hjartarótum. Hann barðist eins og hetja í gegnum veikindi sín, þrjósk- aðist áfram eins og honum einum var lagið og maður hafði alltaf trú á að hann myndi standa uppi sem sigur- vegari. Og í raun stendur hann uppi sem sigurvegari. Það hlýtur að vera sigur að geta kvatt þennan heim um- kringdur fólki sem elskar þig og virð- ir. Það hlýtur að vera sigur þegar þín- ir nánustu sakna þín sem sárast en geta samt hlegið að minningunum. Minningum um góðar stundir, gleði, hlátur og mikinn húmor. Missirinn er mikill og skarðið er stórt en minning- arnar munu ylja okkur um ókomna tíð. Elsku Tóti minn, frá því þú veiktist stóðstu alltaf fastur á því að þú mynd- ir lifa til að sjá Svein útskrifast sem arkitekt. Það eru tvö ár í útskriftina en ég veit þú átt eftir að vera með okkur í anda. Tóti minn, ég tek frá fyrir þig sæti. Kolbrún Kristínardóttir. Vorin hafa verið viðburðaríkur tími eftir að við fluttum til London. Fyrsta vorið gengum við Gunni í hnappheld- una og í fyrravor fæddist yngri dóttir okkar. Báða þessa daga var glaðasól- skin og veðrið eins og það gerist best. Veðrið hér í Englandi er svolítið eins og heima á Íslandi, síbreytilegt og sjaldan eru tveir dagar eins. Að hafa fengið fallegt vorveður báða þessa daga hefur gert þá enn sérstakari í minningunni. Þriðja vorið nálgast og aftur dregur til tíðinda en í þetta skiptið eru það engin gleðitíðindi sem ber að garði. Haustið 2007 greindist Tóti tengdafaðir minn með krabbamein. Við tók löng og ströng meðferð sem Tóti tókst á við af krafti. Tóti var ein- staklega duglegur og þrautseigur maður. Þeir eiginleikar nýttust hon- um vel í baráttunni við krabbameinið. Sama haust og veikindin greindust fluttumst við Gunni til Englands og Sveinn og fjölskylda til Noregs. Við fylgdumst með meðferðinni á milli þess sem við sáumst í fríum. Tóti bar sig alltaf vel og var staðráðinn í að gera sitt besta. Mér er minnisstætt þegar hann og Systa komu í heimsókn fyrsta vetur- inn okkar í London. Tóti tók virkan þátt í öllu sem við gerðum hvort sem það var að rölta um á Portobello- markaðinum eða fara í göngu á Hampstead Heath. Þessar ferðir reyndu þó á og honum rann oft í brjóst í strætó. Tóti var baráttumað- ur og hélt í sjálfstæði sitt fram á síð- ustu stundu. Hann vann samhliða stífri krabbameinsmeðferð og vakti úthald hans og þrek aðdáun. Tóti fékk mikinn styrk frá Agli og Systu. Systa og Tóti voru afar samrýmd hjón og unnu vel saman. Hún stóð eins og klettur við hlið manns síns gegnum veikindin og fylgdi honum fram á síð- ustu stundu. Hringrás lífsins heldur stöðugt áfram. Á síðasta ári fæddust tvö börn inn í fjölskylduna. Tóti eign- aðist lítinn nafna, Þórarin Bjarka í Ósló og fáeinum mánuðum síðar fæddist Embla í London. Hún fædd- ist á afmælisdegi afa síns og hefur frá fyrstu stundu borið sterkan svip af afa sínum, að mínu mati. Fyrir áttu Tóti og Systa sonardæturnar Krist- ínu Sif og Freyju. Það er alltaf sárt að kveðja og ekki síst þegar það gerist fyrr en búast má við. Á slíkum stund- um er huggun að sjá barnabörnin bera áfram minningu um afa sinn. Ég sá Tóta síðast í apríl en þá hrakaði heilsu hans verulega. Þegar við kvöddumst velti ég því fyrir mér í fyrsta skipti hvort ég væri að kveðja hann í síðasta sinn. Fram að því hafði Tóti alltaf borið sig vel og þótt með- ferðin tæki á kom hann alltaf til baka. Þrátt fyrir slæm tíðindi komu líka reglulega góðar fréttir. Tóti tileinkaði sér einstaka bjartsýni sem hjálpaði honum að takast á við veikindin. Síð- ustu vikur þróuðust mál