Morgunblaðið - 27.05.2010, Page 40
40 Menning
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010
Nú styttist í hátíðina Úlfaldi úr
mýflugu, sem fram fer dagana 9. og
10. júlí í Mývatnssveit. Af því tilefni
verða söfnunartónleikar á Sódómu
Reykjavík í kvöld. Fram koma,
Cliff Clavin, Thingtak, Vicky og
Skálmöld á sínum fyrstu tónleikum.
Tónleikarnir hefjast kl. 22 og er
miðaverð 1000 kr.
Hitað upp fyrir Úlfald-
ann á Sódómu í kvöld
Fólk
Nýverið hófst sala á stuttermabolum í mjög tak-
mörkuðu upplagi frá listamönnunum Apfelsin
Bros á heimasíðu þýska plötuútgefandans Morr
Music. Apfelsin Bros eru tónlistarmennirnir
Sindri Már Sigfússon úr Seabear og Örvar Þór-
eyjarson Smárason úr múm og Fm Belfast og
eru fáanlegir níu handteiknaðir stuttermabolir,
sem þeir félagar gerðu í sameiningu.
„Við höfum verið að gera þetta í sitthvoru
horninu áður, en þetta er í fyrsta skipti sem við
gerum þetta saman undir nafninu Apfelsin
Bros. Við fengum senda óprentaða boli frá
Morr núna í vor og við byrjuðum strax að
teikna á þá,“ segir Sindri. Kveikjan að verkefn-
inu var handgerður stuttermabolur sem Örvar
gaf Sindra í jólagjöf fyrir nokkrum árum.
Sindri var þá sjálfur að prófa sig áfram með
að teikna á boli með fatatússi, líkt og Örvar.
Þeir félagar hafa svo í gegnum tíðina unnið
saman að ýmsum verkefnum og eru bolirnir það
nýjasta.
„Í byrjun deildum við niður þessum níu bolum
og teiknuðum á hálfan bol og skiptum svo. Það
var því frekar fyndið þegar við vorum að skipta
á bolunum að sjá að við vorum búnir að teikna
mikið af svipuðum myndum á þá, “ segir Sindri.
Eins og segir eru bolirnir fáanlegir í gegnum
heimasíðu Morr útgáfunnar, www.anost.net.
En þeir félagar stefna á að opna sína eigin
heimasíðu í haust þar sem verður til sölu meira
af handgerðum varningi í takmörkuðu upplagi
frá Apfelsin Bros. matthiasarni@mbl.is
Handteiknaðir bolir frá Apfelsin bræðrum
Handteiknað Bolur frá Apfelsin Bros.
Eftir vel heppnað opnunarkvöld
Gogoyko live sem var haldið á sum-
ardaginn fyrsta á Kaffi Rósenberg,
hefur verið ákveðið að endurtaka
leikinn. Það verður djassinn sem
ræður ríkjum á Gogoyoko live í
kvöld, þar sem fram koma banda-
ríski trommuleikarinn Scott McLe-
more og Hammond tríó Þóris Bald-
urssonar.
Tónleikarnir verða teknir upp og
aðgengilegir til hlustunar og kaups
á heimasíðunni www.gogoyok.com
á morgun. Hefjast herlegheitin
stundvíslega kl. 21. Miðaverð er
1.000 krónur og eru miðar seldir
við inngang.
Gogoyoko live í kvöld
á Kaffi Rósenberg
Í kvöld kl. 21 munu þýsk ung-
skáld lesa upp á Næsta bar. Skáldin
þrjú hafa, ásamt þeim Bergi Ebba
Benediktssyni, Uglu Egilsdóttur
og Dóra DNA, farið víða um landið,
og kynnt sér rætur Íslendinga-
sagna. Að auki hafa þau átt fundi
með rithöfundum og fræðimönnum
sem byggt hafa á sagnaarfinum í
sinni sköpun.
