Morgunblaðið - 27.05.2010, Side 39
Menning 39FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010
Kvennakórinn Embla heldur
árlega vortónleika í Glerár-
kirkju á Akureyri á föstudag
kl. 20:00 og í Laugarneskirkju í
Reykjavík á sunnudag kl.
16:00. Flutt verða verk fyrir
kvennakór, einsöngvara og
hljóðfæraleikara, þ. á m. eftir
Báru Grímsdóttur, Þorkel Sig-
urbjörnsson, Jón Leifs, Monte-
verdi, Lasso, Berlioz, Liszt,
Grieg, og d’Indy.
Einsöngvari með kórnum er Elín Ósk Óskars-
dóttir sópransöngkona. Hljóðfæraleikarar eru
Helga Kvam, harmonium, Richard Simm, píanó,
og Sophie Marie Schoonjans, harpa.
Stofnandi og stjórnandi Emblu er Roar Kvam.
Tónlist
Árlegir vortón-
leikar Emblu
Elín Ósk
Óskarsdóttir
Vorhefti Skírnis 2010, tímarits
Hins íslenska bókmennta-
félags, er komið út. Meðal efnis
í ritinu má nefna greinar um
stjórnarskrá og hlutverk for-
settaembættisins, um kyn-
þáttahyggju og fordóma á Ís-
landi, menningararf í
samtímanum og tímasetningu
landnáms á Íslandi. Einnig er
fjallað um kvæðabálk Halldórs
Laxness um unglinginn í skóg-
inum og stöðu hans í ljóðlist samtímans, og íslensk
draugafræði, birt eru ljóð eftir Anton Helga Jóns-
son og Ingunni Snædal, ritdómar um Þórbergs-
bækur Péturs Gunnarssonar og bók Árna Heimis
Ingólfssonar um Jón Leifs.
Íslensk fræði
Vorhefti Skírnis
komið út
Vorhefti Skírnis
2010.
Á morgun mun píanóleikarinn
William Westney halda tón-
leika í Salnum í Kópavogi, kl.
19.30. Westney er þekktur ein-
leikari og hefur haldið tónleika
víða um heim og unnið til fjöl-
margra verðlauna. Westney
mun leika einleik á píanó og er
efnisskráin bæði metnaðarfull
og skemmtileg, en meðal ann-
ars leikur hann verk eftir
Joseph Haydn, Gabriel Fauré, Franz Liszt og
George Gershwin.
Westney hefur hlotið fyrstu verðlaun í Alþjóð-
legu tónlistarkeppninni í Genf og komið fram með
hljómsveitinni La Suisse Romand í Sviss auk
fjölda þekktra sinfóníuhljómsveita um allan heim.
Tónlist
William Westney
spilar í Salnum
William Westney
Apfelsin Bros
teikna á boli
í mjög takmörkuðu
upplagi 40
»
Í dag hefst í Norræna húsinu al-
þjóðleg ráðstefna um tungumál og
listir undir yfirskriftinni Art in
Translation. Á ráðstefnunni verður
fjallað um það hvernig listumræða
handan við mörk tungumála mótar
listræna sköpun, viðtöku og túlkun
í heimsvæddu umhverfi.
Opnunarfyrirlestra flytja rithöf-
undurinn og þýðandinn Guðbergur
Bergsson og finnsku listamennirnir
Lea og Pekka Kantonen.
Á meðal annarra viðburða má
nefna sýningu á myndinni Tales
from the Gimli Hospital eftir ís-
lensk-kanadíska kvikmyndagerð-
armanninn Guy Maddin og tónleika
þar sem lög Billie Holiday verða
flutt á norsku. Samhliða ráðstefn-
unni verður sýningin a book of
fragments, sem byggð er á vænt-
anlegri bók eftir Birnu Bjarnar-
dóttur, opin í Norræna húsinu dag-
ana 27. maí til 13. júní.
Frekari upplýsingar má finna á
vefsetri ráðstefnunnar:
conference.inotherwords.is
Sköpun Guðbergur Bergsson flytur
opnunarerindi Art in Translation.
