Morgunblaðið - 04.06.2010, Síða 4

Morgunblaðið - 04.06.2010, Síða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2010 Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Eigi að seilast í vasa Reykvíkinga til að rétta af fjárhag Orkuveitu Reykjavíkur er ljóst að vasarnir þurfa að vera djúpir. Á stjórnarfundi í Orkuveitunni í vikunni kom fram að ef mæta á markmiðum um 5-7% arð- semi rekstrarþátta með gjaldskrár- hækkunum eingöngu þarf að hækka gjaldskrár hita og rafmagns um 20- 37%. Borgarstjóri segir slíkar hækk- anir ekki koma til greina. Fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn Orkuveitunnar, Sigrún Elsa Smáradóttir, lagði fram fyrirspurn á fundi stjórnar 12. maí, þá sömu og lögð var fram af fulltrúum Samfylk- ingar í borgarráði í janúar, þar sem spurt er hve mikið afkoma rekstrar- þátta þurfi að batna til að arðsemis- markmið náist og bað um að sýnt yrði annars vegar hve mikið gjald- skrár þyrftu að hækka ef mæta ætti fjárþörf með þeirri leið eingöngu og hins vegar með lækkun rekstrar- kostnaðar eingöngu. Sigrún Elsa hefur gagnrýnt að fullnægjandi svar við fyrirspurninni barst ekki fyrr en eftir kosningar. „Það er algjörlega óþolandi að upp- lýsingarnar hafi ekki verið opinber- aðar fyrir kosningar. Fyrirspurnin var margítrekuð á fundum borgar- ráðs, bæði munnlega og skriflega og á sérstökum fundum um fjárhags- stöðu Orkuveitunnar. Það er ekki eðlilegt að það taki fjóra mánuði að fá þessar upplýsingar. Það er Borg- arstjóra að sjá um að fyrirspurnum í borgarráði sé svarað. Annaðhvort var þessi vinna ekki sett í gang eða þá að upplýsingarnar lágu fyrir en þeim haldið til hlés.“ Hún segir að ekki sé hægt að mæta fjárþörf Orku- veitunnar eingöngu með hagræð- ingu. Í svari OR hafi einnig komið fram að til að ná arðsemismarkmið- um með niðurskurði eingöngu þurfi t.d. að skera kostnað niður um 80% í heita vatninu. „Það gefur auga leið að það er ekki hægt.“ segir hún. Engu leynt, segir borgarstjóri Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri kveðst hafa svarað fyrirspurninni á fundi borgarráðs 19. maí eins og fundargerðir staðfesti. Hún segir af og frá að þessi mál hafi ekki verið rædd fyrir kosningar. „Öðru nær, þau voru ítrekað rædd bæði í borgarráði og borgarstjórn þar sem fram kom sú afstaða okkar að gjaldskrár myndu ekki hækka á þessu ári. Að auki svaraði ég fyrir- spurninni formlega í borgarráði þar sem fram kom að fjárþörf Orkuveit- unnar til næstu fimm ára yrði aldrei mætt með því einu að sækja aukið fé til almennings. Tugprósentahækkun á gjaldskrá er því auðvitað alveg út úr korti,“ segir Hanna Birna. Hún telur framsetningu Sam- fylkingarinnar á málinu afar villandi og til þess fallna að vekja óþarfa áhyggjur hjá almenningi. „Við mæt- um þessu að sjálfsögðu einnig með sparnaði og aðhaldi. Þannig náðist t.d. að spara 400 milljónir í rekstri síðasta árs án þess að hækka gjald- skrár. Hins vegar er ljóst að þegar við förum að rétta úr kútnum þá þurfa gjaldskrár Orkuveitunnar að fylgja verðlagsþróun en það hafa þær ekki gert síðustu tvö ár.“ Fyrirspurninni ekki vísað formlega til OR Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, telur að gjaldskrár þurfi að hækka að raun- virði í áföngum á næstu árum. Hann kveðst hafa vitað af fyrirspurn Sam- fylkingar í janúar. „Skrifstofa borg- arstjórnar sendir okkur yfirleitt þau erindi sem koma frá borgarráði til umsagnar. Þessari fyrirspurn var ekki vísað til okkar með formlegum hætti,“ segir hann. Vinna við svarið hafi ekki hafist fyrr en eftir að fyrir- spurnin var lögð fram í stjórn þann 12. maí og sundurliðað svar ekki lagt fram fyrr en eftir kosningar. Borgarstjóri segir tugprósenta hækkun „alveg út úr korti“  Fulltrúi Samfylkingar í stjórn OR telur upplýsingum hafa verið haldið til hliðar Ef halli OR yrði réttur af með verðhækkunum Orkuskattur 1.051 kr. Hitaveita 31.155 kr. Raforka 95.271 kr. Dæmi um áhrif á 4ra manna fjölskyldu í 90 fm blokkaríbúð Orkukostnaður nú: Ef yrði hækkað: *gert ráð fyrir 23,5% hækkun S am ta ls : 15 6. 