Morgunblaðið - 04.06.2010, Síða 9
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2010
Beint áætlunarflug Icelandair til
Brussel í Belgíu hefst í dag og verð-
ur tekið á móti vélinni með viðhöfn.
Flogið verður tvisvar sinnum í viku,
á föstudögum og mánudögum.
Brussel er mikil viðskipta- og
stjórnsýslumiðstöð og þangað á er-
indi gríðarlegur fjöldi gesta í ýms-
um erindagjörðum.
Birkir Hólm Guðnason, fram-
kvæmdastjóri Icelandair, segir að
Icelandair hafi oft kannað mögu-
leika á flugi til og frá Brussel vegna
mikilvægis borgarinnar í evrópsk-
um stjórnmálum og viðskiptum og
nú hafi skrefið verið stigið. Fyrst
og fremst sé verið að höfða til al-
mennra ferðamanna og þeir munu
bera flugleiðina uppi. Margir sem
sinni viðskiptum og stjórnsýslu eiga
oft leið til borgarinnar og munu
fagna því að geta flogið beint. Áætl-
anir félagsins geri svo ráð fyrir að
lengja tímabilið á næsta ári.
Birkir segir að sala í flugið til og
frá Brussel hafi farið vel af stað og
þegar hafi verið ákveðið að fram-
lengja flugið út september í haust
vegna meiri eftirspurnar en menn
áttu von á. Belgískir ferðamenn
nýti sér þetta flug til Íslandsferða,
en einnig sé áhugi Íslendinga tölu-
vert meiri en búist var við.
Icelandair flýgur í sumar 155
flug á viku frá Keflavíkurflugvelli
til samtals 27 áfangastaða, 20 í
Evrópu og 7 í Norður-Ameríku.
Alþjóðaflugvöllurinn í Brussel og
Brusselborg standa fyrir athöfn í
flugvellinum í dag, þar sem Etienne
Schouppe, ráðherra samgöngu- og
ferðamála Belgíu, og Arnaud Feist,
forstjóri Brussels Airport, taka á
móti fluginu og flytja ávörp ásamt
Birki Hólm Guðnasyni, fram-
kvæmdastjóra Icelandair, og Katr-
ínu Júlíusdóttur, ferðamálaráð-
herra. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Á áfangastað Farangurinn færður um borð með hraði.
Fyrsta beina flugið
til Brussel í dag
Ingibjörg Rósa Björnsdóttir
ingibjorgrosa@mbl.is
Í greinargerð Íbúðalánasjóðs vegna
rannsóknarskýrslu Alþingis er
gagnrýnd sú niðurstaða að breyt-
ingar á útlánareglum ÍLS 2004 hafi
verið „með stærri hagstjórn-
armistökum í aðdraganda falls bank-
anna“. Taldi rannsóknarnefndin
m.a. að innleiðing 90% lána og
hækkun hámarkslána hefði verið
þensluhvetjandi mistök sem hefðu
verið „gerð með fullri vitund um lík-
legar afleiðingar aðgerðanna“.
Í greinargerð ÍLS segir að þær
ásakanir sem fram komi í skýrslu
Rannsóknarnefndarinnar hljóti að
skoðast sem mjög alvarlegar en í
umfjöllun nefndarinnar sé að finna
staðreyndavillur og misskilning sem
leiði til rangra ályktana. Í niður-
stöðum greinargerðarinnar segir að
rannsóknarnefndin hafi ekki kannað
nægilega undirbúning og skipulag
ákvarðana um breytingu á lána-
reglum ÍLS, sem hafi átt að taka
gildi frá 2004-2007 en komist í upp-
nám vegna róttækra breytinga á út-
lánareglum viðskiptabankanna. Þær
hafi verið meginorsök hækkunar
fasteignaverðs og þenslu í efnahags-
lífinu sem stjórnvöld hafi ekki getað
brugðist við. Þær breytingar sem
stjórnvöld gerðu síðan á opinbera
húsnæðiskerfinu hafi hins vegar haft
hverfandi áhrif á þróun efnahags-
mála.
ÍLS segir skýrslu Alþingis
ekki standast skoðun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
mun í sumar halda úti auknu um-
ferðareftirliti á Vesturlandsvegi og
Suðurlandsvegi. Sérstök áhersla
verður lögð á eftirlit seinnipart
föstudags þegar íbúar halda út úr
höfuðborginni og aftur seinnipart
sunnudags þegar þeir eru á leið til
baka aftur.
Aukið umferðar-
eftirlit um helgar
Síðar
kvartbuxur
str. 36 - 56
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is
n o a t u n . i s
H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t
Ö
ll
ve
rð
er
u
bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
u
og
/e
ða
m
yn
da
br
en
gl
FERSKT
OG SVALAN
DI
FRÁBÆRT
MEÐ GRILL
INU
KJÖRÍS DÚETT
ÍSLENGJA 1 L
479KR./STK.
SPRITE OG
SPRITE ZERO 2 L
179 KR./STK.
HUNT’S
TÓMATSÓSA 680 ML
289 KR./STK.
KRYDDSMJÖR
2 TEGUNDIR
169 KR./STK.
Við gerum
meira
fyrir þig
KRYDDAÐ
AÐ EIGIN VA
LI
LAMBAINNANLÆRI
KR./KG3398
LAMBAFILE MEÐ
FITURÖND
KR./KG
2798
20%
afsláttur
3498
2698
BBESTIR
Í KJÖTI
ÚRKJÖTBOR
ÐI
ÚR
KJÖTBORÐI
BBESTIR
Í KJÖTI
ÚRKJÖTBOR
ÐI
ÚR
KJÖTBORÐI
20%
afsláttur