Þýsk ungskáld lesa
upp á Næsta Bar
Annað kvöld verður haldin fjölskylduhátíðin Hólmstokk
á ÍR-vellinum í Breiðholtinu. Hátíðin er skipulögð af fé-
lagsmiðstöðinni Hólmaseli í Seljahverfi og taka ungling-
arnir virkan þátt í undirbúningi viðburðarins.
Að sögn Kára Sigurðssonar, starfsmanns Hólmasels,
hefur hátíðin verið haldin í um tíu ár, en hefur aldrei ver-
ið jafnglæsileg og nú. „Þetta hefur verið fremur lítið í
sniðum hingað til, það hafa verið svona fimmtíu til
hundrað manns sem mæta. En okkur langaði að gera
þetta stærra í ár og spurðum krakkana í janúar hvernig
þeim litist á að halda úti-tónleika. Og þeim leist bara
rosalega vel á það.“
Verkefnið vatt smám saman upp á sig, en fór almenni-
lega í gang þegar ljóst var að þau fengju aðstöðu á ÍR-
svæðinu og þegar fyrirtækið Exton bauðst til að styrkja
þau með því að gefa leigu á sviðinu og hljóðkerfi.
Ágóðinn af Hólmstokk hefur jafnan runnið til góðs
málefnis, en að þessu sinni ákváðu krakkarnir að láta
Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og Barna-
hús njóta góðs af. Listamennirnir sem ætla að leggja
átakinu lið eru ekki af verri endanum, en á hátíðinni
koma fram m.a. Skítamórall, Toggi, Lára, Pollapönk
og Haffi Haff.
Ýmis fyrirtæki hafa einnig lagt krökkunum lið og
verða pulsur, gos, sælgæti og happdrættismiðar til
sölu á svæðinu. Kári segir krakkana hafa lagt mikla
vinnu í undirbúninginn og að skipulagningin hafi ver-
ið mjög skemmtileg. Nú vona þau bara að veðurblíðan
haldi áfram að leika við höfuðborgarbúa, a.m.k. fram
yfir hátíðina. holmfridur@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Skítamórall Piltarnir spila á Hólmstokk annað kvöld.
Hólmstokk í Breiðholtinu 28. maí
Jónas Margeir Ingólfsson
jonasmargeir@mbl.is
„Hugmyndin er komin frá mér.
Ég hringdi í Palla,“ segir Birgir Örn
Steinarsson, Biggi í Maus, sem vinn-
ur nú að bók um tónlistarferil Páls
Óskars Hjálmtýssonar. „Mig langaði
til að gera bók um hann. Hann er
merkileg persóna sem er samofin
sínum ferli. Þetta verður því bók sem
segir frá persónulegum hlutum, en
það er sumt sem hann vill geyma.
Þetta er aðallega um tónlistarferil-
inn sem skarast óumflýjanlega við
einkalíf hans,“ segir Biggi sem úti-
lokar ekki að leggja ritstörfin fyrir
sig. „Ég er á þeim stað í lífinu að ég
þarf að ákveða hvað ég ætla að
verða,“ segir Biggi og hlær en hann
hefur notið vinsælda sem tónlistar-
maður. „Núna þarf ég að skoða hvað
ég ætla í alvörunni að gera. Ég kann
að skrifa, ég kann að búa til tónlist
og ég kann að vafra um það listræna.
Ég hef áhuga á svona hlutum og mér
finnst gaman að skrifa um svona. Ég
hef samt ekkert súper gaman af
blaðamennsku, hún er allt í lagi en
þar er alltaf einhver að segja manni
hvað maður á að gera,“ segir Biggi
sem telur sig nú vera á réttri hillu í
lífinu en hann hefur ekki gefið út bók
áður.
Tók ekki vel í hugmyndina
„Ég var bara að spá í hvað ég
vildi eiginlega gera. Ég vildi
skrifa bók um Pál Óskar.
