Morgunblaðið - 27.05.2010, Síða 41

Morgunblaðið - 27.05.2010, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010 Þó að Evróvisjón sé lagakeppni en ekki flytj- enda, skiptir flutningurinn eðlilega lykilmáli og þá er fátt mikilvægara en að búningar og sviðs- framkoma haldist í hendur. Gott dæmi um það er „Villidansarnir“ hennar Ruslönu sem sigraði í Evróvisjón 2004, en hún var klædd í efnislítinn leðurfatnað og með mjög vel útfært dansatriði eins og Páll Óskar Hjálmtýsson lýsti því í viðtali við Morgunblaðið fyrir nokkrum árum: „Hún var með mjög gott lag og flutningurinn á því var frábær. Í því var svona töfraaugnablik þegar þeir lyftu henni og svo annað hvernig hún notaði hárið í lokin á laginu. Þegar ég sá það vissi ég að hún myndi vinna.“ Ekki hefur klæðaburður keppenda og sviðs- framkoma alltaf verið eins vel heppnaður; sjá til að mynda hvernig Eiríkur Hauksson, Pálmi Gunnarsson og Helga Möller voru klædd þegar Ísland var með í Evróvisjón í fyrsta sinn og eins indversku slæðufötin hennar Selmu fyrir fimm árum. Þegar menn rifja upp eftirminnilegan klæðn- að í Evróvisjón nefna þeir oft Herreys-bræður sem sungu Svía til sigurs með „Diggi-Loo Diggi-Ley“ 1984, en gullskórnir sem þeir klæddust hafa eflaust haft sitt að segja. Uppá- koman þegar piltarnir í Bucks Fizz sviptu pils- unum af stúlkunum í miðju lagi gerði líka sitt til að lagið „Making Your Mind Up“ sigraði 1981. Söngkonurnar Angelica Agurbash, sem keppti fyrir Hvíta-Rússland 2005, og Marie N, sem söng fyrir Lettland 2002, gengu lengra en Bucks Fizz í því að þær skiptu um föt í miðjum klíðum; sú fyrrnefnda var í þremur kjólum og sú síðarnefna byrjaði í jakkafötum, en endaði í samkvæmiskjól. Í samantekt í blaðinu Guardian er fjallað um besta og versta klæðaburð keppninnar og þar er Páll Óskar nefndur sem einn af þeim sem skilað hafi eftirminnilegri uppákomu þar sem hann sat í sófanum hvíta og þokkadísir í netsokkabuxum og plastgöllum struku hann hátt og lágt. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Diggi-Loo Svíarnir í gylltu skónum slógu í gegn. Fötin skapa manninn Morgunblaðið/Sverrir Fataleikur Fyrst smart í hvítri dragt.. ... næst píuleg í stuttum kjól ... ... og að lokum dömulegur síðkjóll. Ruslana Leðruð og lítið klædd. Og sló í gegn! Silvía Nótt Tískudrósin var gangandi tískusýning þegar hún keppti í Evróvisjón. Selma Ýmsir vildu kenna furðulegum klæðnaði Selmu um hrakfarirnar í keppninni það árið. IÞ, Mbl IÞ, Mbl EB, FblEB, Fbl 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Gauragangur (Stóra svið) Fös 28/5 kl. 20:00 Fös 4/6 kl. 20:00 Fös 11/6 kl. 20:00 Sun 30/5 kl. 20:00 Lau 5/6 kl. 20:00 Lau 12/6 kl. 20:00 Eftir Ólaf Hauk Símonarson - tónlist Nýdönsk Dúfurnar (Nýja sviðið) Fös 28/5 kl. 20:00 Fös 4/6 kl. 20:00 Lau 12/6 kl. 20:00 Sun 30/5 kl. 20:00 Lau 5/6 kl. 20:00 Fim 3/6 kl. 20:00 Fös 11/6 kl. 20:00 Faust (Stóra svið) Fim 27/5 kl. 20:00 Lau 29/5 kl. 16:00 Síðasta sýn í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports. Sýningum líkur 27. maí Rómeó og Júlía Vesturports (Stóra svið ) Þri 1/6 kl. 20:00 aukas Mið 9/6 kl. 20:00 aukas Lau 19/6 kl. 20:00 Ný aukas Mið 2/6 kl. 20:00 k.5. Sun 13/6 kl. 20:00 aukas Sun 20/6 kl. 20:00 Ný aukas Sun 6/6 kl. 20:00 k.6. Þri 15/6 kl. 20:00 aukas Þri 8/6 kl. 20:00 aukas Fös 18/6 kl. 20:00 aukas Í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports. Faust, síðasta sýning laugardag Miðasala » www.sinfonia.is » Sími 545 2500 » Miðasala í Háskólabíói frá kl. 9-17 Mið. 16.06.10 » 20:00 Fös. 18.06.10 » 20:00 Lau. 19.06.10 » 20:00 UPPSELT UPPSELT ÞJÓÐLEIKHÚSI SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS Ð Fíasól (Kúlan) Lau 12/6 kl. 13:00 Sun 5/9 kl. 15:00 Lau 18/9 kl. 13:00 Lau 12/6 kl. 15:00 Lau 11/9 kl. 13:00 Lau 18/9 kl. 15:00 Sun 13/6 kl. 13:00 Lau 11/9 kl. 15:00 Sun 19/9 kl. 13:00 Sun 13/6 kl. 15:00 Sun 12/9 kl. 13:00 Sun 19/9 kl. 15:00 Sun 5/9 kl. 13:00 Sun 12/9 kl. 15:00 Haustsýningar komnar í sölu! Hænuungarnir (Kassinn) Fös 10/9 kl. 20:00 Fös 17/9 kl. 20:00 Fös 24/9 kl. 20:00 Lau 11/9 kl. 20:00 Lau 18/9 kl. 20:00 Lau 25/9 kl. 20:00 Sun 12/9 kl. 20:00 Sun 19/9 kl. 20:00 Sun 26/9 kl. 20:00 Fim 16/9 kl. 20:00 Fim 23/9 kl. 20:00 Haustsýningar komnar í sölu! Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Sun 30/5 kl. 19:00 Lau 5/6 kl. 19:00 Lau 12/6 kl. 19:00 Aukas. Fim 3/6 kl. 19:00 Aukas. Fim 10/6 kl. 19:00 Aukas. Fös 4/6 kl. 19:00 Fös 11/6 kl. 19:00 Aukas. Ath. sýningarnar hefjast kl. 19:00 Af ástum manns og hrærivélar (Kassinn) Fim 27/5 kl. 20:00 Fim 3/6 kl. 20:00 Lau 5/6 kl. 20:00 Fös 28/5 kl. 20:00 Fös 4/6 kl. 20:00 Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og Listahátíðar í Reykjavík Bræður (Stóra sviðið) Fim 27/5 kl. 20:00 Fös 28/5 kl. 20:00 Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Herra Pottur og ungfrú Lok (Kúlan) Lau 29/5 kl. 13:00 Sun 30/5 kl. 15:00 Lau 5/6 kl. 15:00 Lau 29/5 kl. 15:00 Fim 3/6 kl. 17:00 á frönsku Sun 6/6 kl. 13:00 Sun 30/5 kl. 13:00 Lau 5/6 kl. 13:00 Sun 6/6 kl. 15:00 Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík Rokk (Kassinn) Fim 10/6 kl. 20:00 Athyglisverðasta áhugasýning ársins!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.