Morgunblaðið - 04.06.2010, Síða 11
Morgunblaðið/Golli
Lærlingur Sindri kann vel við sig í vinnunni og er byrjaður að flúra einfaldar myndir, tákn og letur.
flúr hafa bæst við á þessum fimm-
tán árum sem liðin eru frá fyrsta
flúri.“
Þegar flúrin á Sindra eru skoð-
uð kennir þar ýmissa grasa, bæði í
lit og stíl. Og hann segist hiklaust
ætla að bæta nokkrum á sig. „Ég
ætla að fylla upp í auð svæði á
hægri handleggnum og fá mér flúr
á bringuna. Ég ætla líka að fá mér
flúr yfir allt bakið, það verður ein-
hverskonar Íslendingasagnaþema.
Grettir sterki og Gísli Súrsson
verða þar. Ætli ég hanni og teikni
það ekki bara sjálfur,“ segir Sindri
sem fer ekki yfir ákveðnar línur
þegar kemur að flúri á hans eigin
líkama.
„Ég mun aldrei láta flúra mig í
andlitinu, á hálsinum, handarbök-
unum eða hnúunum, vegna þess að
ég vil geta klætt þetta af mér þegar
mér hentar.“
Hann segir mjög misjafnt hvað
fólk vilji þegar það kemur á stofuna
til að fá sér flúr, sumir vilji bara eitt
lítið flúr á meðan aðrir eru alltaf að
bæta við sig nýju flúri.
72 ára kona fékk sér flúr
Sindri segir ekki hægt að
flokka þá sem fá sér húðflúr undir
einn hatt. „Hingað kemur allskonar
fólk á öllum aldri. Auðvitað eru töff-
arar og rokkarar þar á meðal, en
líka fjölskyldufeður, geðlæknar og
penar konur. Ég flúraði til dæmis
72 ára konu um daginn. Hún kom
frá Akureyri, var í fermingarveislu
hér í bænum og stakk af þaðan til
að láta flúra sig. Hún mætti hingað
prúðbúin og fékk sér einfalt flúr þar
sem falleg hugsun lá að baki. Hún
lét mig flúra á upphandlegg sinn
upphafsstafi eiginmannsins og þar
undir skrifað: Að eilífu.“
Sindri sá fyrst aðallega um að
sótthreinsa tæki og tól og lærði
þannig á vélarnar en hann er ný-
lega byrjaður að flúra letur og tákn.
„Þetta er mikil nákvæmnis-
vinna en æfingin skapar meist-
arann.“
Snilld Mynd eftir Sindra sem er
sjálfmenntaður í teikningu.
Daglegt líf 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2010
airgreenland.com
Höfuðborg Grænlands
- spennandi áfangastaður
Þú færð nýja sýn á lífið í ferð til Nuuk. Í þessari aðlaðandi höfuðborg mætast fortíð og framtíð í götumynd gamalla tréhúsa
og nýrra bygginga. Það er ógleymanleg tilfinning að sigla inn 100 km langan Nuuk fjörðinn með 1000 metra há fjöll á
hvora hlið og sjá í fjarðarbotninum hvernig skriðjökulinn teygir sig ofan í sjó. Frá Nuuk er einnig upplagt að heimsækja
þorpið Kapisillit og kynnast hefðbundnu veiðimannaþorpi í stórfenglegri náttúru.
FLUG FRÁ KEFLAVÍK TIL NUUK, ÖNNUR LEIÐIN FRÁ AÐEINS 39.160,- ISK*
Skattar og gjöld innifalin.
*1.749 DKK. Miðað við Visa kortagengi 20.05.2010 og 22.39 ISK = 1 DKK, með fyrirvara um breytingar á gengi ISK.
Húðflúr er þekkt í öllum heims-
álfum og virðist hafa fylgt
manninum í hundruð alda.
Ísmaðurinn Ötzi sem fannst í
Ölpunum og talinn er vera frá
því löngu fyrir Krists burð, var
með 57 flúr á sínum líkama.
Eldfornar egypskar múmíur eru
sumar hverjar með flúr, Inúítar
voru flúraðir og víkingarnir for-
feður okkar voru einnig flúr-
aðir. Frumbyggjar á Nýja-
Sjálandi halda enn vel við sinni
flúrhefð.
Þegar kristnin kom til sög-
unnar fordæmdi hún húðflúr og
því hvarf það víða um tíma.
Húðflúr barst til Evrópu meðal
annars með landkönnuðum en
ekki síst með sjómönnum sem
létu flúra sig á siglingum um
heimsins höf og framandi slóð-
ir, t.d. í Pólýnesíu, en þaðan
kemur einmitt nafnið tatau yfir
húðflúr, eða tattoo á ensku.
Flúr er
ævafornt
SJÓARAR LÉTU FLÚRA SIG