Morgunblaðið - 04.06.2010, Page 1
F Ö S T U D A G U R 4. J Ú N Í 2 0 1 0
Stofnað 1913 128. tölublað 98. árgangur
STRÍPAST
HETJAN Í
SIGURVÍMU?
MATJURTIR
GARÐRÆKT
OG GRILL
SJÁLFLÆRÐUR
OG FLINKUR
FAGMAÐUR
GARÐAR 32 SÍÐUR HÚÐFLÚRSHÁTÍÐ 10ÍÞRÓTTIR 4
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Minna mun verða til skiptanna til
útgreiðslu innistæðna við gjaldþrot
íslenskra fjármálafyrirtækja ef nýtt
frumvarp efnahags- og viðskipta-
ráðherra nær fram að ganga.
Frumvarpið veitir auknar heimildir
til veðsetningar eigna fjármálafyr-
irtækja, en áhrifa þess mun fyrst og
fremst gæta hjá NBI og skilanefnd
Landsbankans. NBI gaf út skulda-
bréf til skilanefndarinnar upp á 260
milljarða króna í erlendri mynt þeg-
ar eignir voru færðar milli bank-
anna. Í frumvarpinu eru veittar
auknar heimildir til færslu eigna
inn í hið veðsetta eignasafn til full-
nægjandi tryggingar.
Skiluðu minnihlutaáliti
Eygló Harðardóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins, er einn full-
trúa minnihluta efnahags- og við-
skiptanefndar sem skilaði áliti um
frumvarpið. Hún segir að frumvarp-
ið muni hafa í för með sér að erf-
iðara verði fyrir Tryggingasjóð
innistæðueigenda og fjárfesta að
sækja eignir í þrotabú NBI komi til
greiðslufalls bankans: „Þrátt fyrir
að innistæður njóti enn forgangs
samkvæmt neyðarlögunum, er í
raun verið að afnema hann með
þessu frumvarpi. Ef til gjaldþrots
NBI kæmi myndi skilanefnd
Landsbankans fá sitt skuldabréf
greitt upp í topp. Með þessu frum-
varpi er verið að segja fjárfestum
að lögbundinn forgangur inni-
stæðna á Íslandi sé aðeins í orði, en
ekki á borði,“ segir Eygló.
MSkuldabréf tekin fram fyrir »16
Skilanefnd tryggð
Lagafrumvarp um veðréttindi fjármálafyrirtækja vegna uppgjörs eigna milli
gömlu og nýju bankanna talið ganga langt í þá átt að afnema forgang innistæðna
Sannkölluð sjóræningjastemning var á leikskól-
anum Nóaborg í Reykjavík í gær. Börnin klæddu
sig í sjóræningjabúninga og leituðu ákaft að fal-
inni fjársjóðskistu. Eineygð og með krók á hendi
tókst þeim á endanum að finna fjársjóðinn og
fengu að launum grillaðar pylsur.
Morgunblaðið/Golli
Sjóræningjar á Nóaborg leituðu að földum fjársjóði
Kostnaður við að reka viðskipta- og
iðnaðarráðuneytið jókst um næstum
þriðjung eftir að ráðuneytinu var
skipt í tvennt árið 2007. Þetta eru um
120 milljónir. Kostnaður við rekstur
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu-
neytisins dróst hins vegar saman um
rúmlega 14% eftir að ráðuneytin
voru sameinuð. Rekstur ráðuneytis-
ins kostaði í fyrra um 50 milljónum
króna minna en árið 2006.
Þetta má lesa út úr svari fjármála-
ráðuneytisins við fyrirspurn frá Vig-
dísi Hauksdóttur alþingismanni.
Starfsmönnum ráðuneytanna hef-
ur fjölgað ár frá ári. Árið 2006 voru
starfsmenn aðalskrifstofu ráðuneyt-
anna 456 ef Hagstofan og þýðinga-
miðstöð utanríkisráðuneytisins eru
ekki taldar með, en starfsmenn
þeirra falla ekki undir skrifstofuna í
dag. Um síðustu áramót voru starfs-
mennirnir orðnir 511. Þeim fjölgaði
um átta í fyrra. Starfsmönnum fjár-
málaráðuneytisins fjölgaði um fimm.
Fjölgun starfsmanna ríkisins er
þó enn meiri ef þýðingamiðstöð ut-
anríkisráðuneytisins er talin með. Í
ár voru 24 nýir starfsmenn ráðnir til
að þýða. Kostnaður við starfsemina
nam 70 milljónum árið 2006, en verð-
ur 356 milljónir í ár samkvæmt fjár-
lögum. egol@mbl.is »12
120 milljónir í fjölgun ráðuneyta
Útgjöld viðskipta- og iðnaðarráðuneytis upp um 30% við að skipta ráðuneytinu
Stjórnarráðið Kostnaðurinn við
reksturinn hefur farið vaxandi.
Kynningu á Íslandi sem minka-
ræktunarlandi hefur verið vel tekið
í Danmörku. Hópur Dana kemur í
ágúst til að kynna sér aðstæður hér
á landi og dönsk fjölskylda, sem
tengist Íslandi, hefur þegar keypt
minkahús í Skagafirði. Hún stefnir
að því að koma minkahúsinu í
rekstur í sumar.
Einar Eðvald Einarsson, ráðu-
nautur í loðdýrarækt, segir að þeir
íslensku loðdýrabændur sem eftir
eru hafi náð góðum árangri. Þeir
fái gott verð fyrir skinnin, aðeins
Danir séu þeim fremri. »6
Danir vilja rækta
minka á Íslandi
Hátt verð fæst nú fyrir minkaskinn.
„Ég er mjög
ósáttur,“ segir
skólastjóri Verzl-
unarskólans um
fyrirhugaðar
breytingar á inn-
ritunarreglum í
framhalds-
skólum. Nýtt fyr-
irkomulag felur í
sér að 45% ný-
nema þurfa að
koma úr grunnskólum í nágrenni
viðkomandi skóla. „Nemendur úr
Vesturbænum hafa t.a.m. forgang
að tveimur bekkjarkerfisskólum á
meðan nemendur úr öðrum hverf-
um borgarinnar kunna að hafa ein-
göngu forgang að skólum með
áfangakerfi. Æskilegt hefði verið
að taka mið af skólagerðum,“ segir
Yngvi Pétursson, rektor Mennta-
skólans í Reykjavík. »6
Nýjar reglur fyrir
framhaldsskóla
Stúdentar setja á
sig kollinn.
260
milljarðar króna er nafnverð
skuldabréfs NBI til skila-
nefndarinnar.
‹ SKULDABRÉF NBI ›
»
Málefnasamn-
ingur nýs fjög-
urra flokka
meirihluta í
Kópavogi verður
kynntur í dag, en
ekki er gefið upp
hver næsti bæj-
arstjóri er. Í
Reykjavík ganga
viðræður Besta
flokksins og Samfylkingarinnar að
sögn vel og stefnir allt í að Jón
Gnarr verði borgarstjóri. Samstarf
vinstriflokkanna er að skríða sam-
an í Hafnarfirði.
Í Norðurþingi verður samstarf
Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingar kynnt, að fengnu
samþykki flokksfunda. Þá hafa
fulltrúar Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks náð saman um
stjórn mála í Grindavík. »2 og 8
Stjórn sveitarfélaga
tekur á sig mynd
Jón Gnarr