Morgunblaðið - 04.06.2010, Side 18
18 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2010
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Fjármálaráðherrar og seðlabankastjórar frá tutt-
ugu helstu iðnríkjum heims koma saman til fundar í
Pusan í Suður-Kóreu í dag. Sem kunnugt er þá hafa
fundir tuttugu helstu iðnríkja heims verið megin-
samráðsvettvangur viðkomandi stjórnvalda um við-
brögð við ástandinu á fjármálamörkuðum. Enn sem
komið er hefur ekki mikið áunnist í þeim efnum og
miðað við þau drög að ályktun fundarins í Pusan,
sem lekið hefur verið í fjölmiðla, er ekki að búast við
miklum breytingum í þeim efnum um helgina.
Skjálftavirkni og ójafnvægi
Dow Jones-fréttaveitan hefur drög að yfirlýs-
ingunni undir höndum. Þar kemur þó fram að sam-
staða sé um að sá viðsnúningur sem átt hefur sér
stað byggi á veikum stoðum.
Í drögunum segir að skjálftavirkni sé enn mik-
il á fjármálamörkuðum og aðstæður kalli á aukið
samstarf helstu ríkja um aðgerðir. Þetta lætur vel í
eyrum en vandinn er að lítil samstaða er meðal
ríkjanna um hvernig eigi að bregðast við og hvernig
byrðar aðlögunarferlisins í átt að nýju jafnvægi í al-
þjóðahagkerfinu skuli dreifast.
Þannig er lögð rík áhersla í drögunum á að ríki
beiti aðhaldi við stjórn ríkisfjármála og forðist
ósjálfbæra skuldasöfnun. Þetta á fyrst og fremst
við hagkerfin á Vesturlöndum en vandinn er að slík-
ar aðgerðir leiða sjálfkrafa til minni eftirspurnar,
sem er lítil fyrir, í viðkomandi hagkerfum og þar af
leiðandi þurfa þau að reiða sig á að þau ríki sem búa
við hagstæðan viðskiptajöfnuð grípi til efnahags-
aðgerða heimafyrir sem örvar eftirspurn eftir inn-
fluttum vörum.
Fyrst og fremst er horft til Kína auk annarra
útflutningshagkerfa í Asíu í þessum efnum, en
segja má að þetta gildi einnig um stöðu Þýskalands
gagnvart öðrum hagkerfum evrusvæðisins. Ólík-
legt er að kínversk stjórnvöld ljái máls á því að leyfa
handstýrðu gengi júansins að styrkjast gagnvart
Bandaríkjadal, þótt stjórnvöld í Washington leggi á
það mikla áherslu. Slík gengisstyrking myndi
draga úr bandaríska viðskiptahallanum og örva eft-
irspurn í Kína eftir innfluttum varningi. En þar
sem mikil veiking evrunnar á mörkuðum
undanfarið hefur þrengt að samkeppnis-
hæfni kínversks útflutnings á alþjóðamörk-
uðum eru stjórnvöld í Peking enn fráhverf-
ari því en áður að leyfa júaninu að styrkjast.
Á meðan þetta ástand ríkir má búast við að
viðskiptahallinn vestanhafs aukist á ný frek-
ar en minnki. Rætist sú spá má segja að hið
hnattræna ójafnvægi alþjóðaviðskipta, sem
er ein af meginorsökum fjármálakreppunnar,
sé jafn fjarri því að lagast í dag og fyrir
kreppu. Ekki verður séð að fundarhöldin um
helgina breyti miklu þar um.
Fundað í skugga skuldavanda
Fundur fjármálaráðherra og seðlabankastjóra tuttugu helstu iðnríkja heims
hefst í Pusan í dag Samstaða um nauðsyn aðgerða en ekki útfærslu þeirra
Það er víðar en á Íslandi sem moldviðri byrgir
mönnum sýn. Þessi indverski ökuþór lét fjúkið
ekki hafa áhrif á sig þar sem hann ók um götur
borgarinnar Mathura á norðanverðu Indlandi.
Aftar í götunni leiðir ógreinilegur maður reið-
hjól en hjá honum er vagn með þungri byrði.
Líklega voru þeir fegnir því að komast inn fyr-
ir hússins dyr. Maðurinn með farsímann kippir
sér lítið upp við storminn.
Á vélfáki í gegnum kófið
Reuters
Þótt kviknað hafi í tveimur Nano-dvergbílum láta Tata
Motors-verksmiðjurnar engan bilbug á sér finna.
Þvert á móti hyggjast indversku bílasmiðjurnar blása til
frekari sóknar með verksmiðju sem stórauka mun fram-
leiðsluna á örbílnum.
Segja má að Nanoinn sé nú kominn úr 1. gír og að hann
sé farinn að malla í 2. gír. Fyrstu Nanoarnir runnu af færi-
bandinu í mars 2009 og hafa síðan hátt í 31.000 eintök selst
á Indlandi. Það er þó aðeins byrjunin og mun nýja verk-
smiðjan í Sanand í Gujarat-héraði geta smíðað 350.000 bíla
á ári þegar hún verður að fullu komin í gang.
