Morgunblaðið - 27.05.2010, Síða 38
38 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
DÓRA, EF SKE KYNNI AÐ
SKRÍMSLIÐ REYNI AÐ ÉTA OKKUR...
JÁ,
DODDI?
ÞÁ HEFUR MIG
ALLTAF LANGAÐ
AÐ SEGJA ÞÉR...
JÁ, ELSKAN
MÍN?
AÐ MÉR HEFUR
ALLTAF FUNDIST
ÞÚ MJÖG
BRAGÐGÓÐ!!
ÉG HELD AÐ
ÞAU ÆTTU AÐ
AFPANTA
MATINN
ÉG ÆTLA
EKKI Í
SKÓLANN
Í DAG
ÉG ER MEÐ HÖFUÐVERK HANN ER SVO
HROKAFULLUR
EF ÞAÐ VERÐA EINHVERJAR
FRAMFARIR Í GRUNNSKÓLA-
KENNSLU, LÁTTU MIG VITA
NEMA ÞÚ SÉRT MEÐ
SJÖ RÉTTA MÁLTÍÐ
Í POKANUM...
ÞÁ VIL
ÉG FARA
ÚT AÐ
BORÐA
ÉG HEF VERIÐ Á FERÐALAGI
Í MARGA MÁNUÐI. ÞAÐ VERÐUR
GOTT AÐ KOMA HEIM OG FÁ GÓÐA,
HEIMALAGAÐA MÁLTÍÐ
ÉG KEYPTI
ÞESSA FISKA
Í GÆLUDÝRA-
BÚÐINNI
HVERNIG
FISKAR ERU
ÞETTA?
VIÐ FENGUM TÖLVUPÓST
FRÁ MANNI Í NÍGERÍU
SEM VILL GEFA OKKUR
TÍU MILLJÓNIR!
VIÐ ERUM RÍKIR!
KJÁNA-
FISKAR
SJÁÐU!
ZENTH T-52
FRÁ 1968
KEYPTIR ÞÚ
ANNAÐ GAMALT
ÚTVARP?
HVAÐ
ÆTLAR ÞÚ
EIGINLEGA
AÐ KAUPA
ÞÉR
MÖRG?
HVERJU
SKIPTIR ÞAÐ?
ÞAU ERU ÓDÝR
OG ÉG HEF
MJÖG GAMAN
AF ÞEIM
HEYRÐU!
EKKI SNERTA
ÞETTA!
ÉG HEF
EKKI MESTAR
ÁHYGGJUR AF
PENINGUNUM
BIG-TIME, MÁ
ÉG HÆTTA AÐ
LEIKA KÓNGULÓAR-
MANNINN
NÚNA?
NEI, HANN ÞARF
AÐ TAKA SÖKINA
FYRIR EINN GLÆP
Í VIÐBÓT
MORÐIÐ Á
MARÍU LOPEZ
PETER PARKER FÆR
KANNSKI LOKSINS
ÖRLITLA HVÍLD...
...EN ILLSKAN SEFUR ALDREI
Borgarstjórnar-
kosningar
Dagurinn er að kveldi
kominn, hef þegið
kvöldverðarboð hjá
syni mínum; hrefnu-
kjöt smakkað svona til
að finna bragðið, síðan
hefðbundinn lamba-
kjötsréttur, ís á eftir og
kaffisopi. Ekið er heim
um Breiðholtið, horft
inn í Elliðarárdalinn,
ekið um Sundahöfn,
nýja stóra bryggju-
svæðið skoðað, en þar
geta stærstu skemmti-
ferðaskip lagst að
bryggju; ekið í vesturátt, ný fögur
stórhýsi blasa við á Sundabraut í
stað sviðakofanna áður við Skúlagöt-
una og Sláturfélagið, Kveldúlfs-
bryggjuna og Skuggahverfið þá í
baksýn, framundan stór bygging í
smíðum, sem taka á 1800 áhorfendur
í sæti samanborið við álíka höll í
Kaupmannahöfn með 1200 sæti.
Veðrið er fagurt, innsiglingin blasir
við og borgin okkar aðlaðandi, falleg
og hrein. Mér duttu í hug kosning-
arnar. Hver eða hverjir eiga að taka
við fæðingarborg minni að afloknum
borgarstjórnarkosningum? Mér
virðist að öllum sé nú sama, jafnvel
örlög hennar orðin að grín- og hlát-
ursefni. Ég viðurkenndi við son
minn og tengdadóttur að mér er
ekki sama; ég óska að henni verði vel
stjórnað og vel verði með fjámuni
hennar og skattfé okkar varið.
Hvernig þetta endar að
lokum veit ég ekki, en
mér er ekki sama.
Hvað finnst ykkur?
Svari hver fyrir sig!
Borgarbúi.
Selfoss - Stjarnan
Þeir sem fylgdust með
Íslenska boltanum í
sjónvarpinu í fyrra-
kvöld frá viðureign
Selfoss og Stjörnunnar
í úrvalsdeildinni í fót-
bolta, urðu vitni að því
(þegar sýnt var í hægri
endursýningu) þegar
leikmaður Selfoss,
Sævar Þór Gíslason, „fiskaði“ víta-
spyrnu með því að láta sig falla í
vítateig andstæðinganna. Það sást
greinilega þegar Sævar fór framhjá
markverðinum að hann steig niður
báðum fótum og lét sig falla með
stæl. Dómarinn lét blekkja sig og
dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu, sem
Selfoss skoraði úr.