Hann er svona jákvæð
manneskja, ég nenni
ekki að skrifa bók
um einhvern sem er
búinn að dópa og
þykir það töff. Palli
hefur athyglisverða
sögu sem sendir frá
sér jákvæðni. Hann
tók mikla dýfu en
kom til baka mun
sterkari. Þetta er
mjög áhugavert að
fjalla um. Þetta er ein hverskonar
sigursaga,“ segir Biggi sem telur
samstarfið ganga mjög vel þótt Páll
Óskar hafi ekki tekið vel í hugmynd-
ina í fyrstu en hugmynd Bigga var að
skrifa ævisögu Páls Óskars frekar en
sögu tónlistarferils hans. „Hann tók
ekki vel í þetta. Ég hringdi í hann og
hann sagði bara: „Nei, ég ætla ekki
að skrifa ævisögu mína fyrr en ég
orðinn allavega fimmtíu ára og þá
mun ég skrifa hana sjálfur.“ Ég
skildi það nú vel og við spjölluðum
aðeins saman í símann og þar fædd-
ist hugmyndin að bókinni. Við rædd-
um um bækur sem fjalla um popp-
kúltúr, eins og Beatles Anthology.
Svoleiðis hefur eiginlega ekki verið
gert á Íslandi áður,“ segir Biggi og
bætir við að bókin sé komin vel á veg.
Báðir vandvirkir
Biggi segir það skemmtilegt verk-
efni að skrifa bók um Pál Óskar enda
hefur hann brennandi áhuga á tón-
list. Bókin er unnin í góðu samstarfi
en Páll Óskar hefur hönd í bagga við
ritstörfin. Þeir hafa ekki ákveðið út-
gáfudag enda verkið óklárað. „Ég
skila nýjum kafla mánaðarlega.
Hann Palli er samt ekkert að flýta
sér og í raun ekki ég heldur, ég vil
gera þetta vel. Við erum báðir harðir
á því að geyma þetta og gera það vel
frekar en að gera þetta í
stresskasti. Þannig að ef
það er fullt eftir að gera í
ágúst þá frestum við
þessu bara um ár.
Það liggur ekkert á
að skila þessu,“
segir Biggi sem telur
samt mögulegt að
koma bókinni út fyrir
jól.
Þeir eru enn sem
komið er ekki í sam-
starfi við útgefanda en leita í
sameiningu að réttum aðila. „Við
erum að skoða allar hliðar út-
gáfumála. Við höfum ekki undir-
ritað neitt. Þannig er engin
pressa á útgáfudagsetningu að hafa
áhrif á bókina,“ segir Biggi sem telur
bókina verða skemmtilega frásögn
íslenskrar poppstjörnu af litríkum
ferli.
Dálítil kennslubók
Biggi segir bókina fjalla um allar
hliðar tónlistarheimsins á Íslandi.
Páll Óskar hefur komið víða við og
bæði tekist vel til á mörgum sviðum
og mistekist á öðrum. „Samstarfið
gengur mjög vel, ég held að þetta
verði góð bók. Við höfum rætt bókina
mikið okkar á milli. Eins og hann
hefur talað um og við höfum rekið
okkur á í starfinu, þá er þetta dálítil
kennslubók. Kennslubók í hvernig
maður á að vera poppstjarna á Ís-
landi, hvað maður á að gera og hvað
maður á að forðast. Hann er orðinn
alger stjarna en hefur gert mistök og
lært af þeim öllum. Svo eru að sjálf-
sögðu mjög margar sögur, bæði
fyndnar og sorglegar, sem einkenna
feril hans.“ segir Biggi og bætir við
að Páll Óskar sé reyndari en flestir í
íslenskri popptónlist.
Einhverskonar sigursaga
Biggi í Maus skrifar bók um tónlistarferil Páls Óskars Tónlistarlífið hefur
áhrif á einkalífið Páll Óskar ætlar að skrifa sína eigin ævisögu um fimmtugt
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Óákveðinn Biggi í Maus veit ekki hvað hann ætlar að gera þegar hann er
orðinn stór. Hann vinnur nú að bók um tónlistarferil Páls Óskars.
Fjölskylduhátíð til styrktar
BUGL og Barnahúsi