Morgunblaðið - 04.06.2010, Síða 6
Vegna aðstæðna á Fimmvörðuhálsi
efnir Útivist ekki til hefðbundinnar
og vinsællar göngu yfir Fimmvörðu-
háls á Jónsmessunótt. Um 200-300
manns hafa tekið þátt í þessum
Jónsmessugöngum, auk starfs-
manna Útivistar. Í staðinn ætlar
Útivist að halda Jónsmessuhátíð
sína með því að fara í áhugaverða
göngu frá Básum til að skoða um-
merki um eldgosið. Gangan er um 15
kílómetrar.
Skúli H. Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Útivistar, segir að að-
stæður efst á Fimmvörðuhálsi séu
nokkuð erfiðar, nokkurt öskulag of-
an á blautum snjó. Því sé talið óvar-
legt að fara með svo stóran hóp yfir
hálsinn í einni atrennu.
Nokkurt öskufall varð á Lauga-
veginum, milli Landmannalauga og
Þórsmerkur. „Nú dönsum við bara
regndans í gríð og erg og ef við fáum
einhverja rigningu niður, þá er ég
bjartsýnn á að við fáum ekki mikið
fjúk úr þessu því þá ætti fínasta efn-
ið að síast niður.“ runarp@mbl.is
„Nú dönsum við bara
regndans í gríð og erg“
Áhugaverð ganga
að gosstöðvunum
Ljósmynd/Sigurður Sigurðarson
Yfirtaka Hraunrennslið tók ekkert
tillit til gönguleiðarinnar.
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2010
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ágætis viðbrögð hafa orðið við kynn-
ingu á Íslandi sem minkaræktar-
landi. Hópur danskra áhugamanna
kemur í ágúst til að líta á aðstæður
hér. Dönsk fjölskylda sem tengist Ís-
landi hefur þegar keypt minkahús í
Skagafirði og stefnir að því að koma
því í rekstur í sumar.
Samband loðdýraræktenda,
Bændasamtök Íslands og Fjárfest-
ingarstofa Íslands kynna möguleika
minkaræktarinnar hér á landi fyrir
erlendum bændum og áhugamönn-
um, einkum í Danmörku og Hollandi.
Einar Eðvald Einarsson, ráðunautur
í loðdýrarækt, skrifaði greinar í fag-
blað danska loðdýraræktar-
sambandsins og í framhaldi af því
kynntu þeir tækifærin hér á skinna-
og tækjasýningu í Herning. Einar
segir að viðbrögð hafi verið góð og
tekið verði á móti þeim í ágúst.
Kostnaður minni
Danska uppboðshúsið, „Kopen-
hagen Fur“, aðstoðar við að kynna
minkaræktina á heimsvísu og fram-
kvæmdastjóri þess hefur lagt inn
gott orð hjá íslensku bönkunum.
„Við höfum nægt hráefni og fóður.
Sem dæmi má nefna að danskir loð-
dýrabændur sækja hingað 40 þús-
und tonn af fiskúrgangi árlega en við
notum ekki nema 4 þúsund tonn
sjálfir. Við eigum landrými til að
byggja og dreifa úrgangi á,“ segir
Einar þegar hann er spurður að því
hvað Ísland hafi fram að færa, og þá
umfram meiri loðdýraræktarlönd.
Víða í Evrópu eru landþrengsli mikil
og umhverfisreglur takmarka mögu-
leika til uppbyggingar og förgunar á
úrgangi. Hann bætir því við að lofts-
lag hér sé hentugt til loðdýraræktar.
Þá segir Einar að þeir íslensku
loðdýrabændur sem eftir eru í grein-
inni hafi náð góðum árangri. Þeir fái
gott verð fyrir skinnin, aðeins Danir
séu þeim fremri. Þá gjörbreytti
lækkun gengis íslensku krónunnar
samkeppnisstöðu íslenskra útflutn-
ingsgreina eftir mörg mögur ár og á
þessu ári hefur verð minkaskinna
hækkað á heimsmarkaði. „Við getum
ekki byggt á góðu gengi á einstökum
uppboðum heldur verðum að
líta á meðaltalið. Ég
er sannfærður um að
við getum framleitt
skinn með minni
kostnaði en í
nágrannalönd-
unum og það
getur ráðið
úrslitum,“
segir Ein-
ar.
Danskir bændur
líta til Íslands
Kynningu á Íslandi sem minkaræktarlandi vel tekið
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Minkaskáli Nýjasta minkahúsið í Héraðsdal II var byggt 2006, alls liðlega 3300 fermetrar að gólfflatarmáli. Á jörð-
inni eru þrjú eldri minkahús, auk íbúðarhúss. Búið hefur ekki verið í rekstri frá því undir lok árs 2008.
Gísli Baldur Gíslason
gislibaldur@mbl.is
Skólameistarar í framhaldsskólum á
höfuðborgarsvæðinu eru ósáttir
með breytingar á innritunarfyrir-
komulagi nemenda á leið í fram-
haldsskóla. Senn lýkur innritun
nemenda fyrir næsta skólavetur, en
í ár munu skólar m.a. þurfa að gera
upp á milli nemenda eftir búsetu.