hins vegar á verri veg. Á tímum eldgosa var lán að Gunni og Sveinn kæmust til Íslands til að eyða síðustu dögunum með pabba sínum. Eins og síðustu tvö vor var veðrið í London fallegt daginn sem tengda- pabbi kvaddi. Dagana á undan var kalt og grátt. Þennan dag var hlýtt og sólríkt en það féll líka haglél. Það stóð þó ekki lengi heldur stytti upp og frið- sæl kvöldsólin batt enda á daginn. Eva. Að setja niður á blað minningarorð um Þórarin, bróður minn, hefur reynst mér erfiðara en ég hugði í fyrstu. Aldrei hvarflaði að mér annað en að hann myndi sigrast á sínum veikindum, svo hraustur sem hann var. Og hann barðist, æðruleysið, já- kvæðnin og kímnigáfan voru hans vopn. Hann átti sína sigra, þrátt fyrir margar lykkjur á leiðinni, en jafnvel sterkustu menn verða að gefa eftir þegar leik er lokið. Nú er ekkert eftir nema að kveðja hetjuna sem barðist til síðasta dags. Þakka fyrir þann tíma sem við áttum með honum. Þakka fyrir allt það sem hann gaf okkur. Næstelstur af átta systkinum, lágvaxinn, sterklega byggður, með mikið svart krullað hár. Vinnusamur, iðinn og snyrtimennsk- an honum í blóð borin. Helsta hjálp- arhella mömmu á laugardögum þegar skúringafatan og tuskur voru teknar upp og húsið þrifið á mettíma. Töffari með lakkrísbindi og í támjóum skóm á leið á ball í Glaumbæ, iþróttamaður í takka- eða handboltaskóm á leið á æfingu eða í keppni. Sumarið 1972 fóru þeir bræður Tóti og Kiddi til Seyðisfjarðar að þjálfa og spila með liðinu þar. Þangað héldu mamma og pabbi með hluta af barnaskarnum í heimsókn. Haldið í enn meira ferðalag og Austfirðir kannaðir, allt til Skaftafells. Þetta voru góðir dagar en í langri ferð getur slest upp á vinskap yngri systkina. Tóti gat jafnað allan ágreining og fengið mann til að brosa aftur. Í minningunni finnst mér sem það hafi verið sól allan tímann. Það var Tóta mikil gæfa að hitta Systu sína og saman stigu þau lífs- dansinn í þrjátíu og fjögur ár. Hafi lít- il systir haft áhyggjur af því að nú væri stóri bróðir henni horfinn reynd- ust allar slíkar áhyggjur ástæðulaus- ar. Systa varð hluti af stórfjölskyld- unni og við öll hluti af þeirra lífi. Árið 1988 tóku þau þá stóru ákvörðun að fara með drengina tvo sem þá voru til fæddir til Kaup- mannahafnar þar sem Tóti hóf nám við EDB Højskolen. Þannig háttaði til á þeim árum að ég var mikið á ferð- inni til Kaupmannahafnar vegna vinnu minnar og oftar en ekki dvaldi ég hjá þeim í litlu íbúðinni á Øresund- skollegiet, þar sem fermetrarnir voru ekki margir en hjartarými þess meira. Þessi ár voru þeim góður tími, Tóta gekk vel í skólanum, Systa vann utan heimilis og þeim og strákunum gekk vel að aðlagast hinu danska samfélagi. Þar bættist við þriðji strákurinn í hópinn og lífið var þeim yndislegt. Á þessum árum styrktust systkina- bönd okkar Tóta og mikil og djúp vin- átta myndaðist sem aldrei brást. Tím- ans í Kaupmannahöfn var jafnan minnst með mikilli gleði, minningar og sögur rifjaðar upp og Kim okkar Larsen spilaður aftur og aftur. Tóti var klettur í lífi margra, alltaf tilbúinn að hlutsta, gefa ráð eða bara gott knús. Þar höfum við, ég og börnin mín, átt athvarf og skjól þegar sterkir vindar hafa blásið og verið við að feykja okkur um koll. Elsku Systa mín og strákrnir allir, tengdadætur og barnabörn, missir ykkar er sár. Þið gáfuð Tóta gott líf, með ykkur fékk hann séð það sem hann vildi og með ykkur heyrði hann sinn lífsins söng. Vertu kært kvaddur, elsku bróðir. Om lidt, om lidt er vi borte vi ses måske igen. Katrín og börn. Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig, frá Bláalónsböðum að nyrstu sjávarströnd. Frá vel þekktum stöðum út í ókönnuð lönd þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig. Ef dimmir í lífi mínu um hríð, eru bros þín og hlýja svo blíð. Og hvert sem þú ferð, og hvar sem ég verð, þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig. Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig, Frá hlíðum Akureyrar inn í grænan Herjólfsdal. Frá Hallormsstaðaskógi inn í fagran Skorradal, þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig. Ef dimmir í lífi mínu um hríð, eru bros þín og hlýja svo blíð. Og hvert sem þú ferð, og hvar sem ég verð, þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig. (Rúnar Júlíusson.) Elsku Tóti. Ég vil þakka þér fyrir samfylgdina í gegnum okkar ævinnar stig. Margar minningar hafa streymt í gegnum hugann minn síðan þú neyddist til að gefast upp fyrir krabbameininu eftir hetjulega bar- áttu. Þú ert annað systkinið mitt sem ég missi vegna þess vágests á rúmu ári. Ykkar Gunnu systur er saknað. Æskuárin okkar í Drápuhlíð og á Háaleitisbrautinni eru mér ofarlega í minni og margt skemmtilegt var brallað þar. Sumrin voru þó tómleg án þín og Kidda, þegar þið fóruð í sveitina og ég öfundaði ykkur oft yfir að fá að vera þar í sveit. Íþróttirnar áttu hug þinn allan, þú varst frábær spretthlaupari og vannst marga verð- launapeninga. Við fluttum svo á Stekkjarflötina og nýr og skemmti- legur kafli tók þar við. Þú fórst í handboltann og bæði spilaðir sjálfur og þjálfaðir mörg lið í gegnum árin, bæði í Garðabæ og Hafnarfirði. Fót- boltaáhugi þinn var alþekktur og ekki var verra að Halldór, yngri sonur minn, hélt með sama liðinu og þú, Arsenal, í enska boltanum. Það var gaman að ykkur bræðrunum þegar þið komuð saman og þá var mikið rætt um fótbolta eða handbolta. Við bárum ábyrgð nokkuð snemma þar sem þú varst elstur af strákunum á heimilinu og ég var elsta stelpan. Aldrei þurfti mamma að hafa áhyggj- ur af heimilisverkunum því þú tókst virkan þátt í þeim alla tíð á meðan þú bjóst heima. Ég gerði mitt besta en verð að viðurkenna að ég var samt latari en þú. Ég dáðist að dugnaði þínum þegar þú tókst þig upp á fertugsaldri með fjölskylduna og fórst til Danmerkur til náms. Systa stóð alla tíð þétt við hliðina á þér og þið voruð afar sam- hent hjón. Þú lifðir fyrir fjölskylduna þína og þau hafa misst mjög mikið nú. Elsku Systa, synir, tengdadætur og barnabörn. Við vottum ykkur okk- ar innilegustu samúð og megi Guð gefa ykkur styrk og kjark til að tak- ast á við líf án Tóta bróður. Ég trúi því staðfastlega að hann og Hjölli minn séu búnir að hittast og saman muni þeir gera sitt besta til að leið- beina okkur og fylgjast með úr fjar- lægð. Sigrún og fjölskylda. Hjartkær bróðir minn, Þórarinn Sigurðsson, hefur kvatt þessa jarð- vist. Við vorum hálfbræður, sam- mæðra, og var hann þremur árum yngri en ég. Við ólumst ekki upp sam- an en samgangur var alla tíð mikill milli heimila okkar. Við urðum snemma nánir og góðir bræður og héldum því góða sambandi allt lífið. Með Þórarni bróður mínum er genginn drengur góður. Hann hafði barist hetjulega við krabbamein í langan tíma og virtist vera að hann væri að hafa betur í þeirri baráttu. En svo kom bakslagið og skyndilega var orrustan töpuð. Tóti bróðir var ein- staklega jákvæður í allri baráttu sinni við meinið og smitaði alla í kringum sig af baráttuanda, þannig að léttleiki og bjartsýni réðu för. Hann gafst aldrei upp og leitaði allra leiða til