Morgunblaðið - 04.06.2010, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 04.06.2010, Qupperneq 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2010                      !  "   " #  " $ % & '  '  $ ()$( $ *! +,-.-/ +0-.12 +,3.+, ,+.43+ +5.0-- +1.2,3 ++4./0 +.3--5 +0-.+3 +/1./, +,0.4/ +00.+ +,3.20 ,+.453 +5.531 +1.2-+ ++4.05 +.30+5 +0-.15 +/1.51 ,+3.4+,2 +,0.3/ +00./1 +,3.02 ,+.+// +5.55/ +1./+5 +++., +.30/5 +00.,/ +/-.2 STUTTAR FRÉTTIR ● Skuldabréfavísitala GAMMA hækk- aði um 0,2% í gær, í 6,3 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggða og óverð- tryggða vísitalan hækkuðu sömuleiðis um 0,2% og nam velta með verðtryggð bréf 2,3 milljörðum króna. Viðskipti með óverðtryggð skuldabréf námu 3,5 milljörðum króna í kauphöllinni í gær. Úrvalsvísitalan, OMXI6, hækkaði um 1,44% í gær, í 95 milljóna króna við- skiptum. Bréf í Marel og Össuri hækk- uðu álíka mikið í verði, eða um rúm tvö prósent. Hækkun í kauphöll ● Viðskiptajöfn- uður var óhag- stæður um 27 milljarða króna samanborið við eins milljarðs króna afgang á sama tímabili árið áður. Í frétt á vef Seðlabanka Ís- lands segir að rúmlega 31 milljarða króna afgangur hafi verið á vöruskiptum við útlönd en tæplega fjögurra milljarða króna halli á þjónustuviðskiptum. Jöfnuður þátta- tekna var neikvæður um 52,5 milljarða. Halla á þáttatekjum má að hluta rekja til innlánsstofnana í slitameðferð með áætlaða áfallna vexti af erlendum skuldum þeirra. Jöfnuður þáttatekna án áhrifa innlánsstofnana í slitameðferð væri neikvæður um 30 milljarða að sögn Seðlabankans og viðskiptajöfn- uður því neikvæður um fimm milljarða. Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 8.471 milljörðum króna í lok fyrsta árs- fjórðungsins 2010 en skuldir voru 14.365 milljarðar. Hrein staða við út- lönd var því neikvæð um 5.895 millj- arða samanborið við 6.295 milljarða í árslok 2009. Að frátöldum innláns- stofnunum í slitameðferð námu eignir þjóðarbúsins 1.946 milljörðum króna og skuldir 3.028 milljörðum. Hrein staða var því neikvæð um 1.082 millj- arða að þeim undanskildum. Viðskiptahalli nam 27 milljörðum króna Seðlabanki Íslands Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að 48,4 milljarða króna krafa gamla Landsbankans á Straum-Burðarás teldist almenn krafa en ekki for- gangskrafa. Niðurstaðan mun væntanlega leiða til þess að Landsbankinn fái minna upp í sína kröfu en ella og hef- ur það áhrif á endanlega niðurstöðu Icesave-uppgjörsins. Því minna sem fæst fyrir eignir Landsbankans, því hærri fjárhæð mun að endanum lenda á íslenska ríkinu, miðað við samkomulagið við Breta og Hollendinga. Upphæðin sem um ræðir er þó ekki stór í samanburði við heildareignir þrota- bús Landsbankans. Deilan snerist um það hvort líta ætti á 48,5 milljarða lán Landsbank- ans til Straums sem innlán eða al- mennt lán. Landsbankinn hélt því fram að um svokallað peningamark- aðsinnlán væri að ræða, en Straum- ur sagði lánin hins vegar verða rakin til lánasamninga milli bankanna. Í dómi Hæstaréttar segir að ágreiningslaust hafi verið milli aðila að kröfur Landsbankans nytu ekki tryggingaverndar samkvæmt lögum um innistæðutryggingar. Af þeim sökum gæti krafan ekki notið þeirr- ar rétthæðar við slit Straums sem Landsbankinn krafðist, hvort sem um innlán væri að ræða eða ekki.  Væntanlega fæst minna upp í kröfu Landsbankans Krafan nýtur ekki forgangs Morgunblaðið/Golli Straumur Áður en Straumur fór í þrot var Björgólfur Thor Björgólfsson stjórnarformaður bankans og William Fall forstjóri hans. Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Fyrsta skrefið í afnámi forgangs inn- lána í þrotabú íslenska fjármála- stofnana verður stigið, ef frumvarp um heimildir fjármálafyrirtækis til að veita veðréttindi í tengslum við uppgjör milli gömlu og nýju bank- anna nær fram að ganga. Svo virðist vera sem frumvarpið beinist fyrst og fremst að uppgjöri milli nýja (NBI) og gamla Landsbankans, en NBI gaf út 260 milljarða skuldabréf í erlendri mynt til skilanefndar Landsbank- ans. Samkvæmt nýju lögunum verð- ur fjármálafyrirtæki einnig gert heimilt að skipta út veðum og bæta við þau til að lagfæra veðþekju skuldabréfs eftir sem þurfa þykir, en ráðstafanir eigna í hið veðsetta eignasafn geta ekki sætt riftun. 260 milljarða veðkrafa Ef frumvarpið verður samþykkt mun 260 milljarða skuldabréf skila- nefndar Landsbankans verða tryggt af góðum veðum út líftíma þess, en bréfið er til 10 ára. Kæmi til greiðsluþrots NBI stæði skuldabréf því framar innlánum. Með frumvarpinu eru þau skilaboð send til markaðarins að forgangur innlána samkvæmt lögum muni ekki þvælast fyrir fullnægjandi veðþekju lántöku íslenskra banka. Þrátt fyrir að innlán séu enn forgangskrafa í skilningi neyðarlaganna, mun frum- varpið sem um ræðir auka hlutfall veðkrafna á bókum íslenska banka, og skilja þar með minna eftir til skiptanna fyrir innlánskröfur. Í minnihlutaáliti efnahags- og við- skiptanefndar segir að „verði frum- varpið að lögum takmarki það for- gang Tryggingasjóðs innistæðu- eigenda og fjárfesta ef bú fjármálafyrirtækis verður tekið til gjaldþrotaskipta og það reynir á réttindaröð samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti.“ Tryggðar innistæður á Íslandi eru í dag 600 milljarðar króna. Leiða má líkur að því að nýja frumvarpið muni draga mjög úr aðgangi Trygginga- sjóðs að eignum í þrotabúum og hækka þar með reikninginn sem verður sendur skattgreiðendum. Skuldabréf tekin fram fyrir innlán í kröfuröð banka  Efnahags- og viðskiptaráðherra stígur fyrsta skrefið í afnámi forgangs innlána Hafa forgang skv. lögum » Heimilt er að skipta út veð- um að baki skuldabréfum út- gefnum vegna færslu eigna frá gömlu bönkunum til hinna nýju. Færsla eigna í hið veð- setta eignasafn getur ekki sætt riftun. » Þrátt fyrir forgang innlána samkvæmt lögum eru skulda- bréf í raun færð fram fyrir þau samkvæmt frumvarpinu. Kröfuröð Innlán eru ennþá forgangskröfur samkvæmt lögum. Sala á einnar únsu American Eagle- gullmyntinni var meiri í maí en hún hefur verið í ellefu ár, að því er Fin- ancial Times hefur eftir Myntsláttu Bandaríkjanna. Alls seldust 190.000 slíkir peningar í mánuðinum. Leiða má líkur að því að þessa auknu eft- irspurn eftir gulli megi rekja til verðbólguótta meðal fjárfesta, sem óttast að verðgildi reiðufjár síns rýrni á næstunni. Aðrar myntsláttur hafa einnig greint frá því að eftirspurn eftir gullpeningum og litlum gull- stöngum hafi sjaldan verið meiri, en eins og sagði í ítarlegri umfjöllun Viðskiptablaðs Morgunblaðsins í gær eru ríki víða um veröld afar skuldsett. Í gær kom fram að skuldir og skuldbindingar Banda- ríkjanna hefðu náð 13.000 millj- örðum dollara. Þótt kaup og sala á gullmyntum og -stöngum sé tiltölulega lítill hluti af heildareftirspurn eftir gulli er hún álitin vera sterk vísbending um stemningu meðal fjárfesta. ivarpall@mbl.is Ameríski örninn gulls ígildi Gull Væntingar um rýrnun gjaldmiðla eru taldar ýta undir eftirspurn eftir gulli um þessar mundir, en hún er mikil beggja vegna Atlantshafs.  Mesta eftirspurn eftir American Eagle- myntinni í 11 ár BG Partners eru nálægt því að festa kaup á 49% hlut í Skeljungi af Íslandsbanka, en fyrir á félagið 51% hlut í fyr- irtækinu. BG er í eigu Birgis Bielt- vedt, Guðmundar A. Þórðarsonar og Svanhildar Vigfúsdóttur. Hluturinn í Skeljungi hefur verið í opnu söluferli hjá Íslandsbanka um nokkurt skeið. Heimildir Morg- unblaðsins herma að aðrir tilboðs- gjafar hafi misst áhugann á hlutn- um á ákveðnu stigi málsins og því dregið sig úr útboðinu, en tals- verðar skuldir hvíla á félaginu. thg@mbl.is BG Partners eignast Skelj- ung að fullu Skeljungur Að fullu í eigu BG.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.