„Ég er mjög ósáttur,“ segir Ingi
Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskóla
Íslands, aðspurður um hvernig
breytingarnar mælast fyrir.
„Það er ætlast til þess að Verzl-
unarskólinn veiti nemendum úr fjór-
um skólum forgang, en nú þegar
hafa nemendur úr um sjötíu skólum
sótt um skólavist. Okkur finnst
þetta ekki sanngjarnt.“
Yngvi Pétursson, rektor Mennta-
skólans í Reykjavík, tekur í sama
streng. Hann segir að fyrirkomulag-
ið sé skref aftur á bak og að nem-
endur sitji ekki lengur við sama
borð. „Nemendur úr Vesturbænum
hafa t.a.m.forgang að tveimur
bekkjarkerfisskólum á meðan nem-
endur úr öðrum hverfum borgarinn-
ar kunna að hafa eingöngu forgang
að skólum með áfangakerfi. Æski-
legra hefði verið að taka mið af
skólagerðum,“ segir Yngvi, sem
kveðst hafa verið ánægður með
fyrra kerfi.
Lárus H. Bjarnason, rektor
Menntaskólans við Hamrahlíð, telur
breytingarnar til marks um eðlilega
viðleitni. „Þetta er ekki algjör
hverfaskipting, en leysir hugsanlega
vandann. Ég ætla í það minnsta að
gefa þessu tækifæri fyrst um sinn
áður en ég gagnrýni þetta,“ segir
Lárus.
Tildrög breytinganna má rekja til
þess vanda sem skapaðist í fyrra við
innritun. Þá þurftu framhaldsskólar,
þar á meðal hinir ofangreindu, að
vísa fjölmörgum nemendum frá
vegna plássleysis. Í kjölfarið enduðu
margir nemendur ekki í þeim skóla
sem þeir óskuðu eftir.
Hildur Einarsdóttir, námsráðgjafi
Hagaskóla, segir það mikinn kost
við breytingarnar hvernig umsókn-
irnar séu meðhöndlaðar. Breyting-
arnar séu til þess fallnar að hjálpa
nemendum að komast í þann skóla
sem þeir óska eftir. Hingað til hafi
nemendur þurft að velja sér skóla í
fyrsta og annað val, þar sem fyrsta
val hafði forgang. Vinsælir skólar
áttu það til að fylla sín pláss með
nemendum sem völdu skólann sem
fyrsta val undireins, sem gerði ann-
að valið svo til marklaust.
Núna þurfi nemendur ekki að
hafa áhyggjur af því að minnka lík-
ur sínar á innritun í skólann í öðru
vali. Skólarnir munu taka allar ný-
skráningar til greina, óháð sæti á
óskalista nemanda.
Skólameistarar
ósáttir með
innritunarferli
Reynt að leysa vanda síðasta skólaárs
Hverfisskólar 45% nýnema næsta
árs munu koma úr hverfisskólum.
Breytt innritunarferli
» Hið nýja fyrirkomulag felur í
sér að 45% nýnema þurfi að
koma úr grunnskólum úr ná-
grenni viðkomandi framhalds-
skóla.
» Nemendur verða ekki innrit-
aðir á samkeppnisgrundvelli
fyrr en þetta skilyrði hefur ver-
ið uppfyllt.
» Skráningu lýkur þann 11.
júní næstkomandi.
„Þetta var hugmynd bróður
kærasta míns, hann er ráðu-
nautur í loðdýrarækt. Ég er að
klára nám og kærastinn var
líka til í að prófa eitthvað
nýtt,“ segir Halla Ólafsdóttir
frá Djúpavogi. Hún og Jesper
Bækgaard flytjast frá Árósum í
Héraðsdal II í Skagafirði í sum-
ar og hefja þar minkarækt.
Bræðurnir ólust upp á loð-
dýrabúi foreldra sinna og öll
fjölskyldan stendur að fjárfest-
ingunni en Jesper og Halla
annast búskapinn. Í Héraðsdal
II er íbúðarhús og miklir
minkaskálar. Ekki hefur verið
búskapur þar í hálft annað ár
og mannvirkin komin í
eigu Landsbankans.
Þau þurfa að byrja
á því að taka til,
þrífa og mála
og kaupa
hvolpa til að
geta byrjað.
Til í að prófa
eitthvað nýtt
FRÁ ÁRÓSUM Í HÉRAÐSDAL
Í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi
rann hraun yfir hina hefð-
bundnu gönguleið. Skúli segir
að menn hafi mælt út þægileg-
ustu leiðina yfir hrauntung-
urnar og Útivist og Ferðafélag
Íslands hyggist stika hana út á
næstu dögum, í samráði við
Umhverfisstofnun. „En ég tel
mjög mikilvægt að göngufólki
sé beint í ákveðinn farveg yfir
hraunið.“ Með því minnki
hætta á slysum og skemmd-
um.
Stikur settar
í hraunið
NÝ EN GÖMUL GÖNGULEIÐ
Jesper Bækgaard
og Halla Ólafsdóttir