Ráðstefna
um tungu-
mál og listir
Listumræða handan
við mörk tungumála
Ásgerður Júlíusdóttir
asgerdur@mbl.is
Leikhúsdansverkið „Bræður“ eftir
Ástrós Gunnarsdóttur, Láru Stef-
ánsdóttur og Hrafnhildi Hagalín
Guðmundsdóttur verður frumsýnt á
Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu í kvöld
en uppsetningin er hluti af dagskrá
Listahátíðar. Lára Stefánsdóttir og
Ástrós Gunnarsdóttir hafa áður
starfað saman en þær settu upp
verkið „Systur“ fyrir um tveimur ár-
um. Í samtali við Morgunblaðið segir
Lára að þær hafi langað til þess að
halda áfram að vinna saman og því
hafi þær farið út í að semja „Bræð-
ur“. „Þetta er mjög kraftmikið leik-
húsdansverk og það eru 13 karlmenn
á aldrinum 16 til 60 ára sem taka þátt
í verkinu. Við erum með leikarara,
söngvarar og dansara en við nýtum
okkur styrkleika hvers og eins á sinn
hátt.“
Verkið fjallar um samskipti
kynjanna í stóru samhengi á óvenju-
legan og opinskáan hátt. Allir að-
standendur verksins eru konur og að
sögn Láru hefur samstarfið gengið
afskaplega vel. „Þeir hafa tekið mjög
virkan þátt í sköpun verksins og ver-
ið mjög jákvæðir og auðveldir í sam-
starfi. Það hefur til dæmis ekki kom-
ið upp neitt drama eins og oft gerist
ef konur eru einnig hluti af dans- eða
leikhópnum. Konur eiga það nefni-
lega til að velta hlutunum of mikið
fyrir sér en strákarnir hafa verið af-
skaplega þolinmóðir við okkur og
verið til í að prófa ýmislegt. Þrátt
fyrir að karlar taki mestan þátt í upp-
setningunni þá er verkið samt sem
áður sýn okkar kvenna á karlorkuna í
heiminum.“ Lára segir að þær séu
ekki endilega að leitast eftir ein-
hverju ákveðnu svari við því hvernig
karlmenn séu heldur vilji þær frekar
sýna hvernig karlorkan hefur verið
ráðandi afl. „Karlmenn hafa löngum
verið ráðandi í allri stjórnun og það
er miklu meira til af höfundarverkum
eftir karla en konur. Við reynum
samt að koma með kvenorkuna inn í
verkið líka og tökum sjálfar þátt í
hluta verksins. Við fléttum bæði kyn-
orkuna og móðureðlið og móðurjörð-
ina inn í hina karllægu heimsmynd“.
Lára tekur samt skýrt fram að að-
allega fjalli verkið um bræður og
bræðralag. „Það er ósk okkar í lok
verksins að bræður standi saman og
það er sameiginleg niðurstaða okkur
að við getum ekki staðið ein.“
Nýtt dansverk frumsýnt í kvöld
Ljósmynd/Rakel Björt Jónsdóttir
Karlorka Frá æfingu á dansverkinu „Bræðrum“ sem frumsýnt verður á
Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu í kvöld.
Við getum ekki
staðið ein
Samskipti kynjanna
» Tvær sýningar verða á
„Bræðrum“, í kvöld og annað
kvöld.
» Filippía Elísdóttir sér um
búninga og Ragnhildur Gísla-
dóttir samdi tónlistina.
» Meðal „bræðranna“ eru
Finninn Jorma Uotinen, Bras-
ilíumaðurinn Vicinius, Gunn-
laugur Egilsson, Ívar Helgason,
Ívar Örn Sverrisson, Brian
Gerke o.fl.
Glöggir vegfarendur hafatekið eftir stórri ljós-mynd af ungbarni semblasir við á vegg Land-
símahússins við Austurvöll en
þarna er um listaverk eftir Spessa
að ræða og hluta af ljósmyndasýn-
ingunni „Raunveruleikatékk“ sem
er á dagskrá Listahátíðar og stað-
sett er í miðborginni. 12 myndlist-
armenn og ljósmyndarar eiga verk
á þessari sýningu sem hverfist að
miklu leyti um vísun í veruleikann,
ekki síst eins og hann birtist í ljós-
myndum. Málefni samtímans eru
áberandi umfjöllunarefni, svo sem
hvalveiðar, nýleg mótmæli og
bankahrun – og í því samhengi vís-
ar mynd Spessa til óskrifaðrar
framtíðar.
Ljósmyndirnar hanga nær allar
úti í almenningsrýminu sem verður
fyrir vikið virkur hluti af merkingu
þeirra. Sumar eru stórar og sjást
víða að, aðrar hanga í augnhæð og
kalla á meiri nálægð. Dæmi um hið
fyrrnefnda er stór mynd eftir Li-
biu Castro og Ólaf Ólafsson utan á
Íslandsbanka í Lækjargötu, af
glaðbeittum manni með gítar.
Verkið virðist vitnisburður um nöt-
urlegar aðstæður heimilislauss
manns úti í heimi, heimfærðar upp
á íslenskan borgarveruleika.