að sigrast á sjúkleikanum. Tóti var næstelstur í hópi átta systkina og skiljanlega gekk oft mikið á á heimilinu, enda aldursmunur milli systkinanna ekki mikill. Hann var ávallt mjög geðgóður og hjálpsamur móður okkar og hugsaði vel um yngstu systkinin. Hann var að vonum vinmargur og mjög tryggur vinum sínum. Sjaldan var hann hvass í máli en varð það þó ef á vini hans var hall- að. Tóti bróðir stundaði ýmis störf framan af ævi, meðal annars við bók- hald og fjármálastjórnun hjá fyrir- tækjum. Síðan venti hann sínu kvæði í kross og hélt til Danmerkur og lauk þar námi í forritun og tölvufræðum. Við þá grein starfaði hann til æviloka, lengst af hjá AX-hugbúnaði. Hann var vel liðinn í vinnu, þjónustulund- aður, lipur og reyndi að leysa hvers manns vanda, sem er algengt vanda- mál þegar tölvur eru annars vegar. Tóti kvæntist Maríu Sif Sveins- dóttur, mikilli vildiskonu, og eignuð- ust þau þrjá mannvænlega syni, Gunnar, Svein og Egil, sem allir hafa spjarað sig vel í lífinu. Hann hugsaði afar vel um fjölskylduna og hafði hag hennar í fyrirrúmi. Drengirnir þeirra nutu hlýhugar hans og stuðnings í uppvexti og námi og var hann ávallt þeirra stoð og stytta. Þau hjónin voru afar samhent og gestrisin enda vin- mörg og vel látin. Þau bjuggu lengst af í Hafnarfirði og áttu þar fallegt heimili. Þórarinn bróðir var afar ljúf- ur maður í framgöngu, traustur mað- ur, jákvæður og fullur af spaugi og horfði ávallt á björtu hliðar lífsins. Þórarinn var fríður maður sýnum, meðalmaður á hæð, kvikur í hreyf- ingum og samsvaraði sér vel, dökk- hærður og slétthærður. Hann var mi- lill íþróttamaður, lék handbolta og knattspyrnu með Stjörnunni í Garða- bæ og var bæði þjálfari og dómari á sínum ferli. Við vottum Maríu Sif og drengj- unum þeirra, þeim Gunnari, Sveini og Agli og líka barnabörnunum þeirra okkar dýpstu samúð. Ég þakka þér góði vinur og bróðir samfylgdina í gegnum lífið. Guð blessi minningu Þórarins Sigurðssonar. Gunnar I. Birgisson og Vigdís Karlsdóttir. Kær vinur okkar, Þórarinn Sig- urðsson, kallaður Tóti í okkar vina- hóp, hefur kvatt þessa tilvist eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúk- dóm. Fyrstu kynni okkar af Tóta voru í nóvember 1974, þegar Systa okkar hitti þennan fallega mann á Hótel Sögu. Okkar leiðir hafa legið saman síðan, og hefur vinskapur okkar styrkst og þróast með árunum. Við höfum átt margar ógleymanlegar stundir saman, í útilegum, sumarbú- staðaferðum, grillveislum og árlegum þorrablótum vinahópsins. Á fallegu vorkvöldi, stuttu eftir að hann fagnaði 60 ára afmæli sínu með nánum vinum og ættingjum, kvaddi Tóti, átakalaust af sinni einstöku ró- semi og yfirvegun sem einkenndi hann, sterkur og staðfastur maður og góður vinur. Stórt skarð hefur mynd- ast í okkar vinahóp til 36 ára, hans mun verða sárt saknað. Við látum hér fylgja fallegan texta eftir uppáhalds- tónlistarmann Tóta, Kim Larsen. Svo fljótt muntu finna, svo fljótt er þögnin hér. Fékkst frjáls þín verk að vinna, fékkst söng sem hæfði þér. Svo fljótt, svo fljótt er það búið, svo sé þig seinna meir. Svo fljótt, svo fljótt er það búið. Svo sé þig seinna meir. (Þýð. Kristján Hreinsson.) Elsku Systa okkar, Gunnar, Sveinn, Egill, tengdadætur og barna- börn, Guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg og söknuði. Við munum ylja okkur við góðar minningar um góðan dreng og þökkum fyrir sam- fylgdina. María, Guðlaug og Rúnar, Guðrún og Stefán.  Fleiri minningargreinar um Þór- arin Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.