0 98 kr . S am ta ls :1 27 .4 77 kr . Á ári: Á ári: Orkuskattur 1.051 kr. Hitaveita 39.496 kr. Raforka* 115.552 kr. Ferill fyrirspurnar 28. janúar Fyrirspurn Sam- fylkingar um arðsemi rekstr- arþátta og gjaldskrá OR lögð fram í borgarráði 19. mars Ársuppgjör fyrir 2009 lagt fyrir stjórn OR 26. mars Upplýsingar um arðsemi einstaka rekstr- arþátta OR lagðar fram í stjórn 12. maí Fyrirspurn Sigrúnar Elsu, samhljóða fyrirspurn í borgarráði, lögð fram í stjórn OR 19. maí Svar borgarstjóra við fyrirspurn frá því í janúar 31. maí Sundurliðað svar stjórnar OR við fyrirspurninni Á aðalfundi læknaráðs Land- spítala fyrir skömmu voru samþykktar tvær ályktanir, önnur um húsnæðismál spítalans en hin um fjármál og niðurskurð í heil- brigðiskerfinu. Segir í ályktun að LSH hafi um langt árabil búið við al- varlegan húsnæðisvanda og að lausn á þessum vanda sé forsenda þess að hægt sé að bæta þjónustu við sjúk- linga og tryggja um leið hagkvæman rekstur spítalans. Í kjölfar efnahags- hruns hafi fjárveitingar til spítalans farið lækkandi og á þessu ári sé gerð krafa um 3 milljarða sparnað. „Mér líst illa á allar lækkanir. Ég er búinn að heyra allskonar tölur, allt frá 6% og upp í 10% lækkun,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. „Ég skil vel þessar áhyggjur. Fjárveiting okkar er búin að lækka um 21% á þremur árum og það verður erfitt að skera meira niður án þess að það bitni á þjónustunni.“ Áhyggjur af fjárveit- ingu LHS Orðrómur um 6% lækkun fjárveitingar Læknaráð óttast meiri niðurskurð. Hæstiréttur dæmdi í gær Catalinu Mikue Ncogo í þriggja og hálfs árs fang- elsi og þyngdi þar með dóm Héraðs- dóms Reykjaness frá því í desem- ber. Catalina var dæmd fyrir hórmang og brot gegn fíkniefnalöggjöfinni en hún stóð að innflutningi á kókaíni. Í dómnum segir sannað að Catalina hafi haft viðurværi sitt af vændi þriggja ann- arra kvenna og haft milligöngu um að fjöldi manna hefði samræði eða önnur kynferðismök við þær gegn greiðslu, en Catalina leigði húsnæði undir vændisstarfsemina. Hún var hins vegar sýknuð í des- ember af ákæru um mansal og stað- festi Hæstiréttur þá niðurstöðu. Catalina er í gæsluvarðhaldi og bíð- ur nú annars dóms vegna mansals og umfangsmikillar vændisstarfssemi. Catalina fær þyngri dóm Kristján L. Möller, samgönguráðherra, fékk áfyllingu á bílinn hjá Siglingamálastofnun í gær. Um var að ræða umhverfisvænt eldsneyti, unnið úr repju- og nepjuolíu, sem framleitt hefur verið í sérsmíðuðum búnaði Sigl- ingamálastofnunar. Stofnunin hefur verið í samstarfi í tvö ár við Landbúnaðarháskólann og bændur á nokkrum stöðum á landinu um ræktun á þessum káljurtum til að vinna m.a. úr þeim umhverfisvæna dísilolíu. Verkefnið lofar góðu svo að hugsanlega geta Íslendingar með tím- anum orðið sjálfum sér nógir um olíu á fiskiskipaflotann. Morgunblaðið/Jakob Fannar Lífrænt á ráðherrabílinn Framkvæmdir eru hafnar við stækkun á vísindagörðunum Verinu á Sauðárkróki. FISK Seafood, sem á húsnæðið sem Verið er í, ákvað að reisa þriggja hæða hús við hliðina á vísindagörðunum. Um er að ræða alls 750 fermetra byggingu. Gísli Svan Einarsson, fram- kvæmdastjóri Versins, segir að stærra húsnæði muni gjörbreyta allri vinnuaðstöðu og skapa ný sóknarfæri í rannsóknum í því mat- vælahéraði sem Skagafjörður er. Fimm fyrirtæki og stofnanir hafa nú aðstöðu í Verinu, m.a. Háskólinn á Hólum, Matís og Nýsköpunarmið- stöð Íslands, og þar starfa hátt í 30 manns. Binda heimamenn vonir við að ef takist að fjölga verkefnum í Verinu á sama hraða og undanfarin ár gætu vísindagarðarnir orðið 50-60 manna vinnustaður. „Við erum í dag sæmilega sett með rannsóknaraðstöðu en önnur vinnuaðstaða er orðin alltof lítil og óhentug. Hér hefur starfsfólki fjölg- að og það má segja að það sé „lúxus- vandamál“ að þetta húsnæði er í dag orðið alltof lítið,“ segir Gísli Svan en Verið hefur yfir að ráða um 1.700 fermetrum í dag. Nýja byggingin er hönnuð og teiknuð af STOÐ og aðalverktaki er Friðrik Jónsson ehf. Á verkinu að vera lokið haustið 2011. bjb@mbl.is Verið stækkað  Vonast til að vísindagarðar á Sauð- árkróki verði 50-60 manna vinnustaður Verið Teikning af stækkuðum vís- indagörðum á Eyrinni á Króknum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.