Brunalykt af byrjuninni
Byrjað verður að taka við pöntunum síðar í mánuðinum
en óhöppin tvö þóttu bagaleg fyrir vörumerkið.
Verksmiðjurnar telja þau hins vegar ekki tengjast fram-
leiðslugalla en hafa til öryggis bætt einangrun við bensín-
dæluna til að lágmarka líkur á að það kvikni í bílnum.
Segja má að Nanoinn sé Volkswagen-bjalla sinnar kyn-
slóðar en henni var sem kunnugt er ætlað að gera þýsku
millistéttinni kleift að eignast fólksbíl, sem væri mun ódýr-
ari en Benz og aðrar dýrari gerðir. Annað dæmi úr sögunni
væri Ford T, fólksbíll Henrys Fords.
Til stendur að bjóða bílinn til sölu í Evrópu og Banda-
ríkjunum en hann kostar beint úr kassanum á Indlandi um
2.000 Bandaríkjadali, eða sem svarar 256.000 krónum.
Tata-verksmiðjurnar hyggja á frekari landvinninga og má
nefna að senn hefst sala á Nanoinum í Taívan.
Gerir millistéttinni kleift að eignast bíl
Nanoinn þótti bylting á Indlandi þar sem efnalítið fólk
hefur þurft að gera sér skellinöðrur að góðu en athygli vek-
ur að í Taívan er sömu sögu að segja þótt þjóðartekjur á
mann séu þar miklu hærri.
Til þess þarf Nanoinn þó að uppfylla strangari öryggis-
kröfur líkt og hann þyrfti á vestrænum mörkuðum.
Fimmaurabíllinn úr 1. gír
Reuters
Bíll fólksins Nanoar renna af færibandinu í nýju verk-
smiðjunni. Verðið er svipað og á sæmilegum flatskjá.
Ný verksmiðja fyrir örbílinn Nano í gagnið Indverska
millistéttin hefur nú ráð á bíl Salan hefur aukist hratt
Alan Johnson, fv.
innanríkisráð-
herra Bretlands,
telur að íhuga
þurfi hertar regl-
ur um byssueign í
Bretlandi, eftir að
breska innanrík-
isráðuneytið
skýrði frá því að
Derrick Bird, 52
ára leigubílstjóri
sem skaut 12 manns til bana í fyrra-
dag, hefði haft leyfi fyrir haglabyssu í
15 ár og fyrir riffli frá 2007.
Fjallað var um málið á vef Daily
Telegraph en þar sagði að Johnson
teldi brýnt að athuga andlega heilsu
umsækjenda um byssuleyfi, með
þeim orðum að of auðvelt væri fyrir
landsbyggðarfólk að nálgast skot-
vopn.
David Cameron forsætisráðherra
telur hins vegar að ekki beri að ganga
of langt í viðbrögðum við ódæðinu en
nú er komið í ljós að Bird myrti tví-
burabróður sinn á miðvikudag.
Skoði
reglur um
byssueign
Derrick
Bird
Bretar fara yfir málin
í kjölfar fjöldamorðs
Heimild: ITOPF (Alþjóðleg umhverfissamtök olíuskipafyrirtækja). * Um það bil 798.000 tunnur
VERSTU OLÍUSLYS SÖGUNNAR
Atlantic
Empress 1979
287.000
Deepwater
Horizon 2010
108.000*
ABT
Summer 1991
260.000
Castillo de Bellver 1983
252.000
Irenes Serenade 1980
100.000
Amoco Cadiz 1978
223.000
Haven 1991
144.000
Odyssey 1988
132.000
Torrey Canyon 1967
119.000
Urquiola 1976
100.000
Sea Star 1972
115.000
Exxon
Valdez 1989
37.000
STÓR OLÍUSLYS SÍÐAN 1967
Stærð olíuleka í tonnum Olíuskip
700
600
500
400
300
200
100
0
OLÍULEKI Í ÞÚSUNDUM TONNA
'70 '72 '74 '76 '78 '82 '84 '86 '88'80 '92 '94 '96 '98'90 '02 '04 '06 '08'00
ABT
Summer
260.000
Castillo
de Bellver
252.000
Atlantic
Empress
287.000
ORSÖK SLYSA
Tengd rekstri
57,4%
Óhöpp
21,2%
Aðrar og óþekktar
ástæður
21,5%
Eitt af þeim málum sem hart
verður tekist á um á fundinum
er hvort og hversu hratt eigi að
ganga til verks við að herða
reglur um eiginfjárstöðu banka.
Vegna versnandi ástands á fjár-
málamörkuðum í Evrópu er
deilt um hvort harðari reglur
um þessar mundir séu ótíma-
bærar þar sem þær gætu graf-
ið undan mögulegum viðsnún-
ingi. Ennfremur verður tekist
á um kosti og galla alþjóð-
legrar skattlagningar stórra
banka.
Eigið fé og
skattlagning
ÁTAKAMÁLIN