Myndinni fylgir óþægilegur sann-
færingarkraftur, ekki síst þar sem
hún hangir utan á byggingunni
sem áður hýsti Glitni; táknmynd
skýjaborgar sem nú er hrunin til
grunna. Listamönnunum tekst vel
upp í beittu háði sem jafnframt
hefur tragískan undirtón.
Annað dæmi um velheppnaða
framsetningu verks af svipaðri
stærðargráðu, er mynd eftir Krist-
leif Björnsson í Tryggvagötu sem
sýnir fram á sköpunarmátt ljós-
myndarinnar. Verkið birtir fegurð
í hversdagsleikanum þegar af-
greiðslustúlka við búðarkassa lítur
undan eitt augnablik. Hún horfir
inn í myndrýmið en við það skap-
ast „exklúsíft“ andrúmsloft sem þó
er á skjön við mónúmental stærð
og staðsetningu ljósmyndarinnar.
Myndin gefur því tilefni til hug-
leiðinga um mörk hins einkalega
og almennings. Mynd eftir sama
listamann inni í Hafnarhúsinu
dregur fram hið mannlega og ein-
staklingsbundna í stofnanalegu
umhverfi, auk þess að tefla saman
andstæðum í sýningarumgjörð eða
samhengi myndlistarverka.
Sýningin samanstendur af ljós-
myndum, sem gerir hana á vissan
hátt að „felusýningu“ þar sem að
myndirnar eru í spennuafstöðu við
raunsæislega framsetningu í
myndmáli auglýsinga, fjölmiðla eða
upplýsingaskilta er gegnsýra borg-
arrýmið og vegfarendur taka sem
gefnu og leiða jafnvel hjá sér.
Smærri verk sýningarinnar gætu
farið framhjá vegfarendum, en eru
þó mörg til þess fallin að ögra
doða borgarbúa gagnvart umhverfi
sínu. Þau vekja m.a. til umhugs-
unar um veruleika sveitarinnar,
sem er í senn fjarlægur og nálæg-
ur, um það hvernig við umgöng-
umst og mótum nánasta umhverfi,
og um hvers konar veruleikasýn
eða minningum myndir geta miðl-
að. Öðrum verkum fylgir ónota-
kennd sem tengist eftirliti og frið-
helgi.
Myndir af mótmælendum með
auglýsingaskilti máta sig við kunn-
uglegt myndmál fjölmiðla en ná
ekki almennilega að hefja sig yfir
hið klisjukennda, jafnvel þótt þeim
sé ætlað að afhjúpa og ydda klisj-
ur. Þá vekur staðsetning mynda af
hvalaskurði við Ægisgarð fremur
fyrirsjáanleg viðbrögð meðal túr-
ista á leið í hvalaskoðun og ann-
arra sem vita af þessum samslætti.
Óvæntasti hluti sýningarinnar
eru ljósmyndir á Austurvelli eftir
Vigfús Sigurgeirsson, teknar á 4.
og 5. áratug síðustu aldar, og hefði
raunar mátt gera meira úr þessum
verkum. Þarna eru m.a. myndir
sem sýna hérlenda búskaparhætti,
teknar fyrir heimssýninguna í New
York 1939, og myndir sem Vigfús
tók af opinberum embætt-
ismönnum í árdaga lýðveldisins.
Uppsetning verkanna á lykilstað í
þjóðarvitundinni undirstrikar þátt
ljósmynda í sköpun minninga og
ímynda. Jafnframt er þarna komin
snjöll leið til að varpa ljósi á sam-
band ljósmynda og veruleika í
samhengi opinbers rýmis – sem er
þegar allt kemur til alls, kjarni
sýningarinnar.
Listahátíð/Útisýning í
miðborginni
Raunveruleikatékk
bbbmn
Daníel Þorkell Magnússon, Eggert Jó-
hannesson, Haraldur Jónsson, Hlynur
Hallsson, Ieva Epnere, Ingvar Högni
Ragnarsson, Kristleifur Björnsson, Libia
Castro og Ólafur Ólafsson, Óskar Hall-
grímsson, Silja Sallé, Spessi og Vigfús
Sigurgeirsson.
Til 30. júní 2010. Sýningarstjóri: Æsa
Sigurjónsdóttir.
ANNA JÓA
MYNDLIST
Á förnum vegi
Raunveruleikatékk Þessi mynd úr nýrri myndröð Spessa er meðal mynd-
anna á Raunveruleikatékki Listahátíðar. Myndin heitir „Án titils, 2010“.