Svona nokkuð er hneisa fyrir
íþróttina og vil ég meina að þetta sé
svindl sem ber að taka alvarlega á og
refsa fyrir. Fyndist þriggja leikja
bann og fjársektir vera hæfileg refs-
ing.
Áhorfandi.
Ást er…
… þegar matarlystin
hverfur.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, vatns-
leikfimi (Vesturbæjarl.) kl. 10.50, prjóna-
kaffi kl. 13.
Árskógar 4 | Handavinna, smíði/
útskurður kl. 9, botsía kl. 9.30, leikfimi
kl. 11, helgistund kl. 10.30, myndlist kl.
13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Myndlist kl. 9, bók-
band kl. 13.
Dalbraut 18-20 | Bókabíllinn kl. 11.15,
samverustund með sr. Bjarna kl. 15.15.
Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8,
upplestur kl. 14.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
kl. 13. Dagsferð 2. júní um Reykjanes.
ATH. brottför frá Sæmundargötu kl.
9.30 og Stangarhyl kl. 10, skrán. og
uppl. s. 588-2111.
Félagsheimilið Garðatorgi 7 | Leikfimi
kl. 9.45, rammavefnaður.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa-
vinna kl. 9, ganga kl. 10, handav. og
brids kl. 13, jóga kl. 18.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Gönguhópur, vatnsleikf., karlaleikf.,
handav. og botsía, fastir tímar. Ath. síð-
ustu tímar í karlaleikf. og botsía á önn-
inni.
Félagsstarf Gerðubergi | Helgistund kl.
10.30, vinnust. opn. frá hád., m.a. mynd-
list og perlusaumur. Á morgun fellur
starfsemi niður frá hádegi vegna jarð-
arfarar Helgu Vilmundardóttur. S. 575-
7720.
Furugerði 1, félagsstarf | Messa á
föstudag kl. 14.
Hraunsel | Morgunrabb/samvera kl. 9,
qI-gong kl. 10, leikfimi kl. 11.20, vatns-
leikf. kl. 14.10, dansl. 28. maí kl. 20.30-
24, Þorvaldur Halldórs., kr. 1.000.
Hvassaleiti 56-58 | Botsía kl. 10, hann-
yrðir kl. 13, félagsvist kl. 13.30.
Hæðargarður 31 | Hringborðið kl 8.50
Stefánsganga kl. 9, glerskurður kl. 9 og
13. Uppl. í s 411-2790. Kynningarfundur
Frjálslyndra kl. 14.30, Pétur Bjarnason
spilar á harmonikku. Örsýning Lista-
smiðju auk samsýningar Listasmiðju,
Frístundah. Sólbúa og Skapandi skrifa.
Listasmiðjan opin í júní.
Íþróttafélagið Glóð | Hringdansar í
Kópavogsskóla kl. 17.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun er
sundleikfimi í Grafarvogssundl. kl. 9.30.
Listasmiðja á Korpúlfsst. kl. 13-16.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu-
stund, spjall og léttar æfingar kl. 10,
handverks- og bókastofa op., botsía kl.
13.30, þjóðlagastund kl. 15, hárgreiðslu-
stofa s. 552-2488, fótaaðgerðastofa s.
552-7522.
Norðurbrún 1 | Smíðastofa opin, hand-
av. og leirlist kl. 9 og 13, botsía kl. 10,
bókabíll kl. 10. Sími 411-2760.
Vesturgata 7 | Handavinna, glerskurður
kl. 9.15, ganga kl. 11.30, kertaskreytingar
kl. 13, kóræfing kl. 13, leikfimi kl. 14 30.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bók-
band/postulín. kl. 9, morgunst. kl. 9.30,
botsía kl. 10, framh.saga kl. 12.30, hand-
av. kl. 13, frjáls spil, stóladans kl. 13.15,
bíómynd kl. 13.45.
Sigrún Haraldsdóttir kastar framstöku um gang lífsins:
Gjörla varla gengur mér
glóru í því að eygja,
furðulegt það ferli er
að fæðast til að deyja.
Kristján Eiríksson veltir því fyrir
sér hvort þessu sé öfugt farið „eða
þannig“:
Þessu trúa ýmsir enn,
um eilífð vonir glæðast,
að drottinn láti dýrðarmenn
deyja til að fæðast.
Davíð Hjálmar Haraldsson
klykkir út með:
Sólin myrkrið sigrar enn,
sá er lífsins kraftur
að grafnir fyrrum göngumenn
ganga sumir aftur.
Víst er að Margrét Jónsdóttir lif-
ir enn í skáldskap sínum, en hún
fæddist að Árbæ í Holtum árið 1893
og lést árið 1971. Margrét var rit-
stjóri Æskunnar og skrifaði marg-
ar bækur, sögur, ljóð og leikrit. Eitt
kunnasta kvæði hennar er Ísland er
land þitt, sem fjallar meðal annars
um trúna á „frelsisins vor“. En hún
orti einnig „Á Seltjarnarnesi“, þar
sem þetta er skrifað:
Fjalla hringur fagur, víður
faðminn breiðir móti þér.
Særinn blikar blár og fríður,
bjart er, hvert sem litið er.
Snæfellsjöfur skarti skrýddur
skikkjum mjallar tiginn ber.
Sólargeisla gulli prýddur
gnæfir yfir land og ver.
Vísnahorn pebl@mbl.is
Af sól og Seltjarnarnesi